Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 50
Það er þó ekkert klisjukennt við ástina í meðförum Ólafar. … 57 » reykjavíkreykjavík LÍFIÐ – notkunarreglur er ævintýri. Um ást, meðal annars. Kannski um það sem er, en líka um það sem bíður mannsins, eða það sem mað- urinn heldur að bíði hans. Þorvaldur segir leikritið ekki hefðbundið en þó ef til vill hefðbundnara í sínum augum en flest annað. Jafnvel frekar en vel gert stofu- drama, því það sé tiltölulega ný hugmynd. „Þetta er í rauninni eins og miðaldasögurnar þar sem fólk ferðast um Evrópu og segir sögur á kvöldin. Það er eitthvert alskemmtilegasta form sem ég þekki; ég hef alltaf verið heillaður af því og kannski er ég að gera tilraun til þess að nálgast upphafið í sagnamennskunni, því ég sakna hennar. Ég held við þurfum mjög mikið á henni að halda því hún útskýrir svo margt án þess að útskýra; svarar mörgu án þess að tala niður til okkar.“ Sýningin er unnin í samvinnu Leikfélags Ak- ureyrar og útskriftarárgangs leiklistardeildar Listaháskóla Íslands og er lokaverkefni nem- enda við deildina. Þorvaldur samdi verkið sér- staklega fyrir þann hóp. Þorvaldur segist hafa beitt sömu vinnu- brögðum að þessu sinni og þegar hann skrifaði leikritið … and Björk of course. „Sú aðferð reyndist mér mjög vel. Að byrja ekki á því að fá hugmynd að sögu og vinna í henni, heldur leyfa verkinu að kvikna út frá öllum þeim textum sem mér fannst skemmtilegir þá stundina.“ Þegar Þorvaldur fór að gera ráð fyrir tónlist rifjaðist upp sá gamli draumur að vinna með Megasi og það varð ofan á að Magnús Þór samdi lög fyrir verkið en Magga Stína stjórnar tónlistarflutningnum og tekur þátt í honum. Leikarar í sýningunni eru Guðjón Davíð Karlsson, Ólafur Steinn Ingunnarson, Páll Sig- þór Pálsson, Þráinn Karlsson, Vignir Rafn Val- þórsson, Sigrún Huld Skúladóttir, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Sara Marti Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Kristín Þóra Haralds- dóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Anna Svava Knútsdóttir og Hallgrímur Ólafsson. Sýnt er í Rýminu og í fyrsta skipti hannar Þorvaldur búninga og leikmynd, sem hann seg- ir hafa verið lærdómsríkt. „Það getur verið snúið fyrir leikstjórann og leikarana að hafa höfundinn alltaf nálægan; ég er reyndar til staðar ef þau vilja spyrja mig um eitthvað beint, en svo getur verið að maður segi of mik- ið.“ En niðurstaðan er sú, telur leikskáldið, búninga- og leikmyndarhönnuðurinn, að áhorf- endur geti átt von á mikilli upplifun. „Verkið gerist í ótilgreindum tíma í ótil- greindu landi eins og ævintýrin, sem börnin eiga mjög auðvelt með að labba inn í og við í raun líka þó að við séum ef til vill hætt að átta okkur á því. Einu sinni var fátækur bóndason- ur … virkar um leið; börnin búa til myndir. Þau leyfa sér að líða inn í þennan heim. Samt hefur enginn séð fátækan bóndason!“ Það dásamlega við leikhús er, segir hann, að ef höfundurinn og leikararnir treysta áhorf- andanum getur allt gerst. „Það er alltaf talað um hvað við leikhúsfólkið erum að skapa en ég er ekki í vafa um það, að ekkert af því er raun- verulega einhvers virði – ekki nema þá það að gaman sé hjá okkur á æfingatímanum – fyrr en áhorfandinn mætir. Og ekki bara vegna þess að hann er kominn og við getum þá farið að sýna, heldur vegna þess að áhorfandinn skapar óhjákvæmilega sýninguna; hver og einn hefur sitt sjónarhorn og raðar öllu saman. Ef vel tekst til er sýningin vel útfært hlaðborð þar sem þú getur, án þess að efast um sjálfan þig, raðað saman kræsingunum. Þannig verður sýningin til.“ Lífið – notkunarreglur er einmitt hugsað til þess að áhorfendur fái úr mörgu að moða, segir Þorvaldur. Hann telur hægt að sjá sýninguna oft og upplifa misjafnlega í hvert skipti með því að reyna nýtt sjónarhorn hverju sinni. Þegar spurt er um notkunarreglur um lífið og hvort þær skorti svarar Þorvaldur neitandi. Telur raunar til of mikið af þeim. „Ég býð ekki upp á nýjar reglur og þær sem dregnar eru fram í þessu verki eru kunnuglegar og kannski óttalegar.“ Hann veltir því fyrir sér hvaðan sú hugmynd kemur að alltaf verði að halda áfram; að aldrei sé komið nóg. „Ég held menn kannist óþægi- lega við það, þó að þetta sé tímalaust verk. Og um leið vona ég að við gefum möguleika á því að vekja grunsemdir um eitthvað sem gæti nýst okkur sem val; ekki sem reglur heldur lífsmáta; kjark til þess sem kallað er að skera sig úr. Í því felst alltaf ákveðinn tvískinnungur; að það sé hættulegt eða vandamál og kalli á alls konar viðbrögð, yfirleitt neikvæð, og að menn verði fyrst að sanna sig áður en þeir geti skorið sig úr. Samtímis er þetta fólkið sem við treyst- um hvað mest á.“ Það er sem sagt bent á þann möguleika að stoppa, að komið sé nóg. „Að þetta sé bara orð- ið fínt!“ segir Þorvaldur. Heimurinn virðist reyndar ekki hafa áttað sig á þeim möguleika. Leikritið gerist í skógi og fjöllin blasa við. „Öllum liggur lífið á að komast áfram og yfir vatnasvæðið og upp fjöllin,“ segir hann. Í leik- ritinu er sungið: Tign okkar býr á þar þar þar- næsta tindi. „Fjallið er hins vegar alltaf jafn langt í burtu, alveg sama hvað þeir labba.“ Hann segir sífellt verið að stilla upp ein- hverjum tindum, „og ég verð satt að segja skelfingu lostinn í hvert skipti sem ég heyri um hvatafyrirlesara sem eru að hjálpa fólki að skerpa sýnina á eitthvað sem er ekki hér; eins og ekki sé nóg horft fram á við, nóg glápt út í buskann þar sem eitthvað á að bíða. Mér finnst þetta gegnsýra alla okkar menningu og þegar svona allegóría er skrifuð hlýtur að koma upp sú spurning hvort þetta sé ekki bara einhver misskilningur. Hverju erum við að fórna? Fólk er á ferðalagi en ekki í leit að einhverjum stað heldur að sjálfu sér, hvað að öðru og að sam- bandi við annað fólk“. Þorvaldur segir fallegar ástarsögur í verk- inu. „Mér finnst allar persónurnar kalla á sam- úð og skilning, hversu ólánlegar sem þær birt- ast, og þannig finnst mér reyndar allt fólk vera. Það er augljóst núna að fólk sem ég vissi að væri ekki gott fólk, væri skrýtið eða gerði ein- tóma dellu, til dæmis hér á Akureyri, er alls ekki svoleiðis. Á fullorðinsárum kemst maður að því að þetta fólk er fyrst og fremst áhuga- vert.“ Þorvaldur segir alla þekkja þessar aðstæður og í söngnum og sögunum rifjist upp fyrir fólki þau gömlu sannindi að góð saga býr yfir meiri sannleika og meiri upplýsingum en sagna- meistarinn sjálfur gerir sér grein fyrir. „Hún er yfirleitt stærri en við og þess vegna er hún óháð tíma og rúmi. Eins og ævintýrin.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ÆVINTÝR KJARTAN RAGNARSSON LEIKSTÝRIR FYRSTA SINNI HJÁ LA, MEGAS HEFUR EKKI ÁÐUR SAMIÐ TÓNLIST VIÐ LEIKRIT OG ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON SEMUR Í FYRSTA SKIPTI VERK FYRIR LEIKFÉLAGIÐ Í SINNI GÖMLU HEIMABYGGÐ; LÍFIÐ – NOTKUNARREGLUR, AUK ÞESS AÐ HANNA LEIKMYND OG BÚNINGA. SKAPTI HALLGRÍMSSON RÆDDI VIÐ ÞORVALD.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.