Morgunblaðið - 09.02.2007, Síða 31

Morgunblaðið - 09.02.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 31 Málefni Þjóðleikhússinshafa verið talsvert tilumfjöllunar í fjöl-miðlum undanfarið og rétt er að gera nánari grein fyrir ýmsum atriðum sem máli skipta í þeirri umræðu. Góð aðsókn í Þjóðleikhúsið Á þessu leikári hefur Þjóðleik- húsið boðið gestum sínum upp á sautján mismunandi leiksýningar og fleiri eru væntanlegar. Tólf af þessum sýningum hafa verið sýningar Þjóðleikhússins, aðrar hafa verið gestasýn- ingar. Aðsókn í Þjóð- leikhúsið hefur verið góð í vetur og heild- argestafjöldi leikársins frá hausti er nú orðinn um 43 þúsund. Aðsókn á einstakar sýningar hefur vitanlega verið misjöfn, sumar leiksýn- ingar hitta í mark, aðrar síður. List- ræn nýsköpun felur alltaf í sér áhættu og aðsókn í leikhús stjórn- ast jafnan af mörgum ólíkum þátt- um. Þjóðleikhús fyrir alla aldurshópa Það er okkur í Þjóðleikhúsinu sérstakt gleðiefni að ungir leik- húsgestir, börn, unglingar og ungt fólk, hafa streymt á sýningar leik- hússins. Slagorð leikársins 2006- 2007 er „Þjóðleikhúsið fyrir alla“. Við höfum lagt áherslu á að ná til nýrra áhorfendahópa og að opna töfraheim leikhússins fyrir börnum og yngra fólki. Óhætt er að fullyrða að aldrei fyrr í sögu Þjóðleikhússins hefur verið boðið upp á jafn fjöl- breytt úrval sýninga fyrir unga leik- húsgesti. Jafnframt hefur verið unnið ötullega að fræðslustarfi og leiklistaruppeldi. Skemmtileg leikhúsupplifun á unga aldri getur lagt grunninn að leikhúsáhuga síðar í lífinu. Yngstu börnin hafa nú helgi eftir helgi get- að hitt vinkonur sínar Skoppu og Skrítlu í leikhúsinu og fyrir jólin fóru þau í ófáar ævintýraferðir um leikhúsið í fylgd leikara og tónlist- armanna í Leitinni að jólunum. Leikhúsferð getur verið ein- staklega skemmtilegur og inni- haldsríkur þáttur í samveru og samskiptum barna og fullorðinna. Heilu stórfjölskyldurnar hafa getað skemmt sér saman í allan vetur í leikhúsinu á sýningum á Sitji guðs englar, þar sem fjallað er um ís- lenska sögu á þann hátt að áhorf- endur allt frá barnsaldri til eldri borgara hafa haft gífurlegt gaman af. Foreldrar tala stundum um að erfitt reynist að finna hentugar sýn- ingar til að fara með unglingana sína á, en Patrekur 1,5 hefur reynst bráðskemmtileg sýning, þar sem tekist er á við málefni sem brenna bæði á yngra og eldra fólki. Á ferð um landsbyggðina og til útlanda Þjóðleikhúsið leggur áherslu á að efla samskipti leikhússins við lands- byggðina. Í vetur hafa verið farnar fjölmargar sýning- arferðir með Patrek 1,5 í framhaldsskóla víða um landið, við frábærar undirtektir. Reynslan af þess- um ferðum hefur sannfært okkur um mikilvægi þess að Þjóðleikhúsið sæki landsbyggðina heim og munum við leita leiða til þess að gera leikferðir í ólík byggðarlög að árleg- um viðburði. Sýningar leikhússins hafa vakið mikla athygli erlendra gesta, og nú í vetur hefur Þjóðleikhúsið getað þegið boð um að sýna Græna landið í nýstofnuðu Þjóðleikhúsi Fær- eyinga og Pétur Gaut á Ibsenhátíð- inni í Noregi. Fyrir dyrum stendur ferð með Pétur Gaut í Barbican leikhúsið í London og er nær upp- selt á allar tíu sýningarnar þar. Áhugi á sýningunni erlendis er mik- ill og henni hefur þegar verið boðið til Ástralíu, Japans, Póllands og Finnlands. Því miður getur leik- húsið ekki þegið öll þessi boð en þau eru engu að síður mikil viðurkenn- ing á því starfi sem fram fer í Þjóð- leikhúsinu. Fjölbreytt verkefnaval í leikhúsi allrar þjóðarinnar Þjóðleikhúsið er leikhús allrar þjóðarinnar og fjölbreytt verk- efnaval vetrarins hefur mótast af vilja til að mæta óskum ólíkra áhorfenda, á ólíkum aldri, úr ólíkum þjóðfélagshópum. Þjóðleikhúsið vill geta jöfnum höndum boðið upp á metnaðarfullar sýningar á meist- araverkum leikbókmenntanna, ögr- andi og áhættusama nýsköpun og sýningar sem sérstaklega er ætlað að höfða til ungra leikhúsgesta, samhliða léttari sýningum fyrir þá sem vilja upplifa list leikarans og skemmta sér og hlæja um leið. Í Þjóðleikhúsinu er nú í und- irbúningi stórsýning á söngleiknum Legi eftir Hugleik Dagsson og hljómsveitina Flís. Um er að frum- legt og bráðfyndið nýtt verk sem hefur hárbeitta skírskotun til sam- tímans. Magnað nýtt dramatískt verk, Hjónabandsglæpir, eftir Eric- Emmanuel Schmitt sem samdi Abel Snorko býr einn og Gestinn verður frumsýnt á Stóra sviðinu í vor og nú er verið að æfa Hálsfesti Helenu í Kassanum, einstaklega áleitið verk eftir eitt þekktasta leikskáld Kan- ada. Þrjú ólík verk sem hvert á sinn hátt geta veitt okkur nýjar upplif- anir nú á útmánuðum og fram á vor! Það er allt að gerast í Þjóðleik- húsinu! Þjóðleikhúsið er fyrir alla Eftir Tinnu Gunnlaugsdóttur Tinna Gunnlaugsdóttir » Þjóðleikhúsið er leik-hús allrar þjóð- arinnar og fjölbreytt verkefnaval vetrarins hefur mótast af vilja til að mæta óskum ólíkra áhorfenda, á ólíkum aldri, úr ólíkum þjóð- félagshópum. Höfundur er þjóðleikhússtjóri. Morgunblaðið/Golli m en skortir fjármagn. Það sótti í sjóði Rannís, Rannsóknamið- slands, og stóðst rannsóknarum- skilyrði en var hafnað fyrst og egna kostnaðar. Kostnaður við af því tagi sem Landlæknisemb- gera nemur um 30 milljónum ekstur Landspítala – háskóla- s kostar 30 milljarða á ári. á eftir tækninni as Halldórsson landlæknir segir r að umræðan hér á landi um ör- linga hafi vaknað í kjölfar um- öðrum löndum. „Framfarir hafa g miklar í læknisfræði en það má iðhorf starfsmanna til öryggis og kerfinu hafi ekki fylgt tækninni eftir og í öðrum atvinnugreinum þar sem áhætta er hluti af starfinu, eins og t.d. í flugi. Rannsóknir í ofangreindum löndum hafa sýnt að tölur um óvæntan skaða, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef allt hefði verið gert fullkomlega, eru hærri en menn hugðu. Það er margt sem þarf að bæta. Það eru t.d mörg óhöpp sem verða vegna þess að samskipti á milli fólks eru ekki nægileg og miðlun upplýsinga er ábótavant.“ Mannekla og deilur hafa áhrif – Geta deilur um stjórnunarábyrgð haft áhrif á tíðni mistaka í heilbrigðiskerfinu? „Já, samskipti skipta miklu máli. Ef fólk er hrætt hvað við annað, óttast hvað yfirmað- urinn muni segja eða óttast ákæru þá eru miklu meiri líkur á því að það segi ekki frá tilfellum þar sem eitthvað fer úrskeiðis. Þegar tilfelli eru ekki tilkynnt eða skráð getum við ekki lært af þeim og fyrirbyggt í framtíðinni.“ – Getur mannekla haft áhrif á tíðni mis- taka í heilbrigðiskerfinu? „Já, hún getur haft það. Streita, óskýr verkferli og óskýrar boðleiðir hafa slæm áhrif.“ Landlæknir segist vissulega hafa áhyggjur, eins og af Landspítalanum sem hefur verið mikið í fréttum bæði vegna deilna um stjórnunarábyrgð og manneklu. ,,Við verðum vör við það hjá embættinu að fólk er orðið dálítið tortryggið og að sam- skiptaerfiðleikar eru á milli stjórnenda og þeirra sem vinna verkin gagnvart sjúkling- unum. Slíkar aðstæður geta verið einna hættulegastar. [...] Það verða að vera skýr- ar boðleiðir og stuttar. Þeir sem stjórna verða einnig að vera vel að sér, bæði í stjórnun og faginu sjálfu.“ Kvörtunum til landlæknis hefur fjölgað Matthías segir að kvörtunum til Land- læknisembættisins hafi heldur fjölgað und- anfarin ár. ,,Við skráum allar kvartanir og kærur en flokkum þær ekki eftir mistökum. Þau eru frá minniháttar og til meiriháttar og það hafa orðið dauðsföll.“ Samkvæmt tölum á vefsíðu landlæknis- embættisins bárust 220 kvartanir og kærur árið 2003, árið eftir sáu 244 ástæðu til þess að kvarta eða kæra en árið 2005 var talan komin í 290. Tölur fyrir árið 2006 eru ekki komnar. Matthías vonast til að Landlækn- isembættið geti áfram unnið að öryggismál- um í heilbrigðiskerfinu. „Verkferli á ís- lenskum sjúkrahúsum eru til staðar en mættu vera fleiri og skýrari. Landlæknis- embættið hefur gefið út nær 30 klínískar leiðbeiningar en það eru verklagsleiðbein- ingar sem byggjast á bestu gagnreyndu, læknisfræðilegu meðferð sem til er. Við höfum verið meira í að búa til leiðbeiningar en minna kannað hvort farið sé eftir þeim. Það munum við hins vegar gera í auknum mæli sem og að fylgjast betur með því sem fer úrskeiðis í daglegri starfsemi stofnana. Við munum leita eftir tölulegum upplýsing- um og fleiru og eftir því reyna að greina hvort verklag þurfi að bæta.“ Hann segir embættið ætla næst að leita til stjórnvalda um fjármögnun rannsókn- arinnar. „Það er mikilvægt að greina vand- ann til þess að geta brugðist markvisst við honum.“ Viðbrögðin skipta máli Sir Liam hvatti Íslendinga í lokaorðum sínum til að setja sér tvö markmið. Hið há- leita væri auðvitað að byggja upp með tíð og tíma öruggasta heilbrigðiskerfi í heimi. Hitt, sem væri ef til vill raunsærra, væri að setja sér það markmið að geta sagt a.m.k. um eitt svið heilbrigðiskerfisins: „Á Íslandi verða aldrei óhappatilvik á þessu sviði. Við komum í veg fyrir þau.“ Landlæknarnir lögðu báðir áherslu á að til þess þyrfti að opna umræðuna og breyta viðhorfum. Þeir lögðu mikla áherslu á við- brögð starfsfólks í heilbrigðiskerfinu þegar mistök eiga sér stað. „Það er öllum til góðs að opna umræðuna og það verður að skapa ákveðna öryggismenningu fyrir starfsfólk heilbrigðiskerfisins þannig að það geti óhikað sagt frá og skráð óhappatilvik. Það er líka mikilvægt, þegar slíkt á sér stað, að greina sjúklingi frá því, skýra út það sem gerst hefur og biðjast afsökunar. Það verð- ur líka að segja að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur, og ekki bara segja það, heldur meina það,“ sagði Matthías Halldórsson landlæknir. ök í heilbrigðiskerfinu Morgunblaðið/ÞÖK um sjúklingatryggingu, að sjúklingur geti orðið fyrir tjóni í tengslum við með- m óhappatilvik sem hugsanlega er hægt að fyrirbyggja, oft nefnd „læknamis- úklingum og starfsfólki heilbrigðisstofnana. ndinn Sir Liam berst ötullega fyrir öflugri umræðu um öryggismál í heilbrigð- og athöfnum og notar ekki hefðbundið orðalag embættismanna til þess. Morgunblaðið/Árni Sæberg fisins virðast alltaf vera appatilviljun. Þetta hafi kenna,“ segir Dögg lsdóttir hæstarétt- ögmaður sem um ára- eið hefur rekið og rekur ál sjúklinga sem orðið fa fyrir tjóni vegna mis- ka í heilbrigðiskerfinu. kkur slík mál eru nú rir dómstólum. „Sjúk- gar sem til mín hafa tað eru samhljóða um að ir fái hvorki skýringar upplýsingar. Þeim ast sig og upplifa að það hafna þeim, af því að sem enginn vill taka im er sjaldnast bent á m sjúklingatryggingu.“ Dögg segir að sér finnist ekki hafa orðið nein breyting á þessu viðhorfi frá því að hún tók fyrsta málið að sér fyrir um áratug. „Ég verð ekki vör við neinar breytingar. Mér finnst til dæmis lögin um sjúklingatryggingar sem tóku gildi 1. janúar 2001 litlu hafa breytt. Það væri eðlilegt þegar eitthvað fer úrskeiðis að sjúklingi væri sagt frá þeim rétti sem hann hefur lögum samkvæmt, en það er sjaldan gert. Framkvæmdin á lögunum er síðan sér- kapítuli út af fyrir sig. Þessi lög áttu að verða til þess að auðvelda sjúklingum að fá bætur vegna óhappatilvika en í þeim er gerð krafa um sök og skaðabótaábyrgð á sama hátt og í skaðabótarétti. Það er mín reynsla, og þá miðuð við þau fjölmörgu mál sem ég hef farið með í gegnum bæði heilbrigðis- og rétt- arkerfið, að mat Tryggingastofnunar ríkisins sé í engu samræmi við það sem löggjafinn ætl- aðist til. TR er langoftast sá aðili sem metur tjónið, því ríkið rekur meira og minna heil- brigðiskerfið. Ég hef lent í því með sjúklinga sem fengu miklar aukaverkanir, af því tagi að ég skil ekki hvernig nokkur ætlast til að þeir beri það sjálfir, en var engu að síður synjað um bætur á grundvelli laga um sjúklinga- tryggingu. Dögg segist vilja sjá miklar breytingar og þá fyrst á viðhorfinu líkt og sir Liam hafi lagt mikla áherslu á. „Ég vil að það sé gengið að hverju tilviki sem fer úrskeiðis með al- gjörlega opnu hugarfari en ekki þeirri af- stöðu að þetta hafi verið óhapp og ekki okkur að kenna og síðan reynt að finna rökin fyrir því. Mér finnst að þær umsagnir sem ég hef fengið í málum sem ég hef sent til umsagnar Landlæknisembættisins mótist mjög af þeirri afstöðu að hvítþvo heilbrigðisstarfsmenn sem að málum koma. Ég er þess vegna nánast hætt að senda þangað mál til umsagnar.“ kur að kenna“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.