Morgunblaðið - 10.03.2007, Side 34
34 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Þ
essa dagana velta menn
mjög fyrir sér hvernig
á því standi að aðeins
29% landsmanna bera
traust til Alþingis, eins
og fram kom í Þjóðarpúlsi Gallup á
dögunum. Ýmsar getgátur eru á
lofti og eins og venjulega telja
stjórnmálamenn sig þess helst um-
komna að leggja mat á málið. Úr
herbúðum stjórnarliða heyrist til
dæmis að málþóf stjórnarandstöð-
unnar hafi grafið mjög undan virð-
ingu löggjafarsamkomunnar.
Stjórnarandstæðingar vísa þessu
auðvitað á bug, en nefna sem
hugsanlega skýringu að fram-
kvæmdarvaldið hafi öll ráð þings-
ins í hendi sér og sú staðreynd rýri
auðvitað traust almennings á
þinginu. Og svo halda menn áfram
að togast á um þetta og á meðan
þverr virðingin enn.
Nú má vel vera að þeir sem urðu
fyrir svörum þegar Gallup tók
púlsinn hafi verið með hugann við
málþóf eða meint framsal löggjaf-
arvaldsins. Sjálf hefði ég haft
fleiri, en kannski smærri, atriði í
huga, sem samanlagt hefðu líklega
neytt mig til að segja að ég hefði
ekki mikið traust á löggjaf-
arsamkomunni við Austurvöll.
Eitt af þessum smáatriðum
skaut upp kollinum í síðustu viku.
Þá var verið að ræða um fjár-
framlög til SÁÁ. Pétur H. Blöndal,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
fór í pontu og sagði að ekki hefði
verið gerður samningur milli ríkis
og SÁÁ frá 2005 og það væri hann
ósáttur við. Hann væri ósáttur við
að greitt yrði fé úr ríkissjóði án
þess að samningur lægi fyrir.
Svo hélt þingmaðurinn áfram og
benti á að sami maðurinn væri „yf-
irlæknir, hann er formaður fram-
kvæmdastjórnar, þ.e. stjórn-
arformaður hjá fyrirtækinu,
þannig að hann uppfyllir öll þau
skilyrði sem voru hjá Byrginu“.
Pétur komst ekki öllu lengra,
því aðrir þingmenn voru ekki sein-
ir á sér að grípa stórkostlega yf-
irsjón hans á lofti, kalla fram í og
krefjast þess að hann drægi um-
mæli sín strax til baka.
Ég minnist þess ekki að hafa
nokkurn tímann tekið upp hansk-
ann fyrir Pétur H. Blöndal, enda
fara skoðanir okkar afskaplega
sjaldan saman, ef nokkurn tímann.
Þessi ummæli hans voru hins veg-
ar rifin úr öllu samhengi og blásin
út á svo yfirgengilegan hátt af
andstæðingum hans, að ég get
ekki orða bundist. Pétur hafði að
þeirra mati borið yfirlækninn
þungum sökum. Að nefna Byrgið
var auðvitað eins og að nefna
snöru í hengds manns húsi. „Það
er ekki í lagi við þær aðstæður
sem núna eru uppi að koma með
samlíkingu sem tengist atburðum
af því tagi sem orðið hafa í Byrg-
inu,“ sagði Steingrímur J. Sigfús-
son í ræðustól Alþingis.
Össur Skarphéðinsson bætti um
betur: „Það samræmist ekki þing-
sköpum að menn geti komið hér í
ræðustól og atað auri fjarstadda
menn sem ekkert hafa til saka
unnið nema að reyna að lækna
þrautir meðborgara sinna.“
Líklega hafa tárin blikað á
hvörmum í þingsal þegar hér var
komið sögu. Og áfram hélt Össur
og sagði þetta ekki vera í fyrsta
skipti sem Pétur hefði með ósæmi-
legum hætti ráðist að hópum fólks
sem á um sárt að binda í samfélag-
inu, með ósæmilegum munnsöfn-
uði.
Ja hérna hér! Þarna var Pétur
farinn að ráðast að heilu hópunum,
sem eiga um sárt að binda! Ætli
þeir Steingrímur og Össur hafi í
fúlustu alvöru verið að taka til
varna fyrir yfirlækni SÁÁ? Og
kannski talið sig vera að gæta
virðingar Alþingis í leiðinni? Það
má auðvitað vel vera að þeir líti
svo á, en þessi uppákoma var enn
eitt smáatriðið sem rýrði traust
mitt á þinginu og þeim sem þar
starfa. Ummæli Péturs voru slitin
úr öllu samhengi af því að and-
stæðingar hans voru eldfljótir að
átta sig á að þarna gætu þeir snúið
út úr og slegið sig til riddara í leið-
inni.
Ég get upplýst þessa menn um,
að ég er ekki sú eina sem skildi
Pétur H. Blöndal á þann hátt að
hann væri einfaldlega að benda á
atriði sem hann teldi galla í stjórn-
skipulagi SÁÁ. Honum finnst
óeðlilegt að ólíkir hlutar starfsem-
innar séu á sömu hendi. Það sjón-
armið er fyllilega réttmætt.
Reyndar er öll umræða um
hugsanlega hagsmunaárekstra
með þeim ólíkindum hér á landi, að
aldrei nokkurn tímann má benda á
dæmi án þess að þeim sé svarað
með heiftarlegum gagnárásum.
Þegar spurt var hvort óeðlilegt
væri að ráðherra vélaði um fisk-
veiðikerfi, ef hann ætti sjálfur
hagsmuna að gæta í útgerðarfyr-
irtæki, heyrðust upphrópanir um
að fólk væri að ráðast að móður
hans, af því að hún var skráð fyrir
eignarhluta fjölskyldunnar! Og ef
fólki fannst óeðlilegt að sami mað-
ur tæki að sér hagsmunagæslu
fyrir Faxaflóahafnir, m.a. gagn-
vart framkvæmda- og skipulags-
sviðum Reykjavíkurborgar, um
leið og hann sæti sem formaður
framkvæmdaráðs borgarinnar og
varaformaður skipulagsráðs, þá
var vegið að honum og fjölskyldu
hans! Umræðan situr föst, eins og
kökkurinn í hálsi þeirra sem verða
að sæta þessum „árásum“. Aldrei
minnist ég þess að einhver hafi
stigið fram og þakkað kærlega fyr-
ir að vakin hafi verið athygli á að
hann gæti hugsanlega komist í þá
stöðu að hægt væri að efast um
heilindi hans. Því hver vill vera í
þeim sporum?
Í ljósi þessa þarf kannski engan
að undra þótt þingmenn grípi um-
mæli Péturs H. Blöndal á lofti og
reyni að gera þau tortryggileg.
Þeir vita sem er, að í þeirra hópi
geta eðlilegar ábendingar um
hvernig komast megi hjá hags-
munaárekstrum, talist heift-
arlegar, persónulegar árásir. Slíkt
happ lætur enginn sér úr hendi
sleppa.
En á meðan situr þjóðin við sím-
ann og svarar neitandi þegar Gall-
up spyr hvort hún treysti þinginu.
Traust 29%
þjóðarinnar
»Ætli þeir Steingrímur og Össur hafi í fúlustualvöru verið að taka til varna fyrir yfirlækni
SÁÁ? Og kannski talið sig vera að gæta virðingar
Alþingis í leiðinni? Það má auðvitað vel vera að
þeir líti svo á, en þessi uppákoma var enn eitt smá-
atriðið sem rýrði traust mitt á þinginu og þeim
sem þar starfa.
rsv@mbl.is
VIÐHORF
Ragnhildur Sverrisdóttir
STAKSTEINAR fimmtudagsins
viðurkenna að mikill vandi steðji
að í atvinnumálum Vestfirðinga,
en ritstjóri Morgunblaðsins telur
sig þess umkominn að ákveða að
ekki megi ræða stað-
reyndirnar og ástæð-
ur þess að svona er
komið. Annars verði
Vestfirðingar bara
svartsýnir. Þeir hafi
áður unnið sig út úr
vandamálum, sem
m.a. urðu til vegna
kvótasölu úr fjórð-
ungnum.
Þessi veruleiki
Staksteina er ekki til,
ritstjórinn er týndur í
Undralandinu sem
hann og ráðamenn
hafa búið til og ætla
almenningi að trúa að sé til í raun
og veru. Það er alvarlegt vegna
þess að það er meginhlutverk fjöl-
miðla að upplýsa og að draga
staðreyndir fram. Á þeim grund-
velli einum að horfst sé í augu við
veruleikann er von til þess að til-
lögur og aðgerðir skili einhverjum
árangri. Staksteinarnir eru að
vinna markvisst að því að afvega-
leiða landsmenn og fá þá til þess
að trúa því að ekkert alvarlegt sé
á ferðinni, heldur aðeins stað-
bundinn vandi sem heimamenn
geti leyst með því að þegja um
hann og lofa stjórnvöldin.
Það eru ósannindi að Vestfirð-
ingar hafi unnið úr vandanum
vegna kvótasölunnar. Það er ein-
mitt hið gagnstæða sem blasir við.
Frá 1994 hefur störfum fækkað
um mörg hundruð, íbúum hefur
fækkað um 21%. Tekjur hafa
dregist aftur úr og meðalatvinnu-
tekjur eru nú um 18% lægri á
Vestfjörðum en á höfuðborg-
arsvæðinu. Þær voru fyrir fáum
árum þær hæstu á landinu, en nú
er svæðið það þriðja tekjulægsta
á landinu. Á þessum tíma hefur
engin raunhækkun fasteigna orðið
tímabilinu, en hækkunin hefur á
höfuðborgarsvæðinu verið fjórum
sinnum hærri en hækkun vísitöl-
unnar. Vestfirðingar hafa orðið af
milljóna króna verðhækkun á
hverri íbúð frá 1994, sem flestir
aðrir landsmenn hafa notið. Það
er ekki fjarri lagi að munurinn sé
um 100 þúsund króna á fermetra í
fjölbýli á Ísafirði, ef miðað er við
hækkunina á höfuðborgarsvæðinu.
Hagvöxtur á svæðinu hefur verið
neikvæður síðustu árin.
Stærsta einstaka ástæðan er
gífurlegur samdráttur í aðalat-
vinnuvegi fjórðungsins, sjávar-
útvegi í kjölfar sölu á kvóta. Á
síðustu árum hefur
verið keyptur og
leigður kvóti inn á
svæðið fyrir milljarða
króna á hverju ári, en
það er blekking Stak-
steina að halda því
fram að með því hafi
Vestfirðingar unnið
sig út úr vandanum.
Þeir hafa að vissu
marki bætt stöðu
sína, en bera drápsk-
lyfjar skuldanna og
borga á hverju ári
ómældar fjárhæðir út
úr rekstrinum til út-
valinna sem hafa fengið leyfi
stjórnvalda til þess að leggja
gjald á aðra að eigin vali. Slíkur
rekstur berst í bökkum og er ekki
sá aflvaki annars atvinnureksturs
sem sjávarútvegurinn var forðum.
Um þetta vill Morgunblaðið að
þagað verði, en það mun ekki
verða. Stjórnvöld hafa dregið
saman seglin og fækkað störfum á
Vestfjörðum og að lokum þá eru
almennu skilyrðin fyrir atvinnu-
rekstur, svo sem varðandi sam-
göngur og fjarskipti, með þeim
hætti að hátæknifyrirtæki eru að
flýja af svæðinu.
Það sem þarf að gera er fyrst
og fremst á valdi stjórnvalda, al-
mennar aðgerðir sem varða að-
stöðu og starfsumhverfi fyrir at-
vinnurekstur í fjórðungnum. Þær
varða samgöngur, fjarskipti,
menntun og ekki síst að frelsa
helstu atvinnugreinina úr einokun
og sérhagsmunum og innleiða
sömu aðstæður þar og eru í öðr-
um atvinnugreinum. Markaðs-
lögmálin og atvinnufrelsið eru
skilyrði þess að sjávarbyggðir
landsins lifni við á nýjan leik.
Kjarni málsins er nákvæmlega sá
að vandinn felst í pólitískri sér-
hagsmunagæslu. En um það vilja
Staksteinar þegja sem fastast.
Undralandi Staksteina þarf að
fleygja á öskuhauga sögunnar.
Undraland Staksteina
Kristinn H. Gunnarsson
svarar Staksteinum » Þessi veruleiki Stak-steina er ekki til, rit-
stjórinn er týndur í
Undralandinu sem hann
og ráðamenn hafa búið
til.
Kristinn H.
Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður.
ALDURINN yfir þig færist sem
dökknandi ský. Þú lokast inni, fölnar
og visnar, verður gengisfelldur,
dæmdur úreltur, tekinn af skrá. Tal-
ið trú um að allt sé búið
og ekkert framundan.
En ósjálfrátt heldurðu í
vonina. Loks hefurðu
hana eina að vopni, í
ómeðvitaðri en með-
fæddri trú á vorið, á
sumarið, um líf á græn-
um grundum með blóm
í haga.
Umkomulaus fugl
Hárið gránar og
þynnist, sjónin daprast,
heyrnin dalar, þrekið
dvínar, minnið bregst.
Blettótt slitin föt, allt of stór. Óboðin
óhreinindi út um allt. Lyktarskynið
farið, kemst ekki hjálparlaust á
snyrtinguna eða í bað. Ratar ekki,
manst ekki, veist ekki, getur ekki
neitt. Algjörlega farinn að þreki og
kröftum, rúinn allri getu.
Eins og umkomulaus fugl, lítill
vængbrotinn, umkomulaus fugl sem
grátandi hjúfrar sig að þér og hverf-
ur inn í sjálfan sig, smátt og smátt.
Svo er sungið og trallað, klappað
og hlegið. Fátt eftir annað en tilfinn-
ingar sem erfitt er að lesa í og ill-
gjörningur að sinna. Að ógleymdu
góða skapinu og voninni. Hún bregst
ekki þrátt fyrir allt. Og ævin fjarar
út í friðinn.
Að loknu hausti
Haustið kemur, allt
breytir um lit. Laufin
falla, dagsbirtan dvín-
ar, það kemur vetur
og ævin fjarar út.
Þá hrópa ég ein-
lægu hjarta, í angist,
af öllum mætti, veik-
um rómi: Guð minn!
Guð minn! Yfirgef þú
mig ekki líka.
Hulstrið
Hulstrið hrörnar og
visnar, fölnar og
eyðist því liðið er á
kvöld. Brátt lífsvökvinn þver og æv-
innar klukka hættir að tifa. Þá
klukkur himnanna taka að kalla.
Með fögnuði hringja þær sálina inn
til himinsins grænu grunda.
Englar minninganna lýsa upp ljúf-
ar myndir, sem taka að tala og ylja.
Og englar vonarinnar lýsa fram veg-
inn og bera þig inn í dýrðina bjarta.
Ævin, vonin og lífið
Ef von mín næði aðeins til þess-
arar ljúfsáru allt of stuttu ævi, þá
væri ég sannarlega afar aumk-
unarverður maður. Þá væri lífið
bæði dimmt og kalt, stutt og snautt,
steindautt.
Þótt heilsa og mannlegur heiður,
vinir og virðing þig svíki og hafni, þá
mun ekkert geta gert þig viðskila við
kærleika Guðs sem þér birtist í
frelsara þínum Jesú Kristi og þér
býðst að meðtaka og hvíla í og munt
um síðir fá að njóta til fulls. Á full-
komnum stað sem hann hefur nú
þegar tekið frá fyrir þig og geymir,
þar til þinn tími kemur.
Gleði sem ekki fölnar
Ævinnar gleði er svo skammvinn
og velgengnin völt. Sigrarnir sætir
en kransarnir svo ótrúlega fljótir að
fölna. Hin varanlega gleði er fólgin í
því að eiga nafn sitt ritað með him-
nesku letri í lífsins bók.
Gleðjumst þeirri gleði. Hún er sig-
ursveigur sem ekki fölnar.
Dökknandi ský
Sigurbjörn Þorkelsson
fjallar um lífshlaupið »Ævinnar gleði er svoskammvinn og vel-
gengnin völt. Sigrarnir
sætir en kransarnir svo
ótrúlega fljótir að fölna.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og fram-
kvæmdastjóri Laugarneskirkju.
VEGNA skrifa og vangaveltna
undanfarið um hvor muni vera
höfundur lagsins „Við gengum
tvö“, Friðrik Jónsson eða Ragn-
ar Björnsson, vil ég koma því á
framfæri, að hvor sem var höf-
undurinn, er ég ekki í nokkrum
vafa um að báðum hefur fundist
þeir hafi samið lagið og verið
einlægir í þeirri trú sinni. Það
hefur gerst, að einum hefur
fundist laglína eða skáldverk af
einhverju tagi spretta frumsamið
úr eigin vitund, þó hann hafði í
raun numið verkið annars staðar
frá, ómeðvitað. Þetta hefur hent
stóra spámenn sem smáa. Frið-
rik Jónsson hefur verið skráður
höfundur lagsins „Við gengum
tvö“ áratugum saman og verður
það að sjálfsögðu áfram. Að
gefnu tilefni bið ég útvarpsfólk
að vera óhrætt við að kynna lag-
ið þannig hér eftir sem hingað
til. Lagið er alltof fallegt til að
fólk kinoki sér við að flytja það
vegna vafa þar um.
Sigrún Björnsdóttir
Enn um lagið
„Við gengum tvö“
Höfundur er ekkja Ragnars
Björnssonar tónlistarmanns.