Morgunblaðið - 09.02.2007, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 09.02.2007, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 57 SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is eeeee - B.S. FRÉTTABLAÐIÐ eeee - LIB, TOPP5.IS SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI EDDIE MURPHY BEYONCÉ KNOWLES JAMIE FOXX eee DÖJ, KVIKMYNDIR.COM Golden Globe VERÐLAUN m.a. besta myndin3 FRÁ HANDRITSHÖFUNDI RAIN MAN OG GOOD MORNING VIETNAM GÆTI ÞESSI MAÐUR ORÐIÐ NÆSTI FORSETI? Sjáið grínistann Robin Williams fara á kostum sem næsti forseti Bandaríkjanna ÓSKARSTILNEFNING besta teiknimynd ársins1 GOLDEN GLOBE BESTA MYND ÁRSINS / ÁLFABAKKA ALPHA DOG kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.16 .ára. ALPHA DOG VIP kl. 8 - 10:30 B.i.16 .ára. PERFUME kl. 5 - 8 - 10:50 B.i.12 .ára. MAN OF THE YEAR kl. 8 - 10:30 B.i. 7 .ára. BLOOD DIAMOND kl. 5 - 8 - 10:50 B.i.16 .ára. VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ BABEL kl. 8 - 10:50 B.i.16 .ára. BABEL VIP kl. 5 B.i.16 .ára. SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ ALPHA DOG kl. 5:45 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára MAN OF THE YEAR kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 7 ára BLOOD DIAMOND kl. 8 B.i. 16 ára DIGITAL VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:50 - 6 LEYFÐ DIGITAL CHARLOTTE´S WEB m/ensku tali kl. 3:50 LEYFÐ DIGITAL THE PRESTIGE kl. 10:30 B.i. 12 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ DIGITAL / KRINGLUNNI HJÁLPIN BERST AÐ OFAN eee S.V. - MBL SÝND BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. sem besta mynd ársins7 ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. fyrir aðalhlutverk karla/ Leonardo dicaprio5 FRÁ LEIKSTJÓRA “THE LAST SAMURAI” eeee L.I.B. - TOPP5.IS eeee S.V. MBL. ÆVINTÝRALEG SPENNA OG HASAR. STYÐST VIÐ RAUNVERULEGA ATBURÐI ÓSKARSTILNEFNINGAR8 Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hugmyndin um að gefast upp er orðin að þema. Lykilsamband verður sífellt stekara, er að gleypa þig. Það er allt í lagi að sleppa í smá stund, átta sig á hvert þetta stefnir og hvort þú getir án þess verið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Greindu fólkið sem þú ætlar að eiga viðskipti við frá því sem eyðir tíma þínum til einskis. Það er verið að sýna þér á ótal mismunandi vegu hvernig fólk mun haga sér í framtíðinni. Taktu eftir táknunum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert enginn kjáni, og fólk leitar til þín í vandræðum sínum. Mundu þá að lífið er ekki svart og hvítt og því síður fólkið. Reyndu að veita ráð sem hæfa hverjum einstaklingi, ekki sem þér þykja kannski augljóslega best. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  2 fyrir 1 er málið. Þú ert að reyna að grípa tækifæri en gætir gripið í eitt- hvað sem verður þér fjötur um fót. Sættu þig við það í bíli, það koma tíma og koma ráð. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ef ást þín er ekki endurgoldin, misstu þá ekki móðinn. Ástin er aldrei til einskis og verður svarað úr einhverri átt. Kannski ekki þeirri sem þú væntir hennar úr, en einhvers staðar þó. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er allt að gerast í vinnunni, og þér finnst stöðu þinn ógnað. Ef þú ætlar að kynna einhverja hugmynd, vertu þá alveg viss um að hún sé samkvæm þér. Sporðdreki kemur til hjálpar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ein ástæða þess að þú vinnur svo vel með öðrum er að þú tjáir þig hrein- skilningslega. Haltu því áfram í dag, annars gæti það komið þér í klípu. Það erfiðasta við mælikvarða er, að það hafa ekki allir þá sömu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er erfitt að vera skynsamur núna þegar lífið er fullt af freistingum. Þeg- ar þér tekst að standast freisting- arnar, stráðu þá slóð brauðmola á eft- ir þér til að sjá hvort freistingunni tekst að þefa þig uppi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Skilningur er þemað bæði heima fyrir og í vinnunni. Fólkið í vinnunni er misjafnt. Þú hefur kannski ekki sama húmor og allir, en reyndu að meta glaðværðina við þá. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reglurnar eru hreinar og beinar, og þú hefur mikið vald á þeim. Nokkur létt reikningsdæmi gætu létt þér lífið. Til dæmis er byrgðin léttari ef þú deil- ir henni með einhverjum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú eyðir tíma með nánustu fjölskyldu þinni og gerir sem mest úr þeim tíma. Þó að sumir meðlimirnir séu ekki líkir þér á augljósan hátt, þá hafið þið sömu grunngildi og tengingin er mjög sterk. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hreinlega umbreytist eftir því með hverjum þú ert, og getur lítið við því gert. Þú ert einsog efnablanda saman komin til að skapa eitthvað algerlega ólíkt því sem þú ert þegar þú ert ein/n. Einmitt þegar við höldum að við höfum loksins skilið hvernig allt er í pottinn bú- ið, skín á okkur tungl í sporðdreka og lætur okkur heillast af dularfyllri hlið- um lífsins. Þeir sem vilja vita hvað er undir yfirborðinu, hvað kemur hlutunum af stað og hvernig þeir virka innan frá, fær innsæi til þess. En þetta innsæi vekur bara upp fleiri spurningar. stjörnuspá Holiday Mathis Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „Ég hef aldrei séð verkið því ég sit alltaf bakvið, ætli ég þurfi ekki að biðja einhvern að taka þetta upp fyrir mig svo ég sé dómbær en ég held að þetta sé frábær sýn- ing,“ segir Gunnar Hjálmarsson, betur þekktur sem dr. Gunni, um barnasöngleikinn Abbababb sem verður frumsýndur í Hafnarfjarðarleikhúsinu á sunnudaginn. Gunnar er höfundur verksins sem er byggt á persónum úr einu lagi á barnaplötunni Abbababb sem kom út fyr- ir tíu árum. Verkið fjallar um þrjá krakka sem eru í leynifélagi. „Þetta er kraftmikil sýning, aumingja leikararnir kvarta mikið yfir því að það sé svo mikið lagt á þá.“ Leikarar í Abbababb eru Atli Þór Albertsson, Álfrún Örnólfsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Sigurjón Kjartansson og Sveinn Þórir Geirsson. Um leikstjórn sér María Reyndal og tónlistarstjóri er dr. Gunni sjálf- ur sem skipar þriggja manna hljómsveit á sviðinu ásamt þeim Birgi Baldurssyni og Elvari Geir Sævars- syni. Þetta er fyrsta leikverkið sem Gunnar semur og seg- ist hann fram til þessa ekki hfa haft neinn áhuga á leik- húsi eða söngleikjum. „Þetta er mjög skemmtileg vinna. Leikritið hefur breyst gífurlega mikið síðan ég skrifaði mitt fyrsta handrit og þótt ég sé titlaður höfundur er þetta mikið samstarf á milli mín, leikstjórans og leikaranna.“ Í tengslum við sýninguna kemur barnaplatan Abba- babb út aftur en í breyttu sniði frá fyrri útgáfu. „Á henni eru átta lög af gömlu útgáfunni, sungin og spiluð upp á nýtt og oft með breyttum texta til að passa inn í framvindu sögunnar og svo eru átta alveg glæný lög úr söngleiknum. Þannig að öll sextán lögin úr verk- inu eru á plötunni sem kemur í búðir eftir tæpar tvær vikur,“ segir Gunnar og tekur fram að það sé ekki hægt að segja að þetta sé gamla Abbababb-platan endur- útgefin því öll lögin séu næstum því ný. Eurovison orðin skemmtilegri Það kom mörgum á óvart að sjá rokkarann dr. Gunna senda lag inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lag- ið, sem komst áfram í úrslitin seinasta laugardags- kvöld, heitir „Ég og heilinn minn“ og er sungið af Ragnheiði Eiríksdóttur. Spurður hvers vegna hann ákvað að senda inn lag segir Gunnar að þetta lag hafi bara verið til og sér hafi fundist tilvalið að senda það. „Ég hef aldrei sent lag áð- ur, mér fannst þetta Eurovison-fyrirbæri ekki of vit- laust til að skella laginu þar inn. Það hefur líka ým- islegt gerst í Eurovision sem gerir keppnina skemmtilegri en var, t.d. þátttaka Silvíu Nætur og finnsku þungarokkararnir sem unnu í fyrra.“ Gunnar segist ekki vera farinn að hugsa út í það hvað hann gerir ef hann vinnur úrslitakeppnina hér heima. „Ætli ég geri þá ekki bara mitt besta.“ Hann segist aðspurður ekki vera búinn að missa vini sína vegna þátttökunnar í Söngvakeppninni. „Ég á svo þroskaða vini að þeir fyrirgefa mér. Sum- um finnst þetta reyndar það ómerkilegasta sem ég hef tekið þátt í en það verður bara að hafa það.“ Gunnar Hjálmarsson um Abbababb og Söngvakeppnina Leitar á ný mið Ljósmynd/Árni Torfason Abbababb Dr. Gunni ásamt Birgi Baldurssyni og Elv- ari Geir Sævarssyni, en þeir spila undir í söngleiknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.