Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ragna MaríaSigurðardóttir fæddist í Gíslabæ í Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi 1. ágúst 1934. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut, fimmtudag- inn 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Ás- mundsson sjómað- ur, f. 1. febr. 1894, d. 1. feb. 1985, og Pálína Ásgeirs- dóttir húsfreyja, f. 26. apríl 1894, d. 28. maí 1971. Systkini Rögnu, sem eru látin, voru Guðbjartur Bergmann, Guðmunda Ragnhild- ur, Ingólfur, María, Guðdís og Ása. Eftirlifandi er einn bróðir, Halldór, f. 25. mars 1936. Ragna var þrígift og eignaðist fjögur börn, þau eru: Dóttir henn- ar og Gunnars Guðbjörnssonar, f. 15. nóv. 1930 er 1) Ingveldur Jóna, f. 31. desember 1952, maki Brynjúlfur G. Thorarensen, f. 4. apríl 1951, d. 17. júlí 1999. Synir þeirra eru Ólafur og Ingi Þór. Sonur Rögnu og Torfa Ingólfs- Magnúsdóttur, f. 6. júlí 1964, er Magnús Andri. 3) Þóra Björk, f. 23. febr. 1970, maki Einar Her- mannsson, f. 24. nóv. 1968, synir þeirra Aron og Orri. Þóra Björk ólst upp hjá Rögnu og föður sín- um frá 11 ára aldri. Barnabarnabörn Rögnu og Baldurs eru sex. Ragna starfaði m.a. við versl- unarstörf hjá Kjötborg í Búð- argerði og skóverslun Steinars Waage, einnig í nokkur ár í Prentsmiðjunni Odda og síðan sem læknaritari hjá Birni Önund- arsyni og í Domus Medica. Ragna og Baldur fluttu að Laugagerð- isskóla á Snæfellsnesi 1997 og bjuggu þar til ársins 2002 er þau fluttu að Hrafnakletti 4 í Borg- arnesi. Árin í Borgarnesi notuðu Ragna og Baldur til að sinna áhugamálum sínum sem var handavinna og föndur af öllu tagi og fóru hún og Baldur nokkrum sinnum í viku yfir vetrartímann í Starfið eins og hún kallaði það en þetta starf er á vegum Félags aldraðra í Borgarnesi. Ragna verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. sonar, f. 30. nóv. 1930, er 2) Ingólfur, f. 30. jan. 1955, maki Ingibjörg Þ. Sigurð- ardóttir, f. 7. sept. 1957, d. 9. mars 2005. Börn þeirra eru Torfi, Ásta Nína, Margrét, Sigrún Thea og Sandra Björk. 3) Guðbjörg, f. 12. mars 1956, sambýlismaður Jan Nestor Jacobsen, f. 22. júní 1944. Sonur hennar og Óskars Gunnlaugsonar er Torfi Ragnar og sonur hennar og Rúnars B. Sigurðssonar er Sigurður Huldar. 4) R. María, f. 17. júní 1964, maki Ole Halvor Pedersen f. 3. des. 1955, synir þeirra Sverre, Karl Erik og Öy- stein. Dóttir hennar og Halldórs Jónssonar er Unnur. Ragna giftist 14. júlí 1984 Baldri Sveinssyni trésmið, f. 23. apríl 1931. Börn hans eru: 1) Að- albjörg, f. 4. mars 1956, maki Gylfi Skúlason, f. 19. apríl 1956, börn þeirra Baldur Rafn og Elsa Ruth. 2) Páll, f. 5. okt. 1957, d. 9. okt. 1986, sonur hans og Gígju Elsku Ragna mín eða „stjúpa mín“ eins og ég hef alltaf kallað þig. Nú er þjáningum þínum lokið og þín bíða væntanlega önnur hlut- verk í æðri veröld. Við eyddum saman nótt á bráðamóttökunni fyrir rúmri viku, þegar þú varst flutt mikið veik frá Borgarnesi. Þú varst hrædd og þjáð og fannst mér allur lífsþróttur farinn úr augunum þín- um og ég fann að ekki væri langt eftir. Meðan ég lá á bekk við hlið þér og horfði á þig rann þessi grein sem hér er rituð í gegnum kollinn á mér og fannst mér ég verða koma henni til skila þó svo að hún sé svo- lítið persónuleg. Við höfum í gegn- um tíðina lifað saman súrt og sætt, báðar misst mikið en átt það eitt sameiginlegt að hafa átt saman besta mann í heimi, hann pabba minn sem nú syrgir ástina sína sárt. Það var dásamlegt að fylgjast með hvað þið voruð náin alla tíð. Ég kynntist þér 11 ára gömul, mamma og pabbi skilin, móðir mín mikið lasin og pabbi farinn að vera með annarri konu, henni Rögnu. Ég flutti til ykkar og alls ekki sátt við lífið og tilveruna enda á erfiðum aldri fyrir svona miklar breytingar. Okkar samband var frekar erfitt í fyrstu en við þroskuðumst mjög vel saman og urðum góðar og nánar vinkonur með árunum. Þú studdir mig alltaf, dæmdir mig aldrei og ég gat sagt þér frá öllum mínum sorg- um og sigrum, alltaf skildir þú allt litróf lífsins manna best. Og þakka ég þér fyrir að hafa verið mér við hlið allt mitt líf þar sem móðir mín dó er ég var ung að árum. Öllum „körlunum mínum“ varst þú góð, þú varst drengjunum mínum góð amma, sýndir þeim athygli, tíma og hlýju eins og góðri ömmu sæmir og tókst þeim eins og þínum eigin barnabörnum. Einar minn leit mik- ið upp til þín fyrir mikla mannkosti þína og þótti afskaplega vænt um þig og hefur aldrei misst neinn sér eins náin og þig og saknar þín sárt. Ég vona að ég fái að erfa eitthvað að þínum góðu eiginleikum eins og æðruleysi, jákvæðni og elju, þó að ég hafi ekki verið blóðtengd þér þá áttir þú alltaf svolítið í mér. Nú vinn ég á þínum gamla vinnustað þar sem þú komst mér í vinnu 16 ára gamalli við skúringar og finnst mér ég einhvern vegin tilheyra og tengj- ast því húsi tilfinningaböndum þín vegna. Þegar ég kvaddi þig fyrir nokkrum dögum lofaði ég þér að hugsa vel um pabba þar sem ég vissi að þú varst óróleg að fara frá honum og ætla ég að gera mitt besta í því. Ég vona að þú sért búin að hitta þitt fólk í hinni æðri veröld og laus við þjáningar sjúkdómsins, ég er viss um að þú verður fljót að setja þig inn í hlutverk þar. Elsku Ragna mín, þakka þér allt, að hafa verið til fyrir mig og ég vona að pabbi fái góðan styrk og stuðning til að takast á við fráfall þitt þangað til þið hittist aftur. Þín fósturdóttir, Þóra Björk. Elsku Ragna mín. Nú hefur þú fengið hvíldina sem sjúkdómar þínir fengu þig til að þrá undir lokin. Þú hefur verið alveg ótrúleg í baráttu þinni og hefur sannað það að maður kemst sko langt á jákvæðninni. Þú varst handavinnukona í húð og hár og við minnumst þín með gleði þegar við sjáum alla hlutina sem þú hefur gefið okkur í gegnum árin. Eina af fyrstu minningunum á ég einmitt af þér við föndur þegar ég var smástelpa en þá vorum við í Breiðholtinu saman og máluðum keramik rétt fyrir páska, litla páskaunga. Þeir hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og fá framvegis heiðursstað hjá kertinu þínu. Ég vona innilega að þú hvílir þig aðeins áður en þú byrjar að föndra á himn- inum því þú átt hvíldina sannarlega skilið. Við munum gera okkar besta við að styðja elsku afa en hann er nú hálfur maður án þín. Minningin um þig mun lifa í hjarta mínu. Þín Elsa Ruth. Móðursystir mín Ragna María var aðeins átta árum eldri en ég, og er því samofin minningum mínum allt frá barnæsku. Hún og Halldór bróðir hennar, tveim árum yngri, voru enn börn í foreldrahúsum þeg- ar við systkinin, börn elstu syst- urinnar, Guðdísar, munum fyrst eft- ir okkur. Amma og afi bjuggu þá á Kirkjubrú á Álftanesi. Minninga- brotin eru slitrótt, en kennslustund- ir í hjólreiðum eru minnisstæðar þegar þeim systkinum kom saman um að árangursríkast væri að hjálpa okkur af stað og láta hjólið síðan renna niður brekku á túninu. Eftir byltur og grát, hvatning- arorð og hrós, náðist jafnvægið og allir voru glaðir með árangurinn. Ragna varð ung móðir, aðeins átján ára. Ingveldur Jóna dóttir hennar var fyrsta litla barnið sem ég kynntist. Og hvílík ábyrgð sem ég fann fyrir þegar ég fékk að klæða hana í fínu kjólana sem mamma hennar saumaði með aðstoð ömmu og síðan var hápunkturinn að keyra hana alein úti í fína vagn- inum. Inga var ekki lengi einbirni því rúmum tveim árum síðar fæddist Ingólfur og ári þar á eftir Guðbjörg. Tuttugu og tveggja ára, þriggja barna móðir þótti ekkert tiltökumál á þessum árum. Þegar Ragna María, yngsta barnið fæddist var Ragna að verða þrítug. Nú voru börnin orðin fjögur sem þurfti að fæða og klæða. Henni veittist létt að sauma á þau fötin þar sem sauma- skapur og handavinna voru innan hennar áhugasviðs. Ragna fór út á vinnumarkaðinn meðan María var enn ung, og kom sér þá vel að eiga stálpuð börn sem gátu aðstoðað við að gæta litlu syst- ur. Eflaust muna margir eftir henni þegar hún var læknaritari hjá Birni Önundarsyni lækni og síðar til fjölda ára í Domus Medica. Hún var einstaklega vel fallin til þeirra starfa, glaðsinna og viðmótsþýð. Hún eignaðist marga vini og kunn- ingja sem hún rækti vinskap við. Móðursystir mín var órög við breyt- ingar, þess vegna brá engum þegar þau hjón, hún og Baldur, réðu sig sem starfsmenn að Laugagerðis- skóla á Snæfellsnesi árið 1997, þá komin yfir sextugt. Þar nutu þau sín vel og stækkaði vinahópurinn enn frekar. Þegar aldur og heilsuleysi læddist að fluttu þau sig um set og fluttust í Borgarnes. Þar áttu þau góð ár enn um stund og fannst mér þau fljótlega verða Ragna María Sigurðardóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURFINNUR ÓLAFSSON, Sólheimum, Kleifum, Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laugardag- inn 24. mars kl. 14.00. Svana S. Jónsdóttir, S. Ásta Sigurfinnsdóttir, Vilhjálmur Hróarsson, Þorvaldur H. Einarsson, Matthildur Jónsdóttir, Ásgerður Einarsdóttir, Finnur Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR, sem lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar laugardaginn 17. mars verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 24. mars kl. 14.00. Katrín Aðalbergsdóttir, Sveinn Aðalbergsson, Ásta Gunnarsdóttir, Friðrik Aðalbergsson, Guðríður Ágústsdóttir, Gunnhildur Aðalbergsdóttir, Björn Eiríksson, Sigríður Aðalbergsdóttir, Hilmar Þór Hafsteinsson, Sigurjón Viktorsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Kveðja frá Íþróttafélagi Hafnarfjarðar Í aprílmánuði 1983 hittust nokkrir félagar og stofnuðu Íþróttafélag Hafnarfjarðar. Félagið átti að vera og varð litli bróðir FH og Hauka í handbolta. Þetta var á þeim árum sem allt snerist um handbolta, bæði í Hafnarfirði og út um land allt. Gunnar Friðrik Ólafs- son var einn af stofnfélögunum og einn af burðarásum í félaginu. Stóð hann í brúnni frá upphafi til þeirra endaloka árið 1997 er félagið hætti handknattleiksiðkun og kapp var lagt á að byggja upp knattspyrnu- deild og ný kynslóð tók við. Gunnar var einn af þeim fjöl- mörgu sem lögðu lóð sitt á vogar- skálarnar í Hafnarfirði, gekk ósér- hlífinn til verks, með bros á vör, bæði á íþrótta- og félagsmálasviði. Félagsstörf létu honum vel, líkt og margt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Auðvitað kom það fyrir að við hinir sem vildum vera ábyrgari en allt sem ábyrgt mátti teljast gát- um ekki dregið andann, hlegið og brosað. Kosturinn við Gunnar var hinsvegar sá, að hann gat gert allt af þessu. Haft hagsmuni íþróttafélags- ins í fyrirrúmi, en um leið haft gam- an af og vildi umfram allt að við hin hefðum líka gaman af. Sem formaður í félaginu til nokk- urra ára var gott að hafa nafna sinn innan handar við tilfallandi verk. Sá sem eitt sinn hefur borið kyndil ÍH ber hann alltaf, alla tíð. Þannig var okkur umhugað um félagið, agnar- minnsta félagið í Hafnarfirði. Gunn- ar var því einn af stoltum ÍH-ingum sem fylgdust með knattspyrnudeild- inni vaxa fiskur um hrygg og ná þeim áfanga sl. sumar að flytjast upp um deild. Ég veit ég tala fyrir hönd margra ÍH-inga sem vilja þakka Gunnari Ólafssyni fyrir allar stundirnar og allt það sem hann hefur lagt til sam- félagsins í Hafnarfirði á beinan og óbeinan hátt. Við Hafnfirðingar sem þekktum hann vissum að þar gekk drengur sem vildi öllum gott gera. Brosið, hlýjan, hvatningin og um- ræðuefnin stefndu með okkur öllum fram á við. Ég vil líka nota tækifæri og þakka nafna mínum þá hvatningu sem hann veitti mér í pólitískum Gunnar Friðrik Ólafsson ✝ Gunnar FriðrikÓlafsson fædd- ist í Hafnarfirði 12. maí 1965. Hann lést á heimili sínu 29. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hafnarfjarð- arkirkju 7. febrúar. störfum mínum. Stutt er síðan hann sá sér fært að styðja mig af heilum hug í prófkjör- samstri nóvember- mánaðar. Þá var gott að finna fyrir já- kvæðri hvatningu og tiltrú á verkefnið. Stofnfélaganum Gunnari Friðriki Ólafssyni eru þökkuð fyrir vel unnin störf í þágu ÍH. Við sem störfuðum með honum frá 1983 til 1997, og um leið Íþróttafélag Hafnarfjarðar, sendum aðstandendum og vinum Gunnars samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan og glaðværan dreng lifa með okkur öllum. Gunnar Svavarsson, fv. formaður ÍH. Mér var brugðið þegar ég opnaði Morgunblaðið og sá þar tilkynningu um að vinur minn Gunni Ólafs væri dáinn langt um aldur fram. Mig langar að minnast hans í nokkrum orðum. Okkar leiðir lágu saman fyrir um 15 árum þegar við vorum að æfa saman handbolta með ÍH í Hafn- arfirði. Með okkur tókst góður vin- skapur og áttum við saman margar skemmtilegar stundir á þessum ár- um. Það var mikið verið að skemmta sér og alltaf var Gunni hrókur alls fagnaðar, enda ákaflega skemmti- legur drengur. Hann var mikill húmoristi og hélt oftar en ekki uppi stuðinu. Ég get ekki annað en minnst á það að nokkrum sinnum sagði hann við mig þegar við vorum að ræða málin að hann væri alveg viss um að hann myndi deyja ungur, sem því miður reyndist svo rétt. Því miður atvikaðist það þannig, að leiðir okkar lágu ekki oft saman undanfarin ár. Síðast þegar ég sá þig, Gunni minn, fyrir um 2 árum, varstu í miklu stuði á Grand Rock og sá ég engin merki þess að þú bærir sjúkdóminn sem hrjáði þig. Mig langar að þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum saman, ég hef alltaf góðu minningarnar um þig. Aðstandendum færi ég samúðar- kveðjur, megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Farðu í friði vinur minn kær. Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær. Aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi) Þinn vinur Sveinbjörn (Svenni). Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.