Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 15 ÚR VERINU Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is VEIÐAR á grásleppu fara hægt af stað og veldur þar einkum tvennt að sögn Arnar Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Landssambands smá- bátaeigenda. Það er slæm tíð og mjög lágt verð á hrognum. Nú bjóða innlendu verksmiðjurnar aðeins nið- ur í 34.000 krónur fyrir tunnuna. Í Noregi er verðið nokkru hærra eða um 38.000 krónur. „Þetta verð er einfaldlega of lágt. Verðið var reyndar lágt í fyrra, en þá létu menn sig hafa það, áttu net frá fyrri vertíð og þurftu ekki að leggja í mikinn kostnað. Nú er hins vegar komið að því að endurnýja netin og þá hugsa menn sig um, áður en þeir byrja,“ segir Örn. Flytja inn hrogn til vinnslu Hann bendir einnig á það að nú sé ekki mikið framboð af hrognum og sem dæmi um það megi benda á að í janúar hafi verið fluttar inn 540 tunn- ur af hrognum frá Grænlandi og 205 frá Kanada. „Það er einkennileg staða að það sé ekki hægt að borga íslenzkum sjómönnum meira en 34.000 krónur, þegar skortur er á hrognum en hægt að flytja þau inn á mun hærra verði. Fyrir grænlenzku hrognin borga innlendu verksmiðj- urnar ríflega 44.000 krónur á tunn- una og ríflega 55.000 fyrir þau kan- adísku,“ segir Örn Pálsson. Þau fyrirtæki sem vinna grá- sleppuhrogn hér innan lands eru Vignir Jónsson, Ora og Fram Foods. Veiðar eru að minnsta kosti hafnar frá Siglufirði, Grenivík, Húsavík og Bakkafirði. Bakkfirðingar hafa dreg- ið netin nokkrum sinnum og er sá hæsti kominn með um 10 tunnur af hrognum. Selja sjálfir til Svíþjóðar Hilmar Zophaníasson á Otri rær frá Siglufirði. Hann segir veiðina ekkert sérstaka og stöðuga brælu. Þeir hafa aðeins komizt 4 eða 5 sinn- um á sjó til að draga netin. „Það er ekki hægt að vera bjartsýnn á þetta. Verðið er komið niður úr öllu valdi og það eru færri á þessu nú en áður. Í fyrra voru bátarnir 10 til 11, sem reru héðan úr Siglufirði og Fljótun- um. Nú erum við 6. Í fyrra var saltað hér í 700 tunnur, en það verður vænt- anlega mun minna nú,“ segir Hilmar. Siglfirðingar standa saman að sölu sinna hrogna beint til Svíþjóðar. „Verðið er alltof lágt. Ætli við fáum ekki milli 40.000 og 50.000 fyrir 105 kílóa tunnu. Árið 2003 var verðið nærri 80.000 og verðið nú er lægra en það var fyrir 10 árum. Við erum bara að stunda þetta nú til að við- halda markaðnum. Þetta gefur nán- ast ekkert af sér,“ segir Hilmar. Lítill áhugi á gráslepp- unni vegna lágs verðs Ljósmynd/Áki Guðmundsson Veiðar Bátar frá Bakkafirði eru byrjaðir á grásleppunni og hafa verið að fiska þokkalega. Hér er Geir Vilhjálmsson á Halldóri NS á síðustu vertíð. Í HNOTSKURN »Í janúar voru fluttar inn540 tunnur af hrognum frá Grænlandi og 205 frá Kanada »Ætli við fáum ekki milli40.000 og 50.000 fyrir 105 kílóa tunnu. Árið 2003 var verðið nærri 80.000 »Við erum bara að stundaþetta nú til að viðhalda markaðnum „ÞETTA hefur verið mjög gott hjá okkur í loðnunni núna. Við erum búnir að taka á móti um 29.400 tonn- um, sem er meira en tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. Þá vorum við með ríflega 11.300 tonn. Við erum að klára loðnuna. Vertíðin er búin og svo tekur kolmunninn við,“ segir Sigursteinn Hákonarson, verk- smiðjustjóri HB Granda á Akranesi. Bræðslan núna hefur að miklu leyti byggzt á svokölluðu hrati eftir hrognatöku. Við hrognatökuna er loðnan skorin upp í sérstökum vél- um og hrognin síðan skilin frá til frystingar. Hratið svokallaða fer svo í mjöl og lýsisvinnslu. Sigursteinn segir að nú hafi þeir brætt um 22.000 tonn af hrati enda hafi verið tekið mikið af hrognum á Akranesi, eða yfir 3.000 tonn. Tölu- verðu af því var svo ekið austur á Vopnafjörð til frystingar í fisk- iðjuverinu þar, en hitt fryst á Akra- nesi. Nú tekur kolmunninn við Afkastagetan í fiskimjölsverk- smiðjunni er í kringum 950 tonn en getur farið upp í 1.100 tonn. „Nú er loðnuvertíðin búin, skipin búin með kvótann og Ingunn er á leið í land með 1.750 tonn af kolmunna, sem fékkst langt suðaustur í hafi. 520 til 560 mílur í burtu, svo það er langt að sigla í land, eða um tveir sólar- hringar í góðu veðri. Svo fara hin skipin á kolmunna líka og þá tekur við bræðsla á kolmunna hjá okkur. Það er líf í tuskunum hjá okkur núna,“ segir Sigursteinn Há- konarson. Ljósmynd/Jón Sigurðsson Vinnslan Loðnuhrognin í vinnslu HB Granda á Vopnafirði. Líf í tuskunum Aðalfundur Hampiðjunnar hf. Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn í fundarsal að Flatahrauni 3, Hafnarfirði, föstudaginn 30. mars 2007 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Stjórn Hampiðjunnar hf. Aðalfundur Icelandic Group hf. 23. mars 2007 A›alfundur Icelandic Group hf. ver›ur haldinn í dag 23. mars 2007 á Nordica Hótel a› Su›urlandsbraut 2 og hefst fundurinn kl. 16.00. Á dagskrá fundarins ver›a: 1. Sk‡rsla stjórnar um starfsemi félagsins sí›astli›i› starfsár. 2. Ársreikningur félagsins lag›ur fram til sta›festingar. 3. Ákvör›un um hvernig fara skuli me› hagna› e›a tap félagsins á reikningsárinu. 4. Ákvör›un um flóknun til stjórnar félagsins. 5. Stjórnarkjör. 6. Kjör endursko›enda. 7. Tillaga um starfskjarastefnu. 8. Tillögur um n‡jar samflykktir flar sem helstu efnisbreytingar eru eftirfarandi: a. Ákvæ›i í 4. gr. um rafræna flátttöku í hluthafafundum og rafræna hluthafafundi. b. Ákvæ›i í grein 4.13 um a› á dagskrá a›alfundar ver›i tillögur um starfskjarastefnu. c. Ákvæ›i í 5. gr. um uppl‡singar um frambo›stilkynningu fleirra sem gefa kost á sér til stjórnarsetu. d. Ákvæ›i um lengd bo›unartíma í grein 4.17 breytt á flann veg a› bo›unartími er styttur úr tveimur vikum hi› skemmsta í eina viku hi› skemmsta. e. Breyting á skilmálum í 15. gr. um heimild félagsins til lántöku me› sérstökum skilyr›um. A› ö›ru leyti er einungis um a› ræ›a endurrö›un greina og breytingar á or›alagi samflykkta. 9. Önnur mál. Hluthöfum er sérstaklega bent á a› fleir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna fla› skriflega til stjórnar félagsins a› minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf a›alfundar. fieir einir eru kjörgengir sem flannig hafa gefi› kost á sér. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á a›alfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi sí›ar en sjö dögum fyrir a›alfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til s‡nis sjö dögum fyrir a›alfund. Ennfremur ver›ur hægt a› nálgast flær á vefsí›u félagsins www.icelandic.is e›a á a›alskrifstofu félagsins frá sama tíma. Atkvæ›ase›lar og önnur fundargögn ver›a afhent á a›alfundardaginn frá kl. 15.30 á fundarsta› Nordica Hótel. Stjórn Icelandic Group hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.