Morgunblaðið - 09.02.2007, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞANN 29. des. sl. gerði félagsmála-
ráðuneytið samning við AE-verksala
með gildistíma í 2 ár upp á tæpar 30
milljónir. Þegar maður les samning-
inn sést að það er ekki þjónusta sem
málið snýst um heldur úttekt. Verk-
sala ber að taka út á þessu ári starf-
semi á Flókagötu og Esjugrund og
gera samanburð við heimili fyrir geð-
fatlaða á Sléttuvegi í Reykjavík.
Framkvæmd samningsins hlýtur að
verða torsótt því samkvæmt upplýs-
ingum félagsmálaráðuneytisins sjálfs
verður Flókagatan ekki tilbúin fyrr en
eftir tæpt ár, þ.e. áramótin 2007–8.
Eftir stendur þá hitt heimilið sem
lendir í úttekt en þar eru 5 manns skv.
upplýsingum frá LSP. Á þá að eyða
rúmum 14 milljónum 2007 í úttekt á 5
sjúklingum?
Það eru til a.m.k. 3 úttektir á jafn-
mörgum árum um fjölda sjúklinga og
væntingar þeirra um búsetu og eft-
irfylgni. Sú fyrsta frá 2003 frá Svæð-
isskrifstofu fatlaðra, önnur frá 2005
sem Geðhjálp og Rauði krossinn
gerðu og sú nýjasta frá félagsmála-
ráðuneytinu sjálfu í des. 2006. Þessar
úttektir voru allar mjög ítarlegar og
þverfaglega unnar af sálfræðingum og
doktor í geðhjúkrun.
Verksali á einnig að sjá um fræðslu-
efni. Stofnanir sem annast geðfatlaða
starfa í lagaumhverfi heilbrigðismála
og þar er verksali ekki með sérþekk-
ingu. Sléttuvegurinn og heimili fyrir
geðfatlaða á Akureyri hafa gengið af-
ar vel án fræðsluefnis frá verksala
enda sérmenntað fólk sem vinnur á
þessum stöðum..
Sjúklingar með skerta heila-
starfsemi eru afar áhrifagjarnir. Hér
verður að fara með mikilli gát. Þessir
sjúklingar sem hér um ræðir hafa
verið afskiptir og því tekur þetta fólk
fagnandi áhuga og athygli annarra.
Fólk í hópi AE-verksala hefur í ræðu
og riti lýst þeim skoðunum sínum að
lyf séu skaðleg og óþörf. Við höfum
mörg hörmuleg dæmi um afleiðingar
sem rofin lyfjagjöf hefur í för með sér.
Ísland er aðili að Helsinkisáttmál-
anum frá 2005, en skv. honum verða
stjórnvöld að taka allar ákvarðanir í
samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og
aðstandendur auk sjúklinga. Það
ákvæði sáttmálans var brotið þar sem
ekkert samráð var haft við ofantalda
aðila varðandi þennan samning.
Í 5. gr. samningsins stendur:
„Verksali skal skrá umfang og meta
árangur í starfsemi sinni“. Í samningi
félagsmálaráðuneytisins við Byrgið
var álíka ákvæði, þ.e.a.s. þeir áttu
sjálfir að meta verkið. Miðað við upp-
ljóstranir um þá starfsemi, skyldi
maður að óbreyttu halda að ráðuneyt-
ismenn hefðu fengið nóg af sjálfskip-
uðum sérfræðingum sem eiga sjálfir
að meta verk sín.
Af hverju er Ísland eina landið sem
býr fyrst til eftirlit, á undan úrræð-
um? Af hverju þurfum við að fara
aðra leið en hin löndin þar sem þver-
fagleg teymi sjá um heimili fyrir geð-
fatlaða?
Er þetta leiðin sem fjárveit-
ingavaldið vill fara? Á að eyða tæpum
30 milljónum í fjórðu úttektina á jafn-
mörgum árum? Er ekki nóg komið af
rúmlega 400 bls. pappírslausnum og
kostnaði við þær? Nú verða verkin að
tala.
ERNA ARNGRÍMSDÓTTIR,
sagnfræðingur og aðstandandi.
Opið bréf til Alþingis
Frá Ernu Arngrímsdóttur:
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
HALLA Gunn-
arsdóttir ber með sér
ferskan gust inn í þann
miðaldra karlaklúbb
sem stjórnar Knatt-
spyrnusambandi Ís-
lands. Það verða
ánægjuleg tímamót ef
fulltrúar á þingi KSÍ
velja þessa ungu og
kraftmiklu konu til
formennsku nú um
helgina.
Hún leggur áherslu
á grasrótina, stóraukið
æskulýðsstarf og jafnrétti í verki.
Fótbolti fyrir alla er kjörorð hennar,
og sannarlega við hæfi hjá hreyfingu
sem vill kenna sig við fjöldann.
Engum dylst að KSÍ hefur til
þessa lagt allan metnað sinn í karla-
landsliðið og úrvalsdeild karla (eða
Faxaflóadeildina, einsog hún er ein-
att kölluð). En ofuráhersla og til-
kostnaður við karla-
landsliðið hefur litlu
skilað, vægast sagt,
enda er það nú í kring-
um 100. sæti á heims-
lista karlalandsliða.
Á sama tíma er
kvennalandsliðið okkar
kringum 20. sæti, þó
það fái margfalt minni
stuðning og athygli nú-
verandi forystu KSÍ.
Að sama skapi hefur
forysta KSÍ ekki mik-
inn áhuga á litlu lið-
unum á landsbyggðinni,
þar sem víða er unnið frábært starf,
ekki síst meðal barna og unglinga.
Knattspyrna á að vera fjöl-
skylduíþrótt og það ber að byrja á
grunninum. Krafturinn, metnaður-
inn og tíminn eiga að fara í unga
fólkið – framtíðina.
Það var gæfudagur í íslensku
skáklífi þegar Guðfríður Lilja Grét-
arsdóttir var kjörin forseti Skák-
sambands Íslands. Hún er ung,
snjöll og áræðin, glæsilegur leiðtogi
sem hrífur alla með sér.
Á sama hátt væri það fótbolta og
mannlífi á Íslandi til gæfu og fram-
dráttar að kjósa Höllu Gunn-
arsdóttur sem formann Knatt-
spyrnusambands Íslands.
Til hamingju með Höllu
Hrafn Jökulsson fjallar
um formannskjör í KSÍ
Hrafn Jökulsson
» Það verða ánægjulegtímamót ef fulltrúar
á þingi KSÍ velja þessa
ungu og kraftmiklu
konu til formennsku nú
um helgina.
Höfundur er áhugamaður um skák
og knattspyrnu.
SAMSTARF almannavarna við
Rauða kross Íslands (RKÍ) og Slysa-
varnafélagið Landsbjörg (SL) og for-
vera þess hefur staðið frá upphafi
skipulagðra viðbragða í almanna-
varnaástandi. Árið
1974 var þetta sam-
starf formfest með
samningi þessara aðila
við Almannavarnir rík-
isins. Árið 2003 voru
verkefni sem áður voru
hjá Almannavörnum
ríkisins flutt til Rík-
islögreglustjórans sem
starfrækir almanna-
varnadeild til að sinna
málaflokknum.
Samkomulag um
skipan hjálparliðs al-
mannavarna er tvenns-
konar. Í fyrsta lagi er
samkomulag milli RKÍ
og SL og Ríkislög-
reglustjórans þar sem
skilgreind eru hlutverk
þessara aðila sem
hjálparliðs almanna-
varna og hins vegar
gera almannavarna-
nefndir samkomulag
við þær björg-
unarsveitir og Rauða
kross deildir sem starfa í þeirra um-
dæmi um nánari útfærslu á þeim
verkefnum.
Rauði kross Íslands sinnir sam-
kvæmt samningnum fjöldahjálp og
félagslegu hjálparstarfi og sam-
komulagið skilgreinir tengsl stjórn-
skipulags RKÍ við skipulag almanna-
varna vegna aðgerða á hættu- og
neyðartímum. Samkomulagið kveður
á um hlutverk stjórnstöðvar Rauða
kross Íslands og einstakra deilda
hans í heildarskipulagi vegna al-
mannavarna.
Samkomulagið skilgreinir tengsl
stjórnskipulags Slysavarnafélagsins
Landsbjargar við skipulag almanna-
varna vegna aðgerða á hættu- og
neyðartímum. Samkomulagið kveður
á um hlutverk Landsstjórnar björg-
unarsveita, svæð-
isstjórna, sveita og
deilda í heild-
arskipulagi vegna al-
mannavarna. Sam-
kvæmt því sinna
björgunarsveitir Slysa-
varnafélagsins Lands-
bjargar leit og björgun,
sjúkra- og fjöldahjálp á
vettvangi, gæslu-
störfum, flutningum og
öðrum verkefnum, sam-
kvæmt nánari útfærslu
í héraðssamningum.
Í gegnum tíðina hef-
ur margreynt á þau at-
riði sem samningurinn
fjallar um. Í áföllum
reynir á að til sé fólk
sem leggur frá sér sín
daglegu störf til hjálpar
meðborgurum sínum.
Stundum varir þessi að-
stoð dögum saman og
til eru dæmi um að
sjálfboðaliðar komi að
verkefnum í kjölfar
áfalla mánuðum saman.
Starf sjálfboðaliða er órjúfanlegur
þáttur í heildarskipulagi almanna-
varna á Íslandi. Nú í vor er komið að
endurnýjun þessara samninga og
verður þar enn og aftur tryggð að-
koma þessara öflugu samtaka að
uppbyggingu öryggis samfélagsins.
Hjálparlið
almannavarna
Víðir Reynisson fjallar um starf
sjálfboðaliða í heildarskipulagi
almannavarna
Víðir Reynisson
» Starf sjálf-boðaliða er
órjúfanlegur
þáttur í heild-
arskipulagi al-
mannavarna á
Íslandi.
Höfundur er deildarstjóri almanna-
varnadeildar Ríkislögreglustjórans.
Á FORSÍÐU Morgunblaðsins
5. febrúar eru upplýsingar um
að verð á varanlegum fiskveiði-
heimildum þorsks sé kr. 2.700 á
kíló.
Á sínum tíma gaf strandkaf-
teinn Ásgrímsson Samherja á
Akureyri aukreitis fiskveiðiheim-
ildir upp á 4.400 tonn – svokall-
aðan skipstjórakvóta. Sam-
kvæmt áðurnefndu verðlagi hefir
kafteinninn snarað til þeirra
norðanmanna 12 – tólf – millj-
örðum tæplega.
Ágúst Einarsson, fjár-
málaráðherra Samfylkingar, sem
teymdi formann hennar á LÍÚ-
þing í fyrra, fékk að gjöf frá
fyrrnefndum kafteini 2.900 tonn
af þorski sem svarar þá til tæp-
lega 9 – níu – milljarða króna
miðað við fyrrgreint verðlag.
Ráðstöfun þessara fjármuna í
eigu þjóðarinnar heitir hagræð-
ing á máli kæjamanns Morg-
unblaðsins sem þjónustar Sam-
herjamenn sérstaklega, og lætur
þess getið í sama tölublaði
Morgunblaðsins að: „Fiskurinn
gerði þjóðina ríka.“ Auk þess
fagnar hann komu Gvendar á
Rifi frá Akureyri til Reykjavíkur
með kvóta Útgerðarfélags Ak-
ureyringa og ætlar að gefa
mönnum hér syðra fisk að jeta í
„sérstöku fiskveitingahúsi“ við
Reykjavíkurhöfn. Hvað skyldi
kvóti ÚA hafa hækkað um mörg
hundruð milljónir frá því sem
hann var á sínum tíma seldur
utanbæjarmönnum af skamm-
sýnismönnum í bæjarstjórn Ak-
ureyrar?
Og loforð kaupendanna þar og
á Ísafirði, í Sandgerði og raunar
allstaðar, að sjá til þess að
brottseldi kvótinn myndi áfram
nýtast byggðarlögunum reyndust
blekkingar og raunar bláköld
lygi.
Þegar Gvendur á Rifi keypti
minnir undirritaðan að Lómat-
jarnarálftin hafi kvakað ánægju-
lega enda hefði Gvendur sann-
fært hana um að skip og kvóti
yrðu áfram á Akureyri.
Allt frá því sem framsal veiði-
heimilda var lögleitt hefir lyga-
vefurinn verið áfram spunninn
kostgæfilega af stjórnvöldum og
sægreifum. Allt tal Davíðs Odds-
sonar á landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins árið 1999 um sættir
um fiskveiðistjórnunarkerfið
reyndist helber lygi og blekk-
ingar.
Og loforðin um að fella í
stjórnarskrá eignarheimild þjóð-
arinnar á fiskinum í sjónum eru
nú svikin, enda bíður það útgerð-
arauðvaldsins að borga brúsa
kosningabaráttu kvótaflokkanna í
komandi alþingiskosningum.
Sverrir Hermannsson
Lygavefurinn
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
ÉG VERÐ sífellt vör
við að fólk telji það
mannskemmandi að
vera í stjórnmálum. Ég
er oft spurð að því
hvort ég vilji ekki gera
eitthvað annað og
betra en að vera að
vasast í þessu. Ég
megi vita að ég verði
rifin á hol, étin lifandi.
Kannski hef ég þegar
fundið smjörþefinn af
því.
En stjórnmál eru
gríðarlega mikilvæg.
Ég vil standa vörð um lýðræði og
það skiptir öllu máli hvernig þar
er staðið að verki. Ég vil ekki sjá
stjórnmálin hér þróast í sömu átt
og víða erlendis þar sem einungis
auðkýfingar geta
boðið sig fram til
æðstu embætta. Ég
vil að við getum
treyst því að kosn-
ingar séu löglegar og
vel sé að verki stað-
ið.
Mér finnst að
kjósendur eigi að
geta valið sér per-
sónur sem þeir vilja
sjá berjast fyrir góð-
um málstað. Í okkar
litla kunningja-
samfélagi eigum við
að fá að velja fólk
sem við treystum af persónulistum
í stað þess að þurfa að velja stein-
runna flokka einu sinni á fjögurra
ára fresti.
Ég hef gert upp við mig að það
sé þess virði að berjast fyrir há-
leitum markmiðum sem ég trúi að
verði til heilla fyrir land og þjóð.
Þau háleitu markmið snúa kannski
ekki að því hvaða gjaldmiðil við
notum hverju sinni eða hvort
þenslan er of mikil í augnablikinu
eða ekki, þótt slík mál geti skipt
miklu máli fyrir land og þjóð.
Háleit markmið snúa að grunn-
gildum á borð við þessi:
Ísland skal aldrei framar fara
með stríði á hendur annarri
þjóð
Við eigum að meta og virða ís-
lenska náttúru og þjóðin öll á að
njóta sameiginlegra auðlinda
sinna hvort sem er á landi eða í
sjó
Við skulum tryggja jafnan rétt
kynjanna
Eldri borgarar á Íslandi eiga
ekki að þurfa að lögsækja
stjórnvöld æ ofan í æ til að ná
fram sjálfsögðum rétti sínum
Við skulum hafa hag þeirra sem
eiga hvað erfiðast uppdráttar í
samfélaginu í fyrirrúmi
Á Íslandi skulu allir eiga jafna
möguleika til náms
Við skulum tryggja jafnan að-
gang allra að heilbrigðiskerfi,
óháð efnahag.
Á Íslandi skulu allir þegnar
landsins njóta fullra mannrétt-
inda án tillits til kynferðis,
trúarbragða, skoðana, þjóðernis,
aldurs, kynþáttar, kynhneigðar,
efnahags, ætternis og stöðu
Þetta eru aðeins örfá dæmi um
mikilvæg grunngildi í pólitík, að
mínu mati. Völd eru hjóm og eng-
inn ætti að selja sjálfsvirðingu
sína fyrir þau. En ef við höfum
framtíðarsýn sem er okkur nógu
mikils virði, þá eigum við ekki
annarra kosta völ en að berjast
fyrir henni, jafnvel þótt við verð-
um „étin lifandi“. Við erum bara
ekkert of góð til þess.
Étur pólitíkin börnin sín?
Margrét K. Sverrisdóttir fjallar
um markmið í stjórnmálum og
grunngildi
»Ég hef gert upp viðmig að það sé þess
virði að berjast fyrir há-
leitum markmiðum sem
ég trúi að verði til heilla
fyrir land og þjóð.
Margrét K.
Sverrisdóttir
Höfundur er varaborgarfulltrúi.