Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 47
Á MYNDINNI má sjá fólk horfa í vatnið í Neva-ánni í St. Petersburg í Rússlandi í gær. Áin ber með sér mikinn ís alla leið til Finnlands. Það má segja að vorið sé að banka upp á í Rússlandi því hitinn fór upp í 12 gráður þar í gær. Myndinni er snúið 180 gráður. Leysingar í Rússlandi Speglast í ánni Reuters Íslandsmót iðnnema fer fram í Kringl-unni í dag frá kl. 10 til 16 með verð-launaafhendingu kl. 17.30. Erling Erlingsson er framkvæmda- stjóri Iðnmenntar sem stendur fyrir keppn- inni: „Keppt er í 11 greinum. Eru skráðir keppendur um 75 talsins og koma frá öllum landshornum,“ segir Erling. „Keppt er í hefð- bundnum byggingagreinum á borð við tré- smíði, pípulagnir, rafvirkjun, múrverk, dúka- lagningu og málun. Þar að auki verður keppt í bílgreinum, hárgreiðslu og snyrtifræði, en keppni í málmsmíði verður haldin utandyra. Nýbreytni í keppninni að þessu sinni er liða- keppni tveggja manna liða sem skipuð eru ljósmyndara og grafískum miðlara. Fer keppnin þannig fram að ljósmyndarinn er sendur út af örkinni til að taka ljósmynd sem grafíski miðlarinn notar síðan til að hanna veggspjald.“ Verðlaunaafhending fer fram, eins og fyrr segir, kl. 17.30 undir stjórn Gulla Helga, út- varpsmanns og smiðs, en Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, veitir sigurvegurum vegleg verðlaun. Tilgangur Íslandsmóts iðnnema er að vekja athygli á iðngreinum og hvetja fólk til að stunda iðnnám: „Þeir sem lokið hafa skyldu- námi standa í dag frammi fyrir vali um að stunda annað hvort bóknám í menntaskóla og ljúka stúdentsprófi, eða fara í starfsnám sem veitir lögvernduð starfsréttindi. Þeir sem ljúka iðnnámi öðlast líka rétt til að hefja há- skólanám, og má því segja að þeim standi fleiri möguleikar opnir að námi loknu: Þeir geta annaðhvort farið strax út á vinnumarkað og notað þá sérþekkingu sem þeir hafa öðlast í náminu, eða stundað háskólanám af hvaða toga sem er. Sumt bendir til þess að iðnnemar standi jafnvel betur að vígi í háskólanámi, en könnun sem gerð var í Háskólanum í Reykja- vík sýndi að af nemendum í tæknifræði stóðu þeir sem komu úr verknámi sig betur en þeir sem komu úr bóknámi,“ segir Erling. „Þá eru margar iðngreinar í dag orðnar hátæknigrein- ar, og ekki lengur þær erfiðisvinnugreinar sem þær voru áður. Má nefna sem dæmi máls- míði sem áður kallaði á mikið puð við renni- smíð, en felst nú einkum í að kunna að forrita þær vélar sem notaðar eru.“ Nánari upplýsingar eru á Mennt.is.  Erling Erlingsson fædd- ist í Reykjavík 1962. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1989, kandídatsprófi í bók- menntum frá Háskólanum í Árósum 1988 og viðskipta- menntun frá Verslunarhá- skólanum í Árósum 1990. Erling hefur lengst af starf- að við bókaútgáfu og -verslun, en hann hefur verið framkvæmdastjóri Iðnú frá ársbyrjun 2004. Erling á tvö börn. Menntun | Keppt í 11 iðngreinum í Kringlunni frá kl. 10 til 17.30 Íslandsmót iðnnema í dag MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 47 Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handavinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Bingó í dag. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, alm. handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, há- degisverður, frjáls spil í sal, kaffi. Uppl. s. 535- 2760. Dalbraut 18–20 | Fjölbreytt félagsstarf alla daga. Föstudaga postulínsmálun og útivist þegar veður leyfir. Heitt á könnunni og meðlæti. FEBÁ, Álftanesi | Gönguhópurinn hittist við Litla- kot kl. 10 í dag. Gengið í um það bil klst. á hraða sem hentar öllum. Kaffi í Litlakoti eftir gönguna. Nýir göngugarpar velkomnir. Uppl. í s. 863-4225. Litlakot kl. 13–16. Unnið með leir undir leiðsögn Vil- borgar. Kaffi að hætti hússins. Akstur annast Auð- ur og Lindi, s. 565-0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gull- smára 9 er opin mánud. og miðvikud. kl. 10–11.30. S. 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á miðvikud. kl. 13–14. S. 554-3438. Félagsvist í Gjá- bakka á miðvikud. kl. 13 og föstudögum kl. 20.30. Félagsvist í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bókmenntahópur í dag kl. 13, umsjón Sigurjón Björnsson prófessor og bókmenntagagnrýnandi. Þorsteinn frá Hamri rithöfundur kemur í heimsókn. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30. Spænska kl. 9.45. Jóga kl. 10.50. Málm- og silf- ursmíði kl. 13. Einmánaðarfagnaður kl. 14. Á dag- skrá: Kór Snælandsskóla syngur undir stjórn Heið- rúnar Hákonardóttur. Upplestur: Sveinn Kristjánsson. Gamanvísur í umsjón Pálmars Óla- sonar. Kaffihlaðborð. Allir velkomnir. Félagsvist kl. 20.30. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður, kl. 9.30 jóga, kl. 10 ganga, kl. 10.30 leikfimi, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 14. Gleðigjafarnir, Eldri borgarar koma saman og syngja. Stjórnandi Guðmundur Magnússon. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 12 í Mýri. Bútasaumur og ullarþæfing kl. 13 í Kirkju- hvoli. Félagsvist í Garðabergi kl. 13. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Handa- vinnustofan í Þjónustumiðstöðinni Hlaðhömrum er opin alla virka daga eftir hádegi. Fjölbreytt föndur, t.d. skartgripagerð, postulínsmálun og margt fleira. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá há- degi spilasalur opinn. Kl. 13 kóræfing. Föstud. 30. mars kl. 10.30 hefjast æfingar á lancier-dansi, und- irbúningur fyrir landsmót UMFÍ í Kópavogi í júlí. Umsj. Kolfinna Sigurvinsd. Skráning hafin á staðn- um og s. 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Trésmíði kl. 9. Hádeg- ismatur. Aðstoð við böðun, hárgreiðslustofa og fótaaðgerðarstofa opnar. Bíó kl. 13.15. Kl. 15 kaffi- veitingar, rjómavöfflur með kaffinu. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9–12.30 handavinna. Kl. 9.15– 10.15 göngu/skokkhópur. Kl. 9 baðþjónusta. Kl. 9– 12 útskurður. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14.45 bóka- bíllinn. Kl. 14 bingó. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl. 11.30. Tréskurður kl. 13. Brids kl. 13. Boccia kl 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–12, postulínsmálning. Jóga kl. 9–12.15, Björg F. Bíó kl. 13.30, kaffi og meðlæti í hléi. Böðun fyrir hádegi. Hársnyrting 517-3005/849-8029. Blöðin liggja frammi, allir velkomnir. Hæðargarður 31 | Kíkið við í morgunkaffi og kynn- ið ykkur dagskrána. Listasafn Íslands í dag kl. 11.50. Jóhann Briem og Jónas Engilberts. Uppl. í Ráða- gerði s. 568-3132/asdis.skuladottir@reykjavik.is Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Leikfimi kl. 11. Opið hús, spilað kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Hár- greiðsla og fótaaðgerð. Uppl. í s. 552-4161. Norðurbrún 1 | Kl. 9-12 myndlist, kl. 9 smíði, kl. 13 leikfimi. Opin hárgreiðslustofa s. 588-1288. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerð- ir. Kl. 9.15–14.30 handavinna. Kl. 11.45–12.45 há- degisverður. Kl. 13.30–14 sungið við undirleik Sig- urgeirs Björgvinssonar. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigvalda. Vöfflur með rjóma í kaffitímanum. Allir velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9.30–12, leir- mótun kl. 9–13, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10–11, bingó kl. 13.30. Félagsmiðstöðin opin fyrir alla og alla aldurshópa. Verið velkomin. Kirkjustarf Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með sam- verustund á Dalbraut 27, kl. 10.15 í dag. Breiðholtskirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10. Kaffi og spjall. Ávextir í boði fyrir börnin. Grafarvogskirkja | Lesið úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar. Í dag kl. 18 les Mörður Árnason. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara í dag kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Hjálpræðisherinn í Reykjavík | Aðalfundur flokks- ins í kvöld kl. 19, opinn hermönnum og samherjum. Gullbrúðkaup | Gullbrúðkaup eiga í dag, 23. mars 2007, Eyjólfur Gíslason og Helga Þ. Tryggvadóttir, Kríulandi 19, 250 Garður. 70ára afmæli. Ídag, 23. mars, er sjötugur Eðvarð Sturlu- son frá Suðureyri, til heimilis í Engihjalla 25, Kópavogi. Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.) Skóverslun - Kringlunni Sími 553 2888 Glæsilegir skór Íslensk hönnun Komnir aftur! stærðir 36-42 staðurstund Láttu vita um atburð á þínum vegum, tónleikar, sýningar, myndlist eða fundir dagbók Í dag er föstudagur 23. mars, 82. dagur ársins 2007 Tónlist Krákan | Grundarfirði. Kvartett Hauks Gröndal leikur í kvöld. Djasstónlist í anda gömlu meistaranna. Hljómsveitin er skip- uð Hauki Gröndal á saxófón, Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar, Þor- grími Jónssyni á bassa og Erik Qvick á trommur. Aðgangs- eyrir er 1.000 kr. Pakkhúsið | Hljómsveitin Vítamín leikur fyrir dansi um helgina. Myndlist Bókasafn Seltjarnarness | Nemendur Myndlistaskólans Myndmáls halda sýningu í sal Bókasafns Seltjarnarness 23.– 31. mars næstkomandi. Sýningin verður opnuð föstudaginn 23. mars klukkan 17 og verður opin á opnunartíma safnsins virka daga kl. 10–19 og laugardaga kl. 11–14. Lokað á sunnu- dögum. Skemmtanir Vélsmiðjan, Akureyri | Hljómsveitin Úlvarnir leikur fyrir dansi á föstud. og laugard. Húsið opnar kl. 22, frítt inn til miðnættis. Uppákomur Múltí Kúltí | Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Af því tilefni verður skemmtilegt suður-amerískt kvöld kl. 20. Kynning á Kúbu og vinafélagi Kúbu. Brasilísk dagskrá og einnig tónlist frá Perú. Ókeypis aðgangur en kaffisala. Allir velkomnir. Frístundir og námskeið KFUM og KFUK | Holtavegi 28. Vorhátíð KFUM og KFUK verður haldin á morgun kl. 13–17. Hátíðin er fyrir alla fjöl- skylduna og með henni hefst formleg skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK sumarið 2007. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum. og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu, Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn "Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynn- ingu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðið, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. árnað heilla ritstjorn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.