Morgunblaðið - 23.03.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 23.03.2007, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vegna dræmrar þátttöku, hefur stjórn félagsins ákveðið að opna samkeppnina fyrir utanfélagsmenn. Ég bið að heilsa Samkeppni 2007 Árið 2007, eru 200 ár liðin frá fæðingu Jónsar Hallgrímssonar. Í tilefni af því verður haldin samkeppni um gerð bútasaumsteppa unnum útfrá ljóði Jónasar, Ég bið að heilsa. Hægt er að senda inn teppi í hefðbundnum flokki og óhefðbundnum. Stærð teppa skal vera 120 x 120 cm. Hver höfundur má senda inn að hámarki 2 verk í hvorum flokki, en færri ef vill, einnig má velja að keppa aðeins í öðrum flokknum. Texti ljóðsins má vera ísaumaður eða áþrykktur í verkinu, jafnt stök orð, valdar setningar, eitt vísuerindi eða ljóðið í heild (3 erindi). Fagleg nefnd velur úr innsendum teppum og verða teppin sýnd í Gerðubergi í byrjun maí í tengslum við aðalfund hins Íslenska bútasaumsfélags. Sjá nánar þátttökureglur á www.gerduberg.is og www.butasaumur.is Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð fær 27,6% atkvæða og 17 þingmenn kjörna samkvæmt síma- könnun sem Capacent gerði fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið dag- ana 14. til 20. mars 2007. Miðað við könnunina eru tveir möguleikar á tveggja flokka stjórn, annars vegar stjórn Sjálfstæðisflokks og VG og hins vegar stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin með 30 þingmenn Samkvæmt könnuninni fær Sjálf- stæðisflokkurinn 36,2% atkvæða og 25 þingmenn. VG er næststærsti flokkurinn og fær 27,6% atkvæða og 17 þingmenn. Samfylkingin fær 19,7% atkvæða og 13 þingmenn. Framsóknarflokkurinn fær 8,6% at- kvæða og fimm þingmenn. Frjáls- lyndi flokkurinn fær 6,6% atkvæða og þrjá þingmenn. Aðrir flokkar fá 1,3% atkvæða og engan þingmann kjörinn. Mest fylgi við D-lista Í Reykjavíkurkjördæmi suður fær Sjálfstæðisflokkurinn 41,1% at- kvæða, VG 30,7% atkvæða, Samfylk- ingin 17,8% atkvæða, Frjálslyndir 5,2% atkvæða, Framsókn 3,7% og aðrir flokkar 1,5% atkvæða. Skiptingin er svipuð í Reykjavík- urkjördæmi norður. Þar fær Sjálf- stæðisflokkurinn 40,0% atkvæða, VG 27,1%, Samfylkingin 22,7%, Frjáls- lyndir 5,1%, Framsókn 3,3% og aðrir flokkar 1,8% atkvæða. Í Suðvesturkjördæmi fær Sjálf- stæðisflokkurinn 46,2% atkvæða, VG 21,9%, Samfylkingin 19,9%, Frjáls- lyndir 6,7%, Framsókn 4,2% og aðrir flokkar 1,1% atkvæða. Í Norðvesturkjördæmi fær Sjálf- stæðisflokkurinn 29,9% atkvæða, VG 29,3%, Samfylkingin 20,0%, Fram- sókn 12,0%, Frjálslyndir 7,3% og aðr- ir flokkar 1,5% atkvæða. Í Norðausturkjördæmi fær VG 36,0%, Sjálfstæðisflokkurinn 28,5%, Samfylkingin 15,0%, Framsókn 16,2%, Frjálslyndir 3,7% og aðrir flokkar 0,5%. Í Suðurkjördæmi fær Sjálfstæðis- flokkurinn 32,0% atkvæða, Samfylk- ingin 24,6%, VG 19,2%, Framsókn 15,6%, Frjálslyndir 5,9% og aðrir flokkar 2,8% atkvæða. 44,6% karla og 31,1% kvenna kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 21,4% karla og 32,5% kvenna VG, 17,6% karla og 23,0% kvenna Samfylkinguna, 8,2% karla og 7,3% kvenna Framsókn, 6,9% karla og 4,3% kvenna Frjáls- lynda og 1,3% karla og 1,8% kvenna aðra flokka. Í tilviljunarúrtakinu úr þjóðskrá voru 1.880 manns 18 til 75 ára. Svar- hlutfall var 61,6%. Allar fylgisgrein- ingar og útreikningar á þingmanna- fjölda byggðust á gögnum tveggja vikna.             !"# $ !"# $%!"# !"#      !"  #                           $  $  $    $       $      $ VG fengi 17 þingmenn Samkvæmt skoðanakönnun Capacent er tveggja flokka stjórn aðeins möguleg með þátttöku Sjálfstæðisflokks Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is LANDSKÖNNUNIN Heilbrigði og aðstæður Íslendinga sýnir að fólk er ekki jafn eindregið fylgjandi opinber- um rekstri hjúkr- unarheimila, heimahjúkrunar, endurhæfingar- stöðva, lækna- stofa, tannlækn- inga barna og fullorðinna og að hið opinbera reki sjúkrahús og heilsugæslustöðv- ar. Dr. Rúnar Vil- hjálmsson, prófessor við Háskóla Ís- lands, sem stjórnaði landskönnun- inni, benti á að einkarekstur nyti helst stuðnings við rekstur lækna- stofa og tannlækninga fullorðinna. Það kæmi ekki á óvart því þessi starf- semi væri einkarekin. „Ég túlka þetta þannig að fólk vilji sjá rekstrarlega ábyrgð helstu þjón- ustuþátta heilbrigðiskerfisins hjá ríkinu, sérstaklega varðandi stofn- anaþáttinn,“ sagði Rúnar. Hann sagði að niðurstaðan varðandi tann- heilsu barna hefði e.t.v. komið sér mest á óvart en 63,3% sögðu að sú þjónusta ætti að vera fyrst og fremst á hendi hins opinbera. „Hér virðist kallað með skýrum hætti eftir algerri stefnubreytingu,“ sagði Rúnar. Hann minnti á að tann- lækningar barna hefðu verið í blönd- uðu kerfi þar sem foreldrar gátu valið hvort börn þeirra nytu skólatann- lækninga eða færu á tannlæknastof- ur sem kostaði meira. Síðan voru skólatannlækningar lagðar af og nú fer þessi þjónusta einungis fram á tannlæknastofum. Tannlæknaþjón- usta við börn yngri en 18 ára er nið- urgreidd, en niðurgreiðsla Trygg- ingastofnunar miðast við gjaldskrá sem hefur ekki hækkað í samræmi við taxtana á tannlæknastofunum. Stuðningurinn greindur Rúnar benti einnig á að mikill minnihluti svarenda vildi að einkaað- ilar sæju fyrst og fremst um rekstur heilbrigðisþjónustu, sama hver þjón- ustuþátturinn var. Í þeim tilvikum sem fólk vildi að einkaaðilar kæmu að heilbrigðisþjónustu þá var það sem viðbót við hið opinbera. Mest fylgi væri við að einkaaðilar og hið opin- bera kæmu jöfnum höndum að rekstri læknastofa og var rúmlega 51% svarenda á því. Hvað varðar vilja fólks varðandi fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og stuðning þess við opinberan rekst- ur greindi Rúnar svörin nánar. Greiningin leiddi m.a. í ljós að heldur meiri stuðningur við opinberan rekstur var meðal eldra fólks heldur en meðal þess yngra. Fólk utan höf- uðborgarsvæðisins styður heldur meiri opinberan rekstur heilbrigðis- þjónustu en íbúar höfuðborgarsvæð- isins. Eins var meiri stuðningur við opinberan rekstur meðal lágtekju- fólks og þeirra með minnsta mennt- un. Öryrkjar og fólk með langvinn veikindi studdu einnig frekar en aðrir að hið opinbera axlaði rekstur heil- brigðisþjónustu í auknum mæli. Heldur fleiri konur en karlar vildu auka opinber útgjöld til heilbrigðis- þjónustu. „Fólk vill almennt ekki að sjúkling- ar borgi meira í þjónustugjöld en nú. Flestir vilja óbreytt ástand og næst- flestir að fólk borgi minna en nú. Það má segja að skilaboðin séu: Hingað og ekki lengra í gjaldtöku af sjúkling- um,“ sagði Rúnar. Landskönnunin var gerð með póstkönnun og fór fram á tímabilinu september til desember 2006 meðal Íslendinga, búsettra hérlendis, á aldrinum 18–75 ára. Einstaklingar voru valdir með slembiúrtaki úr þjóð- skrá. Fjöldi svarenda í landskönnun- inni var 1.532 og heimtur (svarhlut- fall) voru 60%. Ekki meiri gjaldtöku  !%       & "  ( &)*  % '   # "& '& ( )*  ("& '  (  '"& +#'*,)   -.'  ,  -* , / *0  / *, 12),  ,' 0  3 , ,   )' 0  12),  ,   +!%        %* %*   %    ! &!   '# ( 0  "&) 4 12* 5  ,6 70 2,6 5 ,6 8  8  8 8 8  8 8  8 8  8  8 8 8  8 8  8 8  8  8  8  8 8  8 8 8  8 8   %      (      ,,, (        !      ,,, # ,9:;<!<= > ,9   :2#=>  #02)) ,9 =) ",9?    @&A= =) ",9?    @&A=   ,9   :2#=> ,9 9A "&#9  8   8 ( #B- #( 0)) *C #) Rúnar Vilhjálmsson Fólk vill breytta tannlæknaþjón- ustu við börn Eftir Andra Karl andri@mbl.is TVEIR litháískir karlmenn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu vegna stórfellds þjófnaðar úr verslunum í Hafnarfirði og víðar. Þetta eru ekki fyrstu afbrot mann- anna á íslenskri grund, en þeir eru tiltölulega nýkomnir til landsins, því að í síðustu viku var öðrum þeirra sleppt úr gæsluvarðhaldi. Ákvörðun verður tekin um það í dag hvort gæsluvarðhalds verði óskað yfir mönnunum að nýju. Á föstudag í síðustu viku felldi hæstiréttur úr gildi úrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur um að litháískur karlmaður sætti gæsluvarðhaldi til tveggja vikna. Hann sætir þess í stað farbanni líkt og landi hans en báðir voru þeir handteknir vegna þjófnað- ar úr verslunum. „Síðan voru þeir teknir fyrir stórfelld hnupl úr versl- unum í Hafnarfirði og víðar og við handtókum fimm manns vegna þess máls,“ segir Ómar Smári Ármanns- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þremur þeirra var sleppt að loknum yfirheyrslum. Í kjölfar handtökunnar fór lög- regla í húsleitir og lagði hald á þýfi tengt málinu. Ómar Smári segir mennina hafi stolið dýrum vörum, s.s. fartölvum. Rannsókn lögreglu á umfangi málsins er hins vegar ekki lokið. „Þetta er framhald af málum sem við höfum verið að rannsaka og reynt að stoppa en fengum ekki sam- þykki fyrir því hjá hæstarétti.“ Grunur liggur auk þess á að menn- irnir séu viðriðnir fleiri mál, s.s. þjófnaði og jafnvel innbrot. Teknir fyrir stór- fellda þjófnaði Annar nýsloppinn úr gæsluvarðhaldi VONAST er til að samkomulag náist milli stjórnmálaflokka í dag um tak- markanir á útgjöldum og auglýsingum fyrir komandi alþingiskosningar. Framkvæmdastjórar flokkanna áttu fund í gærdag og var komist að nið- urstöðu um ákveðna tillögu sem í kjöl- farið var borin undir forystu flokkanna. Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, sagði í gærkvöldi að símasamband hefði verið á meðal framkvæmdastjóranna síðdegis í gær og í gærkvöldi, og hann er vongóður um að flokkarnir nái saman. „Ég er orðinn nokkuð bjartsýnn á að það takist en ekkert er öruggt fyrr en öll stig eru komin í hús. Við erum komnir með svör frá flestum en ekki öllum.“ Leynd liggur yfir tillögunni og hvaða flokkar eiga eftir að svara en fram- kvæmdastjórarnir funda aftur í dag og vonast er til að þá semjist. Vongóður um samkomulag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.