Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 55 KVIKMYNDIN The Illusionist sem frumsýnd er hér á landi í dag er lauslega byggð á sögunni Eisenheim the Illusionist eftir bandaríska rit- höfundinn Steven Millhauser. Myndin gerist í Vínarborg skömmu eftir aldamótin 1900 og segir frá töframanninum Edward Eisenheim sem verður ástfanginn af stúlku sem er töluvert ofar honum í þjóðfélagsstiganum. Þegar hún trú- lofast prinsi beitir Eisenheim kröft- um sínum til þess að frelsa hana, og reynir þannig að láta hana falla fyrir sér, með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Það er stórleikarinn Edward Nor- ton sem fer með aðalhlutverkið, en hann hefur verið tilnefndur til Ósk- arsverðlauna í tvígang, fyrir hlut- verk sín í Primal Fear og American History X. Þá hefur hann leikið í myndum á borð við Fight Club, The People vs. Larry Flynt og Down in the Valley. Til þess að búa sig sem best undir hlutverkið fór Norton í æfingabúðir hjá hinum þekkta breska töframanni James Freedman, en Freedman var honum innan handar meðan á tökum stóð. „Það var frábært að fá að vinna með James, og það var í rauninni það besta við þetta hlutverk því hann er klárlega einn fremsti töfra- maður heims í dag,“ sagði Norton í viðtali við Times. Góðir dómar Með önnur helstu hlutverk fara þau Paul Giamatti (Lady in the Wa- ter, Sideways, American Splendor) og Jessica Biel (The Texas Chain- saw Massacre, The Rules of Att- raction, Blade: Trinity) en leikstjóri er Neil Burger sem leikstýrir hér sinni fyrstu stóru kvikmynd. Svo skemmtilega vill til að þeir Edward Norton og Paul Giamatti stunduðu báðir nám við Yale- háskóla, en Norton var ári á eftir Giamatti. „Hann hefur lengi verið einn af mínum uppáhaldsleikurum,“ segir Norton. „Á háskólaárum okkar var Paul farinn að takast á við hlut- verk sem voru í raun ætluð leikurum sem voru komnir miklu lengra. Hann er fullur af einstakri orku og ég man eftir að hafa séð hann leika í Gaukshreiðrinu fyrir löngu – hann var alveg magnaður.“ The Illusionist hefur fengið nokk- uð góða dóma gagnrýnenda vestra. Sem dæmi má nefna að Jonathan Rosenbaum, gagnrýnandi hjá The Chicago Reader, hélt vart vatni yfir frammistöðu Giamattis og Stephen Holden hjá The New York Times var mjög hrifinn af frammistöðu Nortons, og sagði meðal annars að hlutverk hans hefði „passað full- komlega við óþægilegan óskiljan- leika“ leikarans. Myndin hlaut eina tilnefningu til Óskarsverðlauna, fyrir bestu kvik- myndatökuna, en þótt sagan gerist í Vín er myndin tekin í Tékklandi. Ógnvænlegir töfrar ástarinnar Töfrandi Hin unga og fagra Jessica Biel ásamt Edward Norton í The Illusionist. ERLENDIR DÓMAR: Metacritic.com 68/100 Empire 60/100 Variety 70/100 Hollywood Reporter 80/100 The New York Times 80/100 (allt skv. Metacritic) FRUMSÝNING» THE HITCHER  „Ungt par leggur upp í ferðalag á göml- um bíl, en ferðin breytist í mar- tröð þegar þau komast í kynni við hræðilegan puttaferðalang sem leikinn er af Sean Bean.“ Erlendir dómar: Metacritic: 28/100 The New York Times: 30/100 Variety: 20/100 THE GOOD GERMAN  „Blaðamaður bandaríska hersins flækist í undarlegt morðmál í Berl- ín skömmu eftir síðari heimsstyrj- öldina. Með helstu hlutverk fara George Clooney og Cate Blanc- hett.“ Erlendir dómar: Metacritic: 49/100 The New York Times: 40/100 Variety: 50/100 CHAOS  „Tvær löggur rannsaka banka- rán þar sem fimm ræningjar kom- ust á ótrúlegan hátt undan með meira en einn milljarð dollara. Jas- on Statham, Ryan Phillippe og Wes- ley Snipes í aðalhlutverkum.“ Erlendir dómar: Imdb.com: 63/100 Aðrar: Wild Hogs, Lady Chatterley. EINNIG FRUMSÝNDAR» Sími - 551 9000 The Illusionist kl. 5:45, 8 og 10:15 The Hitcher kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Venus kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára Last King of Scotland kl. 8 og 10:35 B.i. 16 ára Notes on a Scandal SÍÐUSTU SÝN. kl. 6 B.i. 14 ára * Gildir á allar sýningarí Regnboganum merktar með rauðu 450 KR. Í BÍÓ * - Verslaðu miða á netinu HÚN ER STÓR.... VIÐ MÆLDUM UPPLIFÐU MYNDINA SEM FÉKK ENGIN ÓSKARSVERÐLAUN! eeee O.R. - EMPIRE eee H.J. - MBL eee Ó.H.T. - RÁS 2 SÍÐUSTU SÝNINGAR eeee „Frábær skemmtun!“ - S.V., Mbl „Óvænt kvikmyndaperla sem enginn má láta fram hjá sér fara.“ - Sigríður Pétursdóttir, Rás 1 eeee „Frábær leikur og eftirminnileg mynd!“ - B.S., Fréttablaðið Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 7 áraSýnd kl. 4, 6, 8 og 10:15 B.i. 16 ára -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4 Ísl. talSýnd kl. 4, 6, 8 og 10 MÖGNUÐ SPENNUMYND eee „Meinfyndin!“ - S.V., Mbl Þegar kerfið bregst... mun einhver deyja. Heitustu hasarleikarar samtímans mætast hér í magnaðri spennumynd. 450 KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.