Morgunblaðið - 09.02.2007, Page 28

Morgunblaðið - 09.02.2007, Page 28
Dýpri Það er ótrúlegt hversu miklu getur munað á magninu sem fer í popppokana sem dýpkað hafa verulega, en munurinn á minnsta og stærsta skammti bíóhúsanna er tæplega fimmfaldur. Sá minnsti er 40 g, miðstærð um 100 g sem jafnast á við einn örbylgju- popppoka að magni til og risa- skammturinn fer upp í 185 g. Hita- einingarnar fara að sama skapi úr 180 kkal í minnsta skammti í 835 kkal í þeim stærsta. Með bíóferð fjögurra manna vísitölufjölskyldunnar í huga er líklegasta hagstæðast að kaupa stærsta skammtinn, en honum ætti þá líka að skipta bróðurlega á milli allra fjölskyldu- meðlima Það er sama hversu hollur matur er valinn, það er hægt að fitna af öllu ef borðað er of mik- ið. Það hefur verið sannreynt í rannsóknum að langflest fólk borðar meira magn af mat og jafnvel langt umfram það sem þarf til að seðja hungrið, eftir því sem matarskammturinn er stærri. Bandarískir vísindamenngerðu merkilega rann-sókn þar sem þeir gáfuþátttakendum ýmist ferskt brakandi poppkorn eða tveggja vikna gamalt popp, sem flestir hefðu álitið lítt girnilegt. Það var athyglisvert að dró lítið úr neyslunni þótt poppið væri gamalt en enn merkilegra var þó að því stærri umbúðir sem poppið var sett í því meira borðaði fólk, líka af gamla poppinu,“ segir Anna Sigríð- ur Ólafsdóttir, lektor í næring- arfræði við Kennaraháskóla Íslands. Skammtastærðin – vegur þungt „Oft þarf ekki nema eina litla breytingu til að sjá verulegan mun á líkamsþyngdinni, upp á við eða nið- ur, allt eftir því hvort skammtar eru minnkaðir eða stækkaðir,“ segir Anna. „Munurinn á hitaeiningum í litlu súkkulaði og stóru getur verið um 100 kkal. Sumir kjósa að fá sér bita á hverjum degi en þá skiptir magnið máli. Það safnast og munar um þegar saman kemur. Úr 100 viðbótareiningum á dag, verða um 3.000 kkal á mánuði og á ári eru þær orðnar 36.500 kkal. Í kílóum talið myndi þetta jafngilda um 5 kg þyngdartapi eða -aukningu, eftir því hvort skammturinn var minnkaður eða stækkaður. Neyt- endur þurfa líka að hugsa um hvort þeir hafi efni á viðbótarkaloríum- tilboðin um meira magn fyrir minna verð hrópa á þá.“ Hreyfingin – skiptir sköpum En það eru fleiri möguleikar til þess að hafa áhrif á líkamsþyngd og heilsu en að gæta þess að borða ekki fleiri hitaeiningar en líkaminn þarfnast. „Dagleg brennsla lík- amans á hitaeiningum er háð hreyf- ingu og öðrum lífsháttum. Það er mjög misjafnt hvað fólk brennir mörgum hitaeiningum en breyt- ingar á hreyfingu geta, eins og breytingar á matarskömmtum, haft mikil áhrif,“ segir Anna. „Ein- staklingur sem vinnur kyrrsetustarf en bætir við hálftíma rösklegri göngu á hverjum degi getur aukið brennslu líkamans að meðaltali um 150 hitaeiningar á dag eða um 55.000 hitaeiningar á ári. Það jafngildir tæpum 8 kg af fituvef, sem hann þá kemur í veg fyrir að bæta á sig eða þá hugsanlega getur losað sig við. Lýðheilsustöð hefur ráðlagt full- orðnum að hreyfa sig í a.m.k. 30 mín- útur á dag og börnum í a.m.k. 60 mínútur, enda veitir hreyfingin fólki aukinn kraft til að takast á við verk- efni daglegs lífs og eykur líkurnar á að lifa lengur heilbrigðu lífi.“ Vaxandi Íslenski ísbúðaísinn hefur ekki orðið útundan þegar vaxandi skammtar eru annars vegar. Árið 1990 var algengt að lítill barnaís væri um 90 g og stóri ísinn 180 g. Í dag er barnaskammturinn hins vegar oft í kringum 140 g og sá stóri orðinn 230 g. Það má kannski segja það bót í máli að mjólkurísinn úr vélunum er til- tölulega orku- og fitusnauður með um 150 kkal í 100 g – án brauðs og dýfu. Það þýðir þó að stærsti ísinn veitir minnst 345 kkal og orkan margfaldast um leið og dýfan og kurlið bætast við. Stór – stærri – stærstur Þetta er önnur grein í af þremur í greinaflokki um breytingar á skammta- stærðum íslenskra matvæla og er sam- starfsverkefni Lýðheilsustöðvar og Morgunblaðsins. Anna Sigríður Ólafsdóttir „Oft þarf ekki nema eina litla breytingu til að sjá verulegan mun á líkams- þyngdinni.“ Morgunblaðið/Golli Hærri Skyrdrykkir með ferskum ávöxtum eru vin- sæl hollustufæða, hvort sem þeir eru útbúnir heima eða keyptir á hlaupum. En öllu er hægt að ofgera, holl- ustunni líka. Í 3 dl af skyr- drykk eru rúmar 200 kkal en stórt glas sem tekur 5 dl eykur orkuna í 345 kkal. Það er stundum erfitt að sjá muninn á magninu í glösum þrátt fyrir hæðarmun. Lengri Má bjóða þér stærra súkkulaði? Í dag eru minnstu gerðir súkkulaðistykkja í mörgum tilvikum ekki til og erfitt að fá súkkulaði undir 50 grömmum. Slíkt venjulegt stykki (flestar tegundir) inniheldur um það bil 275 kkal en XL-útgáfan 385 kkal. Upprunalega útgáfa margra súkkulaðistykkja var um það bil helmingi minni en risa- stykkin og veitti því færri hitaeiningar eða um 165 kcal. Kannski væri ráð að deila stykkinu með öðrum því flest- um reynist erfitt að geyma helminginn til seinni tíma. neytendur 28 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hundar Föstudaginn 23. febrúar 2007 fylgir með Morgunblaðinu glæsilegt sérblað um hunda. ● Hundaræktarfélag Íslands ● Þjálfun hunda ● Hreyfiþörf hunda ● Umfjöllun um fóðurgjöf hunda ● Hundahótel, gæsluheimili og hundasnyrtistofur ● Viðtal við fólk sem á hunda ● Hundatryggingar og margt fleira fróðlegt. Meðal efnis er: Auglýsendur! Pöntunartími er fyrir kl. 16 mánudaginn 19. febrúar 2007 Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.