Morgunblaðið - 23.03.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.03.2007, Qupperneq 22
|föstudagur|23. 3. 2007| mbl.is daglegtlíf heryl Redmond blæs til ætt- armóts hér á landi í sumar, þar sem fræðilega gætu mætt 1.700 manns. » 28 daglegt líf Gallo er stærsta vínfyrirtæki í heimi. Nýlega kom Cal Denn- ison, yfirvíngerðarmaður Gallo, í heimsókn til Íslands. » 28 vín Fjölskylda á Njálsgötunni gefur lesendum uppskrift að kara- mellupasta og marsípanköku með vínberjum. » 24 matur Frítími minn er undirlagðuraf leiklist, ýmist vegnaleiksýninga eða leiklist-arnámskeiða, svo það gefst ekki mikið færi á að sinna mörgu öðru. Ég get ekki slakað mik- ið á um helgar því ég þarf að mæta í skólann á laugardagsmorgnum, en ég er í námi með vinnu í Háskóla Reykjavíkur, læri þar allt um verð- bréfamiðlun. En þegar ég mögulega kem því við þá hef ég afskaplega gaman að því að fara í leikhús og sjá aðra leika. Síðast sá ég Svartan kött hjá Leikfélagi Akureyrar, sem var frábær sýning. En þegar ég fæ smugu til að slaka á þá leggst ég upp í sófa og horfi á Friends-þættina. Ég fékk seríurnar tíu í jólagjöf og mér miðar ágætlega, ég er komin í þá sjöttu,“ segir Anna Bergljót Thor- arensen sem er komin með smá- spenning í magann, en hún leikur í Eplum og eikum, íslenskum gamanleik með söngvum sem leikfélagið Hug- leikur frumsýnir í kvöld. „Ég byrjaði í Hug- leik fyrir fjórum ár- um en það kom þannig til að þegar ég var lítil, kannski á milli átta og tólf ára, þá var vinkona mömmu minnar að leika hjá Hugleik og mamma tók mig allt- af með á sýningar. Hún upplýsti mig um að vinkona hennar væri áhuga- leikari sem gerði þetta í frístundum sínum. Þetta kveikti hjá mér leiklist- arbakteríuna og sú fluga flaug í hausinn á mér að ég gæti kannski gert þetta líka. Ég hef því stefnt leynt og ljóst að því að verða Hug- leikari frá því ég var átta ára.“ Þriðja stóra sýningin Epli og eikur er þriðja stóra sýn- ingin sem Anna Begga tekur þátt í en hún hefur líka leikið í nokkrum einþáttungum, en leikfélagið Hug- leikur stendur fyrir mánaðarlegum dagskrám í Þjóðleikhúskjallaranum. Anna Begga segir að leikfélagið Hugleikur sé einn sá besti fé- lagsskapur sem hægt er að komast í. „Þarna er fullt af skemmtilegu fólki og ég er alltaf að kynnast nýjum manneskjum og eignast nýja vini í gegnum þetta félag.“ Anna Begga leikur Rakel í sýn- ingunni Epli og eikur sem fjallar um ástir og áhugamál nokkurra ein- staklinga sem tengjast ýmsum böndum. „Rakel er 18 ára og á sér þann draum æðstan að verða glæpa- kvendi, en það gengur brösuglega hjá henni að fá inngöngu í glæpa- heiminn.“ Anna Begga segist vera ferða- lagasjúk og hún hefur heimsótt um 30 lönd um víða veröld. Hún er á leið í heimsreisu í haust. „Ég ætla annaðhvort að vera í fjóra mánuði í Afríku eða fara í heilt ár til Afríku, Asíu, Ástralíu og Suð- ur-Ameríku. Ég er að leita að ferða- félaga,“ segir Anna Begga sem flakkaði um Kúbu í nokkrar vikur með bakpoka í félagsskap fjögurra karlmanna. „Það var mjög sérstakt að upplifa menninguna og lífið á Kúbu, sér- staklega þegar við vorum komin út fyrir Havana. Við gistum í heima- húsum og kynntumst því hverdags- lífi fólksins.“ Hugleikkona gerist glæpakvendi Þriggja vikna flakk um Kúbu er eftirminnilegasta ferðalagið hennar en skemmtilegast finnst Önnu Bergljótu Thorarensen að leika með Hugleik. Kristín Heiða Kristinsdóttir heyrði í ferðalagasjúkri leikkonu sem slakar á með því að horfa á Friends-þætti. Skærir litir einkenndu fatnað sumra mexíkóskra hönnuða sem sýndu fatalínur sínar fyrir næsta haust og vetur á tískuvikunni í Mexíkóborg fyrir skömmu. Þar á bæ veigruðu hönnuðir sér ekki við að nota dúska og annað í svipuðum dúr til að lífga upp á flíkurnar. Útkoman er skemmtilega glaðlegur fatnaður. Vetur Loðkraginn kann að henta vel í íslensk- um vetrarkulda en ekki er víst að þá gangi að vera með bert á milli. Hönnun Grypho. Gleði Mexíkóski hönnuðurinn Carmen Rion ákvað að láta litagleðina vera allsráð- andi í sinni línu fyrir næsta vetur. Reuters Skraut Hönnuðurinn Carmen Rion er óhrædd við að nota dúska og annað til að lífga upp á hönnunina. Teiknimyndinni Finding Nemo, af því að hún er ótrúlega skemmtileg, aftur og aftur. Kaffihúsinu Litla ljóta andarunganum í Lækjargötu, af því að þar er skemmtilegt andrúmsloft og gott að setjast þar niður til að spjalla. Göngutúr um Fossvogsdalinn, af því að það er æðislegt svæði sem tengist æskuminningum hennar. Bíltúr austur fyrir fjall, helst að farið sé um Þrengslin, komið við á Selfossi og ís keyptur í sjoppunni undir brúnni. Helgarferð til Rómar, af því að Róm er stórkostleg borg. Anna Bogga mælir með Epli og eikur Anna Begga í miklum ham í gamanleiknum. Litagleðin allsráðandi í Mexíkóborg Ljóst Fyrirsæta í kápu sem hönnuð er af mexíkananum Andre Badi Morgunblaðið/Árni Sæberg Epli og eikur: Frumsýning í kvöld kl. 20 í Möguleikhúsinu við Hlemm. www.hugleikur.is Afslöppun Þegar Anna Bergljót fær smugu til að hafa það notalegt og taka því rólega leggst hún upp í sófa og horfir á Friends þættina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.