Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is BYRJAÐ er að hita upp fyrsta kerið í nýju álveri Alcoa-Fjarðaáls á Reyð- arfirði og er reiknað með að fyrsti málmurinn verði tekinn úr kerinu á næstu dögum. Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá Fjarðaáli, segir að næstu dagar og vikur fari í að prófa búnað, en stefnt sé að því að taka öll ker í notk- un fyrir árslok. Bechtel, sem byggir álverið á Reyðarfirði, hefur afhent Alcoa 42 fyrstu kerin, en samtals verða 336 ker í álverinu. Í gær var straumi hleypt á fyrsta kerið. Áður en hægt er að byrja að bræða málm þarf að hita kerið upp og prófa búnaðinn. Erna sagði að í framhaldinu yrði hvert kerið á fætur öðru tekið fyrir. Hún sagðist ekki geta svarað því hvað það tæki langan tíma að koma þessum 42 kerum í framleiðslu. Bún- aðurinn væri nýr og starfsmenn að læra að nota hann. Menn myndu gefa sér þann tíma sem nauðsynleg- ur væri til að koma þessum fyrstu kerum í notkun. Erna sagði að alltaf hefði verið reiknað með því að byrjað yrði að taka kerin í framleiðslu í byrjun apríl og því væri verkefnið á áætlun. Raforkan sem Fjarðaál notar þessa fyrstu mánuði kemur af lands- kerfinu, en reiknað er með að orka frá Kárahnjúkavirkjun komi inn á kerfið um mitt sumar. Unnið er hörðum höndum að klára fram- kvæmdir við virkjunina. Sömuleiðis er mikil vinna eftir við sjálft álverið á Reyðarfirði. 270 starfsmenn Erna sagði að búið væri að ráða um 270 starfsmenn til Fjarðaáls, en samtals verða starfsmenn fyrirtæk- isins um 400 þegar starfsemin er komin í fullan gang. Upphaflega var talað um að starfsmenn yrðu 450, en ákveðið hefur verið að bjóða út stærri hluta starfseminnar en upp- haflega var gert ráð fyrir. Reiknað er með að um 800 störf verði til í ál- verinu og í starfsemi sem tengist því. Erna sagði að mjög vel hefði gengið að ráða starfsfólk. Fyrirtækið hefði fengið um 2.500 umsóknir. Starfs- menn hafa verið í þjálfun undan- farna mánuði og þeirri vinnu verður haldið áfram út þetta ár. Starfsmenn Alcoa-Fjarðaáls eru byrjaðir að hita upp fyrsta kerið í nýja álverinu Fyrsti málmurinn er að verða til hjá Fjarðaáli Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Álver Ester Gunnarsdóttir, starfsmaður Bechtel, við eitt kerjanna. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is UM 160 metra breitt snjóflóð féll á veginn um Hrafnseyrarheiði í gær- morgun. Litlu munaði að flóðið lenti á snjóruðningstæki sem var nýfarið hjá. Vegurinn var síðan ruddur á ný og var fær í gær. Snjóflóðið féll á þeim slóðum þar sem flokkur fólks hafði handmokað sig í gegnum 20 metra langan skafl á þriðjudag þar sem Vegagerðin vildi ekki moka veginn vegna snjó- flóðahættu. Sigurður Mar Óskarsson, þjón- ustustjóri Vegagerðarinnar á Vest- fjörðum, segir að það hafi verið al- veg klárt að snjóflóðahætta hafi verið á heiðinni á þriðjudag og því hafi verið ákveðið að moka ekki. Lífi starfsmanna Vegagerðarinnar sé ekki stefnt í voða en öll um- merki hafi bent til snjóflóðahættu og það mat Vegagerðarinnar hafi svo sannazt í gær. Hann segir ann- ars að vel hafi gengið að halda fjallvegum á Vestfjörðum opnum í vetur og hafi verið meira fært en oft áður. Vegagerðin hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna málsins og segir þar svo: „Þær fullyrðingar sem birtust á Þingeyrarvefnum í morgun um að engin snjósöfnun hafi verið í fjallinu á mánudag og þriðjudag eru bæði rangar og óábyrgar. Það sýnir snjóflóðið í morgun. Síðustu ár hafa miklar breytingar orðið á hvernig lands- menn, ekki síst Vestfirðingar, um- gangast snjóflóðahættusvæði og hvernig reynt er að meta hættu til að auka öryggi íbúanna. Í því ljósi skal ákvörðun Vegagerðarinnar um að moka ekki Hrafnseyrarheiði í gær skoðast,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Mikið snjóflóð féll á Hrafnseyrarheiði Flokkur manna handmokaði sig í gegnum skafl á sömu slóðum á þriðjudag, þrátt fyrir viðvaranir um hættu Ljósmynd/Geir Sigurðsson Komnir í gegn Snjómokstursmennirnir Gunnar Sigurðsson, Ólafur Guðmundsson og Oddur Pétursson. Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás Borgarnes - Stykkishólmur - Grundarfjörður - Búðardalur - Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður Fáskrúðsfjörður - Höfn - Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður www.lyfja.is - Lifið heil ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 36 81 2 03 /0 7 FÁÐU REYKLAUSA BÓK Í NÆSTU VERSLUN LYFJU BETRI LEIÐTIL AÐ HÆTTA FRÍ BÓK JÓHANNES Gijsen Reykjavíkur- biskup, fulltrúi kaþólsku kirkjunn- ar á Íslandi og Helga Jónsdóttir bæjarstjóri Fjarðabyggðar undir- rituðu í gær kaupsamning um kaup kirkjunnar á íbúðarhúsinu að Kollaleiru í Reyðarfirði til þess að setja þar á stofn kaþólskt klaustur og prestakall sem á að heita Þor- lákssókn til heiðurs Þorláki bisk- upi helga Þórhallssyni. Forsvars- menn kirkjunnar gera ráð fyrir að starfsemi hefjist að Kollaleiru strax með vorinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skrif- stofu Kaþólsku kirkjunnar. Það eru kapúsínar eða hettu- munkar sem ætla að stofna klaustrið sem er það fyrsta sem stofnað er hérlendis frá siðaskipt- um. Að Kollaleiru verður í framtíð- inni klaustur og sóknarkirkja enda verður þar helsta miðstöð kaþólsks safnaðarstarfs á Austfjörðum. Hingað til hafa kaþólskir prestar fengið aðstöðu til messuhalds hjá lúterskum kollegum. Tveir munkar frá Slóveníu hafa stundað nám í íslensku við Há- skóla Íslands undanfarin misseri til undirbúnings starfi sínu hér. Það eru þeir séra Davíð Tencer sem verður sóknarprestur í sókn- inni og reglubróðir hans séra Ant- on Majercak. Þá mun brátt von á þriðja munknum og ef til vill fleiri þegar fram líða stundir. Munk- arnir munu fljótlega ráðast í nauð- synlegar breytingar á húsnæðinu og innréttingum svo þær henti safnaðarstarfinu. Kollaleira er lögbýli rétt fyrir innan þéttbýlið í Reyðarfirði, fyrir ofan Andapollinn, og þar hefur verið stundaður búskapur öldum saman. Kollaleira er þekkt fyrir mikla veðursæld en þar er sjálf- virk veðurathugunarstöð. Íbúðar- húsið að Kollaleiru er 314 m² og lóðin sem klaustrið hefur til um- ráða er 19.900 m². Reiknað er með að kapella verði á neðri hæð húss- ins en á efri hæð verði íbúð munk- anna. Samið um jörð undir klaustur FYLGI Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eykst mikið í Suð- urkjördæmi frá síðustu kosning- um, ef marka má könnun sem Fé- lagsvísindastofnun gerði fyrir Stöð 2. VG fær 17,6% fylgi í könnuninni og tvo menn en flokkurinn er ekki með þingmann í kjördæminu og var með 4,66% fylgi fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn bætir lít- illega við sig og mælist nú með 30,4%, en var með 29,19% árið 2003 – og heldur tveimur mönnum. Samfylkingin tapar fylgi sam- kvæmt könnuninni en heldur þremur mönnum, fær nú 25,4% en var með 29,67%, og Framsóknar- flokkurinn missir einn mann, fer úr 23,71% í 16,7%. Frjálslyndir tapa manni, hljóta nú 6,3% en voru með 8,74% fyrir fjórum árum og nýju framboðin tvö, Íslandshreyfingin og Baráttu- samtökin, mælast með 2,1% og 1,5% fylgi. Í sömu könnun voru þeir sem tóku þátt spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Sögðust 57% andvíg en 33% voru hlynnt. Úrtakið í könnun Félagsvísinda- stofnunar í Suðurkjördæmi var 800 manns og svarhlutfall um 65%. Fylgi VG eykst mikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.