Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Anton ViggóBjörnsson fædd- ist í Hafnarfirði 30. júní 1932. Hann andaðist á Land- spítalanum við Hringbraut 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Finnur Viggó Björnsson, f. 6. nóvember 1906, d. 2. febrúar 1957 og María Björns- son, fædd Seuring f. í Þýskalandi 5. febrúar 1910, d. 4. júlí 2000. For- eldrar Finns Viggós voru hjónin Björn Helgason skipstjóra og Ragnhildur Egilsdóttur í Hafn- arfirði. Systir Antons er The- resia Erna Viggósdóttir, f. 7. mars 1944, maður hennar Gísli Helgason og eiga þau tvær dæt- ur. Anton kvæntist 1956 Finn- björgu Gríms- dóttur, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Anna María, f. 13. desember 1956, gift Valgarði U. Arn- arsyni. Þau eru bú- sett í Hafnarfirði. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 2) Linda f. 27. júlí 1960 gift Bjarne Pettersen, þau eiga þrjú börn, þau eru búsett í Noregi. 3) Ragnar, f. 5. maí 1963, kvæntur Guðbjörgu Jens- dóttur, þau eiga fjögur börn, þau búa í Seattle í Bandaríkjunum. 4) Björn, f. 3. sept. 1966, kvæntur Cecilie Antonsson, þau eiga eitt barn og eru búsett í Svíþjóð. Antoni verður sungin sálu- messa í Jósefskirkju í Hafn- arfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Á vordögum árið 1973 var fyr- irtæki okkar, Smith & Norland hf., að leita að rafmagnsverkfræðingi eða -tæknifræðingi, sem hefði gott vald á þýskri tungu. Sem umboðs- mönnum Siemens og margra ann- arra þýskra fyrirtækja var það okkur mikilvægt, að tæknimenn okkar töluðu þýsku. Anton Björnsson sótti um starf- ið. Hann útskrifaðist sem raf- magnstæknifræðingur frá Städt- ische Ingenieurschule í Mannheim árið 1957. Hann starfaði hjá RA- RIK árin 1957–1963, hjá Raf- magnsveitu Ísafjarðar 1963–1967 og hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur árin 1967–1973. Þessi menntun og starfsreynsla Antons hentaði mjög vel því starfi, sem um var að ræða, og varð að samkomulagi að hann hæfi störf í mars 1973. Anton starfaði hjá fyr- irtækinu til ársins 1995, en hætti þá vegna veikinda. Öll þessi ár starfaði Anton fyrir deildir Siemens á orkusviðinu í góðri samvinnu við viðskiptavini okkar hjá rafveitum og rafverk- takafyrirtækjum. Hann fór reglu- lega á fundi og námskeið hjá Sie- mens og öðrum þýskum fyrirtækjum og á sýningar í Hann- over og víðar. Störf þessi vann Anton af kostgæfni og þekkingu og virtist njóta þeirra. Anton var mjög þægilegur í öllum samskipt- um og tók góðan þátt í öllu fé- lagsstarfi innan fyrirtækisins. Smith & Norland og starfsfólk fyrirtækisins þakka Antoni ára- langt gott samstarf og senda hans nánustu innilegar samúðarkveðj- ur. Sverrir Norland. Að leiðarlokum læt ég ekki hjá líða að minnast Antons, bróður míns, og þakka honum æskuár okkar í góðum foreldrahúsum. Heilsu Antons hafði hrakað mik- ið á síðustu árum en honum tókst að leyna okkur hversu alvarlegt það var. Enda var hann dulur að eðlisfari og bar ekki sorgir sínar á torg. Ég minnist Antons sem stóra bróður sem ég leit upp til enda aldursmunurinn tólf ár. Hann tók mér vel þegar ég kom inn á heimili okkar og varð síðar kjörbarn for- eldra hans. Anton var handlaginn svo af bar, smíðaði fagra gripi úr góðmálmum, tré og hvaltönnum. Má nefna að þegar ég hafði lært að hjóla keypti hann notað hjól og gerði sem nýtt og gaf mér. Þessi gripur entist mér svo árum skipti. Hann fékk ungur áhuga á öllu sem við kom rafmagni. Ég minnist þess þegar hann, sextán ára, lagði raf- lögn í dúkkuhúsið mitt, sem vakti öfund vinkvenna minna. Árið 1950 fórum við til Þýskalands með móð- ur okkar og ömmu, sem kom eftir stríð til okkar og dvaldi í tvö ár. Þar kynnti hann sér möguleika á tækninámi. Hann hafði þá starfað hjá Rafha og stundað kvöldnám við Iðnskólann hér í Hafnarfirði. Hann valdi tækniháskóla í Mann- heim og lauk þaðan námi í raf- magnstæknifræði fjórum árum síðar. Þau ár kynntist hann móð- urfjölskyldu sinni enn betur og bar engan skugga á þau kynni. Hann eignaðist góða vini í skól- anum sínum í Þýskalandi, sem héldu tryggð við hann alla tíð. Hann fór reglulega á skólamót í sínum gamla skóla og sótti ráð- stefnur í Þýskalandi. Að námi loknu hóf Anton starf sem tæknifræðingur hjá RARIK, var seinna rafveitustjóri á Ísafirði í nokkur ár, innkaupastjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur að því loknu og síðustu starfsárin hjá Smith og Norland. Anton var mikill útivistarmaður meðan heilsan leyfði. Gekk á fjöll og ferðaðist um óbyggðir landsins, var fararstjóri í Útivistarferðum ef svo bar undir. Einnig hafði hann áhuga á matargerð, keypti mat- reiðslubækur og eldaði dýrindis- rétti þar sem ekkert var til sparað. Eflaust erfði hann þetta frá föður sínum sem var virtur matreiðslu- meistari, lærður á Hotel D’Angle- terre í Kaupmannahöfn. Mig lang- ar að minnast atburðar sem eflaust hefur markað sín spor í líf Antons. Árið 1937 kom afi hans Edward Seuring, í heimsókn til dóttur sinnar og fjölskyldu hér á landi. Hann heillaðist af dóttursyni sínum og fékk því framgengt að drengurinn færi með honum til Þýskalands til að kynna hann fyrir móðurfjölskyldu sinni. Um var samið að hann dveldi í nokkrar vikur hjá afa og ömmu í Zwei- brücken í Rínarlöndum, þar til móðir hans kæmi og tæki hann með sér heim til Íslands, sem hún og gerði á síðustu stundu áður en heimsstríðið braust út. Þau sluppu naumlega úr landi til Kaupmanna- hafnar þar sem St. Jósefssystur í Griffenfeldsgade skutu yfir þau skjólshúsi þar til skipsferð bauðst til Íslands. Minntist móðir okkar oft þessa með þakklæti til systr- anna. Anton var elsta barnabarn Björns Helgasonar skipstjóra og Ragnhildar Egilsdóttur. Honum þótti vænt um þau og minntist þeirra með hlýhug. Hann eignaðist fjögur mannvænleg börn með konu sinni Finnbjörgu Grímsdótt- ur, en þau slitu samvistir. Barna- börn þeirra eru 11 og langafabörn tvö. Að lokum viljum við fjölskyldan votta þeim samúð okkar, og færum Önnu Maríu, dóttur hans, alúðar- þakkir okkar fyrir hversu vel hún annaðist hann síðustu mánuðina. Blessuð sé minning Antons. Theresia Erna Viggósdóttir. Anton Viggó Björnsson ✝ ArngrímurMagnússon, Sæ- bergi, áBorgarfirði eystri, fæddist í Másseli í Jökuls- árhlíð 22. mars 1925. Hann lést á gjörgæslu Land- spítalans við Hring- braut 14. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Arngrímsson, bóndi í Másseli og síðar í Hólmatungu í Jök- ulsárhlíð, f. 1887 d. 1977, og kona hans Guðrún Helga Jóhannesdóttir, frá Syðri- Vík í Vopnafirði, f. 1896, d. 1951. Systkini Arngríms eru Guðrún Jóhanna, f. 1917, d. 2002, Kristín, f. 1918, Þorbjörn, f. 1920, d. 1992, Ingimar, f. 1922, d. 2006, Heiðrún f. 1924, d. 1993, Jónína, f. 1927, Helgi Eiríkur, f. 1928, Valgeir, f. 1932, Hörður, f. 1933, d. 1992 og Ásta, f. 1941. Arngrímur ólst fyrst upp í föð- urhúsum í Másseli en rúmlega fjögurra ára fór hann í sum- ardvöl í Hlíðarhús en ílengdist þar hjá Guðnýju Eiríksdóttur, f. 1874, d. 1945, fóstru sinni sem var einstaklega góð við hann, Einari Sveini Einarssyni, f. 1866, d. 1940, manni hennar, og syni þeirra, Eiríki, f. 1912, d. 1991, 1992 er hann varð 67 ára. Eftir það vann hann um skeið í Álfa- steini. Börn Arngríms og Elsu eru: 1) Ásgeir, f. 1949, maki Jó- hanna Borgfjörð, f. 1948, börn þeirra eru Arngrímur Viðar, f. 1968, Áskell Heiðar, f. 1973, Guðmundur Magni, f. 1978, og Aldís Fjóla, f. 1982. 2) Helgi Magnús, f. 1951, maki Bryndís Snjólfsdóttir, f. 1956, börn þeirra eru Birgitta Ósk, f. 1975, Hafþór Snjólfur, f. 1980, Guð- mundur Ingi, f. 1981, d. 1982, Elsa Arney, f. 1983, og Eyrún Hrefna, f. 1988. 3) Jón Ingi, f. 1955, sambýliskona Arna Soffía, Dahl Christiansen, f. 1957. Börn Jóns og Ingibjargar Sigurð- ardóttur, f. 1954, eru Sigurður Arnar, f. 1972, Óli Rúnar, f. 1980, og Sigurlaug, f. 1986. Dóttir Örnu er Guðrún Björg Óskarsdóttir, f. 1972. 4) Sigrún Halldóra, f. 1957, maki Ólafur Arnar Hallgrímsson, f. 1961, börn Hallgrímur Ingi, f. 1984, Kristjón og Heiðbjört, f. d. 1994, og Elsa Katrín, f. 1995. 5) Jó- hanna Guðný, f. 1958, maki Jó- hann Rúnar Magnússon, f. 1956, synir Ottó Freyr, f. 1978, Hjört- ur Rafn, f. 1983, og Arnór Bragi, f. 1993. 6) Ásgrímur Ingi, f. 1973. Sonur hans og Lindar Ein- arsdóttur, f. 1974, Jón Bragi, f. 1996, fóstursonur Inga, sonur Lindar, er Birkir Viðar Haralds- son, f. 1991. Langafa- og lang- ömmubörn Arngríms og Elsu eru fjórtán. Útför Arngríms verður gerð frá Bakkagerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sem fljótlega tók við búinu. Arngrímur var í farskóla í Jök- ulsárhlíðinni og fór síðan í Eiðaskóla 1942 og var þar í tvo vetur. Hausti 1945 réðst hann til starfa hjá Kaup- félagi Borgafjarðar og bjó á Svalbarði hjá Jóni Björnssyni kaupfélagsstjóra og konu hans, Sigrúnu Ásgrímsdóttur. Þar hitti hann fyrir skólasystur sína frá Eiðum, Elsu Guðbjörgu, dóttur þeirra, og endurnýjaðist þar vinskapur þeirra. Elsa og Arngrímur giftu sig 23. júlí 1948. Þau hófu búskap í Ásbyrgi í sambýli við Hilmar, bróður Elsu, og Árnýju Þor- steinsdóttur árið 1949. 1953 fluttu þau í nýtt hús sitt, Sæberg á Borgarfirði eystri, og hafa búið þar síðan, að undanteknum vetr- inum 1967–1968 er þau dvöldu í Kópavogi. Eftir að Arngrímur flutti á Borgarfjörð vann hann hjá Kaupfélagi Borgarfjarðar við ýmis störf, m.a. afgreiðslustörf, akstur vörubíla og rútu. Vorið 1968 var hann ráðinn útibússtjóri verslunar Kaupfélags Héraðsbúa á Borgarfirði og starfaði þar til Það er margt sem hefur komið upp í hugann síðan ég fékk þau skilaboð að þú hefðir skilið við þennan heim, elsku afi minn. Þar hafa gamlar minningar sem ég hef ekki leit hugann að lengi verið alls- ráðandi. En það er fyrst og fremst þakklæti til þín fyrir að fá að starfa með þér og kynnast þér í daglegu starfi. Það var á unglings- árunum þegar ég byrjaði sem bensíntittur hjá þér í kaupfélaginu á Borgarfirði þar sem þú varst stjórnandi mest af starfsævi þinni. Þá fórum við oft saman í verkefni eins og að losa vörur af flutningabíl þar sem við þurftum oft að hafa snör handtök og skipuleggja hlut- ina vel þegar koma þurfti fyrir vörum úr fullum bíl í öll skúma- skotin. Þessi sumur sem ég naut að fullu með vaxandi ábyrgð og ánægju voru mér mjög lærdómsrík því þar fékk ég að kynnast þér, afi minn, í öllu þínu veldi aðhafast allt sem gera þurfti og fá að taka þátt í því með þér hvort sem skera þurfti litla glerrúðu eða afgreiða eitt stykki strandferðaskip. Allt þetta gerðir þú af einstakri samvisku- semi, vandvirkni og öryggi sem um leið færði þér góðvild og virðingu þeirra sem þú áttir samleið með. Þegar ég síðar fór til mennta og bjó um stund í öðrum landshlutum var ætíð tilhlökkunarefni að koma í eldhúskrókinn ykkar ömmu í Sæ- bergi og taka þátt í líflegum um- ræðum um núið og einnig um hvað þið amma hefðuð upplifað og brall- að á yngri árum. Ekki má heldur gleyma sameig- inlegu áhugamáli okkar, tónlist- inni. Karlakórssöngur og íslensk sönglög, vel flutt, helst af góðum kvartett, voru þá í uppáhaldi hjá þér. Það var mjög gaman að upp- lifa með þér ferð á Hornafjörð fyr- ir um áratug þegar við héldum í víking að hlýða á fjölda karlakóra sem þar voru saman komnir á Kötlumóti okkur til mikillar ánægju. Sennilega hefur það verið upp frá þeirri ferð að við ákváðum að syngja saman í dúett tvö lög við undirleik Jóns á Sólbakka á sjö- tugsafmælinu þínu fyrir sveitung- ana. Þó að ekki hafi ég nú verið of öruggur á mínum tónum naut ég þess að syngja með þér og hlusta á þína tónvissu og ljúfu söngrödd sem gott var að syngja með. Þetta var tvímælalaust hápunktur minn í sönglistinni að fá að syngja með þér og upplifa þessa samvinnu í tónlistinni. Það voru síðan Álftagerðisbræð- ur, uppáhaldið þitt, sem urðu fyrir valinu er þú varst áttræður og nut- um við þá saman ásamt fjölskyldu og fjölmörgum vinum þínum stór- kostlegra tónleika þér til heiðurs. Elsku afi, við munum ekki syngja meira saman eða njóta þess að upplifa góða tónleika saman en það er víst að næst þegar ég syng með kórnum mínum á Borgarfirði mun ég lygna aftur augunum og sjá þig í huganum sitjandi í salnum með bros á vör. Það er ljóst að heimsóknirnar á Borgarfjörð verða fátæklegri án þín en með tár á hvarmi og gleði í hjarta munum við hugsa um þig með söknuði og þakklæti líkt og í dag þegar við kveðjum þig í hinsta sinn, elsku afi minn. Arngrímur Viðar Ásgeirsson. Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, ljúflíng minn sem ofar öllum íslendíngum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér einsog tónn á fiðlustreingnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. (Halldór Kiljan Laxness.) Ég kveð kæra besta frænda minn með þakklæti fyrir góð- mennsku hans og hlýju. Hvíl í friði. Guðlaug Helga. Arngrímur frændi heilsaði mér gjarnan á austfirsku: „komdu sæl, gæska,“ og svo fylgdi hlýtt faðm- lag. Móðir mín og Arngrímur eru úr ellefu systkina hópi og þótt þau hafi ekki alist upp saman eða búið nærri hvort öðru bundust þau snemma nánum böndum og þar með við, afkomendur þeirra. Mér er það minnisstætt þegar Arn- grímur, þá áætlunarbílstjóri, sótti mig tólf ára til Egilsstaða og ók með mig niður á Borgarfjörð. Þurfti mikla útsjónarsemi til að koma stórum bíl yfir Njarðvíkur- skriðurnar í þá daga, en fumlaust fórst honum það úr hendi sem ann- að. Það var allt svo skemmtilegt á Borgarfirði. Hjá þeim Arngrími og Elsu var hlýleikinn, kátínan og skemmtilegheitin í fyrirrúmi, eitt- hvað sem börnin þeirra hafa ríku- lega tileinkað sér. Ég dvaldi tvö sumur hjá Ástu, móðursystur minni, sem bjó skáhallt á móti Sæ- bergi. Í hverju hádegi kom Arn- grímur út úr húsi, gekk yfir göt- una, heilsaði upp á frænkuna sína, fékk sér kaffibolla, spjallaði í smá- stund, og hljóp svo aftur í Kaup- félagið sem hann stýrði. Arngrím- ur átti Willys-jeppa sem þau Elsa ferðuðust á um landið, og slógust foreldrar mínir oft með í för. Þá var glatt á hjalla, fróðleiksfýsn Arngríms með eindæmum, sem ég fékk að upplifa því mér var eitt sinn boðið í eina slíka ferð. Fannst mér ótrúlegt hvað hann gat haldið sig á veginum, því athygli hans beindist meira að fjallstoppum og grænum grundum en hvert jeppinn var að fara. Í náttstað voru sagðar sögur og mikið hlegið. Börnin þeirra dvöldu lengri og skemmri tíma heima í litla húsinu í Laufási, og þær samverustundir tengdu fjölskyldurnar enn sterkari tryggð- arböndum. Ekki er furða að að- dráttaraflið hafi verið sterkt til Borgarfjarðar, og oft hefur leiðin legið þangað í glaðværðina, fjalla- rölt, eða setið í eldhúsinu í Sæ- bergi. Þar réð Elsa ríkjum, alltaf veisla, og aldrei kökuþurrð hvað svo sem munnarnir voru margir. Arngrímur var spurull við gesti, hlýlegur og sposkur. Hann var lítið gefinn fyrir stórborgarbraginn fyr- ir sunnan, undi sér best undir Dyr- fjöllum við fjörðinn fagra. En svo fór að hann þurfti að leita sér þar lækninga og þá hittumst við oft. Hann kom og fékk sér kaffi á myndastofunni, og við skruppum í bíltúra til að gera það sem þurfti. Það er vart hægt að nefna Arn- grím svo nafn Elsu komi ekki í hug, því samrýndari hjón er vart hægt að hugsa sér. Er halla tók undan fæti í veikindum hans stóð hún sem klettur við hlið hans þar til yfir lauk. Nú hefur elsku frændi minn horfið til betri heima og skil- ið hér eftir slóð yndislegra minn- inga. Í þeim betri heimi sé ég hann fyrir mér sitjandi á grænni tó með Dyrfjöll í baksýn og á spjalli við systkinin sem á undan eru gengin. Okkar innilegustu samúðaróskir til ykkar allra, elsku Elsa mín. Fríður Eggertsdóttir. Arngrímur Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.