Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is
/ KRINGLUNNI
WILD HOGS kl. 3:50 - 6 - 8:15 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL
300 kl. 5:30 - 8 - 10:10 - 10:30 B.i. 16 ára DIGITAL
NORBIT kl. 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ
eeee
V.J.V.
LADY CHATTERLEY kl. 5:40 - 9
HORS DE PRIX ísl. texti kl. 8 - 10
TELL NO ONE (NE LE DIS A PERSONE) kl. 5:40 - 10:20
PARIS, JE T'AIME kl. 5:40
ALLIANCE FRANÇAISE, Í SAMVINNU
VIÐ PEUGEOT OG BERNHARD, KYNNA:
FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ
Í HÁSKÓLABÍÓ 3.MARS TIL 1. APRÍL
STÆRSTA MYND ÁRSINS
Í BANDARÍKJUNUM
STÆRSTA OPNUN
ÁRSINS Á ÍSLANDI
FRÁ HÖFUNDI
SIN CITY
eee
VJV, TOPP5.IS
eee
SV, MBL
THE GOOD GERMAN kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára
300 kl. 6:30 - 8:30 - 11 B.i. 16 ára
MUSIC AND LYRICS kl. 8
STÆRSTA GRÍNMYND Í BANDARÍ
GEORGE CLOONEY, TOBEY MAGUIRE OG CATE
BLANCHETT SÝNA STÓRLEIK Í MAGNAÐRI MYND
LEIKSTJÓRANS STEVEN SODERBERGH
VAR VALINN BESTA MYND
ÁRSINS Í FRAKKLANDI
eee
L.I.B. - TOPP5.IS
Undanúrslitum Músíktilrauna lýkur í kvöld og þáglíma síðustu sveitirnar um að komast í hóp þeirrasem þegar hafa tryggt sér sæti í úrslitunum.
Líkt og vill verða á lokaundanúrslitakvöldi tilraunanna
eru flestar sveitanna sem þátt taka í kvöld utan af landi,
mislangt að komnar þó, allt frá því að koma úr Mosfells-
bænum til þess að koma alla leið frá Neskaupstað, en reyk-
vískar sveitir spreyta sig líka.
Keppt verður í Loftkastalanum að vanda og hefst hljóð-
færasláttur klukkan 19. Úrslit tilraunanna verða síðan
laugardaginn 31. mars í Listasafni Reykjavíkur.
Lokahnykkur
Músíktilrauna
Ashton Cut
Grungerokksveitin Ashton Cut er úr Þorláks-
höfn og Reykjavík. Sveitarmenn, sem eru á aldr-
inum 18 til 21 árs eru Axel Þór Axelsson söngv-
ari, Gunnar Torfi Guðmundsson bassaleikari,
Brynjólfur Einar Særúnarson gítarleikari og
Matthías Kolbeinsson trommuleikari.
Haraldur
Haraldur er háskólarokktríó frá Selfossi.
Sveitarmenn eru Kári Guðmundsson söngvari
og gítarleikari, Sveinn Steinsson bassaleikari
og Ásgeir Hólm Júlíusson. Ásgeir og Kári eru
21 árs, en Sveinn tvítugur.
Darkness Grows
Tvær hljómsveitir frá Neskaupstað taka
þátt í tilraununum þetta kvöld og Dark-
ness Grows er önnur þeirra. Hljóm-
sveitameðlimir eru Andri Kárason gít-
arleikari, Sigurður Steinn Einarsson
bassaleikari, Ingvi Már Gíslason söngv-
ari og Brynjar Örn Rúnarsson trommu-
leikari. Þeir eru á aldrinum sautján og
átján ára og spila grófan metal.
Man ekki hvað þeir heita
Því frumlega nafni Man ekki hvað þeir heita heit-
ir rokksveit úr Árborg sem spilar hrátt sveita-
ballapönk. Liðsmenn hennar eru Gunnar Frið-
berg Jóhannsson bassaleikari, Ingvar Pétur
Þorsteinsson trommuleikari, Eyþór Ingi Eyþórs-
son gítarleikari, Guðni Björgvin Högnason
hljómborðsleikari, Hafþór Agnar Unnarsson
söngvari og Rakel Unnardóttir söngkona. Þau
eru á aldrinum 17 til 23 ára.
Gordon Riots
Gordon Riots, sem dregur nafn sitt væntanlega
af trúardeilum í Englandi á átjándu öld, er
skipuð þeim Hjalta Óskarssyni gítarleikara,
Vésteini Kára Árnasyni bassaleikara, Heimi
Gústafssyni söngvara, Birki Frey Helgasyni
trommuleikara og Ólafi Gísla Albertssyni gít-
arleikara. Allir eru þeir nítján nema Hjalti sem
er átján og hyggjast spila blöndu af metal-core
og thrashi.
SkyReports
Frá Keflavík, vöggu rokksins, kemur hljóm-
sveitin SkyReports sem skipuð er þeim Davíð
Þór Sveinssyni söngvara og bassaleikara,
Brynjari Frey Níelssyni söngvara og gít-
arleikar og Ívari Marteini Kristjánssyni
trommuleikara. Þeir eru átján og nítján ára
gamlir og spila pönk.
Síðasta tilraunakvöld verður í kvöld.
Árni Matthíasson komst að því að
flestar sveitanna sem keppa í kvöld
eru utan af landi.
Wanker of the 1st Degree
Fámennasta hljómsveit, ef
hljómsveit skyldi kalla, sem þátt
tekur í tilraununum þetta árið
er Wanker of the 1st Degree
sem kemur bara ein fram með
tölvu sér til halds og trausts.
Reykvíkingurinn Jósef Karl
Gunnarsson, sem er 23 ára,
stendur á bak við nafnið og hef-
ur við tónlist í tölvum sl. sex ár.
Þögnin
Þögnin kemur að aust-
an, er frá Neskaupstað.
Liðsmenn hennar eru
Þórður Sturluson gít-
arleikari, Þorsteinn
Heiðar Jóhannsson
söngvari, Birkir Þor-
steinsson trommuleik-
ari og Sigurður Steinn
Einarsson bassaleikari.
Þeir eru allir sautján
ára og spila metalcore.
Hress/Fresh
Reykvíkingarnir Ingi Bjarni Skúlason hljóm-
borðsleikari, Gunnar Leó Pálsson trommu-
leikari, Elvar Örn Viktorsson gítarleikari og
Haraldur Gunnar Guðmundsson bassaleikari
kalla sig Hress/Fresh. Þeir eru allir nítján
ára nema Gunnar Leó sem er sautján og spila
hressan bræðing.
Dixon
Það er mikið að gerast í rokkinu á Höfn og þrjár hljóm-
sveitir þaðan taka þátt að þessu sinni, þeirra á meðal Dix-
on. Liðsmenn þeirrar sveitar eru Valur Zophoníasson
söngvari, Hörður Þórhallsson trommuleikari, Elvar Bragi
Kristjónsson gítarleikari og Júlíus Sigfússon bassaleikari,
en þeir eru á aldrinum sautján til tuttugu ára.