Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Fjóla Jónsdóttirfæddist á Gjögri í Árneshreppi í Strandasýslu 15. júlí 1918. Hún andaðist á Hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Benonía Bjarn- veig Friðriksdóttir, f. 3.6. 1897, d. 10.4. 1976, og Jón Magn- ússon, f. 11.12. 1886, d. 5.6. 1946. Fjóla var elst 12 barna þeirra hjóna. Systkini henn- ar eru: Magnús, f. 25.10. 1920, d. 30.7. 2004, Friðrik Ingimar, f. 12.10. 1922, Guðbjörn Gunnar, f. 4.4. 1926, Margrét Jóna, f. 13.9. 1928, Lilja, f. 6.8. 1930, Kristín, f. 1.4. 1932, Guðrún, f. 12.5. 1933, Gísli, f. 15.4. 1935, Guðríður Hall- 1947, d. 13.3. 1947. 4) Sæunn, f. 4.10. 1948. Maki (skilin) Sigmar Hlynur Sigurðsson. Þau eiga 3 börn. 5) Guðný, f. 29.3. 1950, d. 16.12. 1950. 6) Jón, f. 26.12. 1951. Maki Guðrún Sigríður Sigvalda- dóttir. Þau eiga 3 börn. 7) Guðný, f. 31.7. 1953. Maki (skilin) Gústaf Friðrik Eggertsson. Þau eiga tvo syni og þrjú barnabörn. Núver- andi maki er Þorsteinn Ólafsson, á hann fjórar dætur og sex barna- börn. 8) Sigrún, f. 29.3. 1955, d. 17.7. 1955. 9) Sigrún, f. 17.6. 1956. Maki: Haraldur Tryggvason. Þau eiga tvo syni. 10) Vilhelmína Pál- ína, f. 8.8. 1958, d. 8.5. 1959. 11) Lýður Páll, f. 30.12. 1960, d. 9.1. 1961. Fjóla og Eiríkur bjuggu allan sinn búskap á Víganesi í Árnes- hreppi. Árið 1982 lést Eiríkur og þá um haustið flutti Fjóla til Reykjavíkur og bjó þar til síðasta dags. Útför Fjólu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. fríður, f. 27.11. 1936, Ingibjörg Jakobína, f. 13.8. 1938, og Guð- mundur Þ., f. 25.12. 1939. Maki Fjólu var Guðmundur Eiríkur Lýðsson frá Víga- nesi, f. 14.10. 1911, d. 3.7. 1982. Foreldrar hans voru Jensína Guðrún Jensdóttir, f. 30.5. 1890, d. 25.8. 1962, og Lýður Lýðs- son, f. 18.7. 1883, d. 11.7. 1940. Börn Fjólu og Eiríks eru: 1) Guðbjörg, f. 24.2. 1943. Maki Lýð- ur Hallbertsson. Þau eiga átta börn og 17 barnabörn. 2) Jensína Guðrún, f. 5.5. 1945. Maki (skilin) Einar Magnús Kristjánsson. Þau eiga fjögur börn og eitt barna- barn. 3) óskírður drengur, f. 10.2. Elsku mamma. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. Ég flyt þér móðir þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt, er Íslands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Hjartans þakkir fyrir allt. Guð geymi þig. Börnin. Hinn 15. mars sl. kvaddi ynd- isleg amma okkar þennan heim. Hennar verður minnst sem hjarta- hlýrrar og elskulegrar manneskju sem skipaði afar sérstakan sess í lífi okkar bræðra. Við nutum þeirra forréttinda að búa alltaf ná- lægt ömmu Fjólu. Ósjaldan voru farnar grjónagrautsheimsóknir í hádeginu eftir skóla til þess að gæða sér á þessum töfrarétti hennar ömmu. Með í þessar heim- sóknir voru svo tekin handavinnu- verkefni í saumum þar sem fram- kvæma þurfti misflóknar prjónaaðferðir og stóð þá aldrei á hjálpinni frá ömmu. Amma gat nefnilega prjónað heilan ullarsokk á sama tíma og við prjónuðum einn garð og slík afköst komu sér vel. Sultukakan og vínarbrauðin sem amma töfraði fram voru þau bestu á jarðkringlunni. Bakstur var henni hjartansmál og gátum við alltaf gengið að nýbökuðum tert- um og smákökum vísum um helgar í kjallaranum í Rjúpufellinu … því- líkur lúxus. Það var alveg sama hvenær maður kom til ömmu, hún var alltaf létt í skapinu og kapp- kostaði að öllum liði vel í heim- sóknum hjá sér. Ömmu þótti ofsa- lega vænt um að fá heimsóknir og ennþá vænna þótti manni um að sjá hve mikið hún naut þeirra. Nú biðjum við þess að hún hafi það sem allra best og hugsað verði vel um hana, það á hún svo sann- arlega skilið. Blessuð sé minning okkar elsku- legu ömmu. Tryggvi og Hreiðar. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund og þótt það sé erfitt að sætta sig við að þú sért farin frá þessum heimi er mér það huggun að hugsa til þess að þú áttir gott líf og stóra fjölskyldu sem unni þér óendanlega mikið. Þú hefur alltaf verið mér svo góð og gefið mér svo margt að minnast. Allt frá því að ég var lítil í heimsókn á Víganesi, hlaupandi og leikandi um allt og þú sast með þinni einstöku ró á bekknum fyrir framan gluggann og prjónaðir með Strandafjöllin í baksýn. Ég og öll mín fjölskylda höfum átt margar góðar stundir með þér á Ströndunum sem okkur þykir svo vænt um. Og allar heimsóknirnar í Rjúpufellið þar sem ilmurinn af nýbökuðu snúðunum og vínar- brauðinu þínu safnaði fjölskyld- unni oft saman. Undanfarin ár hef ég svo búið í Danmörku og heim- sókn til þín í Skógarbæ verið fyrsta og síðasta stopp á leiðinni til Keflavíkur og frá. En þrátt fyr- ir búsetu mínu erlendis hugsa ég oft hlýtt til þín og sérstaklega þegar ég nánast á hverjum degi fer í ullarsokkana frá þér þegar ég kem heim úr skólanum. Ullarsokk- arnir og vettlingarnir sem hafa verið hluti af lífi mínu síðan ég man eftir mér, bara í mismunandi litum. Ég dáist að þér amma mín, þú hefur upplifað margt á þinni lífs- leið og minning mín um þig er mér svo kær. Þú varst alltaf svo glöð, jákvæð og áhugasöm um allt sem við gerðum og jafnvel þótt heilsu þinni hafi hrakað með árunum heyrði ég þig aldrei kvarta yfir neinu. Þú varst sterk kona með stórt og hlýtt hjarta. Þú átt stóran sess í hjarta mínu amma mín og munt alltaf eiga, ég gleymi þér aldrei. Minning þín lif- ir. Þín sonardóttir, Fjóla Jónsdóttir. Elsku amma, takk fyrir allar góðu samveru- stundirnar í Reykjavík, á Strönd- unum og sérstaklega í ferming- unni á Blönduósi. Við höfum verið heppin að eiga þig að og við vitum að þú vakir yf- ir okkur. Við eigum eftir að sakna þín. Þín Sigvaldi Fannar og Erla Rún. Elsku amma, það voru mikil forréttindi fyrir okkur systkinin að fá að alast upp með ömmu á heimilinu okkar í Reykjavík. Minningarnar sem við eigum eru svo ótrúlega margar og það er með djúpum söknuði sem við sjáum á eftir svo yndislegri ömmu, sönnum vin og leiðbein- anda. Við erum henni ævinlega þakklát fyrir allt sem hún gaf okk- ur og kenndi. Mest af öllu minnumst við þess hvað hún var einstaklega jákvæð, gefandi, heiðarleg og nægjusöm. Hún tók öllum aðstæðum með já- kvæðu hugarfari og afburða jafn- aðargeði. Þannig náði hún með ótrúlegum árangri að takast á við þær líkamlegu þjáningar sem hún átti við að glíma á síðari árum. Það var eins og hún væri í hug- leiðslu, berfætt með prjónana sína alla daga. Í kringum hana var ávallt ólýsanleg róandi orka sem við systkinin fengum öll að upplifa og njóta. Það var ómetanlegt að hafa hana heima og eiga mögu- leikann á að hlamma sér í sófann hjá henni með Andrésblað og góð- an brjóstsykursmola á meðan hún prjónaði sokka og vettlinga á alla fjölskylduna. Fjölskyldan var henni mikilvæg- ust enda var hún fljót að búa til pínulitla sokka þegar nýr fjöl- skyldumeðlimur fæddist. Lítil börn og fréttir af nýju lífi kölluðu fram hjá henni sannkallaða gleði og einskæra móðurást. Hún naut þess að hlúa að sínu fólki utan frá með hlýjum ullarsokkum sem og innan frá með því að baka bestu snúða og vínarbrauð í heimi! Þeg- ar við komum heim úr skólanum var notalegt að finna ilmandi bök- unarlyktina úr kjallaranum. Það eru með hlýjustu minningum okk- ar enda var gott að vita af því að einhver væri heima. Þá var gott að kíkja niður til ömmu og spjalla. Víganesið var hennar annað heimili og snemma á vorin var hún strax farin að hlakka til að komast norður á Strandirnar. Síðar meir þegar hún komst ekki norður ljómaði hún öll þegar hún vissi af einhverjum í fjölskyldunni fyrir norðan. Hún var vön að bíða í eld- húsglugganum með kíkinn á lofti þegar komið var af sjónum til fylgjast með hvað fiskaðist mikið. Amma leyfði okkur síðan aldrei að ferðast suður án þess að lauma að okkur smáaur til að kaupa eitt- hvað gott í Brú. Hún var stöðugt að gefa, sama í hvaða formi það var. Við erum einnig þakklát fyrir að hafa fengið að njóta jólanna með ömmu. Rétt fyrir klukkan sex á aðfangadag sátum við vanalega saman og aðstoðuðum hana við að opna jólakortin hennar. Henni fannst svo gaman að giska á frá hverjum kortin væru enda fylgdu oft myndir af börnunum hennar. Fjöldi jólagjafa frá fjölskyldu og vinum kom henni alltaf jafnmikið í opna skjöldu og hún skildi aldrei af hverju fólk væri að gefa henni allar þessar gjafir. Henni féllust hendur ár hvert í orðsins fyllstu merkingu. Fyrir henni voru jólin tími til að gefa sínu fólki gjafir og það gladdi hana meir en nokkuð annað. Elsku amma, við söknum þín og minnumst hreinskilni þinnar, heið- arleika og yndislega sæta húmors. Fjóla Jónsdóttir ✝ Sigurður Guð-laugsson fædd- ist á Ísafirði 3. júlí 1920. Hann and- aðaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 11. mars sl. Foreldrar hans voru Guðlaugur Krist- jánsson, f. 13. mars 1883, d. 10. okt. 1945, og Barney Pálína Guðjóns- dóttir, f. 22. des. 1898, d. 9. maí 1977. Systkini Sigurður voru: 1) Kristín, f. 6. febr.1918, d. 11. maí 1937. 2) Margrét, f. 9. nóv. 1922, d. 29. mars 1968. 3) Valdimar, f. 25. sept. 1925, d. 2. okt. 1972. 4) Sigurjón, f. 10. ágúst 1928, d. 10. júní 1934. 5) Pálína Ragnheiður, f. 22. okt. 1929. 6) Kristján, f. 13. apr- íl 1931. d. 29. ágúst 2000. 7) Anna, f. 22. des. 1932. 8) Jón Viðar, f. 29. nóv. 1934. 9) Sig- urjón Viðar, f. 29. nóv. 1934, d. 19. nóv. 1994. 10) Kristín, f. 4. dóttur. Þeirra börn eru Bergur Pálsson, f.14. jan. 1968, og Jón- ína Pálsdóttir, f. 26. maí 1977. 3) Friðrik Sigurðsson, f. 20. jan. 1954, kvæntur Þórdísi Guðmunds- dóttur. Þeirra börn eru Margrét Friðriksdóttir, f. 9. nóv. 1976, Guðrún Sif Friðriksdóttir, f. 22. júní 1979, Arnar Kormákur Friðriksson, f. 30. júní 1984, og Kolbeinn Gauti Friðriksson, f. 29. okt. 1986. Sigurður nam rafvirkjun við Iðnskólann á Akureyri og lauk sveinsprófi árið 1951. Meistarbréf í iðn sinni fékk hann 1957. Sigurður starfaði sem rafvirki og yfirverkstjóri hjá Rafveitu Akureyrar og sem lagermaður hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Sigurður var einn af stofnendum Skautafélags Ak- ureyrar, hann var virkur í skátahreyfingunni á sínum yngri árum og sat síðar í fyrstu stjórn St. Georgsgildis skáta. Hann söng með Kantötukór og Karla- kór Akureyrar. Var um skeið formaður Starfsmannafélags Ak- ureyrarbæjar og starfaði innan Sjálfstæðisflokksins. Útför Sigurðar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. okt. 1936. 11) Guð- jón, f. 15. jan. 1938. 12) Guðlaugur, f. 27. mars 1942. Sigurður flutti til Akureyrar þriggja ára gamall og ólst upp í innbænum. Hann kvæntist hinn 7. febrúar 1948 Sigrúnu Stef- ánsdóttur. For- eldrar hennar voru Stefán Steinþórsson og Sigríður Krist- jánsdóttir á Ak- ureyri. Sigurður og Sigrún bjuggu allan sinn búskap á Ak- ureyri. Þau byggðu sér hús að Hamarstíg 36 og bjó Sigurður þar allt til dánardags.Börn þeirra eru: 1) Guðlaug Sigurðardóttir, f. 10. maí 1947. Gift Friðriki Bjarnasyni. Þeirra börn eru Sigrún Björg Guðmundsdóttir, f. 11. maí 1964, Sigurður Aðils, f. 2. maí 1966, og Rúnar Örn Friðriksson, f. 8. des. 1968. 2) Páll Sigurðarson, f. 25. júní 1948. Kvæntur Guðrúnu Bergs- Daginn sem afi dó vaknaði ég með undarlega tilfinningu. Það var líkt og ég fyndi þetta á mér allt frá því ég opnaði augun. Orð pabba þegar hann tilkynnti mér andlátið snertu mig djúpt, þótt ég teldi mig búinn undir slíka fregn. Þögull horfði ég út á sjóinn, útifyrir var rigning og rok og varð mér hugsað til hinna föstu liða í símtölum okkar norður að metast um á hvorum staðnum betra veður væri. Sem ungur strákur var ég ætíð stoltur af afa mínum og með tíð og tíma sá ég betur hvernig persónu hann hafði að geyma. Afi var ætíð höfuð fjöl- skyldunnar. Með fastan sess í hæg- indastólnum sínum hefur hann verið sem ankeri fjölskyldunnar, eitthvað sem maður gat treyst. Mörg góð samtöl áttum við og skilningi hans á lífi og löngunum okkar yngra fólks- ins dáðist ég alltaf að. Auk þess hversu mikinn húmor hann hafði fyrir öllu milli himins og jarðar. Minningar mínar um afa eru marg- ar og allar góðar. Matseld hans var engu lík og mun allur lax ætíð blikna í samanburði við laxinn hans. Að fá laxinn var ekki aðeins veisla fyrir bragðlaukana. Hann hafði líka sérstaka merkingu fyrir mig þar sem ég vissi að hann var matreidd- ur með mig í huga, það þótti mér alltaf vænt um. Já, það hafa mér alltaf þótt mikil forréttindi að geta farið norður yfir heiðar. Lifað í vel- lystingum í Hamarstígnum og notið samvista við skyldmenni mín þar. Jafnvel í dag þegar ég held af stað norður til að kveðja afa í hinsta sinn finn ég enn undir niðri fyrir góðri tilfinningu. Enda veit ég að á Ak- ureyri mun ég hitta fyrir ömmu og fleiri sem munu ætíð standa hjarta mínu nær. Elsku afi, minninguna um þig mun ég ætíð geyma. Menn eins og þú móta ungan dreng. Von- andi mun ég bera til þess gæfu að feta í fótspor þín. Eiga langa og við- burðaríka ævi og verða jafnvel börnum og barnabörnum mínum síðar jafngóður félagi og fyrirmynd og þú reyndist mér. Arnar Kormákur Friðriksson. Hann afi minn er dáinn og skilur eftir sig svo stórt skarð í mínu dag- lega lífi að erfitt verður að fylla. Ég hugga mig þó við það að minning- arnar eru margar og ljúfar og ná vonandi að létta söknuðinn. Ég var svo heppinn að fá að búa hjá afa og ömmu í Hamarstígnum stóran hluta af mínum uppvaxtarárum og bý að því alla mína ævi. Minningar um ferðalögin á sumrin þar sem ég lærði að þekkja fjöllin, árnar, bæina og annað sem markvert þótti á leið- inni. Minningar um veiðitúra austur í Laxá þar sem ég lærði að veiða. Sigurður Guðlaugsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.