Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 The Hitcher kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára The Hitcher LÚXUS kl. 6, 8 og 10 Epic Movie kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 7 ára The Number 23 kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára Ghost Rider kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára Anna og Skapsveiflurnar STUTTMYND kl. 4 og 4:45 Night at the Museum kl. 3:30 og 5.40 The Hitcher kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Epic Movie kl. 6 og 10 B.i. 7 ára Norbit kl. 6 og 8 - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir JIM CARREY eeee K.H.H. - FBL HÚN ER STÓR... VIÐ MÆLDUM UPPLIFÐU MYNDINA SEM FÉKK ENGIN ÓSKARSVERÐLAUN! 700 kr fyrir fullorðna og 500 kr fyrir börn Frá framleiðendum Texas Chainsaw Massacre og The Amityville Horror Magnaður spennutryllir um ferðalag tveggja háskólanema á ónefndum þjóðvegi í USA og hremmingum þeirra! Stranglega bönnun innan 16 ára <3 SVANHVÍT! byrjaði þetta tilraunakvöld með miklum lát- um, einkar skemmtileg sveit sem kann að beisla óreiðuna. Krúttkynslóðin, úlpukynslóð- in, fékk til tevatnsins í lögum sveitarinnar, aðallega þó í seinna laginu, sem var singa- long dauðans, en í fyrra laginu afgreiddu Svanhvítarmenn ást og einmanaleika, pólitískan feril Davíðs Oddssonar og Halldórs Ágrímssonar og Sig- ur Rós – allt í rökréttu sam- hengi þótt ótrúlegt megi virð- ast. Það var ekki hlaupið að því að koma á hæla svo fjölsnærðr- ar sveitar sem <3 Svanhvít! er en Hydrastrákar mættu þó einbeittir og stóðu sig býsna vel. Lokalagið var kannski full dramatískt fyrir minn smekk, en ekki vantaði tilþrifin í flutn- inginn. Vel gert. Ekki fannst mér At Sieges’ End alveg tilbúin í spila- mennsku, þarf að samstilla betur bassa og trommur og söngvarinn mætti svo láta heyra í sér. Til þess eru söngv- arar. Seinna lag sveitarinnar var ágætt, en útfærslan á því sérkennileg. Monopolice spilaði ósköp meinlausa músík, léttpoppaða og reggíkryddaða. Reyndar var of kryddað í lokakafla fyrra lags sveitarinnar, en seinna lagið rúllaði vel, dægi- legt sólbakað reggí. Hafi mönnum verið að renna í brjóst eftir sumar- reggíslökun í boði Monopolice vöknuðu þeir upp við vondan draum þegar Klístur þaut af stað. Ekki átti maður von á öðrum eins hamagangi – drengirnir svo afslappaðir og góðlegir á sviðinu en svo upp- hófst líka þessi magnaða keyrsla, sannkölluð rokkleðja, hnausþykk í þokkabót. Lagið „Hann býr í sólinni“ er lag til- raunanna hingað til, svo mikið er víst. Geggjuð keyrsla. Allt sem á eftir kom hlaut að vera síðra og þó það hafi vissulega verið sprettir í seinna lagi sveitarinnar þá fölnaði það í samanburðinum. Eftir hlé, sem kom sér vel fyrir þá sem þurftu að róa sig niður eftir Klístrið, birtist Dayshine og flutti eitt lag í tveimur hlutum, uppkast að rokkóperu, eða kannski rokk- óperettu. Lagið flott, seinni hlutinn reyndar betri, spila- mennska fyrirtak, sérstaklega trommu- og gítarleikur. Söngvarinn var magnaður. Nú vantar það eitt upp á hjá sveit- inni, að hljómborðsleikarinn skipti á S80-hljómborðinu og alvöru Hammond. Þá væru þeir í góðum málum. Skítugu skátarnir spiluðu vægast sagt hrátt rokk, eða réttara sagt rokkfrasa sem hristir höfðu verið saman í steypuhræruvél. Pönkskotið. Seinna lagið var til að mynda svo kaflaskipt að áheyrandi komst í einskonar algleymi, sat fastur í endalausri enda- leysu og spurði sjálfan sig í sí- fellu – fer laginu ekki að ljúka? Þremenningarnir í Brimrót fóru aðra leið, leyfðu einfald- leikanum að ráða, gera það sem þurfti og svo ekki meira. Klassískt rokktríó með fínum gítarleik, þéttum bassa og traustum trommum. Söng- urinn var eini mínusinn. Það má segja um Monaste- reo að sveitin kann að grúva. Fín sveifla í spilamennskunni, framúrskarandi trommuleikur og annað í hæsta gæðaflokki. Flautuleikurinn var frábær, mjög proggaður og fínn, en ekki ráðlegt að láta flautuna spila ofan í sönglínuna, nema söngvarinn sé með því meiri raddstyrk, sem átti ekki við í þessu tilfelli. Seinna lagið var ekki síðra en það fyrra, létt og skemmtileg tilraunakennd rokksveifla. Hafi Dayshine-félagar borið á borð netta rokkóperettu var Wagner sjálfur mættur á svið- ið þegar Soðin skinka birtist. Nú var allt skrúfað í botn, allir frasar leyfilegir og rokkstæl- arnir í hávegum. Mikið stuð. Soðin skinka rúllaði upp salnum, sigraði með yfirburð- um, en dómnefnd kaus <3 Svanhvít! áfram. Óklárir At Sieges’ End þarf að æfa meira. Progg Monastereo er efnileg sveit og þétt með framúrskarandi spilamennsku. Einbeittir Hydra kom vel undirbúin til leiks - dramtískt rokk og kraftmikið. Steypuhræra Pönkskotnir, kaflaskiptir Skítugir skátar. Djöfulgangur Hnausþykk rokkleðja í boði Klísturs. Rokkóperetta Dayshine er vel þétt hljómsveit með afbragðs söngvara. Einfalt Brimrót leyfði einfaldleikanum að ráða - gítar, bassi trommur. Sólbakað Sumarreggíslökun í boði Monopolice. Óperukvöld Músíktilrauna TÓNLIST Músíktilraunir í Loftkastalanum, þriðja tilraunakvöld 21. mars. Árni Matthíasson Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.