Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 81. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SLAGORÐASTRÍÐ ÁRÓÐURSSPJÖLD PRÝÐA VEGGINA ENDA UM 60% NEMENDA Í FRAMBOÐI Í MR-KOSNINGUM >> 53 NORSKU LIÐIN VILJA IÐNA ÍSLENDINGA LÁGT VERÐ ÍÞRÓTTIR >> 3 FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ERU börn tryggð í íþrótta- iðkun sinni? Þetta er spurning sem vafalaust brennur á mörg- um í framhaldi af frétt í Morg- unblaðinu í gær um trygginga- mál Örnu Sigríðar Albertsdóttur skíðakonu sem nýverið slasaðist alvarlega á skíðum í Noregi. Þar kom fram að Skíðafélag Ísfirð- inga er eitt fárra íþróttafélaga sem tryggja félagsmenn sína. „Mál Örnu Sigríðar vekur okkur til umhugsunar um hversu mikilvægt er að huga að þessum málum,“ segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Íþróttafólk 16 ára og eldra, sem tekur þátt í æfingum, sýningum eða keppni hjá viðurkenndum íþrótta- og ungmennafélögum innan ÍSÍ, er slysatryggt samkvæmt III. kafla almanna- tryggingalaga. Þegar kemur að íþróttaiðkun barna yngri en 15 ára bendir Stefán á að börn séu á ábyrgð foreldra sinna og því mikilvægt að þeir hugi vel að þessum málum. Eftir því sem blaðamaður kemst næst þá tekur bæði t.d. Heimatrygging TM sem og Fjölskylduvernd 2 og 3 hjá Sjóvá til slysa sem verða við almennar íþróttaiðkanir barna 15 ára og yngri. Spurður hvort starfsmenn íþróttafélaganna séu nógu duglegir við að benda foreldrum á ábyrgð þeirra þegar komi að tryggingamálum barna þeirra segir Stefán að íþróttahreyfingin geti vissulega staðið sig betur í að upplýsa þessi mál. „Hreyfingin hefur því miður sjálf ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að kaupa svona tryggingar,“ segir Stefán og bendir á að aðeins lítið brot þeirra þúsund félaga sem starfi innan ÍSÍ hafi fjárhagslega burði til að tryggja félagsmenn sína. Á hendi viðkomandi félaga Hjá Sæmundi Runólfssyni, framkvæmdastjóra UMFÍ, fengust þær upplýsingar að það væri á hendi viðkomandi íþróttafélaga og héraðssambanda innan UMFÍ að ákveða hvernig tryggingamálum sé hátt- að. Bendir hann á að a.m.k. einu sinni hafi verið bor- in fram tillaga á sambandsþingi um að trygginga- málin yrðu heildstæð, en því var hafnað þar sem eðlilegra þótti að það væri á könnu hvers félags. „Það er mín skoðun að það sé full ástæða til að fara betur yfir þessi mál á vettvangi landssamtakanna, sérlega í ljósi reynslunnar.“ Eru börnin tryggð? Íþróttahreyfingin hyggst skoða málið Börn Vantar heild- stæða stefnu? – markviss dreifing – Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími 412 7500, www.distica.is VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð fær 27,6% atkvæða og 17 þingmenn kjörna á Alþingi sam- kvæmt símakönnun Capacent Gall- up fyrir Morgunblaðið og RÚV um fylgi flokkanna á landsvísu dagana 14. til 20. mars sl. Sjálfstæðisflokk- urinn fengi miðað við þessa könnun 25 þingmenn kjörna, Samfylkingin 13, Framsóknarflokkurinn fimm og Frjálslyndi flokkurinn þrjá þing- menn. Í könnuninni 8. til 13. mars sl. fékk VG 25,7% atkvæða. Sjálfstæð- isflokkurinn fékk þá 40,2% en 36,2% nú. Samfylkingin fer úr 20,6% í 19,7%, Framsókn úr 6,9% í 8,6% og Frjálslyndir úr 4,8% í 6,6%. Sjálf- stæðisflokkurinn mælist með svipað fylgi og í könnun Capacent í síðustu viku febrúar, en VG, Framsókn og Frjálslyndir eru með ámóta fylgi og í könnuninni í fyrstu viku mars. Fylgi Samfylkingarinnar var 21,7% í báðum þessum könnunum. 44,6% karla og 31,1% kvenna hyggjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 21,4% karla og 32,5% kvenna VG, 17,6% karla og 23,0% kvenna Sam- fylkinguna, 8,2% karla og 7,3% kvenna Framsókn og 6,9% karla og 4,3% kvenna Frjálslynda. | 4 VG áfram í mikilli sókn                               Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MIKILL meirihluti landsmanna vill að hið opinbera komi fyrst og fremst að rekstri sjúkrahúsa (80,7%) og heilsugæslustöðva (76,2%) í stað þess að slíkar stofnanir séu reknar fyrst og fremst af einkaaðilum eða jafnt af þeim og hinu opinbera. Þetta er meðal niðurstaðna landskönn- unarinnar Heilbrigði og aðstæð- ur Íslendinga. Í henni var einnig spurt um viðhorf til fjármögn- unar heilbrigðisþjónustu. Mikill meirihluti (81,5%) vill að hið op- inbera, ríki og sveitarfélög, leggi meira fé til hennar en nú er gert. „Við getum sagt að í þessum svörum sé víðtækur stuðningur við opinberan rekstur í heil- brigðisþjónustu, alveg sérstak- lega varðandi stærri þættina eins og sjúkrahús og heilsu- gæslustöðvar,“ sagði dr. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands, sem stýrði landskönnuninni. Hún var samstarfsverkefni Há- skóla Íslands, Landlæknisemb- ættisins og Lýðheilsustöðvar. „Mikill meirihluti telur að hið op- inbera eigi einkum að vera í þessu en ekki einkaaðilar eða hið opinbera og einkaaðilar jöfnum höndum.“ Meiri opinber framlög Einnig var spurt um afstöðu fólks til fjármögnunar heilbrigð- isþjónustu, hvort því fyndist að hið opinbera, sjúklingar og not- endur þjónustunnar eða fyrir- tæki ættu að leggja meiri fjár- muni, minni eða óbreytta til heilbrigðisþjónustu. Svörin komu Rúnari á óvart. „Ég átti von á að flestir vildu óbreytt ástand í fjármögnun en hér er kallað eftir meiri fjárveit- ingum frá hinu opinbera því 81,5% vilja að ríki og sveitarfélög leggi meiri fjármuni til heilbrigð- isþjónustunnar en nú er.“ Rúnar taldi þetta athyglisvert í ljósi þess að margir teldu að við vær- um komin að ákveðnum mörkum í kostnaði heilbrigðisþjónustu. Almenningur virtist ekki vera þeirrar skoðunar, heldur á því að hið opinbera ætti að auka útgjöld til málaflokksins. | 4 Heilbrigðisþjónusta sé hjá hinu opinbera Í HNOTSKURN »Ríflega helmingursvarenda vill að hlut- deild sjúklinga og notenda í þjónustugjöldum sé óbreytt frá því sem nú er. »Flestir (63,3%) vilja aðtannlækningar barna séu fyrst og fremst á veg- um hins opinbera. Landsmenn vilja að ríki og sveitarfélög leggi meira fé í málaflokkinn HENNI virðist nokkuð brugðið ungu hnátunni við að sjá ís- björn á meðal starfsfólks Barnaspítala Hringsins, í miðjum hádegisverði. Henni var létt þegar í ljós kom að þar var á ferð hinn káti og barn- góði ísbjörn Hringur sem býr á spítalanum og urðu þau hinir mestu mátar. Hringur er hugarfóstur hjónanna Önnu Mörtu Ásgeirs- dóttur og Ingólfs Arnars Guð- mundssonar sem stofnuðu reikning í nafni Hrings og buðu gestum í brúðkaupi sínu, í lok árs 2005, að leggja inn á hann í stað þess að gefa hefðbundnar brúðargjafir. Óhætt er að segja að Hringur hafi notið vinsælda og glatt ófá börnin á þeim tíma sem hann hefur búið á barnaspítalanum. Morgunblaðið/Sverrir Brugðið við björn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.