Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „VIÐ leggjum áherslu á fegrun og hreinsun og margvíslega þætti sem gera borgina grænni og umhverfis- vænni en hún er í dag. Það hefur margt verið gert á undanförnum ár- um, en það er margt fleira hægt,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri þegar hann kynnti í gær áherslur borgarinnar í um- hverfismálum. Vilhjálmur sagði að til að hægt væri að ná þeim markmiðum sem borgaryfirvöld hefðu sett sér þyrfti að koma til góð samvinna við borg- arbúa og fyrirtæki í borginni. Á síð- asta ári var gert sérstakt hreinsun- arátak í þremur hverfum í borginni. Vilhjálmur sagði að á þessu ári yrði gert sérstakt hreinsunarátak í Vest- urbæ, Grafarholti og miðborginni. Þetta átak byggðist á góðu samstarfi við íbúa hverfanna. Vilhjálmur sagði að borgaryfir- völd ætluðu að setja um 150 milljónir til viðbótar í umhverfismál á þessu ári. „Við ætlum okkur t.d. að setja verulega fjármuni í að endurbæta skólalóðir. Það verður að segja eins og er að sumar skólalóðir í Reykja- vík eru ekki börnum bjóðandi.“ Gísli Marteinn Baldursson, for- maður umhverfisráðs, kynnti þau tíu grænu skref sem borgaryfirvöld ætluðu að stíga með það að mark- miði að borgin yrði til fyrirmyndar í umhverfismálum. Þetta væru mark- mið til næstu þriggja ára eða til loka þessa kjörtímabils. Hann sagði að Reykjavíkurborg ætlaði að auka um- talsvert þjónustu strætós, m.a. með því að gefa námsmönnum ókeypis í strætó frá haustinu 2007. „Við vilj- um með þessu bjóða borgarbúum upp á valkost, bjóða þeim að ferðast öðruvísi en með bílnum. Við teljum að ef við náum námsmönnum upp í strætó þá getum við alið þá dálítið upp í að nota þennan samgöngu- máta. Við getum bent þeim á hluti eins og að ef þeir kaupa sér bíl og selja hann aftur eftir eitt ár þá eru þeir búnir að eyða kannski 800 þús- und í þann bíl, en gætu valið strætó sem er ókeypis.“ Borgin verði til fyrirmyndar Gísli Marteinn sagði að borgin vildi hvetja fólk til að hjóla og ganga meira. Þetta yrði m.a. gert með því að bæta vinsælasta göngustíginn í borginni sem liggur frá Ægisíðu upp í Elliðarárdal. Fyrirhugað væri að breikka göngustíginn, lýsa hann bet- ur upp, koma fyrir vatnshönum og bekkjum við hann. Gísli Marteinn sagði að borgin vildi auka verulega endurvinnslu með því að bjóða upp á bláar tunnur undir dagblöð. Af því sorpi sem við værum að urða upp í Álfsnesi væru um 30% dagblöð sem hægt væri að selja til Svíþjóðar í endurvinnslu. „Reykjavíkurborg er ákaflega sterkt og öflugt fyrirtæki. Ég tel að við getum gert meira í því að draga vagninn og sýna öðrum fyrirtækjum hvernig hægt er að gera hlutina, með vistvænni samgöngum, með því að endurvinna meira, með því að nota vistvæn hreinlætisefni og fleira. Við eigum að ganga á undan með góðu fordæmi.“ Gísli Marteinn sagði að borgaryf- irvöld hefðu leitað eftir hugmyndum frá borgarbúum um hvað mætti bet- ur gera í umhverfismálum. Það hefðu margar góðar tillögur komið og sumar hefðu ratað í þessa stefnu borgarinnar sem nú væri verið að kynna. Hjalti Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Staðardagskrár 21 á umhverfissviði borgarinnar, sagði að við skilgreiningu á vistvænum bílum yrði byggt á skilgreiningum sænsku vegagerðarinnar. Þar er miðað við að eyðsla bílsins sé ekki meiri en 5 lítrar á hundraðið og tiltekin mörk um mengun í útblæstri. Hann sagði að í borgum í nágrannalöndum okk- ar væri víða verið að gera svipaða hluti og nú væri verið að leggja til í Reykjavík. Björk Vilhelmsdóttir, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, sagði að Samfylkingin styddi eindregið þessa stefnu meirihlutans og minnti jafn- framt á að sumt af þessum verk- efnum byggðist á vinnu sem unnin var í tíð fyrri meirihluta. Námsmenn fá ókeypis í strætó og vistvænir ökumenn verðlaunaðir Morgunblaðið/ÞÖK Græn Jakob Hrafnsson, varaformaður umhverfisráðs, Villhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Gísli Marteinn Baldursson, for- maður umhverfisráðs, og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi kynntu stefnuna „Græn skref í Reykjavík“. Reykjavíkurborg ætlar sér að vera til fyrir- myndar í umhverfis- málum. Hún ætlar m.a. að gefa námsmönnum ókeypis í strætó í haust. STEFNA borgaryfirvalda er sett fram í tíu vistvænum skrefum.  Fyrsta atriðið er að bæta strætó, m.a. með því að reykvískir námsmenn fái ókeypis í strætó frá og með næsta hausti.  Ökumenn eiga að fá að leggja vistvænum bílum ókeypis í bílastæði borgarinnar, en með því móti eru þeir hvattir til að aka um á vistvænum bílum sem draga úr mengun.  Göngu- og hjólreiðastígurinn frá Ægisíðu upp í Elliðaárdal verður breikkaður, upphitaður og vatns- hönum þar fjölgað. Þá verður göngu- og hjólreiða- stígum sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Gönguleiðir skólabarna verða merktar og kynntar sérstaklega. Göngustígar sem tengja búsetu- svæði eldri borgara og nálæg útivistarsvæði verða upp- hitaðir og bekkjum og handriðum verður komið fyrir. Merkingar göngu- og hjólreiðastíga munu taka mið af göngu og hjólreiðum sem samgöngumáta.  Auk þess að gera Pósthússtræti að göngugötu á góð- virðisdögum verður Miklatún endurskipulagt í samráði við íbúa og kaffihúsi komið á laggirnar í Hljóm- skálagarðinum. Hefja á átak til að koma upp umhverf- is- og söguskiltum í borginni og skilyrði til fuglalífs og fuglaskoðunar í Vatnsmýrinni og á Tjörninni verða bætt.  Spornað verður við notkun nagladekkja í samráði við ríki og önnur sveitarfélög. Aðgengi borgarbúa að upplýsingum um umhverfisgæði verður aukið. Þá verð- ur mótuð loftslagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg til tíu ára til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 500.000 tré verða gróðursett í landi Reykjavíkur til aukinnar skjólmyndunar, meiri skógræktar og bind- ingar koltvísýrings.  Þjónusta við sorphirðu verður bætt til að auka end- urvinnslu. Boðið verður upp á bláar tunnur fyrir dag- blöð frá heimilum og þjónusta á grenndarstöðvum verður aukin. Sorphirðugjöld munu taka aukið mið af raunkostnaði af þjónustu og mengun.  Þá verður nýtt aðalskipulag Reykjavíkur unnið frá grunni með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og verða þétting byggðar, blanda íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, virðing fyrir hjólandi og gangandi umferð, endur- vinnsla og græn svæði lykilhugtök í nýjum hverfum.  Lóðir grunn- og leikskóla verða endurbættar. Skólar munu markvisst bjóða upp á lífrænt ræktuð matvæli og birta næringargildi fæðunnar á heimasíðu.  Hreinsunar- og fegrunarátak borgarinnar verður haldið áfram.  Nýjar innkaupareglur borgarinnar munu innleiða vistvæn innkaup sem meginreglu. Meirihluti bílaflota Reykjavíkurborgar verður visthæfur. Reykjavíkur- borg skuldbindur sig til að draga úr útblæstri koltví- sýrings í rekstri sínum. Stíga tíu græn skref í Reykjavík BANDARÍKJAMENN geta ekki beitt töfrabrögðum til þess að leysa vanda ríkja á borð við Afganistan, þrátt fyrir að ýmsir vænti þess. Þetta segir Condoleezza Rice, ut- anríkiráðherra Bandaríkjanna. Hún sat á þriðjudag fyrir svörum um 200 blaðamanna víða að í utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna. Rice var á fundinum spurð um ýmis alþjóðamál og um stöðu og hlutverk Bandaríkjanna í heiminum. Afganistan var meðal þeirra ríkja sem bar á góma og sagði Rice ljóst að það myndi taka langan tíma að byggja landið upp enda hefðu átök þar verið langvinn. „Þegar ég kom til starfa í Washington árið 2001, laut Afganistan harðstjórn talibana. Konur nutu engra réttinda, þær fengu ekki að ganga í skóla,“ sagði Rice. Nú væri hins vegar tekin við lýðræðislega kjörin stjórn. „Það er erfitt að skapa stöðugleika í landi á borð við Afganistan, þar sem borg- arastríð hefur staðið yfir í aldar- fjórðung. Og auðvitað reyna taliban- ar að svara fyrir sig,“ sagði Rice. Ýmsar framfarir hefðu orðið. Til dæmis nytu 80% Afgana heilbrigð- isþjónustu, en áður hefði hlutfallið verið 8%. Erfitt uppbyggingarstarf væri vissulega framundan. „NATO berst nú í Afganistan til þess að verja almenna borgara,“ sagði Rice og bætti við að þetta væri í fyrsta sinn sem hersveitir NATO tækju þátt í bardögum. Fjölmenning styrkur Bandaríkjamanna Ráðherrann vék að Palestínu í máli sínu og sagðist eindregið hlynnt stofnun sjálfstæðs palestínsks ríkis. Hún óskaði þess að Ísraelar og Pal- estínumenn gætu lifað í sátt og sam- lyndi. Báðar þjóðirnar yrðu þó fyrst að sætta sig við að deila landi og of- beldi yrði að linna. Flestir Ísraelar og Palestínumenn vildu ekki að börn þeirra yxu úr grasi og yrðu sjálfs- vígssprengjumenn, heldur fremur að þau gengju menntaveginn. Sagð- ist Rice telja að hægt væri að ná því markmiði að stofna palestínskt ríki. „[Bush] forseti leggur mikla áherslu á að það takist,“ sagði Rice. Hún lagði í svörum sínum mikla áherslu á að Bandaríkin væru fjöl- menningarsamfélag. Þeir sem flytt- ust þangað yrðu Bandaríkjamenn, sama hver uppruni þeirra væri. „Fjölbreytnin er styrkur okkar,“ sagði hún. „Ef það er eitthvað við Bandaríkin sem ég vildi óska að fólk áttaði sig betur á og tæki upp eftir okkur, er það fjölmenningin. Hér býr margt fólk af ólíkum uppruna. Það aðhyllist ólík trúarbrögð og hef- ur mismunandi stjórnmálaskoðanir. Þrátt fyrir þetta búum við í sama samfélagi og teljum ekki að ólíkur uppruni gefi okkur sjálfkrafa skot- leyfi á þá sem eru ekki eins og við,“ sagði Rice. Staðan hefði þó ekki alltaf verið svona góð. Í upphaflegri stjórn- arskrá Bandaríkjanna hefði svartur maður aðeins verið talinn 3⁄5 hluti manns. „Ég tel ekki að við höfum ástæðu til þess að setja okkur á háan hest. En það er ótrúlegt að mann- eskja sem er afkomandi fólks sem taldist vera 3⁄5 úr manni í fyrstu stjórnarskrá landsins skuli nú vera utanríkisráðherra,“ sagði Rice. Engar töfralausnir til á vandanum Morgunblaðið/Elva Átök Condoleezza Rice sagði á fundi með blaðamönnum að það myndi taka langan tíma að byggja Afganistan upp enda hefðu átök þar verið langvinn. Condoleezza Rice, ut- anríkisráðherra Banda- ríkjanna, ræddi um al- þjóðamál á fundi með um 200 blaðamönnum víða að í utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna. Elva Björk Sverris- dóttir var í hópi þeirra. elva@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.