Morgunblaðið - 10.03.2007, Page 44

Morgunblaðið - 10.03.2007, Page 44
44 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Per Norvald Su-lebust fæddist 11. október 1919 á Hessa við Ålesund í Noregi. Hann lést á Sjúkrahúsi Ísafjarð- ar 2. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jakob Suleb- ust, f. 9. september 1891, d. 1989, og Anne Sulebust, f. 15. júní 1893, d. 1979. Systkini hans eru 1) Magnar Sulebust, f. 1915, d. 2000, 2) Kirsten Alvik, f. 1916, d. 1968, 3) Johnny Sulebust, f. 1917, d. 1998, 4) Liv Nancy Foss- mark, f. 22. júní 1922, 5) Öivind Sulebust, f. 1925, d. 2006. 6) Åse Gudrun Sulebust, f. 1934, d. 1941. Per giftist Jónínu Sveinsdóttur, f. 2. september 1915, d. 31. maí 1999. Þau eignuðust 2 börn, þau eru Grétar Sveinn Pétursson, f. 3. febrúar 1946, og Anna Sigríð- ur Pétursdóttir, f. 14. júlí 1957. Grétar er giftur Sólveigu Stef- aníu Kristinsdóttur, f. 23. ágúst 1949. Þau eiga 4 börn. 1) Kristinn Daníel, f. 29. maí 1969. Kona hans er Helga Sigurðardóttir, f. 23. apríl 1969. Þau eiga 3 börn, Daníel Má, Önnu Katrínu og Viktoríu Sólveigu. 2) Pétur Þór, f. 19. maí 1973 og giftur Mariku Rönkö, f. 14. júlí 1972. 3) Grétar Veigar Grétarsson, f. 7. janúar 1976. Sambýliskona hans er Pálína S. Stef- ánsdóttir, f. 20. maí 1973. Þau eiga einn son, Stefán Þór. 4) Arna, f. 4. júní 1984 og hennar sambýlis- maður er Haukur Á. Hermannsson, f. 20. júní 1982. Anna Sigríður Pétursdóttir, f. 14. júlí 1957, er gift Gísla Hallgrímssyni, f. 30. mars 1957. Börn þeirra eru 1) Hallgrímur, f. 4. nóvember 1978, d. 6. nóvember 1978. 2) Jónína, f. 23. október 1980. Sam- býlismaður hennar er Reynir Pálsson Halldórsson, f. 24. sept- ember 1978. Börn hennar eru Reynir Franz Valsson og Tara Sól Reynisdóttir. 3) Sigrún Halla Gísladóttir, f. 15. apríl 1985. Sambýlismaður hennar er Að- alsteinn Tryggvason, f. 11. júní 1980. 4) Guðrún Anna Gísladótt- ir, f. 20. desember 1990. 5) Hall- grímur Kristján, f. 15. september 1992. Útför Pers fer fram í Hóls- kirkju í Bolungarvík í dag, laug- ardaginn 10. mars, kl. 14. Kæri pabbi. Það er ekkert ýkja langt síðan þú sagðir mér að þú hefðir fengið þér göngutúr niður á Kambinn hérna í Bolungavík og litið til hafs. Þú sagð- ir mér að það hefði verið svo hress- andi og skemmtilegt að sjá báta sigla til hafnar og hafs. En nú gáir þú til veðurs annars staðar. Þar sem þig hafði um alllanga hríð langað að vera. Þar blása vonandi þíðir vindar og þar eru vonandi fögur fley á sigl- ingu. og þar er mamma. Sú sem þú hefur svo lengi saknað, ásamt öðr- um nýförnum vinum og ættingjum. Ég ætla ekki að gera ævivegferð þinni hér ýtarleg skil, það væri efni í heila bók, en að stikla á stóru ætla ég. Pabbi fæddist á eynni Hessa við útvegsbæinn Ålesund í Noregi. Hann ólst þar upp í stórum systk- inahópi, átti 6 systkini, og eru þau nú öll látin nema ein. Afi var vél- stjóri á hvalveiðiskipi og amma var húsmóðir. Ungur að árum fór hann að líta sjóinn hýru auga. Ef ekki til að leika sér nálægt, þá til að fiska eða synda í, og var faðir minn af- burða góður sundmaður. Barna- skólamenntun hlaut hann eins og venja var í þá daga, en einungis 14 ára að aldri fór hann í sína fyrstu sjóferð í atvinnuskini. Og sú var ekki af verri endanum, 3 mánaða úthald á hvalveiðiskipi. Og þar með var teningnum kastað. Sjómaður skyldi pilturinn verða og sjómaður varð hann alla sína starfs- ævi. Og sjómennskan leiddi hann víða um höf og lönd. Meðal annars til Íslands. Hann var staddur hér á fiskibát þegar Þjóðverjar hernámu Ísland, og skip- stjóri bátsins ákvað að fara ekki heim til Noregs. Því nefni ég höf og lönd , að í framhaldi þessa tóku við siglingar ýmist í skipalestum eða einir á báti með fisk til Bretlands, aðallega þó til hafna í Skotlandi. Og eitt sinn í inniveru varð á vegi hans ung stúlka, móðir okkar, Jónína Sveinsdóttir, fædd og uppalin í Bol- ungavík, en hún var þá í vinnu í Reykjavík. Hvern hefði órað fyrir því að hún ætti eftir að fara í marg- ar utanlandsferðir, giftast útlend- ingi, eignast 2 börn og útlenda fjöl- skyldu. Sennilega fáa. Þau giftu sig 7. júlí 1945 og fluttust þá vestur til Bolungavíkur. Í febrúar 1946 eign- uðust þau soninn Grétar Svein, mik- inn ljúflingspilt, en 11 árum seinna kom ég svo í heiminn, og fór víst heldur meira fyrir mér. Pabbi stundaði sjóinn stíft, fyrst á bátum með miklum aflaskipstjórum og góðum, en seinn keypti hann sér trillu. Hann þótti afspyrnu fiskinn og áræðinn sjómaður. Til þess var tekið hvað bátar hans, sem urðu 2, voru alltaf snyrtilegir. Og margan gladdi hann með soðningu, jafnt menn og dýr. Ég á margar góðar minningar þar sem ég er að bjástra við að landa með pabba, eins og svo margir aðrir krakkar gerðu. Árið 1961 fórum við með farþegaskipi til Noregs sem vart væri í frásögur færandi nema að pabbi hafði ekki séð fjölskyldu sína í heil 14 ár. Og önnur 10 ár liðu svo til næstu ferð- ar. En sem betur fer urðu þær tíð- ari og urðu allt í allt 19. Þess á milli stundaði pabbi sjóinn, en mamma sá um börn og bú. Þau eignuðust 9 barnabörn og barnabarnabörnin eru orðin 6. Mömmu og ekki síður pabba fannst gaman að fylgjast með vegferð þeirra. Alltaf var spurt hvað þau voru að bjástra og hvernig þeim vegnaði. Á seinni árum, eftir að sjó- mennsku lauk, hafði pabbi mjög gaman af garðrækt. Hann spaugaði oft við mig, um sumarblóm sem ég sendi honum, hvað þau væru nú sum skrítin og skemmtileg. Og ekki er langt síðan hann spurði mig hvort ég væri farin að sá. Hann var snyrtimenni með sjálfan sig og allt sem í kringum hann var. Hann naut þeirrar gæfu að fá heimahjálp, og þess má geta að sama konan hefur í 8 ár litið inn til hans. Guðrún Ármannsdóttir, hafðu hjartans og bestu þakkir fyrir alla hjálpsemina, tryggðina og vináttuna við pabba. Einnig langar mig að þakka Guðrúnu Sigurbjörnsdóttur og hennar fjölskyldu einlæga vin- áttu undanfarin 30 ár. Að ekki sé nú talað um vini og ná- granna. Samfélögin hérna fyrir vestan eru eins og ein fjölskylda, fólk stendur saman og hlúir hvað að öðru. Kæri pabbi. Far þú nú í friði, í þína síðustu siglingu, og ég vona að guð gefi þér góðan byr, svo þú getir svifið segl- um þöndum, svifið burt frá strönd- um, því fyrir stafni er haf og him- inninn. Hinsta kveðja. Hvíl í friði. Þín dóttir, Anna Sigríður Elsku afi, það er ekki auðvelt að sætta sig við að þú sért farinn en það var ósk þín að fá að fara til Jón- ínu ömmu. Ég á góðar og fallegar minningar um þig, þú varst mér al- veg ótrúlega góður og ég kallaði þig alltaf afa. Við vorum ekki tengd ættarböndum en þeim mun meiri kærleiksböndum. Mér fannst alltaf svo gaman að tala við þig og hlusta á sögurnar sem þú sagðir á þinn einstaka hátt og það var svo auðvelt að hlæja með þér. Þú áttir þitt eigið tungumál, svona íslenskaða norsku sem auðvelt var að skilja, og þú varst orðheppinn sagðir skemmti- lega frá. Þú hringdir oft í mig og sagðir: „Inga mín, komdu í hádeg- inu, það er norsk kjötsúpa í mat- inn,“ og ég hljóp við fót og flýtti mér í matinn og ef ég komst ekki í hádeginu þá hitaðir þú bara súpuna upp fyrir mig þegar ég birtist í gættinni og alltaf var hún jafn góð. Þegar ég fór til Noregs í sumar varstu svo glaður. Noregur var landið þitt og þér var mikið í mun að ég myndi komast þangað og sjá landið þitt. Helst átti ég að heim- sækja fólkið þitt en það var svo langt á milli staða að við sáum það út að það myndi ekki ganga. Ein- hvern tímann á ég eftir að koma til Álasunds og ganga um þínar æsku- slóðir. Það verður skrýtið að koma til Bolungarvíkur og enginn afi til að heimsækja en ég kem í garðinn til þín og ömmu til að heilsa upp á ykkur þar. Knúsaðu ömmu fyrir mig elsku afi. Ég sakna þín og mun aldrei gleyma þér. Þín, Inga Lára. Elsku afi. Nú þegar þú ert farinn þá langar mig til þess að kveðja þig með því að rifja upp einn dag í lífi okkar sem mér er afar kær. Þann dag var farið á fætur kl fimm um morguninn, fengið sér að borða og smurt nesti fyrir daginn, svo lá leið- in niður á bryggju og þaðan var haldið út á Maríuhorn sem var eitt af þínum uppáhalds fiskimiðum. Þar vorum við í dágóðan tíma í blíðskap- arveðri, en ekki nógu góðri veiði þannig að það var ákveðið að fara út undir Stigahlíð og prufa þar, svo vorum við þar það sem eftir var af degi í ágætis veiði en á þessum slóð- um gat verið mikið af ufsa og þá var oft mikið að gera, en þennan dag var megnið af aflanum þorskur. Þegar líða tók á daginn og ákveðið hafði verið að halda heim á leið hafði skollið á svarta þoka og sást hvergi í land, ég var settur undir stýri og sagt að sigla í þá átt sem þú bentir í en þú ætlaðir að fara að slægja á heimstíminu en þú varst allan tíman að fylgjast með því hvort ég væri ekki örugglega að sigla í rétta átt og varst fljótur að taka eftir því ef ég hafði óvart breytt um stefnu og sagðir mér til. Þegar í land var komið þá var byrj- að á því að landa og svo var allt þrif- ið hátt og lágt, það sást aldrei á bátnum að hann hefði verið fiskibát- ur því þú varst iðinn við að halda honum vel við. Svo var farið heim í góða steik hjá henni ömmu sem gerði daginn að fullkomnum degi. Takk fyrir yndislegar samveru- stundir í gegnum tíðina. Þinn, Veigar. Við systkinin viljum minnast elsku Per afa með örfáum orðum. Afi fæddist í Álasundi í Noregi á eyjunni Hessa og flutti til Íslands í byrjun seinni heimsstyrjaldar. Að- eins 14 ára gamall réð hann sig sem hjálparkokk á hvalveiðiskip – og síð- ar á selfangara í Norður-Íshafi. Hann minntist þess að stuttu áður en hann lagði í þessa ferð hafði hann keypt sér ný jakkaföt sem hann hlakkaði til að nota. Í lok sjó- ferðarinnar, tveimur mánuðum síð- ar, voru fötin að sjálfsögðu of lítil og yngri bróðir afa farinn að hafa not af þeim. Þessa sögu báðum við afa okkar oft að segja okkur, ásamt mörgum öðrum sem gáfu okkur inn- sýn í æskuslóðir afa og færðu okkur nær norsku fjölskyldunni okkar sem var svo langt í burtu. Afi stundaði sjómennsku alla tíð á hinum ýmsu bátum, en lengst af á handfærum á trillunni sinni, Rán. Hann var mikil aflakló og með ólíkindum hversu mikinn fisk hann færði á land, enda var hann duglegur og hraustur maður alla sína ævi. Okkur bræðr- unum þótti enda mikið til koma þeg- ar afi lék sér að því að leggja okkur í „krók“, við þá í kringum tvítugt en hann um sjötugt. Einstakt örlæti einkenndi afa alla tíð, og fjölskyldu okkar í Noregi er tíðrætt um þenn- an eiginleika afa sem hefur ein- kennt hann frá barnsaldri, en þeir eru ófáir sem hafa notið örlætis hans. Að koma í víkina til ömmu og afa var alltaf gaman. Afi var mikið snyrtimenni og kenndi okkur að halda hlutum í góðu lagi. Öll eigum við góðar minningar úr Bolungarvík þegar við fengum að hjálpa til við hin ýmsu vor- og sumarverk, hvort sem það var að skrapa og mála girð- ingar, húsið, eða bátinn, eða stinga upp kartöflugarðinn. Afa var mikið í mun að við lærðum til verka og værum dugleg til vinnu og hann var duglegur að leiðbeina okkur. Á tylli- dögum fannst okkur ekki síður mik- ið til afa koma, en þá sáum við glöggt hversu glæsilegur hann var í stífpússuðum skóm, fallegum jakka- fötum og með fína hattinn sinn. Við fundum alltaf fyrir hversu mikinn áhuga afi hafði á því sem hvert okk- ar hafði fyrir stafni, hvort sem um nám, störf, áhugamál eða fjölskyld- ur okkar var að ræða, þetta þótti okkur ávallt vænt um og erum afa ævinlega þakklát. Blessuð sé minn- ing Per afa. Kristinn Daníel, Pétur Þór, Grétar Veigar og Arna. Elsku afi okkar, við kveðjum þig í hinsta sinn með söknuð í hjarta.Við vitum að þú ert kominn á góðan stað til hennar ömmu Jónínu þinn- ar. Það eiga eflaust eftir að verða gleðifundir og fagnaðarlæti uppi á himnum hjá ykkur. Við eigum alltaf eftir að geyma minningarnar um þig og hana ömmu og hugsa til ykkar með hlýju og söknuði. Við vorum einmitt að rifja það upp þegar þú kenndir henni Lillu kisunni okkar að borða á bekknum inni í eldhúsinu heima og það gerir hún ennþá og hafa allir gaman af. Og þegar þú sagðir okkur söguna um geiturnar þrjár með svona líka rosa flottum leiktilburðum. Það er gott að eiga góðar minningar um þig, elsku afi okkar. Við vitum að þú ert sæll og glaður á þeim stað sem þú ert á núna með henni ömmu og öðrum ættingjum. Megi svo allir englarnir vernda þig og passa þig og við elskum þig alltaf og munum alltaf hugsa til þín og elsku ömmu.Við elskum þig öll og megir þú njóta góðrar ferðar á þinn hinsta stað. Megi guð geyma þig Þín barna- börn, Jónína, Sigrún Halla,Guðrún Anna og Hallgrímur Kristján. Elsku Per okkar. Við erum sorg- mædd yfir því að þú sért farinn en skemmtilegar minningar um þig munu fylgja okkur alla tíð, minn- ingar um glaðan mann sem alltaf var léttur og kátur, orðheppinn og hláturmildur, mann sem átti sitt eigið tungumál. Mann sem alltaf reyndi að gera sitt besta til að öðr- um liði betur. Þú varst eins og viti sem lýsti leiðina fyrir þá sem tengd- ust þér, traustur og trúr. Það var gæfa mín að þið Jónína tókuð mig að ykkur þegar ég kom sem ung stúlka til Bolungarvíkur og svo Magnús minn og börnin mín eftir að ég eignaðist þau. Börnin mín köll- uðu ykkur afa og ömmu og þið sýndu þeim mikinn kærleika og um- hyggju. Þegar við fluttum frá Bol- ungarvík fannst okkur erfiðast af öllu að skilja þig eftir einan. En þú varst ekki einn, Grétar var á Ísa- firði og þú áttir góða vini allt í kringum þig sem þú gast alltaf treyst á. Það var ómetanlegt að vita af öllu þessu góða fólki sem létti þér lífið síðustu árin og þú varst mjög þakklátur fyrir það. Allt sem tengd- ist ykkur Jónínu; Anna Sigga, Grét- ar, húsið, garðurinn og vinir ykkar, allt voru þetta fastir punktar í okk- ar lífi. Norsku ættingjana þekktum við af myndum og sögum og nokkra höfum við hitt. Þú sagðir svo skemmtilega frá þessu fólki að það varð hluti af lífinu að fylgjast með því. Auðvitað saknaðir þú þess að vera ekki nær ættingjum þínum en tilvera þín var á Íslandi, þar áttir þú heima. Það hefur örugglega ekki verið auðvelt fyrir þig að klæða þig úr fermingarfötunum og fara um borð í Hvalfangara á selveiðar 13 ára gamall. Vinnan um borð var erf- ið en krafturinn og dugnaðurinn sem alltaf var þitt aðalsmerki kom þá strax í ljós. Þér fannst þú mjög ríkur þegar þú komst heim aftur með sumarhýruna og andvirði tveggja selskinna sem skipstjórinn og áhöfn hans gáfu þér fyrir dugn- aðinn um borð. Þarna urðu kaflaskil í þínu lífi, ákvörðun var tekin, þú ætlaðir að verða sjómaður. Himinn og haf heilluðu þig og þessi tilfinn- ing sem veiðimaðurinn finnur í brjósti sínu þegar hann dregur feng sinn að landi. Sjómennska varð þitt ævistarf og eftir að hafa verið í mörg ár á skipum hjá öðrum eign- aðist þú þína eigin trillu, Rán ÍS 38. Þar varst þú þinn eigin herra og sóttir sjóinn af mikilli ákefð og naust þess að vera einn með hafinu í góðu veðri og miklu fiskeríi. Stund- um tókstu djarfar ákvarðanir en alltaf komstu heill að landi og fisk- aðir meira en flestir aðrir. Þú þekktir miðin eins og lófann á þér. Þekktir straumana vel og horfðir á fuglana, hvernig þeir höguðu sér. Þú last í náttúruna eins og nútíma- fiskileitartæki og alltaf beið fiskur- inn eftir þér. Alltaf heppinn og fengsæll. Það eru margir sem hafa fengið hjá þér í soðið og þú þóttir mjög framandi og framsýnn þegar þú varst að gefa okkur skötusel eða blálöngu til að steikja. Ljótir fiskar í útliti og óvanalegir en herramanns- matur sagðir þú og það var alveg satt. Þú hafðir það fyrir sið að leggja inn í frystihúsið fisk sem þú veiddir yfir sumartímann í skiptum fyrir annan sem þú tókst út á haust- in til að herða og senda til ættingja og vina í Noregi. Á sumrin voruð þið Jónína að flaka og salta fisk sem þið breidduð út á girðinguna og sól- þurrkuðuð í sama tilgangi. Algjört lostæti og mjög eftirsóttur matur. Það var mikil natni og umhyggja sem þú lagðir í þessar sendingar og þakklætið og gleðin streymdu til baka þegar bréf eða símtal barst frá Noregi. Þá varst þú svo glaður og ánægður. Sama var þegar þurfti að græja pakka til Önnu Siggu, þá var Jónína þín komin á fætur eld- snemma og bjó til heimsins bestu fiskibollur, steikti og sauð og setti í poka svo stelpan hennar fengi það besta frá mömmu sinni og pabbi Per Norvald Sulebust ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRHÖLLU GUNNARSDÓTTUR, Skúlagötu 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum og deild L-1 á Landakoti fyrir umönnunina og hlýtt viðmót. Sigurður Jóhannesson, Erla Jóna Sigurðardóttir, Sigurður Hafsteinn Benjamínsson, Kristrún Sigurðardóttir, Jón Sigurjónsson, Hannes Gunnar Sigurðsson, Hjördís Hannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.