Morgunblaðið - 09.02.2007, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 53
dægradvöl
Vertu á tánum og fylgstu
með enska boltanum á
Taktu þátt í getraunaleiknum „Skjóttu á úrslitin“ og þú gætir
verið á leiðinni á leik í Ensku úrvalsdeildinni í boði Iceland Express.
Verður þú stjóri mánaðarins? Í hverjum mánuði fær heppinn giskari
borðspilið um enska boltann, Stjórann, í verðlaun fyrir þátttökuna.
Meðal efnis á vefnum er:
• Daglegar fréttir af enska boltanum
• Getraunaleikurinn „Skjóttu á úrslitin“ með veglegum vinningum
• Staðan í deildinni og úrslit leikja
• Boltablogg
• Yfirlit yfir næstu leiki
• Tenglar á vefsíður stuðningsmannaklúbba
Upplifðu HVÍTA
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
Staðan kom upp í B-flokki Corus-
skákhátíðarinnar sem er nýlokið í
Wijk aan Zee í Hollandi. Franska
undrabarnið Maxime Vachier-
Lagrave (2.573) hafði hvítt gegn
kollega sínum í stórmeistarastétt
Erwin L’Ami (2.594) frá Hollandi.
31. Bxf6! og svartur gafst upp þar
sem eftir 31. … gxf6 32. De8+ Kg7
33. Df7+ Kh8 34. Dxf6+ Kg8 35.
Df7+ Kh8 36. e7 hefur hvítur gjör-
unnið tafl. Lokastaða efstu manna
varð þessi: 1. Pavel Eljanov (2.675) 9
vinninga af 13 mögulegum. 2.–5.
Gabriel Sargissjan (2.658), Bu Xi-
angzhi (2.644), Dmitry Jakovenko
(2.691) og Maxime Vachier-Lagrave
(2.573) 8 v.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik
Veiðimennska.
Norður
♠D83
♥84
♦872
♣KD874
Vestur Austur
♠G94 ♠10762
♥ÁD732 ♥G105
♦64 ♦Á93
♣952 ♣G103
Suður
♠ÁK5
♥K96
♦KDG105
♣Á6
Suður spilar 3G.
Suður opnar á tveimur gröndum og
norður hækkar í þrjú. Út kemur
hjartaþristur, fjórða hæsta, og sagn-
hafi drepur tíu austurs með kóng. Velt-
ir svo vöngum. Tvennt kemur til
greina: hann getur spilað tígli og sótt
þar ásinn í þeirri von að hjartað liggi
4–4, eða treyst á 3–3-legu í laufi. Hvort
er betra? Þetta er auðvitað hittingur,
en samkvæmt líkindafræðinni er held-
ur sennilegra að hjartað sé 4–4 en lauf-
ið 3–3. En skítt með allar reiknings-
kúnstir. Hér er hægt að SPYRJA
andstæðingana út í lauflegna með því
að spila laufsexu að blindum. Góðir
varnarspilarar gefa talningu í þessari
stöðu, því laufásinn gæti verið hjá
makker og spaðadrottning blinds er
ekki augljós innkoma. Ef báðir sýna
þrílit ætti sagnhafi því að gera út á
laufið.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 erkifífl, 8
fægja, 9 hljóðfæri, 10
vindur, 11 hvellandi, 13
vagn, 15 ástand,
18 þunn skýjahula, 21
tré, 22 ljúki, 23 menga,
24 velmegnunin.
Lóðrétt | 2 setur í gang,
3 hávaði, 4 bjálka, 5
gramur, 6 háðs, 7 sjóða,
12 heiðurs,
14 bókstafur, 15 kjöt, 16
skræfa, 17 flakks, 18
dynk, 19 reiðri, 20 ein-
kenni.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 grand, 4 hroll, 7 undur, 8 ósmár, 9 gæf, 11 gort,
13 árás, 14 aflar, 15 skóp, 17 afar, 20 ung, 22 rómur, 23
róandi, 24 kerfi, 25 tjara.
Lóðrétt: 1 grugg, 2 andar, 3 durg, 4 hróf, 5 ormur, 6
lurks, 10 æxlun, 12 tap, 13 ára,
15 strók, 16 ólmur, 18 flaka, 19 reifa, 20 urði, 21 græt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
1 Íslensk kona er í rannsókn-arhópi um setningagerð fjöl-
margra indógermanskra tungumála
og hefur hlotið á annað hundrað
milljónir króna í styrk. Hver er vís-
indamaðurinn?
2 Evelyn Glennie er einhver snjall-asti hljóðfæraleikari heims á
sitt hljóðfæri þrátt fyrir að vera nán-
ast heyrnarlaus. Á hvaða hljóðfæri
leikur hún?
3 Julie Okechi hefur fengið dval-arleyfi á Íslandi af mannúðar-
ástæðum. Hvaða kemur hún?
4 Kona er í framboði til bankaráðsLandsbankans í stað annarrar
konu sem hættir. Hver er frambjóð-
andinn og hvað gerir hún?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Íslenska fyrirtækið Avion Aircraft Trad-
ing hefur keypt sex nýjar fraktflugvélar. Af
hvaða gerð? Svar: Airbus. 2. Spölur hefur
ákveðið að lækka almennt gjald um Hval-
fjarðargöng. Hvað kostar í göngin eftir
breytinguna? Svar: 900 kr. 3. Bandaríska
rokksveitin Incubus hefur fengið íslenska
hljómsveit til að hita upp fyrir sig á tón-
leikum í Laugardalshöll. Hvaða hljómsveit
er það? Svar: Mínus. 4. Keflvíkingar eiga
von á tilboði frá norsku úrvalsdeildarfélagi
í knattspyrnu í leikmann sinn, Jónas
Guðna Sævarsson. Hvaða norska lið er
þetta? Svar: Sandefjord.
Spurt er …
ritstjorn@mbl.is