Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 48
Hver eru þau
ÞEKKIR einhver fólkið á myndinni?
Myndin er tekin við Stað í Grindavík.
Sennilega milli 1960-70. Líklega á
einhverri samkomu Staðhverfinga-
félagsins. Allar upplýsingar vel
þegnar. Elín Sigurðardóttir, sími:
552-3433
Sönn saga
ÞESSI saga var mér undirrituðum
sögð á bak við verbúð á hafnarsvæði
smábátahafnar í Hafnarfirði.
Hann ólst upp á sveitabæ á Suður-
landi. Búið var lítið, með beljum og
fáeinum sauðkindum. 15 ára gamall
fór hann á vetrarvertíð til að auka
fjárráð heimilis foreldranna sem
voru þá komnir á miðjan aldur. Hann
byrjaði sjómennsku sína í Vest-
mannaeyjum. Síðan stundaði hann
sjóinn á hverjum vetri, ýmist frá
Sandgerði, Vestmannaeyjum eða
Grindavík.
Þetta gekk svona frá 1952–2001,
seinustu árin á togurum. Eftir 3 ár á
eldriborgaralaunum var hann búinn
að fá nóg. Vegna bakmeiðsla á sjón-
um varð hann að fara í land, kunni
ekki og gat ekki hugsað sér önnur
störf. En fyrir átta árum kviknaði sá
draumur að eignast trillubát til að
stunda sjóinn í ellinni. En hvað hafði
gerst? forysta Framsóknar var búin
að finna upp fiskveiðistjórnunarkerfi
sem lokaði leiðinni til sjálfstæðrar at-
vinnusköpunar. Framsóknarmenn
eru búnir að nema úr gildi 75. grein
stjórnarskrár lýðveldisins Íslands.
Hann settist niður nú fyrir jólin með
5.000 krónur sem eftir voru af mán-
aðarlaununum. Það rann fram í hug-
ann dapurleg staðreynd. Hann var
búinn að stunda sjóinn allt sitt líf frá
15 ára aldri. Hann var búinn að gefa
Framsókn atkvæði sitt öll þessi ár af
skyldurækni við foreldra sína sem
voru framsóknarfólk allt sitt líf.
Hann reiddist sjálfum sér og ákvað
nú að taka sér blað og penna í hönd
og skipuleggja og gera sér áramóta-
heit. Hann spurði sjálfan sig. Hverju
get ég sleppt í lífinu og hvað eru lífs-
nauðsynjar? Ég læt loka símanum.
Ég eyði þessum bensíndropum sem
eftir eru á bílnum (18 ára Volvo) til
að aka honum í bílapressuna. Ég tek
sjónvarpið með í leiðinni, sömuleiðis
útvarpið til öryggis, þar stefnir í
einkarekstur og hvað þá?
Ég horfði á Ísland í dag fyrir fá-
einum dögum, sagði hann, þar komu
þá Jón Sigurðsson og Magnús Stef-
ánsson í viðtöl. Magnús vegna Byrg-
ishneykslisins (Byrgið virðist hafa
verið rekið í anda Framsóknar gegn-
um árin) og Jón sem fram kom sem
formaður flokksins með baráttu-
hugsjón sína. „Ég vorkenndi einkum
Jóni sem harðhnoðaði hendur sínar
allt viðtalið líkt og afi gerði þegar
hann var að þæfa sokka. Magnúsi
sárvorkenndi ég fyrir það hvað hann
tók út miklar sálarkvalir af skömm
eins og hann hefði verið staðinn að
einhverju ódæði. Þarna á meðan á
viðtalinu stóð rann upp fyrir mér
nýtt og sannara nafn á flokkinn.
Flæmingjaflokkurinn skal hann
heita framvegis í mínum huga. Þarna
fóru þessir tveir menn undan í flæm-
ingi í báðum þessum viðtölum. 75.
grein stjórnarskrárinnar hljóðar svo:
Öllum er frjálst að stunda þá vinnu
sem þeir kjósa sér. Þessu má þó setja
skorður krefjist almannahagsmunir
þess. Getur það brotið í bága við al-
mannahagsmuni að veiða fisk á smá-
bát með handfærum og línu? Brýtur
það ekki frekar í bága við almanna-
hagsmuni að valda lífríki hafsbotns-
ins varanlegum skemmdum?
Garðar Björgvinsson.
48 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
GRETTIR, KONUR
ERU RÁÐGÁTA...
RÁÐGÁTA SEM
ILMAR MJÖG VEL
OG HVER
HEFUR EKKI
GAMAN AÐ
ILMANDI
RÁÐGÁTUM?
FYRIRGEFÐU
HVAÐ ÉG
VARÐ REIÐ
ÚT Í ÞIG Í
GÆR ÚT AF
ENGU...
LÁRUS?
HANN Á
AFMÆLI Í
DAG!
TIL ÞESS AÐ SÝNA ÞÉR AÐ
ÉG STEND MEÐ ÞÉR, ÞÁ ER
ÉG KOMIN HINGAÐ TIL AÐ
SYNGJA AFMÆLISSÖNGINN
FYRIR BEETHOVEN...
HANN Á AFMÆLI Í DAG...
HANN Á AFMÆLI Í DAG..
HANN Á AFMÆLI HANN
LÁRUS...
NEI!
EKKI
KOMA
OFAN Í!
AF HVERJU
EKKI? ÉG ER AÐ
STIKNA!
VEGNA ÞESS
AÐ ÞÚ ÁTT EFTIR
AÐ FYLLA
LAUGINA AF
HÁRUM
HÆTTU
ÞESSU!
HEYRÐU!
HÆTTU
ÞESSU!
HÉLSTU AÐ
ÞÚ HEFÐIR
UNNIÐ? ÉG ÆTLA
EKKI EINU SINNI
AÐ SEGJA ÞÉR
HVAÐ ÉG GERÐI
FANNST PABBA
GAMAN AÐ FARA
Í GOLF Í DAG?
ÉG SPURÐI HANN EKKI. ÉG HEF
ÞAÐ FYRIR REGLU AÐ ATHUGA
KYLFURNAR ÁÐUR EN ÉG SPYR
NÚ,
AF
HVERJU?
EF AÐ ÞAÐ VANTAR EINHVERJA KYLFU
EÐA EINHVER ÞEIRRA ER BROTIN ÞÁ
SPYR ÉG HANN EKKI AÐ NEINU
SKRÍTIÐ! ÞAÐ
ER REIÐUR
TRÚÐUR AÐ
GANGA UPP
INNKEYRSLUNA
HJÁ OKKUR
Æ
NEI!
ÞAÐ ER ÚTRÚLEGT AÐ GASFYRIRTÆKIÐ
HAFI RÆST ÚT HELLING AF FÓLKI TIL ÞESS
AÐ ATHUGA LYKT SEM REYNDIST VERA
SKÍTUGUR KATTAKASSI
BETRA AÐ
VERA ÖRUGGUR
OG NÚNA
GETUM VIÐ
FARIÐ AÐ SOFA
ÁN ÞESS AÐ
VERA HRÆDD
UM AÐ HÚSIÐ
SPRINGI
OG SÍÐAN
VIÐ ÞRIFUM
KASSANN, ÞÁ
HEFUR LYKTIN
SKÁNAÐ TIL
MUNA HÉRNA
INNI
MIKIÐ ER
ÉG FEGIN
KETTIRNIR ERU
ÞAÐ LÍKA
ANSANS! ÉG ER
OF SEINN!
LÆKNIRINN ER
KOMINN TIL AÐ TAKA
AÐRA BLÓÐPRUFU
VAKNAÐU
PETER
EF HANN SÉR AÐ ÉG
ER HORFINN ÞÁ TENGIR
HANN MIG KANNSKI VIÐ
SLOPPAMANNINN
dagbók|velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
FerdinandAÐALFUNDUR félagsins Ísland –
Palestína skorar á íslensk stjórn-
völd að fara þegar í stað að for-
dæmi norsku ríkisstjórnarinnar og
viðurkenna palestínsku þjóðstjórn-
ina tafarlaust. Það væri framlag til
friðar og réttlætis fyrir botni Mið-
jarðarhafs, segir í ályktun sem
samþykkt var á aðalfundinum í
Norræna húsinu 21. mars.
Um afstöðu norsku ríkisstjórn-
arinnar segir: „Hún hefur við-
urkennt þjóðstjórnina. . ., rofið við-
skiptabannið og bundið þar með
enda á refsiaðgerðir af sinni hálfu
gagnvart íbúum herteknu svæð-
anna sem verið hafa við lýði í kjöl-
far kosninganna í janúar 2006.
Það er smánarblettur á Vest-
urlöndum að hafa fylgt Ísr-
aelsstjórn í því að refsa Palest-
ínumönnum fyrir að hafa kosið
öðruvísi en þessum stjórnvöldum
líkar,“ segir í ályktun fundarins.
Íslensk stjórnvöld fari
að fordæmi Norðmanna
Á FULLTRÚAFUNDI skógrækt-
arfélaganna í Norræna húsinu 17.
mars sl. var undirritaður víðtækur
samstarfssamningur á milli Olís og
Skógræktarfélags Íslands.
Samningurinn lýtur að stuðningi
við skógrækt og samvinnu vegna
uppbyggingar á skógræktarsvæðum.
Þá felur hann í sér útgáfu á Hópa-
korti Olís, sem sent verður öllum fé-
lagsmönnum skógræktarfélaganna.
Kortið veitir þeim ýmiss konar af-
slátt í verslunum Olís, m.a. verulegan
afslátt af bensíni, en auk þess mun
Olís greiða SÍ ákveðna prósentu af veltu félagsmanna. Magnús Jóhann-
esson, formaður Skógræktarfélags Íslands, og Sigurður K. Pálsson, mark-
aðsstjóri Olís, skrifuðu undir samninginn við upphaf fulltrúafundarins.
Samstarfsamningur milli Skóg-
ræktarfélags Íslands og Olís
Sigurður K. Pálsson, markaðstjóri Olís
(t.v.) og Magnús Jóhannesson, formaður
Skógræktarfélags Íslands (t.h.) skrifa
undir samninginn.