Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐSVÆÐIS á Suð- urlandsundirlendinu steinsnar frá þjóðvegi 1 er náttúruperlan Urr- iðafoss. Í innan við 70 km fjarlægð frá höf- uðborginni gefur að líta einstaka náttúrfegurð sem ekki er á margra vitorði. Urr- iðafoss í Þjórsá er vatnsmesti foss á Íslandi. Hann er lágur og breiður með fjölbreyttum stöllum og kletta- myndunum og breytir stöðugt um ásýnd eftir vatnsmagni og árstíðum. Stórbrotin fegurð hans lætur engan ósnortinn. Lax og urriði hafa gegnum árin átt viðdvöl undir fossinum á göngu sinni upp ána. Mikil laxveiði hefur verið við Urriðafoss og hefur laxinn þaðan verið sagður sá besti á land- inu. En nú hafa váleg tíðindi borist. Landsvirkjun undirbýr byggingu þriggja virkjana í Þjórsá; ein þeirra er Urriðafossvirkun. Fossinn mun hverfa, reist verður gríðarlegt mannvirki, og áin fyrir ofan fossinn svo til þurrkuð upp. Þegar vegfar- endur aka eftir nýju Þjórsárbrúnni mun blasa við moldugur árfarvegur í stað beljandi jökulárinnar. Með- fram árgljúfrinu verður sett upp girðing með viðvörunarskiltum. Þegar hefur farið fram umhverf- ismat og Skipulagsstofnun hefur samþykkt framkvæmdina. Sem sagt, allt klappað og klárt, bara eftir að hafa „samráð“ við landeigendur. Samkvæmt íslenskri orðabók þýðir samráð; sameiginleg ráða- gerð. Það mætti því ætla að samráð við landeigendur merkti að landeig- endur hefðu eitthvað um virkj- anaframkvæmdir að segja, þ.e. ekki yrði virkjað nema að þeir sam- þykktu það. Undirritaðar sátu hinn 12. febrúar sl. fund hjá Lands- virkjun ásamt landeigendum jarð- arinnar Urriðafoss. Aðspurðir svör- uðu fulltrúar Landsvirkjunar því til að ef landeigendur samþykktu ekki virkjanaáformin yrðu þeim dæmdar skaðabætur, þannig að það væri þeirra hagur að semja um bætur áð- ur en til þess kæmi. Þeir svöruðu því einnig til að fjölmennur mótmæla- fundur sem haldinn var í Árnesi deginum áður hefði engin áhrif, „þar hefði ekkert nýtt komið fram“. Skilaboðin voru skýr: Það skiptir engu máli hvað hver segir, landeig- endur eða aðrir Íslendingar, það verður ráðist í að virkja Urriðafoss. Við sem þetta ritum slitum barns- skónum við Urriðafoss og þar stundaði faðir okkar laxveiði í hart- nær 60 ár. Fossinn í okkar huga er eitt af undrum náttúrunnar; fegurð hans og kraftur er táknrænn fyrir íslenska náttúru. Okkur var ungum kennt að virða fossinn og ána. Þar leyndust hættur og í leysingum þeg- ar áin steyptist kolmórauð niður fossinn héldum við okkur fjarri. En áin var einnig gjöful; á fallegum sumardögum þegar regnboginn daðraði við fossbrúnina og laxarnir léku sér í hylnum fyrir neðan foss- inn var gaman að vera við ána og þá veiddist vel við Urriðafoss. Fyrir okkur er slík náttúra ekki föl. Með virkjun Urriðafoss er tekin ákvörðun um alvarleg náttúruspjöll, ákvörðun um að afmá með öllu eina af náttúruperlum landsins, ákvörð- un um að vatnsmesti foss Íslands verði ekki lengur til. Höfum við rétt til að taka slíkar ákvarðanir um náttúru landsins? Ákvarðanir sem ekki er hægt að taka til baka. Sigríð- ur í Brattholti barðist fyrir verndun Gullfoss og hafði sigur að lokum. Hennar minnast Íslendingar í dag með stolti og þakklæti; án framsýni hennar væri Gullfoss ekki til. Umræður á Alþingi síðustu daga hafa vakið okkur von í brjósti. Um- hverfisráðherra hefur kveðið upp úr um að ekki verið ráðist í virkjanir við Þjórsá án samþykkis landeig- enda og að land við ána verði ekki tekið eignarnámi. Þingmenn ann- arra stjórnmálaflokka hafa tekið undir þessi orð ráðherra. Þessu fögnum við og vonum að þjóðkjörnir þingmenn beri gæfu til að hugsa fram á veginn og taka ákvarðanir um náttúru landsins sem ókomnar kynslóðir geta verið stoltar af. Fossbúinn kveður Jóhanna Einarsdóttir og Rannveig Einars- dóttir skrifa um fyr- irhugaðar virkjana- framkvæmdir við Urriðafoss »Með virkjun Urr-iðafoss er tekin ákvörðun um alvarleg náttúruspjöll … Höfundar eru ættaðar frá Urriðafossi. Jóhanna Einarsdóttir Rannveig Einarsdóttir ÁN þess að hér sé nokkur efn- isleg afstaða tekin til einstakra deilumála fyrir dómstólum er vert að benda á nokkuð mikilvægt. Al- þekkt er að dómarar verða að gæta fyllsta hlutleysis og í öllum tilvikum að dæma út frá lögunum en ekki skoðunum sínum. Rétt- vísin er nú einu sinni blind og það vita dómarar. Það er einmitt þess vegna sem dómarar við Hæsta- rétt, eða aðra dómstóla, hafa þann sið á að taka ekki virkan þátt í þjóðfélagsumræðum eða daglegu þrasi í fjölmiðlum. Undanfarna daga hefur hópur sakborninga í tilteknu máli nýtt sér þennan sið dómara hérlendis og veist af mikilli hörku gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, dómara við Hæstarétt, með fullyrðingum þess efnis að hann hafi látið undan þrýstingi þegar hann tók að sér málsvörn fyrir mann nokkurn í upphafi hins umrædda sakamáls. Hefur Jón Steinar alfarið neitað þeim ásökunum í stuttri yfirlýs- ingu. Engar sannanir hafa fylgt allt að tveggja síðna löngum yfirlýs- ingum sem sendar voru fjöl- miðlum. Þegar skjölin sem hóp- urinn sendi frá sér eru skoðuð kemur í ljós að aðilar innan hans lásu skjölin hver á eftir öðrum, gerðu breytingar og vistuðu. Allt kemur það fram í tæknilegum eig- indum skjalanna sem öllum þeim, sem þekkingu hafa, eru ljós í skjalinu. Að því sögðu verður ekki annað séð en að yfirlýsingar hópsins séu til þess eins ætlaðar að skaða mannorð Jóns Steinars og grafa undan heilindum hans með ómak- legum hætti. Slíkt er vafalaust gert í skjóli þess að hann muni ekki taka til þeirra varna, sem aðrir hefðu gert, starfs síns vegna. Friðbjörn Orri Ketilsson Veist að dómara Höfundur er framkvæmdastjóri fyrirtækis í Reykjavík. ÞRÓUNARSAMVINNA er mik- ilvægur þáttur í al- þjóðastarfi Rauða kross Íslands. Sér- staða Rauða krossins felst í hinu alþjóðlega hjálparneti sem 185 landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans mynda með um 97 milljónum félagsmanna og sjálf- boðaliða. Þetta er styrkur sem engin önnur samtök búa yfir enda taka landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans oft að sér að vinna verk- efni fyrir stofnanir Sameinuðu þjóðanna með þessu hjálparneti. Allir sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans hafa það sameiginlega markmið að vernda líf og heilsu og tryggja virðingu fyrir mannlegu lífi. Öll hafa lands- félögin jafnan rétt og ábyrgð og sömu skyldur til gagnkvæmrar hjálpar. Í þróunarsamvinnu Rauða kross Íslands er sérstök áhersla lögð á að styðja verkefni sem efla heilbrigði og umönnun í samfélaginu með áherslu á aðstoð til þeirra sem þjást vegna al- næmisvandans. Einnig er lögð áhersla á að styðja við verkefni sem hafa það að markmiði að aðstoða börn sem eru fórn- arlömb vopnaðra átaka. Meginstarfssvæði/ starfslönd Þróunarsamvinnan byggist á því að styðja landsfélög Rauða kross- ins og Rauða hálfmán- ans í fátækustu löndum heims við framkvæmd verkefna og beinist tví- hliða stuðningur að þremur löndum í sunn- anverðri Afríku, þ.e. Malaví, Mósambík og Suður-Afríku. Jafn- framt starfar Rauði kross Íslands að verk- efnum í Gambíu og Síerra Leone. Einnig er veittur stuðningur í formi mannafla og fjár- framlaga til Alþjóða- sambands Rauða kross félaga vegna verkefna sem unnin eru með landsfélögum í Afríku. Þar að auki vinnur Rauði krossinn með Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands að heilbrigðisverkefnum í Mó- sambík sem mósambíski Rauði krossinn sinnir. Rauða kross félögin í hverju landi eru færust um að meta þörfina og mæta henni. Það að styðja lands- félögin er hjálp til sjálfshjálpar svo þau geti með tíð og tíma sinnt hlut- verki sínu án utanaðkomandi að- stoðar. Markmiðið er að tryggja þátttöku og ábyrgð heimamanna í mótun síns samfélags. Auk þess þarf þróunarsamvinnan og starfið að byggja á gagnkvæmri virðingu og samstöðu. Aðstoð til systurlands- félaga við ýmisverkefni styður við starf þeirra að neyðarvörnum, neyð- araðstoð og þjónustu við samfélag sitt og byggir á þekkingu þeirra á að- stæðum í eigin landi. Innan Rauða kross hreyfing- arinnar hafa verið samþykktar ákveðnar reglur um hvernig komið er fram við þá sem fá aðstoð. Sjálf- boðaliðar í deildum Rauða krossins hér heima og erlendis taka þátt í samstarfsverkefnum enda eru deild- irnar oft og tíðum að vinna að svip- uðum verkefnum, t.d. neyð- arvörnum, skyndihjálp og forvörnum og byggja starfið á sömu hugsjónum og stefnu hreyfingarinnar. Það getur því verið mjög lærdómsríkt fyrir deildir að miðla reynslu sín á milli. Rauði krossinn og sjö önnur fé- lagasamtök hafa tekið höndum sam- an um að halda málþing um hlutverk félagasamtaka hér á landi í þróun- arsamvinnu. Málþingið ber yf- irskriftina Frá hugsjónum til fram- kvæmda og fer fram þann 23. mars í Norræna húsinu. Hjálp til sjálfshjálpar Kristján Sturluson skrifar um þróunarsamvinnu Rauða krossins »Rauði krossÍslands er hluti af alþjóð- legu neti lands- félaga Rauða krossins og Rauða hálfmán- ans… Kristján Sturluson Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Hafnfirðingar ganga til kosninga um deiliskipulag bæjarins vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík hinn 31. mars nk. Morgunblaðinu hafa borist margar greinar þar að lútandi. Til að gera grein- arnar aðgengilegri fyrir lesendur blaðsins og til að auka möguleika Morgunblaðsins á birtingu fyrir kosn- ingarnar, verður útliti þeirra breytt. Hafnfirðingar kjósa EI ER að ófyrirsynju að umhverf- isvernd beri hátt í umræðu, opinberri sem og manna á meðal, um þessar mundir. Hitt er ekki vanzalaust, hversu títt er þá að sannleik- urinn verði fórn- arlamb fordóma og vanþekkingar, oft á altari afstæðishyggju („postmodernism“). Áhangendur hennar lifa í sýnd- arveruleika þar sem rök afkomulegs eðlis um tekjur og gjöld eiga ekki upp á pallborðið. Keyrir þá um þverbak er þessir andófsmenn framfara hafa allt á hornum sér varðandi viðamesta framlag Íslendinga til baráttunnar við hlýnun jarðar sem græningjar er- lendis telja mesta vágest nútíðar og framtíðar. Um þetta ritaði Pétur Blöndal alþingismaður greinina, „Vér umhverfisenglar“, í Morgunblaðið 15. febrúar 2007, sem lýkur svo: „Við Ís- lendingar skulum því búa okkur und- ir að þurfa að verjast öflugum erlend- um umhverfisverndarsamtökum, sem í nafni hnattrænnar umhverf- isverndar munu krefjast þess að við virkjum hvern einasta foss. Jafnvel Gullfoss“. Ofstopafull afstæðishyggja um náttúruvernd mun sæta alþjóð- legum andbyr sem ábyrgðarlaus sér- gæzka og músarholusjónarmið. Valkostirnir Nú fara afstæðishyggjupostular umhverfismála offari í fjandskap sín- um við sjálfbæra raforkuvinnslu í landinu og sölu „grænnar“ orku til ál- vera, sem eru hér til að breyta orkunni í vörur, allt að 200 talsins, sem njóta mikillar og stígandi eft- irspurnar um heim allan á tímum vaxandi umhverfisvitundar. Það, sem hins vegar borið er á borð fyrir lands- lýð og nefnt „eldfjall verðmætra hug- mynda“, eru mestmegnis léttvæg gæluverkefni, sem litlu mundu bæta við verðmætasköpun í landinu, held- ur einvörðungu kalla á opinber fjár- framlög, því að eftirspurn vantar. Undantekning frá þessu er samt ferðamannaiðnaðurinn. Það er með ólíkindum og verður að flokka með öfugsnúinni umhverfisvernd að hampa honum andspænis stóriðjunni. Ferðamannaiðnaðurinn er ósjálfbær í umhverfislegu tilliti, af því að ferðir til og frá Íslandi, sem og innanlands, hafa í för með sér mikla eldsneyt- isbrennslu og myndun gróðurhúsa- lofttegunda, hættulegs níturoxíðs, svifryks og losun mikils skolps og annars úrgangs. Draumsýnin um 2–3 milljónir erlendra ferðamanna á ferð um „eldfjallaþjóðgarða“ er hvorki að- laðandi né vistvæn hugmynd. Áliðn- aður er engan veginn gallalaus, en hann nýtir þó innlendar og sjálfbærar orkulindir, og hann framleiðir end- urvinnanlegar vörur. Á Íslandi eru ál- verin að auki traustir, fjölbreyttir og tæknivæddir vinnustaðir. Í heimi raunveruleikans verður jafnan að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, enda sé það þá gert með lögform- legum og lýðræðislegum hætti. Umhverfisvernd Hugtakið umhverfisvernd hefur verið teygt og togað eftir smekk. Við- urkennd skilgreining þess er hins vegar: „sjálfbær auðlindanýting án þess að rýra lífsgæði og tækifæri næstu kynslóða til hagsældar“. Af þessari skilgreiningu leiðir t.d., að fjandskapur við áform um sjálfbærar og afturkræfar virkjanir er ekki um- hverfisvernd, ef þar með er glutrað niður gullnum viðskiptatækifærum til að afla gjaldeyris með raforkuút- flutningi á formi melma af marg- víslegu tagi. Ástæðurnar eru þær að aðgerðarleysi leiðir til versnandi af- komu afkomendanna, ef hagvöxtur verður minni en nemur fólksfjölgun. Álver á borð við fyrirhugaða viðbót í Straumsvík, en staðsett erlendis, mun að jafnaði valda um 3 milljón tonnum meiri losun gróðurhúsa- lofttegunda á ári en Straumsvík- urviðbót og mundi valda meiri meng- un en nemur allri núverandi mengun Íslendinga. Mengun og heilsutjón af völdum svifryks í Reykjavík á síðustu 10 árum er meiri en nemur heilsu- tjóni af völdum mengunar frá ISAL frá upphafi. Þrátt fyrir 155% aukn- ingu framleiðslunnar verða meng- unarvarnir svo öflugar að heilsu- farsáhætta Hafnfirðinga af völdum ISAL hverfur algerlega í skugga um- ferðarmengunarinnar. Hvor skyldi vinna umhverfisvernd meira gagn: sá, sem setur kíkinn fyrir blinda aug- að, þegar honum ber að vernda heilsufar þéttbýlisbúa gagnvart hættulegum tjöruefnasamböndum og bremsuborðaögnum í svifryki, eða sá, sem stuðlar að viðbótarálframleiðslu á Íslandi? Hafnfirðingar standa nú á tíma- mótum í atvinnusögu sinni. Munu þeir bera gæfu til áframhaldandi for- ystu í iðnaðar- og tækniþróun lands- ins, eða munu örlög þeirra á ný verða að standa undir gafli og bíða? Sú ákvörðun, sem þeir munu tjá með at- kvæði sínu 31. marz 2007, verður ekki aftur tekin. Orkujöfnuður Íslenzka orkukerfið er einsdæmi í veröldinni fyrir hreinleika og end- urnýjanleika, og er hið sjálfbærasta í hinum iðnvædda heimi. Meginskýr- ingin er útbreidd notkun jarðhitans (55% af heild). Árið 2005 voru flutt inn 44,4 PJ (petajoule) af eldsneyti eða 29% af heildarorkunotkun lands- ins. Það er verðugt hagrænt og um- hverfislegt markmið að flytja út eigi minna magn hreinnar orku eftir 5 ár (2012). Nú eru flutt út um 26 PJ á formi áls og járnblendis, og árið 2008 mun útflutningurinn nema 43 PJ. Með fyrirhugaðri umhverfisvænni viðbótarframleiðslu í Straumsvík næst í fyrsta sinn í sögunni að jafna orkuviðskiptareikning landsins, og gæti orkuútflutningurinn 2012 náð 57 PJ og numið þá 30% af heildar- orkunotkun landsmanna. Hvað er umhverfisvernd? Eftir Bjarna Jónsson: Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og hefur starfað í 27 ár við álvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.