Morgunblaðið - 09.02.2007, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 09.02.2007, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 39 ✝ Guðlaug Mark-úsdóttir fæddist í Reykjavík 8. nóv- ember 1917. Hún lést á Vífilsstöðum 31. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Sig- urbjörg Jónsdóttir frá Stokkseyri, f. 25. september 1891, d. 3. ágúst 1979, og Markús Guðmunds- son vegavinnuverk- stjóri frá Önnuparti í Þykkvabæ, f. 21. september 1887, d. 9. júní 1968. Systir Guðlaugar var Ingveldur, f. á Stokkseyri 7. september 1914, d. 5. mars 2000, gift Stefáni T. Hjal- Sigþóri B. Sigurðssyni og eign- uðust þau þrjú börn. Þau eru: 1) Guðlaug Birna, lögfræðingur hjá sýslumanninum í Reykjavík, f. 2. nóvember 1960, var gift Helga G. Kristinssyni flugumferðarstjóra. Þau skildu. Þau eiga fjögur börn, Tryggva Stein, f. 1984, Hönnu Þóru, f. 1988, Eyrúnu Sif, f. 1990, og Andra Rafn, f. 1991. 2) Bylgja Björk, sölufulltrúi hjá Morg- unblaðinu, f. 3. júní 1963, var gift Óskari Guðjónssyni vélamanni. Þau skildu. Þau eiga þrjú börn: Maríu Ósk, f. 1981, gift Marteini Þór Ásgeirssyni, þau eiga tvö börn, Óskar Dag og Elísu Margr- eti; Atla Rúnar, f. 1985, og Sigþór Inga, f. 1991. 3) Sigurður Már, vélamaður hjá Ístaki, f. 4. janúar 1965. Útför Guðlaugar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. talín, f. 1. ágúst 1916. Guðlaug giftist ár- ið 1938 Birni Guð- mundssyni, starfs- manni Ríkisskipa, f. 12. október 1914, d. 17. mars 1989. For- eldar hans voru Kon- ráðsína Pétursdóttir og Guðmundur Þór- arinsson. Björn átti tvö systkini, Val- gerði og Þórarin. Bjuggu þau Guðlaug og Björn allan sinn búskap á Klapp- arstíg 9 í Reykjavík. Dóttir þeirra var Pálína Þóra, f. 3. desember 1941, d. 4. nóvember 1987. Þóra giftist hinn 22. september 1962 „Ég ætla að skreppa til ömmu.“ Þessa setningu sagði ég fyrst fyrir u.þ.b. 36 árum síðan, er ég, 7 ára gömul, tilkynnti móður minni að ég ætlaði að fara til ömmu eftir skóla. Ég stóð föst á mínu og minnist þess enn þegar ég stóð hróðug og hringdi dyrabjöllunni, amma kom til dyra og sagði „sæl telpa mín.“ Síðan þá hefur fjölskyldan mín, vin- ir og vinnufélagar í gegnum tíðina margoft heyrt mig segja þessa setningu. „Ég ætla að skreppa til ömmu.“ Við amma vorum góðar vinkonur. Ef mér lá eitthvað á hjarta þá var það segin saga, „ég ætla að skreppa til ömmu.“ Amma hafði ekki keyrt bíl í u.þ.b. 30 ár og var komin á sextugsald- urinn þegar við fjölskyldan fluttum í Garðabæ og fannst henni tími til kominn að kaupa sér bíl aftur. Hún var hvött til að taka nokkra öku- tíma en tók upp ökuskírteinið sitt, sagðist vera með bílpróf og harð- neitaði að taka svo mikið sem einn ökutíma. Mamma haldlagði bílinn en amma kom og æfði sig í akstr- inum í Garðabænum í nokkrar vik- ur. Reyndar var árangurinn það góður af æfingaakstri ömmu að hún var nokkrum sinnum tekin fyrir of hraðan akstur og ég held að lög- reglan hafi verið nokkuð ánægð loks þegar hún hætti akstri um átt- rætt. Amma var mjög vanaföst og var búin að taka þá ákvörðun að fara ekki á elliheimili. „Það var nefnilega fyrir gamalt fólk.“ Amma flutti með foreldrum sín- um á Klapparstíg 14 þegar hún var 12 ára gömul og þegar hún hóf sinn búskap flutti hún rétt yfir götuna á Klapparstíg 9 og þar bjó hún alla sína tíð eða þar til hún veiktist vor- ið 2004. Það var ömmu og afa mikil sorg þegar einkadóttir þeirra, mamma mín, kvaddi þennan heim fyrir næstum tuttugu árum síðan, aðeins 45 ára gömul, eftir erfið veikindi. Og ekki síður fyrir ömmu rúmu ári síðar þegar afi Björn lést, einnig eftir mikil veikindi. Í öllum hennar sorgum þá kom það vel í ljós hversu einstök manneskja hún amma mín var. Amma var klett- urinn í lífi mínu og að ég held allra sem kynntust henni. Ég er lánsöm að hafa átt hana ömmu. Síðustu árin hennar reyndust henni erfið, Alzheimer-sjúkdómur- inn er óvæginn og breytir fólki mik- ið. En amma má eiga það að senni- lega komu mýkri hliðar hennar í ljós eftir að hún veiktist. Jafnvel síðustu mánuðina þegar ég kom til hennar brosti hún til mín og mér leið eins og 7 ára gamalli þegar hún sagði „sæl telpa mín.“ Þegar ég varð sjálf amma fyrir 7 árum síðan þá gaf dóttir mín mér litla mynd sem hengd var strax upp á vegg. Þetta átti sennilega að vera grín hjá henni þar sem ég var aðeins 36 ára gömul. En öllu gríni fylgir ein- hver alvara. Á henni er texti og segir m.a.: „Amma er kona sem á ekki sjálf börn svo hún lætur sér þykja vænt um drengi og stúlkur sem annað fólk á.“ „Ömmur eru þær einu sem hafa tíma fyrir aðra.“ „Allir ættu að eiga ömmu.“ Ég hugsa til ömmu í hvert sinn sem ég lít á þessa mynd því amma átti allt- af tíma fyrir aðra og ekki síst fyrir mig. Og þegar við hittumst aftur þá veit ég að hún segir „sæl telpa mín.“ Að lokum vil ég þakka öllu því dásamlega starfsfólki sem starfar á Vífilsstöðum fyrir síðasta árið í lífi ömmu. Bylgja. Mín elskulega ömmusystir Lauga hefur nú fengið hvíldina. Á mínum yngri árum þegar heimsótt voru af- ar og ömmur á Klapparstíginn, var þá oft litið upp á loft og fengum við góðar móttökur, hlý faðmlög og kossa frá þeim hjónum, Laugu og Bjössa. Oft var gaukað að okkur krökkunum ávöxtum eða sætindum. Þau voru glæsileg og samhent hjón, Lauga skemmtileg og mikill karakt- er og Bjössi stór og mikill sjarmör. Þau höfðu gaman að segja frá og fylgdi oftast dillandi hlátur þeirra á eftir frásögnunum. Heimilið þeirra þótti mér ævintýralegt með sjó- mannslegu yfirbragði. Þegar við hjónin hófum búskap í bakhúsinu, þá nutum við umhyggju þeirra og fylgdust þau áhugasöm með okkur, þó sérstaklega eftir að sonur okkar hjóna fæddist. Þá var notalegt að vita að við ættum góða að sem fylgdust með. Það gustaði oft um Laugu og hún gat verið hvöss, en það var stutt í hlýjuna. Hún hafði skoðanir á hlutunum og var með hnyttin tilsvör og fylgdist vel með málefnum líðandi stundar. Þau hjónin urðu fyrir miklum missi þegar þeirra einkadóttir lést og hafa börnin og barnabörnin ver- ið henni mikilvæg. Eftir lát Bjössa þótti henni afar vænt um að fá heimsóknir og sat hún þá iðulega og reykti smávindla og lagði kapal, ilminn man ég ennþá, þessi ilmur var hennar. Síðan var hellt uppá og rætt um daginn og veginn. Með árunum mýktist Lauga og þess fengu þeir að njóta sem um- gengust hana síðustu árin. „Blessuð börnin“ sagði hún gjarnan með mikilli hlýju. Við fjölskyldan áttum skemmtilega stund með henni á gamlársdag, heilsunni og minninu var farið að hraka en við hittum vel á, hún lék á als oddi og spjallaði. Þegar við minntum hana á að það væri gamlársdagur þá þakkaði hún okkur fyrir að láta sig vita, það hefði alveg farið fram hjá henni ef henni hefði ekki verið sagt það – aldrei svara vant. Og nú mín kæra verður örugglega vel tekið á móti þér og amma endurheimtir góðan spilafélaga. Sigrún Guðmundsdóttir. Í dag kveðjum við heiðurskonuna Guðlaugu Markúsdóttur. Ég man eftir mér sem barn, að það var alltaf mikið sport að fara sunnan af Vatnsleysuströnd til Reykjavíkur því það var alltaf kom- ið við á Klapparstígnum, fyrst hjá ömmu og afa í bakhúsinu og síðan hjá Laugu frænku og Bjössa frænda, en hann og móðir mín Val- gerður voru systkini. Eftir að ég stofnaði mína eigin fjölskyldu var yfirleitt kíkt í kaffi á Klapparstíg- inn þegar skroppið var í bæinn, kaffið hjá henni var líka alveg sér- stakt. Það var sko hellt upp á gamla móðinn og kaffið frekar í sterkara lagi, síðan var kveikt í vindli á eftir og ekki var verra að vera búin að fá félagsskap við þá iðju þar sem mín- um manni þótti gott að tendra í ein- um eftir góðan kaffisopa. Lauga og Bjössi eignuðust eina dóttur, Þóru, en hún lést 1987 eftir erfið veikindi. Þóra var gift Sigþóri B. Sigurðssyni og áttu þau þrjú börn en þau eru Birna. Bylgja og Sigurður. Tæpum tveimur árum seinna missti svo Lauga hann Bjössa sinn og voru ár- in eftir það oft erfið, þegar maður er einn og tíminn lengi að líða. Hjá Laugu voru spilin aldrei langt und- an og þá var lagður kapall til að stytta tímann og var undravert að sjá hvað kapallinn gekk oft upp hjá henni. Ég spurði einu sinni hvort hún svindlaði aldrei og það stóð ekki á svarinu, nei telpa mín ef maður svindlar þá kemur það bara í hausinn á manni seinna. Og alltaf þegar spurt var um heilsufarið hjá henni var svarið: Þú veist það telpa mín að fyrstu hundrað árin eru erf- iðust en eftir það tekur fjörið við. Lauga glímdi við Alzheimer- sjúk- dóminn síðustu árin og dvaldi hún á Vífilsstaðaspítala sl. ár og fær starfsfólkið þar bestu þakkir fyrir góða umönnun og elskulegheit. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Nú er komið að kveðjustund, ég er viss um að það hafa verið fagn- aðarfundir hinum megin og vel ver- ið tekið á móti henni og að nú sé fjörið rétt að byrja eins og hún trúði á sjálf. Og þegar minn tími kemur þá er nokkuð víst að hún tekur vel á móti mér og leyfir mér að taka þátt í fjörinu með sér. Barnabörnum hennar og fjölskyld- unni allri sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Bryndís Rafnsdóttir. Elsku Lauga frænka, þá er kom- ið að kveðjustund og ég stend í mikilli þakkarskuld. Það var ómet- anlegt að rifja upp kynnin, eigin- lega kynnast upp á nýtt á Klappó. „Besti staður að búa á, ekki bara á Íslandi, heldur í öllum heiminum, Skuggahverfið.“ Við áttum skemmtilegar stundir yfir uppá- helltu kaffi á gamla mátann, með tausíunni. „Ég er svo upptekin við kapalinn,“ var oftar en ekki sagt þegar spurt var frétta. Spekúla- sjónir um hvernig heimurinn hefði breyst, foreldravandamál en ekki unglingavandamál, þú sast ekki á skoðunum þínum. Ég fékk staðgengil ömmu í smá- tíma. Þú fórst með mér í gegnum bumburnar, fylgdist með hverju skrefi Heru Katrínar minnar, sagð- ir hana eftirtökusama, þið voruð nú meiri stríðnispúkarnir saman. Ég mun geyma allar þessar stundir okkar saman og sé þig fyrir mér hlæja með glampann í aug- unum og spilastokkinn í hendi. Hvíl í friði kæra frænka, kveðja Harpa. Guðlaug Markúsdóttir framtíðar í góðum anda góðsmanns sem allir sem nutu þakka fyrir að hafa átt hlutdeild í. Vonir standa til þess að það sé glaðleg og góð stemmning í himnaranninum, en það er alveg víst að líðanin þar verður enn betri og skemmtilegri með Gumma, ljúfari. Breki, Dóra og Árni Johnsen. Oft er sagt að lítil börn hafi stillt „á upptöku“ löngu áður en þau eru fær um að tjá og skýra tilfinningar sínar. Við erum sannfærð um að það eigi við um Kolbein son okkar. Hann varð þeirrar gæfu aðnjótandi að verja drjúgum hluta fyrstu tveggja ára ævi sinnar hjá Gumma og Sólveigu á Nesinu. Að þeim tíma mun hann búa allt sitt líf. Áhugi á tungumálinu, blæbrigðum og fram- andi orðum þess, skjótur málþroski og virðing fyrir fullorðnu fólki eru gimsteinar í frumbernsku Kolbeins. Að gefa fuglunum á „Gummatjörn“ og að fara í „Gummasund“ eru fal- legar minningar og hugtök sem enn eru notuð á heimili okkar og verður vonandi svo um ókomin ár. Það var ekki bara sonur okkar sem naut samvista við þau Gumma og Sólveigu. Þeir voru ófáir kaffi- bollarnir og ómældar kræsingarnar sem við sporðrenndum yfir nota- legu spjalli þegar drengurinn var sóttur. Eldhúskrókurinn iðaði gjarnan af skemmtisögum og áhugaverðu fólki. Það var jafnan gestkvæmt á Lindarbrautinni. Stundum var stemmningin eins og að vera kominn út í sveit – órafjarri ys og þys borgarlífsins. Fyrir þess- ar stundir erum við þakklát. Gjarnan er haft á orði að það sé vindasamt á Nesinu. Það var því gaman haustdag einn þegar Gummi bauð að koma í hjónaherbergið með hraði og sjá nýfallið laufið í næsta garði. Það lá í fagurlega mótuðum bingjum þétt undir trénu sem hafði gefið því líf. Slík sjón á ekkert skylt við vindrass. „Svona er lognið á Nesinu,“ sagði Gummi og svo hlóg- um við. Önnur uppákoma, sem sýn- ir glöggt hversu velkominn sonur okkar var á heimilinu, var þegar sonarsynir Gumma áttuðu sig á því að mynd af Kolbeini vantaði með passamyndum af barnabörnum á náttborði Sólveigar. Þeir brutu heilann og komust að niðurstöðu: Kolbeinn hafði aldrei farið til út- landa – og því ekki til af honum passamynd eins og stóru strákun- um sem farið höfðu til Danmerkur sumarið áður. Það var skýringin, en ekki sú að Kolbeinn væri ekki einn af fjölskyldunni. Hugur okkar er hjá Sólveigu og fjölskyldu hennar við fráfall Gumma. Megi góður Guð veita þeim þann styrk sem þarf. Minn- ingin um góðan dreng mun lifa. Ólafur og Sesselja. „Hann Gummi er dáinn,“ sögðum við börnunum okkar. – „Þá er hann farinn til Guðs,“ sögðu þau sam- stundis – það var deginum ljósara. Þegar ég fékk fréttirnar um að Guðmundur, eða Gummi eins og við kölluðum hann alltaf, væri dáinn eftir fremur stutta sjúkdómslegu, kom það ekki á óvart því vitað var að hverju stefndi. Gummi hafði glímt við erfiðan sjúkdóm um hríð og horfurnar voru slæmar. Það fylgdi því engu að síður mjög mikill tómleiki og söknuður að fá þessar fregnir. Ég kynntist Gumma fyrir um tíu árum þegar ég var að stíga í væng- inn við heimasætuna á Tryggva- stöðum – hana Ástu, eða Siggu eins og heimilisfólkið á Tryggvastöðum kallaði hana. Þegar ég hitti Gumma fyrst tók hann mér vel og voru kynni okkar góð alla tíð. Þægilegri mann en Gumma var ekki hægt að hugsa sér, hægur, vingjarnlegur og bjó yfir mikilli innri ró. Þessi innri styrkur reynd- ist honum vel í veikindunum sem hann tók með æðruleysi og yfirveg- un. Ásta bjó í íbúð fyrir neðan Gumma og Sólveigu móðursystur sína á Tryggvastöðum. Við hófum síðan okkar búskap þar saman, í þessu húsi sem afi hennar og amma höfðu byggt ásamt þeim Sólveigu og Gumma og þar sem hún hafði al- ist upp við gott atlæti og ástríki. Gummi og Sólveig reyndust henni sem foreldrar og börnin okkar, Tryggvi Freyr og Halldóra Guð- rún, litu einnig á þau sem afa og ömmu. Gummi og Sólveig voru einstak- lega samrýnd og samstillt hjón og tókst þeim vel til við uppeldi barna sinna og síðan barnabarna sem áttu hug þeirra allan. Það var gott að búa á Tryggva- stöðum og gekk sambúðin við Gumma og Sólveigu mjög vel og bar þar engan skugga á. Það var ánægjulegt að vinna með Gumma, hvort sem var í garðinum eða við húsið – alltaf var hann boðinn og búinn að hjálpa til og gerði aldrei mál úr neinu. Við Ásta fluttum síðar frá Tryggvastöðum, en alltaf var gott að koma þangað aftur, þiggja kaffi, spjalla við Gumma eða kíkja í garð- inn og skoða hvernig liti út með kartöfluuppskeruna. Við söknum öll hans Gumma, en mestur er missir þinn Sólveig. Svona samrýnd og samstillt hjón eins og þið voruð eru fágæt. Ég votta þér alla samúð mína. Sigurgeir. Æskuminningarnar frá Tryggva- stöðum eru baðaðar ljóma. Afi, amma, systurnar, makar þeirra og börn. Öll í sama stóra, hvíta húsinu, efst á Lindarbrautinni. Landamær- in ekkert of skýr – allir sáu um alla og hjálpuðust að. Gestagangur var mikill og ekki tíðkaðist að hringja á undan sér. Jafnan lagði ilminn af kökubakstri milli hæða og alltaf var heitur mat- ur í hádegi og á kvöldin – að sjálf- sögðu grautur á eftir. Mikið var spjallað og hlegið og oft tekið í spil með tilheyrandi látum. Smám saman hurfu fjölskyldu- meðlimir á braut af einni eða ann- arri ástæðu og að lokum voru Sól- veig frænka og Gummi orðin ein eftir í ættaróðalinu. Þau bjuggu þar alla sína búskapartíð eða frá því húsið var byggt 1954 og þar leið þeim vel. Sólveig og Gummi – eiginlega alltaf nefnd í sömu andrá því þau voru sem eitt. Svo ótrúlega sam- heldin hjón sem ólu upp börnin sín, og börn annarra þegar því var að skipta, í kærleiksríku umhverfi og innrættu þeim umfram allt heið- arleika og umhyggju fyrir náung- anum. Velferð barnanna, barna- barnanna og annarra ættingja var Sólveigu og Gumma ávallt efst í huga. Gummi var skemmtilegur prakk- ari og einstaklega barngóður. Hann vissi fátt skemmtilegra en að sýsla í garðinum sínum með okkur krökkunum í húsinu og seinna barnabörnunum – klippa tré, taka upp kartöflur, tína ber, dytta að hinu og þessu, á milli þess sem brugðið var á leik. Mikið leit ég nú upp til hans sem lítil stelpa á Tryggvastöðum og allt- af gat ég leitað til hans ef eitthvað bjátaði á. Hann var vanur að kalla mig skottu – sennilega var það óþekktin – en hann átti sinn þátt í að kynda undir og oft skemmtum við okkur vel við grallaraskapinn. Þótt Gummi væri að jafnaði um- burðarlyndur maður átti hann til að standa mjög fast á skoðunum sín- um – ekki síst ef umræður snerust um stjórnmál. Þá spunnust oft skemmtilegar rökræður um menn og málefni. Þarna stóðum við sam- an í skoðunum og gætti ég þess vel, ung að árum, að ekki kæmu inn fyrir dyr rit af öndverðum meiði. Ég kveð í dag mikinn höfðingja, frænda minn, vin og svokallaðan auka-afa barnanna minna. Ég trúi af minni dýpstu sannfæringu að við munum öll hittast aftur – það getur bara ekki annað verið. Þangað til bið ég góðan Guð að geyma þig, elsku Gummi frændi. Ásta Sigríður Ólafsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Guð- mund Hjálmsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Gunnar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.