Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 23
mælt með... MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 23 Heitur tangó á Borginni Fátt er dásamlegra á köldum vetrarkvöldum en að líða um gólfið í faðmi einhvers sem manni þykir vænt um og dansa tangó. En það er líka gaman að sjá aðra dansa tangó, sérstaklega þá sem eru ein- staklega flinkir í því sviði. Því er um að gera að draga fram dans- skóna og skella sér á tangóball, Mi- longa, sem haldið verður í kvöld á Hótel Borg. Þar mun eitt vinsæl- asta tangópar heims, Damíán Esell og Nancy Louzan sýna tangó. Þau koma alla leið frá Buenos Aires til að kenna á helgarnámskeiði sem Kramhúsið mun standa fyrir í sam- vinnu við Tangófélagið í Reykjavík. Þetta sjóðheita danspar hefur farið um víða veröld til að kenna og sýna og er engin leið að láta fram hjá sér fara að bera þau augum á dans- gólfinu fyrst þau eru komin alla leið hingað. www.kramhusid.is Nelson-messan Ekkert jafnast á við vandaðan kórsöng. Selkórinn ásamt kamm- ersveit og einsöngvurum heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju mánudaginn 26. mars og miðviku- daginn 28. mars. Gamanleikur um ástir og áhugamál Ástarbrölt mannfólksins er eilíf uppspretta söngva og leikverka og nú ætlar Hugleikur að frumsýna í kvöld kl. 20:00 í Möguleikhúsinu við Hlemm nýtt íslenskt gamanleikrit með söngvum. Verkið heitir Epli og eikur og er eftir Þórunni Guð- mundsdóttur og leikstjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson. Leikfélagið Hugleikur er öflugasta áhugaleik- félag landsins. Það hefur starfað óslitið í Reykjavík frá árinu 1983 og eru verk sem félagið hefur sett upp farin að nálgast eitt hundrað. Fé- lagið setur eingöngu upp frum- samin verk eftir félagsmenn. Hug- leikur fékk viðurkenningu frá Menntamálaráðherra á degi ís- lenskrar tungu í nóvember síðast- liðnum fyrir öflugt starf og frum- lega notkun á tungumálinu. www.hugleikur.is Skrá börnin í sumarbúðir Hin árlega vorhátíð KFUM og KFUK verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 24. mars, í höf- uðstöðvum KFUM og KFUK að Holtavegi 28, kl. 13– 17. Hátíðin er fyrir alla fjölskylduna og með henni hefst formleg skrán- ing í sumarbúðir KFUM og KFUK sumarið 2007. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Golli Með kórnum syngja nokkrir af bestu einsöngvurum landsins, þau Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzosópr- an, Jónas Guðmundsson tenór og Davíð Ólafsson bassi. Konsertmeistari er Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari. Á efnisskránni er Missa in Ang- ustiis eða Nelson-messan eftir Jo- seph Haydn. Einnig munu Helga Svala Sigurðardóttir flautuleikari og Unnur Jónsdóttir sellóleikari flytja Air valaques fyrir flautu og píanó eftir A.F. Doppler og Sonata fyrir selló og píanó eftir H. Eccles. Opið hús í sveitinni Allir sem vettlingi geta valdið ættu að skella sér í sveitina og skoða nokkra hrúta og gera annað skemmtilegt á opnu húsi hjá Land- búnaðarháskóla Íslands í kennslu- og rannsóknafjárhúsunum að Hesti í Borgarfirði á morgun laugardag frá kl. 13-17. Þarna verða m.a. kynnt rann- sóknaverkefni í sauðfjárrækt á veg- um LbhÍ og samstarfsaðila, auk fyrirhugaðra verkefna á komandi misserum. Þá verða lambhrútar sem eru í afkvæmarannsókn kynnt- ir og auk þess verða ýmsar hressi- legar uppákomur yfir daginn ætl- aðar bæði börnum og fullorðnum. Fjöldi fyrirtækja og stofnana munu kynna vörur og þjónustu fyr- ir sauðfjárbændur og aðra bændur á þessum opna degi. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn VIÐ ÖLL berum ábyrgð. Hvað hafa stjórnmálamenn fram að færa? umhverfisvænt forlag www.salkaforlag.is Ómissandi lesning í aðdraganda kosninganna fyrir áhugafólk um stjórnmál og þjóðmál. HVAÐ NÚ ÍSLAND? ÞRÓUNARFÉLAG AUSTURLANDS Austurland tækifæranna Á þriðja tug fyrirtækja, samtaka og stofnana kynna hin margvíslegu tækifæri sem bjóðast á Austurlandi, atvinnutækifæri, búsetutækifæri og viðskiptatækifæri. • Fyrirtæki af svæðinu kynna starfsmöguleika hjá sér og þjónustu sem þau veita. • Húsnæðismál, eignir og lóðir til sölu. • Þjónusta sveitarfélaga. • Menningar- og frístundastarf. • Ferðaþjónusta. • Þróunarfélag Austurlands, Þekkingarnetið, Menningarráðið og Markaðstofa Austurlands kynna starfsemi sína. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, og Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, verða á staðnum og ræða við gesti. Grípið tækifærið! Kynnið ykkur kraftinn og uppbygginguna sem hafa einkennt Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað á síðustu misserum og sláist í hópinn með okkur. Kynning og sýning á Nordica Hotel laugardaginn 24. mars kl. 12:00 - 16:00 Blómstrandi atvinnulíf og öflugt samfélag ÍS L E N S K A /S IA .I S /A U S 3 61 68 0 3/ 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.