Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 29
Sem fyrr segir eru 1.700 afkom- endur Árna Þorvaldssonar á lífi, af þeim eru 175 í Vesturheimi. Cheryl er spurð að hvaða leyti hún upplifi sig íslenska, að útlitinu frátöldu. „Ég veit að í mér er sama þrjósku- taugin og fékk Kristínu til þess að ríða hesti sínum yfir endilangar hraunbreiður í leit að nýju lífi – spurðu bara manninn minn! Og ég held ég sé haldin sama fróðleiks- þorsta og Íslendingar; þessari áráttu að skoða og skrá sögur forfeðranna, rétt eins og höfundar Íslendinga sagnanna. Kannski er ég að reyna að gera einmitt það sama og þeir, að safna sögum um fortíð okkar og sam- tíð handa fólki framtíðarinnar. Sterkur maður, sterkar konur Árni Þorvaldsson (1824–1901) var samkvæmt heimildum einn mesti skipaeigandi á Suðurnesjum undir lok 19. aldar, og rak bæði útgerð og stórbýli. Auk þess gegndi hann ýms- um trúnaðarstöðum í samfélaginu, bæði suður með sjó og eftir að hann flutti ásamt fjölskyldu sinni að Innra- Hólmi árið 1884. „Hann var einn af mestu mönnum sinnar tíðar, eftir því sem mér skilst. En hann var líka ráð- ríkur og vildi til dæmis að dæturnar Gunnvör og Kristín giftust auðugum landeigendum í sveitinni. En þær gerðu uppreisn og flýðu annað,“ seg- ir hún, stolt yfir festu kvennanna. „En ýmiss konar harmur laust líka fjölskyldu Árna, til að mynda gróf hann sjálfur tvö af börnum sínum, sem létust á unglingsaldri í misl- ingafaraldri. Þá dáðist fólk að styrk hans,“ segir Cheryl. Sex af börnum Árna náðu fullorðinsaldri og um af- komendur þeirra fjallar bókin. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 29 www.leikhusid.is sími 551 1200 Þjóðleikhúsið fyrir alla! LEG PÉTUR OG ÚLFURINN Allt að verða uppselt! Síðasta sýningahelgi! HÁLSFESTI HELENU Sýningum lýkur í apríl! SITJI GUÐS ENGLAR Sýningar sunnudag kl. 14.00 og 17.00 ÍMYNDUNAR- VEIKIN EÐA ÞÖGN MOLIÈRES Mögnuð gestasýning frá Frakklandi í kvöld á Stóra sviðinu Kanadískt verðlaunaleikrit! Frumsýning 14. apríl „Þetta er Borat leikhúsanna“. Addi, hugi.is „Þetta leikrit er algjör snilld“. blog.central.is/hunangskoddi „Yndislega geggjaður og "morbid" húmor“. Lísa Páls, Rás 2 „Tónlistin sem Flís sá um var æðisleg... ég hlakka sjúklega til að komast yfir diskinn“. Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is „Leg er eiginlega skylduáhorf... drepfyndin og góð sýning“. Ingimar B, Blaðið „Leg er skemmti-legasta leikrit sem ég hef séð“. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, Fréttablaðið Kristrún, Fréttablaðið Geisladiskurinn kominn í verslanir / 12 tónar athygli á fordómum, sem það verður fyrir. x x x Víkverja þótti dálítið skondið að sjá í fjöl- miðlum í gær að borgarráð Reykjavíkur fagnaði mjög samþykkt stjórnar Faxaflóa- hafna, þar sem fyr- irtækið býðst til að leggja Sundabraut. Formaður borgarráðs er nefnilega sá sami og formaður stjórnar Faxaflóahafna, hinn ötuli borgarfulltrúi Framsóknar, Björn Ingi Hrafnsson. Ojæja. Víkverji fagnar innilega því, sem Víkverji hafði að segja í gær. Honum fannst það gott hjá Víkverja. x x x Víkverji hefur fylgzt með deiluþeirra mjólkurforstjóranna Guðbrands Sigurðssonar og Ólafs Magnússonar hér á síðum blaðsins. Honum virðast röksemdir þess fyrr- nefnda vera í stuttu máli: Drögum úr samkeppni á mjólkurmarkaði til að búa okkur undir samkeppni á mjólk- urmarkaði. Finnst engum neyt- endum nema Víkverja þetta eitthvað skrýtin pólitík? Víkverji hefur tekiðeftir því að við- brögð við forsíðufrétt Morgunblaðsins í fyrradag, um það að feitar konur eigi erf- iðara með að finna vinnu en grannar, eru mjög mismunandi. Flestum, sem Víkverji talar við, rennur til rifja þetta óréttlæti og fordómar, sem feit- lagnar konur verða fyrir. Börkur Gunn- arsson rithöfundur skrifaði hins vegar í bloggfærslu á blog.is: „Hvaða frétt er þetta? Forsíðufrétt? Má búast við því að það verði forsíðufrétt hjá Mogg- anum á næstu dögum að „Fólki með anorexíu líður oftar illa en heilbrigðu fólki“?“ Víkverji getur ekki skilið þetta öðruvísi en svo að Berki þyki það bara engin frétt að feitar konur verði fyrir mismunun á vinnumarkaði; það sé jafnsjálfsagður hlutur og að fólki með anorexíu líði illa. Eða hvað? Þriðju viðbrögðin eru svo þau að hneykslast á Morgunblaðinu fyrir að gera með þessari frétt lítið úr feitum konum. Þau viðbrögð skilur Víkverji ekki heldur. Það er ekki verið að gera lítið úr fólki með því að vekja       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Jón Ingvar Jónsson bregður á leik: Limran sem lýðum er kær er ljóðform með skammlínur tvær. Þessi er ekki með þær. Þegar Erlendi Hansen á Sauð- árkróki dettur eitthvað í hug, þá er það jafnan í bundnu máli. Eins og þetta um „yfirgjammara“: Talar ótt með orðaglans, ekkert frjótt um skrafar. Svipvindóttu svörin hans, svífa hljótt til grafar. Um daginn, þegar Framsókn rumskaði, var eins og hvíslað að Helga Seljan: Vill nú galvösk sjá að sér, sjálfráð verða líka, maddaman því orðin er afturbatapíka. Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd yrkir: Heimaveröld böðla og búra birtir fólki gæðin treg. Sjá má víða svarta múra setta þvert á lausnarveg. Þeir sem aðra kjósa að kúga komast fljótt í valdahæð. Líkt og iglur soltnar sjúga saklaust blóð úr hverri æð. Sunnudaginn 1. apríl verður hag- yrðinga- og söngskemmtun í íþrótta- húsinu á Flateyri í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Guð- mundar Inga Kristjánssonar, skálds á Kirkjubóli. Þeir hagyrðingar sem koma fram eru Jón Jens Krist- jánsson í Hjarðardal, Snorri Sturlu- son Súgandafirði, Bjargey Arnórs- dóttir Reykhólahreppi, Sigurður Sigurðarson Selfossi og Helgi Björnsson Borgarfirði. Stjórnandi verður Jóhannes Kristjánsson eft- irherma. Ágóðinn til styrktar útgáfu á ljóðabókum skáldsins. VÍSNAHORNIÐ Orðaglans og múrar pebl@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.