Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 25 250 g ríkottaostur (eða maukuð kotasæla) 1-11⁄2 dl parmaostur, rifinn salt smjör fersk salvía Skerið blöðin utan af þistilhjört- unum. (Ekki þó henda blöðunum því þau má sjóða sér og borða mjúka hlutann af blöðunum með holland- aisesósu). Skerið hjörtun í átta bita hvert og geymið í vatni með sítrónu svo að þau dökkni ekki um of. Mýkið laukinn í smjörinu og bætið hjört- unum við ásamt soðinu og látið malla þar í 10-15 mínútur þar til þau eru passlega mjúk. Þeytið eggið og bætið ríkottaost- inum og rifnum parmaostinum sam- an við. Samsetning: Skerið pastadeig í ferninga, (um það bil 10x7 cm). Setjið einn bita af þistilhjarta á hvern ferning ásamt lauk og ostablöndu. Leggið annað blað yfir fyllinguna, þrýstið jöðr- unum saman og snúið upp á endana til að búa til karamellur. Sjóðið pastakaramellurnar í stórum potti í nægu vatni í 2 mínútur, eða þar til karamellurnar fljóta upp. Berið fram með bræddu smjöri sem blandað hefur verið klipptri, ferskri salvíu og meiri parmaosti. Lárus Jón og Hildigunnur mæla með fersku hvítvíni með þessum rétti. Saltið að smekk. Marsípankaka með vínberjum 200 g gott marsípan, niðursneitt 75 g smjör, brætt 2 egg 75 g hveiti 1⁄2 tsk. lyftiduft 200 g vínber (steinlaus eða steinhreinsuð) Skerið marsípan niður í sneiðar, og hrærið bræddu smjörinu saman við það þar til blandan er orðin mjúk. Hrærið þá eggjunum saman við og bætið síðan hveiti og lyftidufti við. Hellið deiginu í smurt tertu-eða bökuform (22-24 cm). Skerið vínber- in í tvennt og dreifið þeim jafnt yfir deigið. Bakið kökuna í 18-20 mín- útur við 200°C. Gott er að strá flórsykri yfir kök- una áður en hún er borin fram. Kak- an er sérlega ljúffeng hvort heldur sem hún er heit eða köld. Ekki sak- ar svo að bera fram þeyttan rjóma eða ís með henni. Njálsgötu Bræðandi Piadiurnar með ítalska ívafinu bræða svo sannarlega bragð- laukana, virkilega bragðgóður biti í hádeginu eða á kvöldin. HVAÐ er ánægður fisk- ur? Hvernig vitum við að hann er sáttur? Hvað þurfum við að gera til að hann hafi það gott, vaxi vel og verði góður að borða? Þessum spurn- ingum standa norskir vísindamenn nú frammi fyrir en þeir vinna að fimm ára rannsóknar- verkefni sem kallast „Velferð eldisfisks“. Verkefnið er fjár- magnað af Rannsókn- arráði Noregs en rök- stuðningurinn fyrir verkefninu er margþættur. „Vegna eigin sam- visku, til að mæta kröfum mark- aðarins og ekki síst til að fá betri þekkingu á líðan fisksins og hvað við getum gert meira fyrir hann. Þannig verðum við betri í fiskeld- inu,“ segir Børge Damsgård sem leiðir verkefnið. Hann segir kröfur neytenda ekki síst ástæðu þess að ráðist var í verkefnið enda eru þeir í vaxandi mæli uppteknir af siðferði og vel- ferð í tengslum við matvælafram- leiðslu. „Með því að taka þessar kröfur alvarlega og snúa þeim okkur í hag getum við fljótt komið til móts við neytandann og það gerir hagnaðarvon atvinnugrein- arinnar enn meiri.“ Æska fisksins mikilvæg Fiskur er á margan hátt ólíkur dýrum sem hafa heitt blóð í æðum og velferð hans hefur ekki verið jafnofarlega á baugi og raunin er í öðru dýrahaldi. Áður var talið að fiskur fyndi ekki fyrir verkjum og spurningar er vörðuðu vellíðan fiskanna voru ekki teknar alvar- lega. „Við vitum að í náttúrunni fylgir fiskurinn hugarboði sínu, flýr hættu og hegðar sér sam- kvæmt flóknu atferlismynstri. Við gerum líka ráð fyrir að fiskurinn sé meðvitaður um tíma og rúm, upplifi mismunandi hluti á já- kvæðan og neikvæðan hátt og muni eftir þeim. Þetta gerir hon- um kleift að læra og mótar ein- hvers konar sjálfsmynd hans,“ segir Damsgård. Vísindamennirnir hafa gert ým- iss konar tilraunir í því skyni að öðlast þekkingu á því hversu mik- ið ákveðin atriði, á borð við ljós, hljóð, hita og félagsleg samskipti, hafa áhrif á fiskinn. Þeir hafa skoðað hvernig þau hafa áhrif á hegðun, líkamsstarfsemi og heilsu fisksins bæði þegar til lengri og styttri tíma er litið. „Núna vitum við meira um hvað veldur fisk- inum streitu, hvað hefur óæskileg áhrif og hvað skiptir ekki svo miklu máli. T.d. höfum við komist að því að mjög ákveðið fiskeldi í byrjun getur truflað vöxt og heilsu þegar fiskurinn er orðinn eldri. Heilbrigð æska tryggir þannig frískan fisk síðar meir,“ segir Damsgård. Hamingja í fiskeldinu Fiskur Skyld’ann hafa dáið hamingjusamur? Morgunblaðið/Einar Falur 575 1230 Hyundai Santa Fe Nýskr: 06/2004, 2700cc sjálfskiptur, ekinn 88.000 þ. Kr. 27.300 á mánuði* 100% lán í 84 mánuði Verð áður kr. 2.350.000 Tilboð kr. 1.880.000 Land Rover Freelander Nýskr: 12/2004, 1800cc beinskiptur, ekinn 35.000 þ. Kr. 27.400 á mánuði* 100% lán í 84 mánuði Verð áður kr. 2.250.000 Tilboð kr. 1.890.000 ÚTSALA JEPPLINGA Úrval Jepplinga á einstöku tilboði frá 21. til 24. mars. Komdu núna í Bílaland B&L og gerðu frábær kaup! Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1230. Opið virka daga frá kl. 9 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16. 100% lán í boði í allt að 84 mánuði. Verðdæmi - Gott úrval á staðnum Verðdæmi - Gott úrval á staðnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.