Morgunblaðið - 09.02.2007, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 33
UNDIRRITAÐUR var nýkom-
inn til landsins þennan „örlagaríka“
morgun hinn 2. febrúar síðastliðinn
– og gekk rakleitt frá
svefni til þess að
sækja í sig fréttir
fram í forstofu – í þau
blöð sem þá höfðu
borist inn um bréfa-
lúguna. Í morgunsárið
fræga, þegar Morg-
unblaðið bryddaði
uppá þeirri nýjung að
birta prýðilegar
myndir af þeim óláns-
dómurum Hæsta-
réttar sem þá höfðu
nýverið kveðið upp
slæman dóm yfir kyn-
ferðisafbrotamanni.
Dóm sem augljóslega
var algerlega á skjön
við alvarleika brota
mannsins og þvert á
réttarfarsvitund al-
mennings, sem og
auðvitað Moggans.
Undirritaður var glað-
ur í bragði með svo
einarða stefnubreyt-
ingu blaðsins og áber-
andi forsíðu þess.
Morguninn eftir
þyrsti undirritaðan
einnig í fréttir úr
sama blaði; með
morgunkorninu og lýsinu sínu við
eldhúsborðið. Undirritaður verður
sjaldnar kjaftstopp með árunum
sem líða – sérstaklega þegar dóm-
stólar eiga í hlut og börn eru ann-
ars vegar – en þennan morgun
varð hann algerlega kjaftstopp
þegar hann fletti Mogganum og
las, á bls. 4, athugasemd frá Dóm-
arafélagi Íslands.
Þar segir orðrétt m.a.: „Frétta-
flutningur af dómsmáli með þess-
um hætti á sér enga hliðstæðu og
fer langt út fyrir eðlileg mörk og
jaðrar við sorpblaðamennsku, sem
ekki hefur verið dæmigerð fyrir
Morgunblaðið fram að þessu. Ekki
er ljóst hvað fyrir blaðinu vakir
með fréttaflutningi af þessu
tagi …“
„Ritstjórn Morgunblaðsins verð-
ur að gefa skýringu á því hvers
vegna það gengur fram með svo
ósmekklegum fréttaflutningi í um-
fjöllun sinni um þennan dóm.“
„Dómarafélag Íslands telur að
vegið sé ómaklega að dómstólum
og einstökum dómurum með frétta-
flutningi af þessu tagi og krefst
þess að ritstjórn Morgunblaðsins
svari umyrðalaust hvað hér býr að
baki.“
„Undirritað fh. félagsins – Egg-
ert Óskarsson.“
Eftir lesturinn hugsaði ég með
mér: Hvað halda þessir menn eig-
inlega að þeir séu?
Athugasemd Dómarafélagsins er
svo klaufaleg og einkennist af svo
yfirgripsmiklum hroka að það hálfa
væri nóg. Í gegn um hana skín
þessi heljarinnar misskilningur
dómara að þeir séu öðrum verum
æðri hér á þessu byggða bóli og
nánast í guðatölu. Það eru þeir
ekki. Dómarar eru venjulegt fólk
sem er falið gríðarlegt vald til þess
að skera úr um og sýsla með líf og
framtíð fólks. Með þetta vald sitt
fara þeir ógætilega; of oft. Fyrir
þær sakir á að gagnrýna dómara
hikstalaust; birta myndir af þeim
og jafnvel skamma þá fyrir glóru-
laus vinnubrögð – eins og gert er
við aðra þjóðfélagsþegna í ræðu og
riti. Best væri að reka dómara af
og til og afnema einhverjar úreltar
æviráðningar. Þannig gætu þeir
bestu öðlast virðingu aftur – sem
eitt sinn var til staðar.
Staðreyndin er sú að í öllum
stéttum reynast vera bölvaðir asn-
ar – mismargir reyndar og það á
líka við um stétt dómara. Nú er
ekki með þessu átt við að viðkom-
andi séu slæmar persónur – heldur
verða menn gjarnan asnar af
vinnubrögðum sínum
og háttsemi.
Því miður hefur
undirritaður orðið var
við sífellt meiri van-
virðingu almennings
fyrir dómstólum
landsins og þó sér-
staklega í þeim mál-
efnum sem tengjast
börnum. Þá vanvirð-
ingu hafa dómarar
skapað dómstólunum
sjálfir; einir og
óstuddir. Einhverra
hluta vegna virðist
staðan vera sú að um-
ræddir „ágætir“ dóm-
arar eru veru-
leikafirrtir að hluta og
gera sér ekki nokkra
grein fyrir aðstæðum
og ástæðum úti í þjóð-
félaginu þar sem börn
eiga í hlut. Trúlega
hefur stór hópur dóm-
ara ekki þekkingu til
að sjóða vatn heima
hjá sér – hvað þá að
skipta um bleiur á
ungabörnum, né held-
ur að hlúa að sálum
þeirra sem verða fyrir
misþyrmingum – andlegum og lík-
amlegum. Enda endurspegla þeirra
dómsniðurstöður til að mynda í
forsjármálum þessa vanþekkingu
þeirra. Þeir telja nútímafeður ef-
laust á svipuðu róli og þeir sjálfir
þegar kemur að umönnun barna og
heimilisstörfum; illa treystandi.
Að lokum þetta: Undirritaður
hefur ítrekað bent á þá staðreynd
m.a. til dómsmálaráðherra að nú-
verandi dómstólar eru því sem
næst óhæfir til þess að fjalla um
öll málefni sem tengjast börnum.
Umræddur dómur rennir gildum
stoðum undir þá skoðun; og er að-
eins einn af mörgum í þá veru.
Lífsnauðsynlegt er að fría núver-
andi dómstóla frá slíkum málum og
stofna sérstakan fjölskyldudómstól
með hæfu fólki – sem treystir sér
til að hafa þekkingu á gangi sam-
félagsins og mikilvægi velferðar
barna okkar.
Það væri hollt fyrir Eggert og
félaga að kíkja í eigin rann; áður
en þeir setja fram stóryrtar at-
hugasasemdir um störf og vinnu-
brögð annarra, sbr. Morgunblaðs-
ins – og kanna hversu stór ör þeir
hafa markað í sálir ungra barna;
með forkastanlegum dómum, sem
eiga sér engar hliðstæður og fara
langt úr fyrir eðlileg mörk.
Þá væri það sömuleiðis magnað
ef þeir kumpánar treystu sér til að
svara börnum / þolendum / ætt-
ingjum á sambærilegan hátt og
þeir gera sjálfir kröfur til af rit-
stjórn og gæfu skýringar á því
hvers vegna þeir ganga fram með
svo ósmekklegum hætti í hverju
málinu á fætur öðru – umyrða-
laust!!
Klaufaleg athuga-
semd frá Dómara-
félagi Íslands
Stefán Guðmundsson fjallar um
athugasemd Dómarafélagsins
vegna forsíðufréttar Morg-
unblaðsins
» Best væri aðreka dóm-
ara af og til og
afnema ein-
hverjar úreltar
æviráðningar.
Þannig gætu
þeir bestu öðl-
ast virðingu á
ný sem eitt sinn
var til staðar.
Stefán Guðmundsson
Höfundur er skipstjóri
og áhugamaður um velferð barna.
RAGNHEIÐI Ríkharðsdóttur,
sem situr sem bæjarstjóri Mos-
fellsbæjar í skjóli Vinstri grænna,
er margt til lista lagt. Þeir sem
fylgjast með fréttum sáu hana í
gærkvöldi í beinni útsendingu í
gervi útkastara fyrir framan safn-
aðarheimili Lágafellskirkju. Á
þessum fundi ætlaði bæjarstjórinn
að reyna að koma vitinu fyrir íbúa
Álafosskvosar, sem að undanförnu
hafa margir hverjir orðið að leita
áfallahjálpar vegna meinbægni
bæjarstjórans. En bæjarstjórinn
taldi ráðlegra að vinsa sauðina frá
höfrunum, verðuga frá óverð-
ugum, og brá sér þess vegna í
gervi útkastarans til að stugga
burt grunsamlegum persónum og
fréttasnápum.
Í Morgunblaðinu 8. febrúar
bregður bæjarstjórinn sér í gervi
lýðræðispostulans, þar sem einum
er kennt en öðrum bent. Þar boð-
ar hún lýðræðisleg vinnubrögð,
virðingu fyrir skoðunum annarra
og umhyggju fyrir umhverfinu.
Bara að bæjarstjórinn gæti nú
tollað í þessu vingjarnlega gervi
út sólarhringinn. Það væru þá
mikil og góð umskipti miðað við
reynslu meðlima Varmársamtak-
anna hingað til af viðskiptum við
bæjarstjórann.
Á undanförnum misserum hafa
Varmársamtökin, sem kunnugt er,
freistað þess að bjarga Álafoss-
kvosinni, starfseminni þar og um-
hverfi Varmár, frá stöðugri
ágengni bæjarstjórnarmeirihlut-
ans. Að fenginni biturri reynslu af
samskiptum við bæjarstjórn-
armeirihlutann almennt, og bæj-
arstjórann sérstaklega, hafa sam-
tökin tekið saman eftirfarandi
spurningalista. Svörin leiða í ljós
fremur óaðlaðandi mynd af ólýð-
ræðislegum vinnubrögðum og
virðingarleysi fyrir skoðunum
annarra. Spurningarnar varða
kjarna málsins og eru eftirfarandi:
1. Hefur verið haft samráð á
öllum skipulagsstigum ferl-
isins?
2. Er kynning á framkvæmdum
í samræmi við lagaskyldu?
3. Hafa bæjaryfirvöld tekið tillit
til breytingatillagna Varm-
ársamtakanna?
4. Hefur verið haft tilskilið
samráð við Umhverf-
isstofnun?
5. Hefur yfirlýst stefna Mos-
fellsbæjar um aðgengi að
náttúru- og útivistarsvæðum
verið virt?
6. Hefur tilskilin hverfisvernd
samkvæmt aðalskipulagi ver-
ið virt?
7. Er þess gætt, að hávaða-
mengun fari ekki yfir leyfileg
mörk?
8. Voru kannaðir aðrir kostir á
legu tengibrautar en um Ála-
fosskvos?
9. Var tekið tillit til sérstæðrar
atvinnustarfsemi í Álafoss-
kvos við gerð skipulagsins?
10. Hafa áætlanir um umferð-
artengingar við Vesturlands-
veg verið kynntar íbúum?
11. Var orðið við tillögum Varm-
ársamtakanna um rannsókn
á áhrifum framkvæmdanna á
velferð íbúa og umhverfi?
12. Taka skipulagstillögur um
Helgafellsland mið af nálægð
byggðarinnar við náttúruna?
13. Hefur tengibraut um Álafoss
verið í aðalskipulagi Mos-
fellsbæjar í aldarfjórðung?
14. Er ástand Varmár í takt við
sett markmið í aðalskipu-
lagi?
15. Er þess gætt, að lífríki og
vatnabúskapur Varmár spill-
ist ekki við framkvæmd-
irnar?
Stutta svarið við öllum þessum
spurningum er því miður einfalt.
Svarið er nei. Lengri svör verða
látin bíða um sinn. Þau svör lýsa
því miður í löngu máli tómlæti, til-
litsleysi, vanrækslu á sjálfsögðum
skyldum sveitarstjórnarmanna í
meirihluta Mosfellsbæjar og virð-
ingarleysi fyrir skoðunum ann-
arra. Bæjarstjóra Mosfellsbæjar
er vissulega margt til lista lagt, en
af einhverjum ástæðum virðist
henni láta betur að siga stórvirk-
um vinnuvélum á friðsama mót-
mælendur, en að hlusta af virð-
ingu á rökstudd sjónarmið
annarra.
Jarðýtur gegn lýðræði
Jón Baldvin Hannibalsson og
Bryndís Schram svara að
bragði grein Ragnheiðar Rík-
harðsdóttur, bæjarstjóra Mos-
fellsbæjar
» ...bregður bæj-arstjórinn sér í gervi
lýðræðispostulans, þar
sem einum er kennt en
öðrum bent.
Bryndís Schram og Jón Baldvin
Hannibalsson
Höfundar eru nýbúar í Mosfellsbæ.
SÖGULEGT færi blasir við
Knattspyrnusambandi Íslands. Í
fyrsta sinn í 60 ára sögu sam-
bandsins getur það valið öfluga
unga konu til forystu, Höllu
Gunnarsdóttur.
Það þarf baráttuþrek, leikgleði
og kjark til að bjóða sig fram til
forystustarfa innan karlaveldis
íþróttanna. Halla býr yfir þessum
eiginleikum í ríkum mæli.
Halla er ástríðufull fótbolta-
kona og glaðbeittur vinnuþjarkur
með margþætta reynslu. Hún er
kraftmikil, dugleg, skipulögð og
bjartsýn og hún er með hjartað á
nákvæmlega réttum stað. Og hún
er veik fyrir fótbolta.
Halla hefur lagt fram metn-
aðarfulla málefnaskrá fyrir KSÍ
sem hún nefnir „Í mark“. Halla
leggur þar megináherslu á „litla
manninn í fótboltanum“, en sá litli
maður er oftar en ekki kvenkyns.
Í stað þess að einblína um of á fáa
útvalda afreksmenn vill Halla
beina sjónum meir að hinum al-
menna fótboltaiðkanda. Hún vill
styðja betur við smærri grasrót-
arfélög, félög landsbyggðarinnar
og félög í neðri deildum. Hún lítur
svo á að kvennaknattspyrnan sé
einn helsti vaxtarbroddur hreyf-
ingarinnar og hún vill tryggja að
ungar stúlkur fái þá hvatningu og
þær fyrirmyndir sem þeim ber.
Hún lítur svo á að fótbolti yngri
kynslóðarinnar sé hornsteinn
gleði og vaxtar innan hreyfing-
arinnar og að fótbolti eigi að vera
fyrir alla.
Þetta eru orð í tíma töluð. Að
öðrum ólöstuðum er engum vafa
undirorpið hve jákvætt og sögu-
legt skref KSÍ getur nú tekið með
því að veita Höllu brautargengi.
KSÍ gæfi þannig merki um
breytta tíma og nýja sýn þar sem
ferskir vindar blása. Það væri
djarfur leikur.
Sagan sýnir að rótgróin, gömul
sambönd hafa einkar gott af djörf-
um og nýstárlegum leikjum. Í
sögulegum færum er best að
skjóta beint í mark. Halla Gunn-
arsdóttir býr yfir nægri dirfsku til
slíks. Hvað með KSÍ?
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Sögulegt færi KSÍ
Höfundur er forseti Skáksambands
Íslands og Skáksambands Norð-
urlanda.
ÞRJÁR keppnir eru
fastir liðir í félagslífi
framhaldsskólanema
ár hvert, spurn-
ingakeppnin Gettu
betur, mælsku- og
rökræðukeppnin
MORFÍS og söng-
keppnin. Tvær þess-
ara keppna eru sýndar
á Ríkissjónvarpinu –
sjónvarpi allra lands-
manna – þar er
MORFÍS látið sitja úti
í kuldanum þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir til þess að fá
ráðamenn RÚV til þess að sýna úr-
slitakeppni MORFÍS.
Það er ekki svo að skilja að eitt-
hvað sé athugavert við
sýningar á Gettu betur
eða söngkeppninni í
sjónvarpi en það er
með öllu óskiljanlegt
að MORFÍS fái ekki
sömu meðferð og hin-
ar keppnirnar tvær,
hjá sjónvarpsstöð sem
rekin er fyrir al-
mannafé. Það er
hreint og beint ótrú-
legt til þess að hugsa
að á meðan öllum um-
ferðum Gettu betur er
útvarpað og þremur
þeirra sjónvarpað þá fæst RÚV
ekki til að sýna úrslitakeppni
MORFÍS sem tekur eina kvöld-
stund.
Undirritaður skorar hér með á
Pál Magnússon og samstarfsmenn
til þess að stöðva mismununina og
hleypa MORFÍS inn í hlýjuna í
boði allra landsmanna.
Mismunað í krafti
almannafjár
Brynjar Guðnason vill að úr-
slitakeppni MORFÍS sé sýnd í
sjónvarpi
»… það er með ölluóskiljanlegt að
MORFÍS fái ekki sömu
meðferð og hinar
keppnirnar tvær …
Brynjar Guðnason
Höfundur er formaður framkvæmda-
stjórnar MORFÍS.
Fréttir á SMS