Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 24
matur 24 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Yngsti fjölskyldumeðlim-urinn, Finnur Jónsson, erfjölfróður gutti þótt hannsé bara sex ára og veit upp á sína tíu fingur hvers konar kraftar geta búið í matnum. „Mamma og pabbi elda eiginlega bara hollan mat. Ég fæ stundum að hjálpa mömmu og pabba að elda. Þegar ég verð orðinn stór ætla ég ekki bara að elda hollan mat. Kannski, þegar ég verð átta ára eða níu fæ ég að baka svona bökur. Þær eru alltaf óhollar en við gerum þær bara stundum, þegar það eru svona veislur og þannig.“ Finnur hefur eins og fjölskyldan öll fallið fyrir töfrum Ítalíu þangað sem hún hefur nokkrum sinnum far- ið í sumarfrí. „Það er 13 stiga hiti þar,“ segir Finnur dreyminn um leið og hann eys ætiþistlafyllingunni á einn pastaferninginn. „Þetta er hollt,“ tilkynnir fræðingurinn. Pabbi hans, Jón Lárus Stef- ánsson, segist einmitt hafa lesið um karamellupastaréttinn í tímarits- grein í flugvélinni þar sem verið var að fjalla um rétti héraðsins sem þau voru að fara til, Emilia-Romagna. „Í fríinu reyndum við síðan að finna veitingastað sem byði upp á þennan rétt en fundum hvergi. Svo þegar ég kom heim leitaði ég upp- skriftina uppi á netinu og prófaði sjálfur við ágætar undirtektir,“ seg- ir hann og brosir. Húsfreyjan, Hildigunnur Rúnars- dóttir, segir að ákveðin hefð hafi skapast á heimilinu varðandi mat- argerðina. „Jón Lárus er svo þol- inmóður að hann eldar oftar rétti sem taka langan tíma og krefjast mikils undirbúnings og skipulags, enda er hann verkfræðingur að mennt og starfar við forritun,“ segir hún og hlær. Hann samsinnir því en segist nú ekki alveg fara eftir upp- skriftum í blindni. „Ég stilli þær nú stundum af og breyti og bæti. Ég hef gaman að svona veseni,“ og leggur áherslu á orðið “svona.“ Hildigunnur sem er tónskáld ját- ar því aðspurð að geta líka verið skapandi í matargerðinni. „Ég leik oft af fingrum fram,“ segir hún og niðurstaða þeirra er sú að sem teymi eru þau góð í eldhúsinu enda finnst þeim eldamennska skemmti- leg. „Já, við ræðum oft um mat og uppskriftir. Við gerum matseðil fyr- ir vikuna og í hverri viku reynum við að gera eitthvað nýtt, eitthvað sem við höfum aldrei prófað áður. Ætli það séu þá ekki um 50-70 réttir á ári,“ segja þau og litli guttinn upp- lýsir að maturinn sé góður. „Já, þau hafa öll þrjú ágæta matarlyst,“ bæta foreldrarnir við. Og svo sem ekki furða. Það er nefnilega meira er lítið til í málshættinum: Sætur er sjald- fenginn matur. Piadinur 500 g hvítt hveiti salt 100-110 g svínafeiti 11⁄4-11⁄2 l volgt vatn Tillögur að fyllingu: Parmaskinka mozzarella í sneiðum klettasalat bragðmikill geitaostur gott fljótandi hunang (hellt yfir eftir seinni steikingu) Blandið saman hveiti, salti og svínafeiti. (Það þýðir ekki að nota smjör eða olíu í stað feitinnar því þá verður ekki sami teygjanleiki í deig- inu.) Feitin, í föstu formi, er hnoðuð saman við hveitið uns deigið er allt komið með kornótta áferð svipað og bökudeig. Jóni Lárusi finnst gott að hnoða deigið í höndunum á borði en segir að sjálfsagt megi nota aðrar aðferðir. Þegar búið er að blanda hveitinu og feitinni vel saman,bætið þá vatninu smátt og smátt út í og hnoðið þar til deigið er orðið þokka- lega stíft en samt ekki mjög. Látið deigið standa í um hálftíma og skipt- ið því síðan í nokkra bita þannig að þægilegra sé að fletja hvern og einn út í hring, 1-2 mm á þykkt hvern. Hitið pönnu með þykkum botni (t.d. pönnukökupönnu, þá má skera kökurnar þannig að þær passi, af- skurðurinn er settur til hliðar og bætt saman við næsta deigbita sem flattur eru út). Steikið kökurnar við góðan hita í u.þ.b. 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til dökkir flekkir hafa myndast á báðum hliðum. Hitið bakarofn og haldið kökunum sem steiktar hafa verið heitum þar til þær eru allar tilbúnar. Úr deiginu koma um 8-10 kökur. Þegar allar kökurnar hafa verið steiktar fyllið þær þá með áleggi að eigin vali. Brjótið þær saman í miðju og hitið á pönnunni þar til áleggið er orðið heitt og osturinn bráðnaður, ef ostur er notaður. Jón Lárus og Hildigunnur mæla með ljósum bjór með piadinunum fyrir fullorðna fólkið. Piadinur með nutella súkku- laðihnetusmjöri slá svo alltaf í gegn hjá krökkunum. Pastakaramellur fylltar með þistilhjörtum 500 g af fersku pasta Pasta: 300 g hveiti, meira ef þarf 4 egg 1 msk. olía 1⁄2 tsk. salt Jón Lárus segist hafa reynt að nota ferskt pasta sem hægt er að kaupa úr búð en það hafi verið of stökkt. Hann búi því til sitt pasta sjálfur. Sigtið hveiti í hrúgu á borð og gerið síðan holu í miðju þess. Brjótið eggin og setjið í holuna ásamt olíu- nni og saltinu. Hnoðið hveitið síðan smátt og smátt saman við eggin með höndunum þar til hveitið er búið. Hnoðið þar til deigið eru orðið mjúkt og teygjanlegt og mótið það þá í kúlu. Hvolfið skál yfir kúluna og látið deigið standa þannig í um hálf- tíma við stofuhita. Jón Lárus og Hildigunnur fletja deigið út í pastavél en vel er hægt að fletja það út með kökukefli. Fylling: 4-6 ætiþistlar sítróna 1 lítill laukur smjör til steikingar 250-300 ml gott soð 1 egg Tilraunaeldhúsið á Á Njálsgötunni býr skemmtileg fjölskylda og skapandi í matargerð. Unnur H. Jóhannsdóttir komst að því að þar er matur svo sannarlega mannsins megin. Morgunblaðið/ÞÖK Pottagaldrar Fjölskyldan á Njálsgötunni er samhent og hér líta börnin með eftirvæntingu yfir öxlina á pabba sem er pastakóngurinn á heimilinu. Samhent Hjónin Hildigunnur og Jón Lárus eru samhent í eldhúsinu þótt þau snúi stundum baki hvort í annað enda rýmið ekki stórt. Freistandi Finnur gat varla beðið eftir að bragða á vín- berjakökunni. „Hún er svolítið óholl en vínberin holl.“ Lystrænt Sá sem smakkar pastakaramellurnar með ætiþistlafyllingunni, og er jafnvel óvanur eldamennsku með veseni, gæti eftir það hæglega orðið forfallinn veseniskokkur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.