Morgunblaðið - 23.03.2007, Side 43

Morgunblaðið - 23.03.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 43 Ég var kominn til Drangsness til að fara á sjóinn með Eika, á dag- skránni var vika með daglegum róðri á Björgu Hauks, ef veður leyfði. Hvernig stóð á því að hámenntaður kerfisfræðingurinn var kominn alla leið frá Danaveldi til að fara að draga ýsu úr sjó? Ég hafði komið mér í smávandræði og vissi ekki alveg hvernig ég átti að takast á við þau. Þá hringir Eiríkur: Heyrðu þú kemur bara á sjóinn með mér, ég borga fyrir þig farið og við reddum þessu. Þarna var Eiríki rétt lýst; af hverju gera hlutina flókna þegar hægt var að hafa þá einfalda? Ég held að það hafi verið hans fílósófía. Það er ekki hægt að eiga betri bróður en Erík, hann var alltaf tilbú- inn að koma litla bróður til hjálpar þegar á bjátaði. „Ertu með sundskýlu,“ spyr hann allt í einu. „Ha, nei, af hverju spyrðu?“ „Það er heiti potturinn þeg- ar við erum búnir að landa. Við erum með heita potta hérna út við götu, þannig er þetta á Drangsnesi.“ Seinna um kvöldið lágum við í pott- inum og teygðum úr okkur, Eiki með einn bjór og svo keðjureyktum við, nú leið Eiríki vel. Mér leið vel, það var gott að vera með Eika aftur, við sáumst ekki það oft. Nú sjáumst við ekki aftur elsku bróðir minn og ég kem til með að sakna þín mikið. Hvíldu í friði. Þinn bróðir, Oddur. Elsku stóri bróðir, sárt er að þurfa að kveðja þig svona snemma. Nóttina sem við systurnar, mamma og Stella María biðum eftir að sorgarfréttun- um, að þú værir farinn frá okkur, fór ég að hugsa um bernskuminningar mínar um þig sem voru kannski ekki margar, því ungur fórstu að stunda þína sjómennsku. Mínar bestu minn- ingar eru þó síðari árin eftir að ég kom heim, eftir mörg ár erlendis. Alltaf gat maður hringt og spurt þig um hin ýmsu ráð. Þegar við töluðum saman var mest talað um okkar sam- eiginlega áhugamál sem var elda- mennska og skiptumst við á upp- skriftum, sérstaklega þegar við vorum að prufa eitthvað nýtt. Það er nú ekki langt síðan þú hringdir og spurðir mig hvort ég væri ekki heima, ég var það, þú sagðist vera með smáfisk handa mér sem þú hefð- ir veitt um morguninn, smá hjá þér reyndust vera 30 kg. Ég og Tyler, frændi þinn, vorum allt kvöldið að roðfletta og pakka inn. Frændi þinn hafði orð á því að besti fiskurinn og besti harðfiskurinn kæmi frá þér og hvað við værum nú heppin að hafa þig. Svo er mér hugsað til hennar Avonu Maríu, dóttur þinnar, hún er búsett í Noregi, hvað þetta er nú erf- itt fyrir hana. Þegar hún kom til Ís- lands var alltaf farið að gera eitthvað skemmtilegt. Mikið er ég ánægð með að hafa fengið að hitta hana og hafa átt þessar stundir með henni og þér. Oft þegar hún kom til Íslands vorum við að plana að nú þyrftum við að hafa boð og bjóða allri fjölskyldunni til að hitta hana því mikið varstu stoltur af henni. Hún á svo erfitt núna en við systurnar eigum eftir að passa upp á að ekki gleymist að hringja í hana reglulega og segja henni hvað er um að vera hér heima. Hún veit líka að hún er alltaf velkom- in heim hvenær sem er. Svo áttir þú nú líka annað áhugamál sem voru tölvur, þær voru stór partur af þér þegar þú varst í landi. Nú síðast varstu að spila einhvern flugvélaleik, þú lýstir því fyrir mér hvað þú værir að gera og þú værir farinn að stjórna þínum eigin flota. Þú og Guðmundur minn áttuð nokkuð mörg samtöl sam- an um tölvur, alltaf gat hann hringt í þig þegar eitthvað var að, en þú varst alltaf með lausn. Síðasta hugmyndin um tölvur sem þið Guðmundur töl- uðuð um var að þú ætlaðir að setja tölvurnar inn í ísskáp svo þær væru alltaf við rétt hitastig. Þetta á eftir að vera erfiður tími fyrir okkur. Ég veit að frændsystkini þín eiga eftir að sakna þín mikið og mun verða mjög erfitt fyrir þá sem elskuðu þig og þótti vænt um þig, elsku Eiki minn. Við munum minnast þín og tala um þig, hugsa um þig og segja frá þér, elsku stóri bróðir. Megi Guð vera hjá Avonu Maríu, mömmu Pöllu og strákunum þínum. Veittu þeim þann styrk sem þau öll þurfa til að komast yfir þetta erfiða tímabil og komandi ár. Ég veit að Hann mun gera það fyrir mig og mína fjölskyldu. Anna María, Guðmundur, Erla Ingibjörg og Tyler Þór. Það hvílir sorg yfir Ísafirði þessa dagana, en í sorginni er gott til þess að vita að í svona litlum bæjarfélög- um er samkenndin mikil og sorgin verður ekki einkamál þess sem miss- ir. Allir bæjarbúar eru sem einn mað- ur að styrkja og styðja þá sem mest hafa misst. Þannig hefur það verið og þannig verður það. Þriðjudagskvöldið 13. mars gerði um tíma aftakaveður, það var þá sem þeir létust á Djúpinu Eiríkur og fé- lagi hans Unnar. Þegar Eiríkur kynntist Pöllu átti hún fyrir tvo drengi, annan kominn á fullorðinsár, hinn óuppkominn. Það er að mínu mati Pöllu stærsta gæfa í lífinu að hafa hitt Eirík. Flótlega eftir að þau fóru að búa saman eignaðist Palla sinn fyrsta sonarson, rétt orðin þrjátíu og sex ára. Þau tíðindi áttu eftir að gefa Ei- ríki tilefni til margra skemmtilegra tilsvara þar sem hann naut þess að árétta að hann væri í sambúð með ömmu. Örlögin höguðu því svo að sonar- synirnir komu á heimilið sem litlir drengir og Palla og Eiríkur tóku við uppeldi þeirra; Fannar, sá yngsti, á öðru ári, Binni og Almar nokkrum árum eldri. Hann gekk þeim í föð- urstað, nema í daglegu tali kölluðu þeir hann afa. Eiríkur átti eftir að standa vel vörð um þessa stráka, hann hvatti þá til dáða og var óspar að styðja þá bæði í námi og leik. Eiríkur bauð upp á ævintýraferðir á sjó og landi því auk sjómennskunn- ar voru þeir Fannar farnir að fóstra kindur inni í firði. Það var unun á að horfa hvað þeir voru nánir; hann kenndi Fannari að beita, tók hann með sér á sjóinn, síðan var stefnan sett á landbúnaðinn sem reyndar átti bara að vera hobbý. Eiríkur gat alltaf komið manni á óvart. Hann var holdgervingur sjó- mannsins; hárið villt og skeggið úfið, fráflakandi flíspeysan og sjóbuxurnar voru hans uppáhaldsgalli, honum var að því er manni fannst aldrei kalt, ekki einu sinni á vetrardögum. Hann varð mikilfenglegur ásýndum þegar klakinn settist í skeggið sem hann safnaði oft þegar vetra tók, hann var hraustmenni og harðduglegur til vinnu. Það var líf hans og yndi að stunda sjóinn og hann var hróðugur þegar hann sagði sögur af afla og svaðilför- um, best þótti honum ef hann gat skotið Víkurunum ref fyrir rass í veiðum og sjósókn. Við eigum góðar minningar sem við munum orna okkur við, minning- ar frá ættarmótum og ferð á dönsku dagana í Stykkishólmi þar sem við fjölmenntum til mömmu og Gulla, þá var hann hrókur alls fagnaðar. En nú reynum við að brosa í gegn- um tárin og þótt kuldinn hrifsi í hjartastað eigum við eftir að ylja okk- ur við fjársjóð þeirra minninga sem við eigum um Eirík. Elsku Palla, Fannar, Binni, Almar, Avona og Erla, missir ykkar er mikill, mestu skiptir að geyma þann fjársjóð minninga sem þið eigið um Eirík og að eiga hvert annað og standa saman. Við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni og sefa sárasta söknuðinn. Kristjáni Andra sendum við sam- úðarkveðjur við fráfall vina svo og ástvinum Unnars. Að lokum biðjum við Eiríki bless- unar í nýjum heimkynnum vitandi að vel hefur verið tekið á móti honum þegar hann lagði að landi. Kolbrún og börn. Elsku Eiki. Engin orð fá lýst hve mikil sorgin er í hjarta mínu. Þegar við fengum fréttirnar um að þú værir týndur beið ég bara eftir símtalinu um að þú vær- ir fundinn heill á húfi því þetta varst jú þú, nánast fæddur á sjónum og öll- um hnútum kunnugur á þeim vett- vangi. Svona lagað átti ekki að geta hent þig, en aldrei fengum við þetta símtal heldur eingöngu símtal sem nísti inn að beini. Ég trúði þessu ekki og á bágt með að gera ennþá. Ég hef hugsað mikið til dagsins þegar ég hafði ekki hitt þig í nokkur ár, þá beið ég spennt allan daginn eftir að þú kæmir og loks þegar þú komst kom ég ekki upp orði heldur starði bara á manninn sem stóð í dyragættinni. Hvar var Eiki frændi minn? Hvar var þessi hái granni maður með síða rauða hárið sem ég geymdi í minning- unni? Fyrir framan mig stóð maður með „stutt“ rautt hár og örlítið bútt- aður. Þú hafðir auðvitað breyst og elst með árunum eins og við öll hin. Ég minnist þessa dags með bros á vör og hlátur í hjarta því mér fannst sem allt ætti að vera óbreytt þegar það viðkom þér og finnst það einnig núna eftir þetta sorglega og hörmulega slys. Þetta átti ekki að gerast en ég er þakklát fyrir að þú hafir fundist og að ég hafi fengið að kveðja þig og sjá í hinsta sinn. Og ég hugga mig við það að fyrst þér voru ætluð þessi örlög, að þú hafir fengið að kveðja þennan heim þar sem ástríða þín var. Megi Guð styrkja og vaka yfir fjöl- skyldu þinni. Ég kveð þig því nú, elsku Eiki minn, og þakka fyrir ógleymanlegar og ómetanlegar stundir. Þín verður sárt saknað! Hve mörgum stundum undangengin ár var eytt við gluggann, mun ei nokkur vega. En tíðum var þá tárum döggvuð brá og taugar þandar – hugur blandinn trega. Og hún þekkir eflaust hvað það er ein í húmi nætur bíða – vona, og hlusta meðan hafið byltir sér. – Hljótt þá grætur íslensk sjómannskona. Ekki getur hlátur hjarta gist, á hafi’ er stríða faðir, sonur, bróðir og maki hennar. Þá hún fann það fyrst, hvar fólgnir eru hjartans dýpstu sjóðir. Þannig hefur gengið öld af öld og enn þá sést við gluggann bíða – vona í hljóðri bæn um koldimm vetrarkvöld með kvíðinn huga, íslensk sjómannskona. (Björk.) Ástarkveðjur, Stella María frænka, Egill og börn. „Allt brjálað“ Þannig voru fyrstu kynni mín af stórvini mínum Eiríki Þórðarsyni, sumarið 1992, þegar við vorum á handfæraveiðum út af Ritn- um. Þetta voru ævinlega hans fyrstu orð ef spurt var um aflabrögð. Þá var hann á Ýr og ég á Haffrúnni. Þá naut Eiríkur sín, frjáls í dagakerfi og mátti fiska eins og hann gat. Enginn kvóti, bara veðráttan, engin boð og bönn. Eiríkur var alla tíð mikill keppnismaður, hvort sem var við fiskveiðar eða við iðkun tölvuleikja, sem hann dundaði sér við í landleg- um. Samstarf okkar Eiríks hófst fyrir alvöru haustið 1996, er hann fór að róa Sörla ÍS fyrir Útgerðarfélagið Öngul. Fyrsta veturinn reri hann að mestu einn á bátnum en um vorið 1997 byrjuðum við að róa saman á Sörla. Eiríkur gerði sér fljótlega ljóst að ákveðnir sóknarmöguleikar voru fyrir hendi þar sem ýsa og steinbítur voru utan kvóta. Á þessum árum nýtti hann sér þessa smugu og reri stíft en aðallega í ýsu. Árið 1998 fer Eiríkur að hafa á orði að hann þurfi helst að fá öflugri, stærri og hrað- skreiðari bát, því honum fannst hann vera að dragast aftur úr öðrum bát- um. Úr varð að smíðaður var nýr og öflugur bátur, Björg Hauks ÍS sem kom í júlí 1999. Þar var Eiríkur fram- sýnn og var nú róið stífar, því bæði var hægt að fara lengra og dýpra en áður og þar sannaði hann sig ræki- lega sem aflakló. Á fyrsta heila fisk- veiðiári Bjargar Hauks fiskaði hann 300 tonn að verðmæti tæplega 40 milljónir króna. Hann fiskaði um 2.200 tonn upp úr sjó hjá Útgerðar- félaginu Öngli. Ennfremur fiskaði hann á hinum ýmsu handfærabátum á sumrin, þannig að telja má að hann hafi aflað yfir 3.000 tonn upp úr sjó. Það er glæsilegur árangur á smá- bátaveiðum. Það er ábyggilegt að Út- gerðarfélagið Öngull stæði ekki eins vel í dag ef krafta Eiríks hefði ekki notið við. Fyrir það verð ég honum ævinlega þakklátur. Eiríkur vann ötullega að hagsmun- um smábátamanna á vettvangi Landssambands smábátaeigenda. Sat hann marga aðalfundi LS á veg- um Smábátafélagsins Eldingar á norðanverðum Vestfjörðum og á þessum fundum var Eiríkur hrókur alls fagnaðar. Ennfremur gegndi hann trúnaðarstörfum á vegum LS, m.a. í viðræðum við sjávarútvegs- ráðuneytið vegna stöðu dagabáta. Síðastliðið haust datt Eiríki það í hug hvort við ættum ekki að fá okkur kindur. Ég dró seiminn í fyrstu en svo hringdi hann frá Drangsnesi þar sem hann var á veiðum og sagði: „Heyrðu kallinn, ég er búinn að fá átta gimbrar hjá Árna í Odda og bú- inn að redda fjárhúsi á Ísafirði. Viltu ekki redda nokkrum heyrúllum fyrir veturinn?“ Svona var nú vinur minn, hann reddaði hlutunum. Mikið hafði hann gaman af að sýsla við kindurnar og þá sást vel hversu mikið náttúru- barn Eiríkur var. Að lokum þetta, kæri vinur. Margt höfum við brallað saman félagarnir, stundum rifist, oft hlegið en ávallt hef ég virt skoðanir þínar, þó við höfum ekki alltaf verið sammála. Mörg trúnaðarsamtölin höfum við átt og munum eiga einir. Vinátta er eitt- hvað sem enginn getur frá okkur tek- ið. Sú taug er það sterk að hún mun aldrei slitna. Elsku Pálína, Erla, Avona María, Ingi, Óttar, Almar, Brynjar og Fann- ar, ég sendi ykkur mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Hvíl í friði, kæri vinur, þín verður sárt saknað. Kristján Andri Guðjónsson. Það er með söknuði sem við kveðj- um Eirík Þórðarson, skipstjóra á Björgu Hauks, sem fórst við annan mann þriðjudaginn 13. mars sl. í mynni Ísafjarðardjúps þegar báti hans hvolfdi í foráttuveðri og ofsasjó. Ég kynntist Eiríki fyrst þegar hann sem skipstjóri á Björgu Hauks tók þátt í aðalmóti Sjóstangaveiðifélags Ísfirðinga í júlí árið 2002 og hvert ár eftir það. Þá um leið sá ég að þar fór keppnismaður mikill, húmoristi og tryggur drengur. Eiríkur var sannur sjómaður sem kallaði ekki allt ömmu sína, hörkuduglegur og lét ekki smá- pus á sjónum aftra för sinni og sjó- sókn. Hann hvatti og aðstoðaði á allan hátt þátttakendur í sjóstanga- veiðimótum sem með honum voru um borð og var ætíð viljugur að sigla með mannskapinn langt út á miðin væri þar frekar von á vænni fiski. Á 40 ára afmælismóti Sjóstanga- veiðifélags Akureyrar árið 2004 sigldi Eiríkur báti sínum alla leiðina frá Ísa- firði til Eyjafjarðar lengst að kominn skipstjóri til í taka þátt í stærsta sjó- stangaveiðimóti á Íslandi er þrjátíu og þrír bátar tóku þátt og rúmir 120 veiðimenn. Eiríkur vakti almenna at- hygli með sinn barðastóra leðurhatt og í hlýrabol á setningu mótsins. Þar sáu menn að fór tattóveraður vöðva- stæltur töffari, glaðværðin uppmáluð og hrókur alls fagnaðar. Unun var að vera um borð með Eiríki þegar hann henti á lofti gamanyrði og sá á hlut- unum björtu hliðarnar ef fiskurinn gaf sig ekki og veiðimenn sumir mögulega að byrja að örvænta ef ekki fiskaðist nógu mikið þá stundina. Ég þakka fyrir að hafa kynnst manni sem Eiríki og votta sambýlis- konu, börnum og fjölskyldu hans samúð okkar félaga í Sjóstanga- veiðifélagi Ísfirðinga. Þórir Sveinsson, formaður Sjóís. Að morgni miðvikudagsins 14. mars. Fréttir af hörmulegu sjóslysi í mynni Ísafjarðardjúps þar sem tveir menn fórust. Síminn hringdi og Kristján Andri sagði mér að það hefði verið Eiríkur og maður með honum. Öllum var brugðið. Börnin spurðu hverjir hefðu farist. Ég sagði þeim nöfn þeirra. Þau spurðu hvort þeir hefðu komið á aðalfund landssam- bandsins. Já – Eiríkur var þar í fjöl- mörg skipti sem fulltrúi Eldingar – hann sat gjarnan við hlið félaga sinna í fremstu röð – eins og hann kom til dyranna á hlýrabol og skartaði tattú- um á þykkum upphandleggjum. Jú þau mundu eftir Eiríki, hann var flottur. Enginn er til frásagnar þegar Björgu Hauks hvolfdi síðla kvölds 13. mars sl. Eiríkur og Unnar háðu þá baráttu upp á líf og dauða. Náttúru- öflin urðu þeim yfirsterkari. Eiríkur flotaforingi eða aðeins flotaforinginn, eins og hann var gjarnan kallaður, var trillukarl sem eftir var tekið. Hann var einn af þeim sem hafa áhrif með atgervi sínu og skoðunum. Í fjölmenni fór það ekki framhjá neinum ef Eiríkur var á staðnum. Eiríks verður sárt saknað meðal félaga sinna, hrókur alls fagn- aðar, kröftugur í málflutningi og per- sónuleiki sem laðaði að sér. Eiríkur var trillukarl í öllu æði. Skipstjóri lengst af á smábát, nú síð- ast á Björgu Hauks og Pésa halta sem hann reri á handfæri á sumrum. Þá sló hann oft á þráðinn til mín og fræddi mig um lífríki sjávarins. Hann var hafsjór af fróðleik um það og því kom nafn hans strax upp í hug minn þegar Hafrannsóknastofnun leitaði eftir fulltrúa frá Landssambandi smábátaeigenda í samráðshóp um þorskrannsóknir þar sem Eiríkur miðlaði úr þekkingarbrunni sínum á málefnalegan hátt um handfæraveið- ar og hvernig hann mæti ástandið á miðunum. Eiríkur var félagi í Eldingu – félagi smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum, sem ásamt 14 öðrum svæðisfélögum mynda Landssamband smábátaeig- enda. Eiríkur var sannur landssam- bandsmaður og lét ekkert tækifæri ónotað til að koma baráttumálum trillukarla á framfæri. Þá steytti á honum þegar á félagið var hallað. Fyrir hönd Landssambands smá- bátaeigenda þakka ég Eiríki störf hans í þágu trillukarla. Fjölskyldu Eiríks, sambýliskonu, móður, dóttur, fóstursonum og öðr- um aðstandendum votta ég samúð við þær erfiðu aðstæður sem nú þarf að glíma við. Örn Pálsson. alltaf eftir því að hún reykti, reykti eins og hefðardömurnar á mynd- unum, með munnstykki, enginn reykti eins og amma. Með glans og virðuleika. Litli karl, skjóstu út í Straumnes og kauptu kaffi. Amma hló alltaf svo sérstaklega, innilega og glaðlega. Hún hafði svo hlýjan faðm og kroppaði í neglurnar. Hún átti alltaf kökur í skápnum, gáðu bara hvort það sé ekki til kaka þarna í skápnum. Mjólk og kaka. Síðan hellti hún upp á á kaffi úr dunkinum með lóðréttu röndunum, það var eiginlega dulúðugur dunk- ur, hann tæmdist aldrei. Amma var líka svolítið sveipuð dulúð, hún hafði jú farið til útlanda og var allt- af lekker og móðins. Hún lét líka setja í sig krullur. Allt annað en ég nokkurn tíma hafði séð. Og hún átti líka alltaf kökur. Amma hafði alltaf mikið yndi af því að skemmta sér. Dansa og skemmta sér. Ég held að ömmu hafi aldrei orðið misdægurt. Ég held að einungis hafi hún verið veik einu sinni um ævina og það var núna síðustu vikur. Hún var ekki veik í fyrra þegar hún lá á spít- alanum með brotið bein. Hún var bara ekki heima hjá sér. Ég man alltaf eftir því að á jóladag skömmu eftir fermingu mína, þegar við strákarnir vorum orðnir a.m.k. 10 cm hærri en hún, kallaði hún okkur einu nafni, litli karl. Það var ekkert aðalatriði að muna öll nöfnin. Aðal- atriðið var að vera hjá ömmu og afa í jólaboði eins og venjulega. Ég held að það sem ég læri mest af ömmu er það að litlu hlutirnir eru ekki það sem öllu skiptir heldur að vera sér og sínum góð, njóta lífsins eins og það kemur fyrir án þess að þeysa um of. Halda sig við leik- reglur og passa upp á að hafa hreina sál. Guð launi fyrir hrafninn, guð geymi þig, ég elska þig og sakna þín, amma. Hvíl í friði. Kristófer, Anna Þóra, Tumi Snær, Melkorka Fanný.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.