Morgunblaðið - 23.03.2007, Side 8

Morgunblaðið - 23.03.2007, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sigurvegararnir í 133, X-faktors keppni þingsins, komu skemmtilega á óvart, annar jafn munaðarlaus og áður, og hinn ofdekraður sem aldrei fyrr. VEÐUR Össur Skarphéðinsson, alþing-ismaður, fyrrverandi ráðherra, fyrrverandi formaður Samfylking- arinnar og núverandi formaður þingflokks Samfylkingarinnar, er sakleysið uppmálað.     Það vita allir,sem fylgzt hafa með íslenzk- um stjórnmálum síðustu tvo ára- tugi eða svo.     Þess vegna erusárindi hans skiljanleg í grein hér í blaðinu í gær, þegar hann kvartar undan frétta- skýringum á forsíðu Morgunblaðs- ins. Össur segir aldrei eitt op- inberlega og annað í einka- samtölum.     Og alls ekki, þegar svilkona hansIngibjörg Sólrún Gísladóttir á í hlut.     Össur er einlægur í baráttu sinnifyrir mörgum þjóðþrifamálum. Þar talar hann oft beint frá hjart- anu. Og einmitt af þeim sökum dettur engum í hug, að hann eigi sér aðrar hliðar og taki þátt í einhverju bak- tjaldamakki – eða hvað?     Össur hvetur Morgunblaðið til aðyfirheyra 20 vitni í þingflokki Samfylkingarinnar og af því að hann er hrekklaus maður dettur honum ekki í hug, að sum þeirra mundu tala á annan veg í opinberri vitnaleiðslu en undir fjögur augu.     Það sem menn ekki þekkja af sjálf-um sér ætla þeir ekki öðrum. Á milli Össurar og Morgunblaðs- ins ríkir góð vinátta og í sumum mál- um eru þessir aðilar samherjar. Og þess vegna skal Össuri sagt í fullri vinsemd: Morgunblaðið stend- ur við þá fréttaskýringu, sem Össur gerði athugasemdir við í gær. STAKSTEINAR Össur Skarphéðinsson Sakleysinginn SIGMUND                      !  "#   $ %&  ' (                        )'  *  +, -  % . /    * ,                 !"#"  $" $         %!!      01     0  2   3 1, 1  ) ,  4  0  $ 5 '67 8 3 #  '       &                  '       #'     9  )#:; ""                        )  ## : )   ( #)  * " ") "     ' + <1  <  <1  <  <1  ( *  ",  ! -"./ ;=          :   !  1  ( ) # ""   " "0 "/  )  "   ! $ 1 "" "" $ )  ( ) "   ""   " %!!0" "/  )  "   ! $ 1 "" "" $ .    (  "&"- ""   " !"  2"")  ! 0 "  )  " *  ""     "' " ' "!  $ 3 "  $ 4% "#"55 "'#"6  '",  ! 2&34 >3 >)<4?@A )B-.A<4?@A +4C/B (-A $ 0 0 0  $     $ $ $ $    0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0             Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Höskuldur Ólafsson | 21. mars Meðvituð fávísi Í símanum var ungur maður […] sem var af- ar óánægður með Morgunblaðið fyrir að ljóstra upp um endalok kvikmyndarinnar 300 í fyrirsögn sem hljóðaði svo: „Helköttaðar hetjur deyja“ […] benti ég þessum unga manni á þá staðreynd að orustan á milli Spartverja og Persa hefði í raun átt sér stað og úrslit hennar væru öll- um … eða flestum kunn. Meira: hoskuldur.blog.is Kristín Hrefna Halldórsdóttir | 22. mars Hægri? Vinstri? Það verður athygl- isvert að fylgjast með Margréti og félögum og því hvaða stefnu þau ætla að marka sér í öðrum málum en um- hverfismálum. Verður Íslandshreyfingin Evrópusinnar? Öfgasinnaður þjóðernisflokkur? Kommúnistar? Grænfriðungar? Hægri flokkur? Og þá hversu hægri- sinnuð verða þau? Ljóst er þó að að- albaráttumál þeirra verða umhverf- ismál. Meira: kristinhrefna.blog.is Tómas Hafliðason | 22. mars Hvað situr eftir? Það kemur lítið á óvart að það skuli hafa verið þingmaður frá Vg, sem talar mest. Ég velti samt fyrir mér hvað situr eftir hjá þessum ágæta þingmanni. Hef- ur rödd hans heyrst, veit fólk al- mennt hver Jón Bjarnason er? Það vill oft verða með svona þing- menn að þeim er í raun refsað, vegna þess að þeir standa og þjarka í púlti Alþingis en sjást lítið fyrir ut- an það. Meira: tomasha.blog.is Sigríður Jóhannesdóttir | 21. mars Mannréttindi bræðra Ég er elst fimm systk- ina, öll fædd á árunum 1957 til 1964. Þrjár systur og tveir bræður, báðir fæddir á milli okkar systra. Mjög fljótlega eftir fæðingu þeirra varð ljóst að þeir fæddust al- gerlega heyrnarlausir. Á þessum tíma var táknmál bannað á Íslandi og því var ekki nokkur leið fyrir þá að gera sig skiljanlega við okkur né okkur (systur og foreldra) skiljanleg við þá. Við þróuðum okkar eigið táknmál sem var einskorðað við ítr- ustu þarfir eins og að borða, drekka, sofa, fara á salerni og annað því um líkt. Umfjöllun eða abstrakt útskýr- ingar af hvaða tagi sem var, var aldrei möguleg. Fjögurra ára gamlir fóru þeir í Heyrnleysingjaskólann þar sem þeim var kennt að lesa af vörum og að tala. Hljómar einfalt en í raun næstum ógerlegt. Meirihluti tíma þeirra í skólanum fór í að kenna þeim hljóð sem þeir höfðu aldrei heyrt og gætu aldrei heyrt og þar af leiðandi gátu aldrei vitað hvort þeir segðu rétt. Og varalestur … Hvern- ig í ósköpunum áttu þeir að geta les- ið af vörum fólks sem talaði tungu- mál sem þeir þekktu ekki? Hafið þið, lesendur góðir, einhvern tíma reynt að lesa af vörum Rússa? Rússa með skegg? Rússa sem hreyfir varla var- irnar þegar hann talar? Ég er ekki viss um að ykkur færist svo vel. Réttur bræðra minna til eðlilegrar tjáningar var aldrei virtur og réttur okkar til að tjá okkur við þá ekki heldur. Við systkinin gátum aldrei setið saman og spjallað um dæg- urmál, skipst á skoðunum, sagt hvert öðru brandara eða horft á sjónvarp því við höfðum ekki það tæki sem þurfti til þess, nefnilega táknmálið. Við gátum ekki einu sinni rifist, öll samskipti voru eins einföld og hugsast gat. […] Í dag búum við systkinin út um allan heim og hittumst sjaldan, en fyrir þremur árum vorum við öll stödd heima […]. Bræður mínir höfðu túlk með sér sem túlkaði allt sem fram fór á þessum fundi. Það er skemmst frá því að segja að við syst- urnar sáum hliðar á bræðrum okkar sem okkur hafði aldrei verið kleift að sjá fyrr. […] Sorglegt að þurfa að bíða í rúm 40 ár […] Meira: sigrjoh.blog.is BLOG.IS PARKET & GÓLF • ÁRMÚLA 23 SÍMI: 568 1888 • FAX: 568 1866 WWW.PARKETGOLF.IS PARKET@PARKETGOLF.IS ÁRATUGA ÞEKKING, ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF ClickBoard BYLTINGARKENNDAR VEGG- OG LOFTPLÖTUR Parket & Gólf býður einstaka lausn fyrir vegg- og loftplötur frá þýska framleiðandanum Parador HDF plöturnar frá Parador hafa nær engin sýnileg samskeyti og eru einstaklega auðveldar í uppsetningu. KOSTIRNIR ERU AUGLJÓSIR Hagkvæm og ódýr lausn • einföld uppsetning - 50% fljótlegra höggþolið • auðvelt að þrífa • lítil eða engin sparslvinna losnar við allt ryk • 50 kg. burðarþol á skrúfu stílhreint og nútímalegt útlit • 10 ára ábyrgð Komdu við í verslun okkar og kynntu þér þessa einstöku lausn - við tökum vel á móti þér ka ld al jó s 20 06

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.