Morgunblaðið - 10.03.2007, Side 35

Morgunblaðið - 10.03.2007, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 35 ÞESSA dagana eru blikur á lofti í atvinnumálum á Vest- fjörðum. Nú síðast tilkynnti Marel um lokun 25 manna starfsstöðvar sem fyr- irtækið eignaðist er það keypti Póls á Ísa- firði fyrir fáum árum. Þar með komst Marel yfir margra ára þróun- ar- og þekkingarstarf sem hefur nú verið sogað af staðnum í nafni hagræðingar. Svo sem ekki í fyrsta skipti sem stórfyrirtæki kaupa upp minni fyr- irtæki, skeytingarlaus um gildi þess fyrir lítil byggðarlög að halda uppi atvinnu- rekstri í heimabyggð. Hljóðar hamfarir Búsetuskilyrði á Vestfjörðum hafa ekki þróast í réttu hlutfalli við þann skerf sem landshlutinn hefur lagt til þjóðartekna. Lítum á nokkur kennileiti: 1) Íbúum hefur fækkað um 25% á ríflega tveimur áratugum. 2) Útgerð og fiskvinnsla eru ekki svipur hjá sjón eftir að margumrædd „hagræðing í sjávarútvegi“ náði fram að ganga á landsvísu í kjölfar óréttláts kvótakerfis. Af níu togurum sem gerðir voru út frá norðanverðum Vest- fjörðum á áttunda áratugnum eru 2 eftir (mætti með góðum vilja segja 3). 3) Hagvöxtur á svæðinu hefur verið neikvæður á sama tíma og hann hefur ver- ið jákvæður í öðrum lands- hlutum (nema á Norðurlandi vestra). 4) Flest sveit- arfélögin á Vestfjörðum berjast í bökk- um og hafa nei- kvæða rekstrarstöðu. 5) Vegakerfi landshlutans er enn ófrágengið og sum svæði enn ekki komin í vega- samband að heitið geti. Sam- kvæmt nýrri samgönguáætlun er enn 2–3 ára bið eftir bundnu slitlagi frá Ísafirði til Reykjavíkur, og enn lengri bið fyrir suðurhluta svæð- isins. 6) Flutningskostnaður er hærri á Vestfjörðum en í öðrum landshlutum, lætur nærri að hann sé um 30–40% hærri en á Akureyri, svo dæmi sé tek- ið. 7) Menntunarstig mælist lágt miðað við aðra landshluta. Ef sú þróun sem hér er lýst hefði átt sér stað á einni nóttu væri þjóðin líkast til í uppnámi yf- ir afdrifum byggðarlagsins, enda værum við þá að tala um hamfar- ir. En þar sem þetta hefur gerst á löngum tíma má segja að Vestfirð- ingar séu í sömu stöðu og frosk- urinn sem soðinn er rólega í vatn- inu. Hann áttar sig ekki á því hvað er gerast vegna þess að hann sjálfur hitnar með vatninu, verður máttfarinn og stekkur því ekki upp úr. Skortur á stefnu og samstöðu Einn vandi Vestfirðinga er sam- stöðu- og stefnuleysi. Erfitt reyn- ist að mjaka kjörnum fulltrúum til þess að sameinast um þau bar- áttumál sem mestu skipta fyrir byggðarlagið. Þvert á móti hafa varðhundar stjórnmálaflokkanna í heimabyggð einatt komist upp með að hlaupa í skotgrafirnar og vefja mál í flokkspólitískar þrætur þegar mikið liggur við. Annar vandi er „gleðisöng- skrafan“ svokallaða. Sú harða svipa hefur svifið yfir okkur und- anfarin ár að kvaka og þakka í hvert sinn sem eitthvað fellur Vestfjörðum í skaut. Allt í nafni jákvæðrar umræðu, því annars eru menn sakaðir um „niðurrif“ og að „skaða ímynd“ svæðisins. Fyrir vikið veigra menn sér við að ræða vandann eins og hann er. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ímynd Vest- fjarða hefur beðið hnekki. Upp- sagnir og gjaldþrot fyrirtækja að undanförnu með fyrirsjáanlegri búseturöskun eru ekki aðeins ímyndarvandi, heldur alvarleg hættumerki. Því er löngu tíma- bært að velunnarar þessa svæðis taki saman höndum, teygi sig hver í átt að öðrum, yfir pólitískar skotgrafir, og beiti sér í samein- ingu fyrir björgun þessa byggð- arlags. Stökkvum upp úr! Ég er af og til spurð hvers vegna ég vilji búa „þarna fyrir vestan“, eins og það er jafnan orð- að. Spurningunni fylgir sami svip- urinn og kemur á fólk þegar það talar um „fjárstreymið til lands- byggðarinnar“ eins og nauðsynleg byggðaúrræði nefnast stundum einu nafni. En sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem dunið hafa yfir þetta landssvæði, þá er gott að búa hér. Og við sem hér viljum búa eigum ekki að þurfa að réttlæta þá ákvörðun okkar fyrir neinum. Við eigum einfaldlega að sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að almennum búsetuskilyrðum. Við greiðum okkar skatta og skyldur, og landshlutinn í heild sinni er drjúg uppistaða þjóð- artekna. Það er því löngu tímabært að Vestfirðir fái samgöngur, fjar- skipti, menntunarkosti og almenn skilyrði í atvinnulífi sem eru sam- keppnishæf við aðra landshluta. Til þess þarf ákvarðanir um sam- gönguframkvæmdir, jöfnun flutn- ingskostnaðar, tilfærslu verkefna á vegum hins opinbera, aðgengi að fjármagni og síðast en ekki síst sanngjarnar leikreglur! Hópur ísfirskra borgara hefur nú tekið sig saman um að spyrna við fótum og kalla eftir úrlausnum í málefnum Vestfjarða. Fyrsta skrefið í þá átt er opinn baráttu- og hvatningarfundur undir kjör- orðinu „lifi Vestfirðir!“ sem hald- inn verður í Hömrum á Ísafirði nú á sunnudaginn. Fundurinn er ákall til kjörinna fulltrúa Vest- fjarða á þingi og í sveitarstjórnum um að þeir taki höndum saman, leggi flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinist um þau brýnu úrlausnarefni sem við blasa í atvinnu- og byggðamálum svæð- isins. Það er von mín að Vestfirðingar fjölmenni á fundinn og sýni þar með hug sinn. Höfnum hlutskipti linsoðna frosksins, stökkvum upp úr pottinum! Við viljum búa hér. Ég vil búa hér Ólína Þorvarðardóttir fjallar um blikur á lofti í atvinnu- og búsetuhorfum á Vestfjörðum » Við verðum að horf-ast í augu við þá staðreynd að ímynd Vestfjarða hefur beðið hnekki. Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er búsettur á Ísafirði. ÞAÐ virðist ganga ágætlega að sannfæra þjóðina um að snjóleysi sé orðið svo alvarlegt vandamál í Blá- fjöllum að þar sé ekki hægt reka skíðasvæði öllu lengur. Þarna sé snjólaust meira og minna allan veturinn. Sannleikurinn er hins vegar ekki svona ein- faldur og ekki er allt sem sýnist. Rokrassgat og æva- gömul eðlisfræði Snjór er í eðli sínu léttur og fýkur því til í vindi. Þessi eðlisfræði er jafn gömul alheim- inum og þessi þekking er mannskepnunni löngu kunn. Bláfjöllin eru mjög úrkomusamur staður og rokrassgat. Þegar snjóar þá gerist það venjulega í mjög miklum vindi. Snjórinn sest því alls ekki í brekk- urnar heldur fýkur þangað sem hann finnur skjól. Þetta skjól er einkum í giljum eða einhvers staðar úti í hrauni víðs fjarri skíðabrekkunum. Þannig safnast sáralítill sem enginn snjór í margar helstu skíðaleiðir svæðisins. Neðri hluti Kóngsgils og Suðurgil eru helstu náttúrulegu und- antekningarnar. Jafnvel þó ekki snjói þá eiga sér stað gríðarlegir efnisflutningar þeg- ar vind hreyfir. Þannig streyma þús- undir tonna af snjó eftir Fjallinu, sem skafrenningur, án þess að stöðv- ast í brekkunum. Þessa ókeypis efn- isflutninga þarf að virkja. Með ein- földum snjógirðingum má fanga þetta gríðarlega snjómagn og búa til þykk snjóalög í skíðaleiðum sem standa lengi af sér hlýindi og hláku. Þannig mætti tryggja snjó á skíða- svæðinu mestan hluta vetrar. Af hverju þetta hefur ekki verið gert í meira mæli er mér alveg hulin ráð- gáta. Lokað vegna snjóleysis? Á kjarna skíðasvæðisins liggja tvær stólalyftur upp á brún. Þaðan eru tvær megin skíðaleiðir niður, annars vegar Kóngsgilið sem fáir fara og hins vegar svonefnd Norð- urleið sem flestir velja. Norðurleiðin er ekki eins brött og hentar bretta- fólki betur. Hún er því nokkurs kon- ar lífæð skíðasvæðisins. Norðurleiðin liggur eftir öxl eða hrygg Fjallsins og endar á fjallsrana. Þarna er ekkert skjól frá náttúrunnar hendi. Þar fest- ir því lítinn snjó. Á efri hluta leið- arinnar var sett upp vegleg snjógirð- ing fyrir ári. Sú girðing safnar svo miklum snjó að hann er stundum til vandræða. Snjóleysi þekkist því ekki á þess- um kafla. Á neðri hluta leiðarinnar er hins veg- ar engin snjógirðing, ekkert skjól og því lítill sem engin snjór. Leiðin er því lokuð. Ef Norð- urleiðin er lokuð þá er skíðasvæðið í Bláfjöll- um lokað almenningi. Á heimasíðu og símsvara kemur fram að skíða- svæðið sé lokað vegna snjóleysis. Á sama tíma getur verið nægur snjór í Kóngsgili og Suðurgili og þar keyrðar lyftur fyrir æfingar og keppnishald skíðafélaganna. Svona ástand er ekki óalgengt. Það er því ekki alveg rétt að snjólaust sé á skíðasvæðinu. Snjógirðingar og ný lyfta Snjór sest einna helst í brekkur Bláfjalla þegar snjóar í hægviðri og hita. Jafnvel við þessar aðstæður, sem eru því miður alltof sjaldgæfar, fæst aðeins þunnt snjólag í skíðaleið- irnar sem hverfur á augabragði í hlý- indum. Snjógirðing er um tveggja metra há gisin girðing úr tré. Einfaldara og ódýrara getur mannvirki varla verið. Kringum þær fáu girðingar sem eru til staðar er venjulega allt á kafi í snjó. Um leið og rutt er frá þeim út í brekkurnar byrja þær að safna á nýj- an leik. Þannig má byggja upp þykkt lag af þéttum snjó sem stendur af sér langa hlýinda- og rigningakafla. Þetta er a.m.k. reynslan af þeim fáu girðingum sem nú nýlega eru komn- ar upp. Stutt er síðan fjárfest var í nýrri stólalyftu fyrir fáein hundruð millj- óna. Það skiptir ekki máli hvaða skoðun menn hafa á þeirri ákvörðun, lyftan er komin upp og er ekkert á förum. Lyftan er að mínu mati engin tímaskekkja miðað við aðsókn suma daga og er í raun bara eðlileg end- urnýjun. Það er hins vegar hámark heimskunnar að ekki sé löngu búið að reisa girðingar þannig að snjór í skíðaleiðum sé nokkuð tryggur. Fyr- ir aðeins lítið brot af þeirri upphæð sem fór í lyftuna mætti girða allar helstu skíðaleiðir á Bláfjallasvæðinu og hafa svæðið opið. Þess í stað stendur lítt notað lyftumannvirkið eins og þorskur á þurru landi. Snjó- leysi er ekkert nýtt af nálinni í rúm- lega 30 ára sögu skíðasvæðisins. Þeim mun furðulegra er snjógirð- ingaleysið. Fjölmiðlar, forgangsröðun og skyndilausnir Það hefur gustað kringum Blá- fjöllin í fjölmiðlum þessa dagana. Mönnum er tíðrætt um snjófram- leiðslu sem á að bjarga meintu snjó- leysi á einni nóttu. Ég hef ákveðnar áhyggjur ef farið verður út í þá stóru fjárfestingu í flýti. Mér skilst að jafn- vel sé verið að skoða snjóframleiðslu í aðeins einni brekku. Forgangsröðun í uppbyggingu á svæðinu hefur verið röng. Fyrst var byggð lyfta sem gleypti alla fjármuni og nú er ekki til aur til að kaupa nokkrar spýtur sem þó gætu tryggt rekstraröryggi svæðisins. Það má ekki endurtaka mistökin og setja alla fjármuni í snjóframleiðslu á litlum bletti. Það þarf að hlúa að öllu svæð- inu, líka barna- og byrjendabrekkum og skíðaleiðum fyrir fjölskyldur og meðalmenni. Það er engin spurning að snjó- framleiðsla mun fyrr eða síðar hefj- ast í Bláfjöllum. Væri samt ekki skynsamlegra að byrja á snjógirð- ingum sem „búa til“ margfalt meiri snjó fyrir margfalt minni pening á margfalt stærra svæði fyrir margfalt fleira fólk? Það dettur engum heilvita manni í hug að framleiða snjó án þess að setja fyrst upp snjógirðingar. Skýr- ingin er sú að annars fýkur fokdýr snjórinn burtu. Samt reyna menn að reka skíðasvæði í einu mesta rok- rassgati landsins og það án snjógirð- inga. Í þessu er ekki heil brú. Skíða- fólk og Bláfjöllin eiga betra skilið. Snjóleysi í Bláfjöllum? Árni Alfreðsson skrifar um snjóskort í Bláfjöllum » Sannleikurinn erhins vegar ekki svona einfaldur og ekki er allt sem sýnist. Árni Alfreðsson Höfundur er skíðagæslumaður í Bláfjöllum. SJALDAN hef ég lesið grein skrif- aða af eins mikilli vanþekkingu og skilningsleysi og þá sem Sigrún Elsa Smáradóttir reit í Morgunblaðið 25. febr- úar. Kannski er ekki við öðru að búast úr hennar flokki miðað við hvernig síðustu tveir kvenborgarstjórarnir daufheyrðust við lag- færingarbeiðnum fatl- aðra á mikilvægum málum. En það voru skammarleg laun fólks í umönnun og fé- lagsþjónustu sem Steinunn Valdís lag- færði að vísu, rétt fyrir síðustu kosningar. Annað eru þjón- ustugjöldin, en Stein- unn lét það verða sitt fyrsta verk sem borg- arstjóra að stórhækka þau, auk þess sem hún tvöfaldaði gjöldin með Ferðaþjónustunni. Svo er það Ferðaþjónusta fatlaðra. Hún er eitt af því besta sem gert hefur verið fyrir fatlað fólk. Sér- staklega fyrir þau sem ekkert komast án hennar, en það er fólkið sem er í hjólastólum og þjónustan var upp- haflega gerð fyrir. Hjá Ferðaþjón- ustu fatlaðra starfar þaulvant úrvals- fólk sem ann starfi sínu þrátt fyrir laun sem embættismenn í ferðalögum á vegum ríkisins mundu fúlsa við sem vasapeningum. Á skrifstofunni starfa þrjár manneskjur í hjólastólum sem þekkja fólkið líkt og bílstjórarnir gera. Allt starfsfólkið hefur orðið óað- skiljanlegur hluti af lífi fólksins sem nýtur þjónustunnar og allir eru ánægðir nema með það sem snýr og hefur snúið að borginni. Bílar þjón- ustunnar hafa verið endurnýjaðir seint og illa, en þar á ég við lengd tím- ans og þegar skipt var úr góðum bíl- um í breytta vöruflutningabíla sem þótti nægja fötluðum. Þeir eru svo hastir að spengd bök lamaðs fólks þola þá ekki og fylgja því sífeldir bak- verkir og önnur óþægindi. Eitt af því versta sem hægt er að gera fólki í hjólastólum væri að einkavæða Ferðaþjónustuna. Það hefur sýnt sig í nálægum bæjarfélögum að við einkavæðingu rumskar græðgin og starfsemin snarversnar. Nú stendur til að skipta vörubílum Ferðaþjónust- unnar út fyrir fólksbíla, en hæga- gangur umfram reisn og skilning einkennir mennina sem ráða. Ég hef rætt við þrjá borg- arstjóra um mikilvægi Ferðaþjónustunnar og sýnt með rökum að það borgi sig að fjölga góð- um bílum og skipta þeim út meðan þeir eru selj- anlegir. Eins að nota þá bíla nær eingöngu fyrir hjólastólafólk, en láta ekki flytja það eins og hvern annan farangur í skotti leigubíla. Þetta mætti pólitískum skiln- ingi, sem þýðir að ekk- ert gerðist. Bót er að fá að panta með þriggja tíma fyrirvara og fatl- aðir skilja að bæði auka- greiðsla og fyrirvarar eru nauðsynlegir, ann- ars færi allt úr bönd- unum. Stærsti galli þjónustunnar er að hún hættir kl. hálftólf alla daga. Unga hjólastólafólkið fer verst út úr því. Það væri borgarstjóranum til sóma að láta um vetrartímann í það minnsta, aka með óbreyttu gjaldi til kl. þrjú aðfaranætur sunnudaga. Vitað er að svokallaðir athafnamenn með pólitíska bakhjarla vilja einka- væða Ferðaþjónustu fatlaðra og allir vita til hvers. Þeir sem til þekkja vita að hún verður aldrei rekin með hagn- aði. Það á að reka hana með sæmd. Ekki með skömm og gróða. Vonandi hugsar Sigrún vel sín næstu skrif svo hún valdi ekki fötluðum og flokki sín- um vandræðum. Nóg hjá báðum af slíku. Ég óttast að fjármálastjóri Strætó vilji losna við Ferðaþjónustuna og láti meira með peningana sem fara í hana en fólkið sem getur ekki án hennar verið. Ofurþungann sem nú er á bíl- stjórum og símaþjónustu væri kannski hægt að leysa með óþreytt- um manni í stjórnun og skiplagningu. Það er til dæmis mikil óráðsía að aka gangandi fólki í sérhönnuðum hjóla- stólabílum. Svar til Sigrúnar um ferðaþjónustu fatlaðra Albert Jensen svarar grein Sig- rúnar Elsu Smáradóttur Albert Jensen »Eitt af þvíversta sem hægt er að gera fólki í hjólastól- um væri að einkavæða Ferðaþjón- ustuna. Höfundur er trésmíðameistari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.