Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 31 Árið 1928 gaf Ortega y Gasset,ungur spánskur heimspek-ingur, út bók þar sem hannreyndi að sjá fyrir um framtíð- arþróun 20. aldarinnar. Titill bókarinnar var Bylting múgsins (La rebelión de las masas) og náði hún á skömmum tíma mikilli útbreiðslu enda prentuð á mörg- um tungumálum. Hann spáði þarna fyrir um það sem síðar hefur verið kallað „múgsamfélagið“. Það er samfélag þar sem fólk hefur sankað að sér veraldlegum eigum, en er jafnframt að mestu hætt að hugsa gagnrýnið og hef- ur misst áhugann á stjórn- málum. Manngerð þessa samfélags, múgmennið, er eins og fordekraður krakki sem telur sig eiga rétt á öllu. Múgmennið er þurftaf- rekt og síóánægt. Það neyt- ir alls sem náttúran gefur af sér án þess að leiða hug- ann að því hvaðan það kem- ur. Múgmennið trúir hvorki á æðri skyldu né að því beri að fórna einhverju, það heimtar bara sitt og vill hafa það gott. Fámenn valdstjórn á auðvelt með að stýra múgmenninu að vild enda hefur það hvorki langtímaminni né á það sér framtíðarsýn fyrir sam- félagið. Því miður rættust spá- dómar Ortega y Gasset og 20. öldin varð öld múg- mennisins og sigurgöngu múgsamfélagsins. Nú er hins vegar ný friðsamleg hreyfing að taka á sig mynd. Það fer svo hljótt um hana að við tökum varla eftir henni. Þessi hreyfing er lítt sýnileg en stað- reyndirnar tala sínu máli. Hugrakkt fólk sem tilheyrir 21. öldinni hefur ákveðið að það vilji ekki lengur vera múgmenni og það fer eins og eldur um sinu. Víða um heim, en einkum í Evrópu, hlýða karlar og konur kalli skyldunnar, endurheimta gagnrýnisraddir sínar og kalla á nýjan heim, á alþjóðleg lög um nýja heims- skipan, á niðurfellingu manngerðra víg- lína, á breytta hagþróun sem ver jörðina fyrir yfirvofandi hamförum, sem hefur löngu verið varað við. Þetta fólk hefur smátt og smátt orðið meðvitað um rétt sinn og er byrjað að nýta sér hann. Þetta er hljóðlát bylting hins venjulega fólks. Múgmennið er dautt og ný manngerð er komin fram á sjónarsviðið. 50 árum eftir stofnun Evrópusambandsins virðir þessi nýi venjulegi maður að vettugi þær regl- ur sem eru við lýði og rústar múrum milli þjóðríkja. Veraldarvefurinn og lýð- ræðishefðin eru loksins að gefa hinum venjulega manni þá rödd og þann vett- vang sem hann þurfti á að halda. Samruni Evrópu hefur gert þessa vit- undarvakningu mögulega. Nýtt evrópskt hugarfar hefur orðið til eftir að þjóðríkin afsöluðu sér fullveldi sínu til stofnana Evrópu. Við teljum réttindi vera sjálf- sögð sem voru ekki einu sinni til fyrir 50 árum, eins og ferðafrelsi, réttinn til að vinna og setjast að hvar sem við viljum í Evrópu, til þess að ganga í hjónaband með öðrum Evrópubúa, til þess að senda börn okkar í skóla til annarra Evrópu- landa, til þess að vera sjúkratryggð þeg- ar við ferðumst um álfuna, til þess að geta keypt eignir í útlöndum, til þess að geta stofnað fyrirtæki og fjárfest að lyst víða um heim. Mestu varðar þó að við bú- um við evrópskt réttarkerfi sem sátt- málar Evrópusambandsins færðu borg- urunum andstætt sáttmálum evrópska efnahagssvæðisins eða öðrum al- þjóðasáttmálum, sem veita því miður venjulegum borgurum takmarkaðan að- gang, ef þá nokkurn. Alþjóðlegir dóm- stólar eru einungis opnir fyrir ríkjum og alþjóðastofnunum. Í 50 ár hafa borgarar Evrópu hins vegar getað farið með kæru- mál sín gegn eigin ríki eða stofnunum Evrópu til Evrópudómstólsins í Lúx- emborg eða jafnvel til mannréttinda- dómstólsins í Strassborg. Davíð gegn Golíat. Borgarar gegn ríkj- um. Aðgangur borgaranna að yfirþjóð- legum dómstólum gæti hafa verið kveikj- an að hinni hljóðlátu byltingu sem nú á sér stað í Evrópu. Þessi þróun hefur get- ið af sér hreyfingu sem hvorki verður stöðvuð né verður henni umsnúið vegna þess að hún hefur breytt því hvernig Evrópubúar skynja heiminn. Hún hefur getið af sér þennan nýja mann. Á sama tíma og stjórn Bandaríkjanna reynir að eyðileggja þann árangur sem hefur náðst með alþjóðlegum lagasetn- ingum og að grafa undan veikburða yf- irráðum Sameinuðu þjóðanna með því að tendra ófriðarbál í nafni „fyr- irbyggjandi stríða“ er hinn nýi maður sannfærður um að öll lönd hafi rétt og beri sið- ferðileg skylda til að skipta sér af innanríkismálum ann- ars ríkis ef þjóðarmorð á sér stað, ef þjóðin sveltur, ef kemur til hamfara á borð við flóðbylgjur eða jarðskjálfta og þegar umhverfisslys eru yfirvofandi. Hinn nýi maður umber hvorki spillingu, rang- læti né dánartilfelli sem eru afgreidd sem hliðarverkanir ástands (collateral damage). Þessi nýi maður fer út á götu og mótmælir frið- samlega. Hann trúir á nýja tegund grasrótarlýðræðis, hreyfingu sem kemur neðan frá og leitast við að komast til valda á eins friðsamlegan og skilvirkan hátt og unnt er vegna þess að hinar gömlu stofnanir takast ekki á við að- steðjandi vandamál nýrrar aldar. Þessi maður trúir að vald geti breyst og að sam- félagið geti endurnýjast. Hann tekur þátt í borg- aralegu félagsstarfi, sinnir sjálfboðastarfi í frjálsum fé- lagasamtökum og er kannski virkur í nýjum stjórnmálaflokkum. Heimurinn er ein heild í augum þessa manns. Það er ekki hægt að sundra heiminum af fjölþjóðafyrirtækjum, al- þjóðlegum glæpahringjum eða jafnvel ríkjum. Þessi maður skilur að þjóðríki ein og sér hafa ekki burði til að takast á við vandamál samtímans eins og hryðju- verkastarfsemi, mansal, styrjaldir, eyðni eða fátækt. Þjóðir verða að taka höndum saman. Ef Evrópa hefur ekki bolmagn eða rétt til inngripa þá leitar þessi maður annarra alþjóðlegra lausna á vandanum sem við blasir. Dómari á Spáni, hinn frægi „juez Baltasar Garzón“ leggur til nýjan lagalegan grunn að þessari um- byltingu alþjóðlegrar skipunar. Ég er viss um að Ortega y Gasset væri stoltur af honum vegna þess að hann er sönnun þess að hið úrelta múgmenni 20. aldar er liðið undir lok. Þessi nýi maður er hvergi jafn eft- irtektarverður og í viðhorfum sínum til umhverfismála. Út um alla Evrópu er ný kynslóð fólks sannfærð um að „framfar- ir“ geti verið á kostnað samfélagslegra umbóta. Hagvöxtur getur verið á kostnað náttúru sem er of viðkvæm til að lifa af. Allt í einu virðist sem tapaðir málstaðir vakni á ný til lífsins sem sést hvað best á því að krafan um að samþykkja Kyoto bókunina hefur aldrei verið háværari en einmitt núna. Heimildarmynd Al Gore, „Óþægilegur sannleikur“ er bara topp- urinn á ísjakanum. Ísland er ekki undanskilið byltingu hins venjulega manns. Æ fleira fólk læt- ur í sér heyra um framtíð lands sín og samfélagsins. Bókin um Draumalandið varð metsölubók þvert á allar væntingar. Þetta sést líka á titringnum í kringum þá hreyfingu sem Framtíðarlandið stendur fyrir. 15000 manns fylgdu kalli einstaks og hugrakks manns og gengu í þögn nið- ur Laugarveginn og syrgðu náttúru sem var þeim glötuð um aldur og ævi. Þessa hreyfingu vantaði sterka rödd og Ómar var maðurinn sem tendraði eldinn. Ný stjórnmálahreyfing hefur fæðst og til- gangur hennar er að virkja þá sem hugsa gagnrýnið, hafa eigin skoðanir og koma með djarfar lausnir. Í leit að nýja mann- inum. Endalok múgmennisins. Hljóðlát, friðsamleg bylt- ing breiðist út um Evrópu Eftir Elviru Méndez Pinedo »Ný stjórn-málahreyf- ing hefur fæðst og tilgangur hennar er að virkja þá sem hugsa gagn- rýnið, hafa eigin skoðanir og koma með djarf- ar lausnir. Elvira Méndez Pinedo Höfundur er er dr. í Evrópurétti og virkur félagi í Íslandshreyfingu Ómars. Faxaflóahafnir snúið sér að því að fjár- magna verkefnið með viðræðum við lánastofnanir. Gísli sagði að í aðalatriðum væri hægt að fara tvær leiðir við fjármögnun. Ann- ars vegar að fara út í lánsfjárútboð þar sem lánsféð væri greitt eftir því sem verkinu yndi fram. Hins vegar væri hægt að fara þá leið að verktakinn sem ynni verkið sæi einnig um að fjármagna það. Þessi leið var farin við gerð Hval- fjarðaganga. Faxaflóahafnir munu stofna dótturfélag um verkefnið Það er stjórn Faxaflóahafna sem á frumkvæði að þessu máli. Gísli sagði hins vegar afar ólíklegt að Faxaflóahafn- ir myndu leggja Sundabraut í eigin nafni heldur myndi fyrirtækið stofna dóttur- félag sem tæki að sér verkefnið. Ekki væri útilokað að fleiri en Faxaflóhafnir kæmu að félaginu. Ekki er víst að hlutafé í félaginu verði endilega mjög mikið. Hlutaféð í Speli er t.d. aðeins um 100 milljónir. Samhliða skipulagsvinnu og fjár- mögnun þarf einnig eins og áður segir að láta vinna jarðfræðirannsóknir vegna Sundabrautar. Mestar líkur eru nú tald- ar á að gerð verði jarðgöng frá Sæbraut yfir í Gufunes og nauðsynlegt er að kanna vel jarðlög á þessu svæði. Gísli sagði þegar hann var spurður hvenær yrði hægt að hefja framkvæmd- ir við Sundabraut, að reynslan hefði kennt sér að fara varlega í að nefna tíma- setningar. Hann telur þó allar líkur á að hægt yrði að hefja framkvæmdir innan tveggja ára. Fram að þessu hefur verið rætt um að leggja Sundabraut í tveimur eða þremur áföngum. Hugmyndir Faxaflóahafna ganga hins vegar út á að ljúka verkinu í einum áfanga. Segja má að helstu rökin fyrir því að ríkið, sem kemur til með að fjármagna framkvæmdirnar að mestu eða öllu leyti, feli öðrum að sjá um bygg- ingu Sundabrautar sé að með því móti sé hægt að flýta framkvæmdum og tryggja að allt mannvirkið sé tekið í notkun á svipuðum tíma. Arðsemi framkvæmdar- innar er talin aukast umtalsvert við að Sundabraut sé byggð í einum áfanga. breyttar frá því g voru gerð Ljósmynd/Línuhönnun m liggur frá Gufunesi yfir í Kollafjörð. Fyrri áfanginn verður í brautar undir Elliðaárvog og yfir í Gufunes. Í HNOTSKURN »Í vegalögum er gert ráð fyrir aðríkissjóður þurfi að verja 20 milljörðum til Sundabrautar. Ef hins vegar verða gerð jarðgöng og lagð- ur vegur með fjórum akgreinum ásamt mislægum gatnamótum gæti kostnaðurinn orðið 25 milljarðar. »Sundagöng verða 4,1 kílómetralöng. Breyta þarf aðalskipulagi Reykjavíkur ef göngin verða gerð, en það tekur talsverðan tíma. íma en fjármögnun Hvalfjarðarganga. Áhætta a ætti því að geta lokið á innan við tveimur árum. í g r una. Þegar endanleg skýrsla er síðan lögð fram hefur Skipu- lagsstofnun 4 vikur til að fara yfir hana. Þetta ferli allt, frá því að vinna við umhverfismat er hafin og þar til formlegri umfjöllun er lokið, tekur oft u.þ.b. eitt ár. Það getur hins vegar ýmislegt komið upp á í allri þessari vinnu. Ef miklar athugasemdir eru og ef málið er kært til umhverfisráðherra getur ferlið lengst. Gert er ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagi Reykjavíkur. Nú eru hins vegar mestar líkur á að fyrri hluti leiðarinnar verði í göngum (Sundagöngum), en það þýðir að gera þarf breytingu á aðalskipulagi. Samkvæmt nýjum lögum verður að fara fram umhverfismat áður en gerð er breyting á að- alskipulagi. Vinna við umhverfismat getur tekið talsverðan tíma. ngu á aðalskipulagi Morgunblaðið/Sverrir valfjarðaganga hófust, en þar var um einkaframkvæmd að ræða líkt og rætt er um að setja Sundabraut í. llum undirbúningi ljúki á innan við tveimur árum og framkvæmdir geti jafnvel hafist á næsta ári. fa til margra átta. Verið umhverfismati, en tals- ð því ferli ljúki. Miðað er nnu ljúki á þessu ári, en st fram yfir áramót. ulagsvinnu, þar á meðal ga leið, er ekki lokið. n, aðstoðarsviðsstjóri á i Reykjavíkurborgar, ða fyrir því að ekki væri na væri að ekki væri bú- æðirannsóknum. Menn fyrir framan sig allar en endanleg ákvörðun ekin. na skýrslu um jarðfræði ar er m.a. byggt á bor- r hafa verið í Reykjavík þar sem menn hafa verið að leita að heitu vatni. Ólafur sagði hins vegar nauðsyn- legt að gera rannsóknir til að fá staðfest- ingar á þeim niðurstöðum sem fyrir liggja og styrkja fyrirliggjandi þekkingu. Hann sagði ekkert benda til að gerð jarð- ganga á þessu svæði yrði erfið. Vegagerðin bauð nýlega út tilrauna- boranir vegna byggingar Sundabrautar. Borunum á að vera lokið 1. júlí nk. Ef stjórnvöld vilja ganga til viðræðna við Faxaflóahafnir þurfa þessir aðilar að byrja á því að ljúka samningum um verk- efnið. Þar skiptir að sjálfsögðu mestu máli hvernig samið verður um endur- greiðslur ríkisins vegna lána sem Faxa- flóahafnir taka vegna framkvæmda. Þeg- ar samningum við ríkið er lokið geta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.