Morgunblaðið - 10.03.2007, Page 26

Morgunblaðið - 10.03.2007, Page 26
garðyrkja 26 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Úti í garði standa þær, kræklóttar ogúr sér sprottnar og bíða þess aðgrænir fingur komi og veiti þeimvorsnyrtingu. Aðalklipping- artímabilið í íslenskum görðum er framundan og að mörgu að huga í því sambandi. Spurn- ingar á borð við hvað megi klippa, hvernig eigi að gera það og hvenær sé besti tíminn eru sjálfsagt að brjótast um í kolli margra trjáeig- enda um þessar mundir. „Í raun má klippa allt árið en þó fer það eftir tegundum og aðstæðum,“ segir Steinn Kára- son garðyrkjufræðingur. „Aðalklippingartím- inn er frá janúar svo að segja en mest er klippt í mars og apríl og fram í maí. Þessi tími er góð- ur því gróðurinn er í dvala og best að átta sig á vaxtarlagi trjánna því þá eru þau ekki hulin laufi.“ Hann segir að í fæstum tilfellum skipti máli þótt frysti eftir að klippt er. „Stundum kemur kal í sár, en oftar en ekki er það vegna veðrátt- unnar, ekki beinlínis klippingarinnar. Hins vegar skipta rétt vinnubrögð meira máli en tímasetningin og ef þú kannt vinnubrögðin get- urðu leyft þér meira utan hefðbundins klippi- tíma. Veðráttan hefur líka gríðarlega mikið að segja. Á útmánuðum er oft sól, þurrt og frost sem eru vondar aðstæður fyrir allan gróður. Þú getur verið að klippa á réttum tíma en veð- urskilyrðin verið afleit. Það eru hins vegar óvissuþættir sem við verðum bara að lifa með. Að sumri eru formklippt limgerði og runnar snyrt einu sinni til þrisvar eftir þörfum.“ Hvað vinnubrögðin varðar segir Steinn meg- inregluna þá að klippa þar sem greinar skiptast og eins er mikilvægt að skilja ekki eft- ir stubba. Þetta á sérstaklega við um hávaxin tré. Hann nefnir tvær trjátegundir sem hann segir skynsamlegt að ljúka klippingu á sem fyrst. „Hlynur og birki eru viðkvæmari en flestar aðrar trjátegundir fyrir vökvatapi í gegn um sárin en vissulega getur vanur maður vegið og metið hvort hægt sé að klippa birki og hlyn á öðrum tíma, án þess að það komi niður á gróðrinum.“ Frjáls vöxtur eða formklipping? Þegar kemur að runnum og rósum segir hann skynsamlegt að láta klippingu á þeim við- kvæmustu bíða fram á vorið, eða þar til hættan á hretum er liðin hjá. „Þegar limgerði eru formklippt gilda önnur lögmál en þegar verið er að klippa há tré. Menn nota vélklippur á runnana og fara handahófskennt í gegn um þá án þess að taka tilliti til greinaskiptinga. Þær tegundir sem eru notaðar í formklippingu hafa þá eiginleika að þola svona meðferð betur en há tré. Yfirleitt er einvörðungu verið að klippa af ársvöxtinn í limgerðisklippingu og oftast eru það mjög grannar greinar. Ef verið er að klippa birkilimgerði sem hefur verið vel við haldið og eingöngu árssproti eða hálfur árs- vöxturinn er klipptur ofan af með vélklippum er allt í lagi þótt dropar komi úr sárunum, t.d. í apríl. Hins vegar er rétt að klippa mikla klipp- ingu á birki snemma vetrar.“ Steinn segir fólk þurfa að átta sig á því hvað það vilji fá út úr gróðrinum og móta sér síðan stefnu. „Viltu að tiltekinn runni sé form- klipptur eða sé frjálsari í vexti? Blómgunareig- inleikar runnanna eru líka mismunandi. Sumir runnanna blómgast á greinum sem munu vaxa í sumar. Þá má klippa niður undir jörðu ef því er að skipta en ef blómin myndast á greinunum sem uxu í fyrra má ekki klippa ofan af grein- unum. Þá verður að nota einhverja þumalfing- ursreglu og klippa aðra hvora grein í burtu eða eitthvað slíkt og þá á greinaskilum. Svo er mis- jafnt hvort runnarnir blómgast á endilöngum greinum sem uxu í fyrra eða bara á litlum hlið- argreinum sem uxu í fyrra. Ef þú sagar til að mynda ofan af rifsberjarunnanum þínum ertu að klippa í burtu öll blómin sem mynduðust í fyrra og munu mynda ber í sumar. Viljirðu fá ber verðurðu því að klippa greinar innan úr runnanum neðarlega. Maður þarf að átta sig á blómgunareiginleikum runnanna og líka að hafa í huga hvað maður vill fá út úr hverri plöntu.“ Aspirnar hálfgerð skrímsli Þá segir hann tegundir eins og hlyn og gull- regn þurfa stuðning og góða vaxtastýringu. „Vöxturinn á þeim er svolítið óútreiknanlegur svo maður þarf að fylgjast vel með honum og styðja við trén. Aspirnar eru hins vegar hálf- gerð skrímsli í þéttbýli í mínum huga og eiga nánast ekki heima þar. Þær hafa víða valdið tjóni á göngustígum, lögnum og jarðvegi og eru víða undirrót nágrannadeilna.“ Þá segir hann mikinn kostnað samfara því að fjarlægja þær svo hann mælir alls ekki með tegundinni í húsagörðum. En eru trjáklippingar ekki eitthvað sem venjulegur leikmaður getur sinnt? „Ef fólk getur sjálft sinnt raflögnum og pípulögnum má svara því játandi,“ segir hann. „Þetta er iðn- grein, en vissulega kemur þetta allt með reynslunni.“ Þá má benda á að Steinn hefur skrifað bókina „Garðverkin“ þar sem ítarlega er fjallað um trjáklippingar og getur bókin því komið fólki að góðum notum við verkin. Annars segir hann snjalla hugmynd að fá fagmenn til að leiðbeina sér, í það minnsta í fyrstu skiptin sem klippt er. „Fólk áttar sig fljótt á að það er mjög gott að fá fagmanninn öðru hverju til að móta línurnar og skerpa á. Það er eins og að tala við góðan ráðgjafa – þá veit fólk hvar það stendur.“ Rétt vinnubrögð lykilatriði Morgunblaðið/G. Rúnar Vorverkin Steinn við birkikvist en hann skal klippa ýmist með því að taka greinar innan úr runnanum niður undir jörðu eða klippa hann í kúlu en þá verður blómgunin sáralítil. Birki Klippa skal við greinaskiptingu, ofan við útlægt brum eða grein svo greinin vaxi ekki inn. Þannig kemst meiri birta í krónuna. Runnar Klippa má runna, sem blómgast á endum greina frá í fyrra, niður við jörðu. Ný blóm myndast á greinum sem vaxa í sumar. Á útmánuðum er oft sól, þurrt og frost sem eru vondar aðstæður fyrir allan gróður. Þú getur verið að klippa á réttum tíma en veð- urskilyrðin verið afleit. Það eru hins vegar óvissuþættir sem við verðum bara að lifa með. Tími trjá- og runna- klippinga framundan STEFÁN BOULTER stefanboulter.com Gallery Turpentine Ingólfsstræti 5 turpentine.is opnar sýninguna HANDAN VIÐ NÚTÍMANN laugardaginn 10. mars kl.15 K IT SC H

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.