Morgunblaðið - 23.03.2007, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.03.2007, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á FIMMTUDAG í síðustu viku var farið í ferð á nokkrum jeppum yfir hálendi Íslands. Safnast var saman á Egilsstöðum og haldið þaðan sem leið lá upp á Fljótsdalsheiði og upp að Snæfellsskála. Þaðan var haldið fram hjá Þjófahnjúkum og farið upp Eyjabakkajökul í átt að Grímsfjalli og þar var gist í skála Jöklarannsóknafélags Ís- lands. Morguninn eftir var haldið af fjallinu og niður af Tungnárjökli og komið við í Jökulheimum en þaðan var haldið fram hjá Ljósu- fjöllum í átt að Hrauneyjum og þar tekin olía. Þegar búið var að tanka var farið yfir Þjórsá í átt að Hofsjökli en þar stendur skálinn í Setri í eigu 4x4 klúbbsins og þar var áð yfir nótt. Á laugardaginn var farið austur fyrir Hofsjökul um Kvíslárveitur í átt að Laug- arfelli en þar var grillað dýrindis fjallalamb að hætti Fjalladýrðar á Fjöllum en yfirkokkur var enginn annar en Villi í Möðrudal, eins og segir á vefsíðunni vopnafjordur.is Svo fór mannskapurinn í laugina til að skola af sér jöklarykið þrátt fyrir að úti væri 15 stiga frost og töluverður vindur. Morguninn eftir var farið til austurs, í átt að Bárð- ardal og farið þar niður og þjóð- vegurinn ekinn heim á leið. Í þessari ferð voru félagar í 4x4 klúbbnum á Austurlandi og björg- unarsveitarmenn frá Vopnafirði. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Að Laugarfelli Þar var grillað og farið í laugina í 15 stiga frosti. Stóri hálendishringurinn VELFERÐARSVIÐ Reykjavík- urborgar samþykkti á síðasta fundi sínum að sviðið hefði milligöngu um undirbúning að starfatorgi fyr- ir eldri borgara í Reykjavík. Nýverið opnaðist möguleiki fyrir aldraða á að vinna sér inn allt að 300.000 kr. á ári án þess að það skerti lífeyri. Með því gefst eldri borgurum tækifæri til að taka að sér hlutastörf, tímabundin störf eða sérstök verkefni eftir því sem henta þykir. Í nýlegri rannsókn Capacent kemur fram að eldri borgarar hafa áhuga á meiri þátttöku í samfélag- inu og 25% þeirra hafa áhuga á að vinna lengur. „Reykjavíkurborg er stór vinnu- staður, þar vantar m.a. fólk til starfa á leikskólana, frístundaheim- ilin, í liðveislu, heimaþjónustuna, stuðningsvinnu ýmiss konar og margt fleira,“ segir í frétt frá Vel- ferðarsviðinu. Stefnt er að því að starfatorgið geti orðið að veruleika þann 1. sept- ember næstkomandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tækifæri Með nýjum reglum skap- ast möguleikar fyrir eldri borgara. Starfatorg eldri borgara ÞJÓÐMINJASAFN Íslands sendir nú út spurningaskrá um skipasmíðar til tréskipasmiða og járnskipasmiða um allt land. Skipasmíðar eiga nú mjög undir högg að sækja og tréskipasmíði hefur lagst alveg niður, að frátalinni dálítilli smábátasmíði. Smíði stálskipa er nálega engin og má heita að hún hafi öll flust úr landi, segir í frétt frá Þjóðminjasafni, en safnið hefur frá því um 1960 safnað heimildum um þjóðhætti með spurningaskrám. Ágúst Georgsson þjóðháttafræðingur stýrir söfn- uninni, en hann var áður forstöðumaður Sjóminjasafns Íslands og er nú fagstjóri þjóðháttasafns Þjóðminja- safnsins. Í spurningaskránni er fólk beðið um að segja frá sinni eigin reynslu á þessum vettvangi. Ennfremur er stefnt að við- tölum við ákveðinn fjölda skipasmiða með bestu hljómgæðum til að varð- veita upptökurnar. Akkur, Styrktar- og menningarsjóður vélstjóra og vél- fræðinga, styrkti gerð viðtalsþáttarins. Þjóðhættir um skipasmíðar Eikarbátur í eigu Hvalasiglingar. ÍSLANDSMÓT iðnnema fer fram á 1. og 2. hæð Kringlunnar í dag, föstudag. Mótið hefst klukkan 10 f.h. og stendur fram eftir degi. Verðlaunaafhending fer fram á Torginu kl. 17.30. Keppt verður í eftirtöldum grein- um: Málmsmíði, trésmíði, málun, múrverki, dúklagningu, pípulögn- um, snyrtifræði, hársnyrtingu, grafískri miðlun og ljósmyndun. Mikill áhugi hefur jafnan verið á þessari keppni í Kringlunni. Iðnnemar keppa YFIR 550 starfsmenn Eimskips og dótturfélaga fljúga út í dag í tveggja daga óvissuferð. Spenna ríkir meðal starfsfólks um hvert verður farið og hafa sumar deildir komið af stað léttu veðmáli um fyr- irhugaðan áfangastað og leita allra leiða til að komast að því hvert ferðinni er heitið. Í fyrra var farið til Montreal í Kanada og árið 2005 var haldið til Búdapest í Ungverja- landi. Óvissuferð GERÐUR Gests- dóttir mannfræð- ingur hefur verið ráðin til starfa í Níkaragúa á veg- um Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands. Hún verður sérfræð- ingur ÞSSÍ á sviði félagslegra verkefna og hefur hafið störf. Hún hefur verið verkefnastjóri fræðslu- deildar Alþjóðahúss síðustu ár en jafnframt stundakennari í meist- aranámi í þróunarfræðum við HÍ. Til Níkaragúa Gerður Gestsdóttir fermingargjöf Flott hugmynd að ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 31 82 4 03 /2 00 5 Silva 8x20 Vandaður sjónauki í vasann. Stækkar 8 sinnum. 3.990 kr. SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 KRISTINN Björnsson, fv. for- stjóri Skeljungs hf., hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi yfir- lýsingu: „Ég hef orðið var við að orð, sem féllu af minni hálfu í Kast- ljósi Ríkissjónvarpsins sl. þriðjudag hafa valdið titringi manna á meðal. Einkum mun þar vera um að ræða setningar þar sem ég lýsi yfir því að sam- skipti á milli forstjóra olíufélag- anna hafi verið minni á rann- sóknartímabilinu 1993–2001 en eru á millum bankastjóra bank- anna og á milli rekstraraðila helstu matvöruverslana í dag. Þarna átti ég við að samskipti forstjóra olíufélaganna á téðu tímabili hafi ekki verið óeðlilegri þá en samskipti á milli forráða- manna stórra fyrirtækja í sömu atvinnugrein eru í dag. Ég hef alltaf átt erfitt með að skilja þá túlkun samkeppnisyfirvalda að öll samskipti og jafnvel samtöl á milli manna hjá ol- íufélögunum á nefndu tímabili hafi verið óeðlileg eða ólögleg. Í hita leiks- ins í viðtali mínu við viðmælanda minn í Kastljósi sjónvarpsins gáði ég ekki að mér að botna almenni- lega þá hugsun mína að ekkert væri óeðlilegt við sjálfsögð sam- skipti á milli forráðamanna fyr- irtækja í sömu starfsgreinum. Þess vegna hefur sá misskiln- ingur vaknað að ég sé að gera því skóna að eitthvað sé athuga- vert við samskipti viðskipta- banka sín á milli eða hjá mat- vöruverslunum. Ég vil leiðrétta þann misskilning. Ég tel þvert á móti að svo sé ekki og kem því hér með á framfæri. Rétt eins og það var ekkert óeðlilegt, að mínu mati, að forstjórar Skelj- ungs og Esso ræddu sín á milli á nefndu tímabili um sameiginleg- ar eignir eins og olíustöðina í Örfirisey eða forstjórar allra fé- laganna um sameiginlegar fast- eignir á Keflavíkurflugvelli, svo einhver dæmi séu nefnd. Finnur Árnason, forstjóri Haga hf., skrifar grein í Mbl. og Fbl. í dag og talar í hæðnistóni um mig og mína persónu. Mín vegna má hann það. Ég óska honum og fyrirtækjum undir hans stjórn alls góðs. Finnur er öflugur stjórnandi, kotroskinn og fumlaus. Mér þykir miður að hafa komið honum úr jafnvægi með orðum mínum. Misskilning- ur hans um einhverja smjörklípu af minni hálfu er hér með leið- réttur.“ Misskilningur leiðréttur Kristinn Björnsson heimsótti ráðhúsið í Reykjavík í gær til að vera viðstödd undirskrift samkomulags til þriggja ára um stuðning borgaryfirvalda við Hin- segin daga, hátíð samkynhneigðra í borginni. Samningurinn hljóðar HANN kann að vera borgarstjóri í Reykjavík en Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson veit að kóngafólk ætlast til að því sé sýnd tilhlýðileg virðing. Vilhjálmur tók því vel á móti „drottningunni af Viðey“ er hún upp á tólf milljónir króna, þ.e. Reykjavíkurborg styrkir hátíðina um fjórar milljónir króna ár hvert næstu þrjú árin, en það er veruleg hækkun á stuðningi borgarinnar frá því sem áður var. Morgunblaðið/Sverrir Borgin styður Hinsegin daga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.