Morgunblaðið - 23.03.2007, Page 51

Morgunblaðið - 23.03.2007, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 51 Þú færð símann í vefversluninni á siminn.is eða á næsta sölustað Símans.Tilboðin gilda til 15. apríl Verð 3.980 kr. MPS-60 ferðahátalarar Verð áður 4.980 kr. Sony Ericsson W300i Innbyggt 20 MB minni • 256 MB minniskort fylgir með • Bluetooth Flugstilling • Stereo handfrjáls búnaður fylgir • Fæst einnig hvítur Verð 19.900 kr. Verð áður 24.900 kr. musicI Flottur Walkman samlokusími – og þú nýtur tónlistarinnar hvar sem er ® EINAR Bárð- arson, umboðs- maður og X- Factor-dómari, sendi út fjölda- póst til sam- starfsmanna sinna og vina í fyrradag þar sem hann býður til 35 ára afmælis síns sem hann hyggst halda í Vetrargarði Smáralindar annað kvöld. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefst veislan laust fyrir kl. 20 og lýk- ur formlega þremur tímum síðar. Reikna má með því að allar helstu stjörnur landsins verði þar sam- ankomnar auk þungavigtarmanna úr fjármála- og viðskiptageiranum en fjölmargir skjólstæðingar Einars munu leggja sitt af mörkum til skemmtiatriðanna. Þá hefur einnig heyrst að Bubbi muni troða upp, sem og Páll Óskar og Magni, sem er nýkominn heim af hljómleikaferðalagi sem furðulega litlar sögur fara af. Jafnvel þó að veisla í sjálfri Smáralindinni gefi nokkra vísbend- ingu um hvers lags stórmenni Einar Bárðarson er bætir hann um betur og afþakkar allar gjafir en bendir þeim sem vilja gleðja hann á Styrkt- arfélag krabbameinssjúkra barna. Reykjavík Reykjavík óskar Einari Bárðarsyni að sjálfsögðu til ham- ingju með áfangann. Einar Bárð- ar 35 ára Einar Bárðarson TÓNLISTARKONAN Hafdís Huld er með myndbandsblogg á heima- síðu sinni, hafdishuld.com, og líkt og svo margt annað sem fer á verald- arvefinn er hluti af blogginu komið á hinn gríðarvinsæla vef YouTube. Þar segir Hafdís frá því að kona að nafni Carrie (sem er líklega umboðs- maður hennar) hafi hvatt hana til að blogga eins og allir aðrir tónlist- armenn en hún hafi ákveðið að ganga skrefi lengra og hefja svokall- að vídeóblogg. Kallast bloggið „The Perfect Blog“ og sjón er sögu ríkari. Annars er það af stúlkunni að frétta að hún lék á dögunum fyrir fullu húsi í París, nánar tiltekið á La Maroquinerie, og tókust þeir tón- leikar afar vel. Íslendingar hafa lengi átt upp á pallborðið í Frakk- landi en skemmst er að minnast Barða og hljómsveitar hans, Bang Gang, og fyrrum hljómsveitar Haf- dísar Huldar, GusGus, sem á sér enn traustan aðdáendahóp í Frakklandi. Næsta smáskífa Hafdísar, „Dia- monds On My Belly“, kemur út í Bretlandi þann 8. maí en nú þegar er hægt að skoða myndbandið við lagið á fyrrgreindri heimasíðu Hafdísar Huldar. Hafdís Huld Hafdís Huld með vídeóblogg HLJÓMSVEITIN I Adapt er á leið til Banda- ríkjanna að spila á tónleikum þar. Tónleika- ferðin hefst næsta miðvikudag, 28. mars, og stendur fram til 13. apríl og verður spilað upp á hvern einasta dag, nema ferðadagana. Meðal annars spilar sveitin í Washington, Boston, Baltimore, Portland og víða á austur- ströndinni. Annars er mikið í gangi hjá sveitinni um þessar mundir, að sögn Birkis. Stutt er síðan Split 7“ kom út, I Roast My Marshmallows in Church Fires, þar sem þeir skiptu verkum með The Neon Hookers, og tilbúin er 7“ sem gefin er út fyrir tónleikaferðina. Hvað aðra útgáfu varðar liggja mál ekki eins ljóst fyrir, því útgáfa plötu sem fyrirhugað var að gefa út í Bretlandi á næstunni er í uppnámi. „Við erum tilbúnir með plötu en áður en við náðum að senda hana út týndist náunginn sem ætlaði að gefa hana út, þar nær enginn í hann og hann svarar hvorki síma né tölvu- pósti,“ segir Birkir, en að hans sögn hafa nokkrar hljómsveitir lent í vandræðum vegna þessa máls. „Þetta er ekkert vandamál í sjálfu sér, platan kemur út á árinu, en við þurfum þá að finna einhvern til að sjá um það í Bretlandi. Við erum einmitt að vona að ferð- in okkar vestur verði til þess að við finnum einhvern sem tekur þetta að sér þar en svo langaði einhverja stráka að gera þetta hér heima og við tölum við þá þegar við komum heim aftur.“ Tvö lög af væntanlegri plötu verða á tón- leikasjötommunni, en hún er gefin út í mjög takmörkuðu upplagi. Birkir segir að sú plata verði aðeins fáanleg á tónleikum vestanhafs, en ef eitthvað verður eftir af plötunni taka þeir það með sér heim. Hann bendir svo á að þeir hafi verið að fá í hendurnar frá Tékk- landi restina af breiðskífunni No Pasaran sem verði þá líka fáanleg þegar þeir hafi tíma til að koma henni í búðir. Útgefandinn týndur Iðnir I Adapt - platan tilbúin en útgefandinn týndur. Ljósmynd/Heldriver

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.