Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 23
Áefnisskrá eru þrjú verk, „Melúsína hin fagra eftir FelixMendelssohn, „Píanókonsert ía-moll eftir Robert Schumann
og „Symphony Fantastique“ eftir Hector
Berlioz. Ashkenazy segir athyglisvert að
verk eftir tónskáldin þrjú séu flutt á ein-
um tónleikum. „Þeir höfðu allir sterka
persónuleika, en merkilegt er að Schu-
mann var ekki aðeins mikið tónskáld,
heldur einnig tónlistargagnrýnandi, og
skrifaði talsvert um tónlist síns tíma. Ein-
hverntíma bar hann saman Mendelssohn
og Berlioz, svo það er skemmtileg tilviljun
að á þessum tónleikum séu verk eftir þá
alla þrjá.“
Mikilvægt að ferðast með tónlistina
Tónleikarnir á morgun verða þeir tólftu
sem Sinfóníuhljómsveitin heldur á Ísa-
firði, en síðast lék hún í bænum árið 1998.
Ashkenazy hefur áður komið til Ísafjarð-
ar. „Við lékum hér fyrir mörgum árum í
afar litlum sal, svo ekki var pláss fyrir alla
hljómsveitina. Ég man ekki hvað við lék-
um, en hljómurinn var undarlegur í ör-
smáu rými, nú leikum við í íþróttasal og
það er gott, við komum allri hljómsveit-
inni fyrir. Það er afar mikilvægt að fara á
þessa staði, þar sem fólk hefur lítil tæki-
færi til að sjá sinfóníuhljómsveitir.“
Tónlistarhúsið bylting
Tónlistarmaðurinn kveðst hlakka til að
stjórna Sinfóníuhljómsveitinni í nýja tón-
listar- og ráðstefnuhúsinu, sem nú er ver-
ið að reisa. „Tónlistarhöllin mun gjörbylta
tónleikalífinu í landinu, algjörlega, og á
fyrsta árinu munum við vonandi, með
hjálp vissra aðila, flytja hingað nokkrar af
bestu hljómsveitum Evrópu, og hugs-
anlega eina ameríska líka. Það verður af-
ar mikilvægt fyrir þjóðina að komast í
samband við fulltrúa bestu flytjendanna.
Gott fyrir almenning og Sinfóníu-
hljómsveitina, að sjá hvað við getum af-
rekað, hljómsveitin er auðvitað mjög góð,
en það er líka gott að sjá aðra.“ Ashken-
azy segir útilokað að hann muni sakna
Háskólabíós. „Nei, aldrei, við erum þakk-
lát fyrir að hafa fengið að vera hér, en sal-
urinn var ekki byggður fyrir tónlistar-
flutning.“
Líður vel í návist Ashkenazys
Einleikari á tónleikunum er Gülsin
Onay, einn þekktasti píanóleikari Tyrk-
lands. Hún segir að þau Ashkenazy hafi
þekkt hvort til annars fyrir Íslandsferð-
ina og hún verið aðdáandi hans til margra
ára. Þetta er í fyrsta skipti sem hún er
einleikari á tónleikum sem hann stjórnar.
Hún segist vissulega hafa gengið með
hnút í maganum, enda Ashkenazy slíkur
píanósnillingur að annað hlyti að vera
óeðlilegt; einkum hjá píanóleikara! En
svo hafi hnúturinn leyst upp þegar á svið
Háskólabíós var komið, því henni falli af-
skaplega vel hvernig Ashkenazy stjórni.
„Ég skil svo vel, hvað hann er að fara og
hann sýnir ekkert annað af sér en skiln-
ing og stuðning. Nú líður mér bara vel í
návist hans.“ Á árinu verður Ashkenazy
sjötugur, hann kemur ekki lengur fram á
tónleikum, en segist æfa sig á hverjum
degi á píanóið. „Ég get ekki gert allt, það
er ómögulegt, þannig að ég hljóðrita og
æfi mig, en kem ekki lengur fram. Hann
segir þó enga viðburði skipulagða vegna
afmælisins. „Nei, ekki neitt, hvað er sjö-
tugt, hverjum er ekki sama.“
Lítill söknuður í Háskólabíói
Morgunblaðið/Ásdís
Reynsla Vladimír Ashkenazy á æfingu í Háskólabíói í gær.
Hljómsveitarstjórinn og
píanóleikarinn Vladimír
Ashkenazy er hér á landi
og mun stjórna tvennum
tónleikum, í Háskólabíói í
kvöld, og í Íþróttahúsinu
Torfunesi á Ísafirði á
morgun. Gísli Árnason
ræddi við Ashkenazy.
gisliar@mbl.is
EF að líkum lætur kom þýzka
Hyperion-tríóið fram í fyrsta
sinn á Íslandi á sunnudag við
tæpa miðlungsaðsókn. Sem
oftar vaknaði spurningin um
hvort nútímaflyglar séu ekki
of hljómmiklir fyrir þessa
háklassísku áhöfn, því ekki
aðeins sellóið heldur líka fiðl-
an náðu oft ekki fullu sam-
vægi við slaghörpuna þrátt
fyrir annars dýnamískan og
fágaðan hópleik.
Úrslitaneistann vantaði í
E-dúr Tríói Mozarts K542,
tileinkuðu langlunduðum lán-
ardrottni hans Puchberg, er
birtist án stórtíðinda sem vel
smurð vél. Öllu innblásnari
var hins vegar úttekt þre-
menninganna á gustmiklu
„Erkihertoga“-tríói Beethov-
ens í B Op. 97 (1814) í sann-
kallaðri „con amore“ stjörnu-
túlkun.
Á milli gat að heyra einarða
túlkun á Tríói Atla Heimis
Sveinssonar nr. 2 frá 2005 til-
einkuðu Thor Vilhjálmssyni.
Þrátt fyrir nokkur fjölstíla-
tilþrif líktist þriðjungi of
langt verkið [40’] mest mód-
ernisma 8. áratugar og náði
stundum flugi, þótt restin
reyndi meir á þolrif hlust-
enda.
Beethoven
con amore
TÓNLIST
Salurinn
Píanótríó eftir Mozart, Atla Heimi
Sveinsson og Beethoven. Hyper-
ion-tríóið (Oliver Kipp fiðla,
Katharina Troe selló og Hagen
Schwarzrock píanó). Sunnudag-
inn 1. apríl kl. 20. Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
HIN æruverðuga Söngsveit
Fílharmónía, er vantar
tvennt í fimmtugt og Ís-
landsfrumflutti fjölda klass-
ískra stórverka fyrstu árin í
samstarfi við SÍ undir stjórn
Róberts A. Ottóssonar, stóð
fyrir forvitnilegum tón-
leikum á þriðjudag. Fyrst
voru tvær stuttar a cappella-
mótettur (að vísu aðeins tek-
inn 1. þáttur af 4 hinnar
seinni) – Richte mich, O
Gott (1843) eftir Mendels-
sohn og Warum ist das
Licht gegeben (1875?) eftir
Brahms. Kórsöngurinn var
framan af svolítið daufur,
einkum í upphafi Brahms,
en sótti í sig veðrið og varð
víða glæsilegur í Schubert,
þó þýzkuframburðurinn væri
linur og fámennur tenórinn í
varnarstöðu.
30 ár ku liðin síðan eitt
viðamesta kórverk Schu-
berts heyrðist fyrst hér á
landi. Þótt styttri sé en h-
moll messa Bachs og Missa
Solemnis Beethovens er hin
ægifagra og kraftmikla As-
dúr messa (1819–26) í svip-
uðum „konsert“-flokki og
spannar allt frá Haydn að
Wagner. Dýnamísk stjórn
Magnúsar Ragnarssonar
tryggði dramatíska vídd í
jafnt 30 manna hljómsveit
sem 54 manna kór, og sólist-
arnir reyndust einvalalið í
hópsöng þó einsöngs-
tækifærin gæfust aðeins ör-
fá og stutt.
Þýzk kórrómantík
TÓNLIST
Langholtskirkja
Mótettur eftir Mendelssohn og
Brahms. Schubert: Messa í As
D678. Söngsveitin Fílharmónía,
Hulda Björk Garðarsdóttir S,
Nanna María Cortes A, Jónas
Guðmundsson T og Alex Ash-
worth B ásamt hljómsveit. Stj.:
Magnús Ragnarsson. Þriðjudag-
inn 3. apríl kl. 20. Kórtónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Leggðu góðu málefni lið
Leggðu góðu málefni lið er heiti á þjónustu í Einkabanka og Fyrirtækjabanka
Landsbankans sem auðveldar þér að hefja mánaðarlegan stuðning við góð málefni.
Það þekkja það flestir að greiða mánaðarlega af húsinu og bílnum og fyrir rafmagn
og hita. Nú er auðvelt að bæta góðum málefnum við þann lista og gerast áskrifandi
að þeim. Þú getur styrkt eitthvert af 75 góðgerðarmálefnum; velur einfaldlega
styrkupphæðina og hversu lengi þú vilt styrkja. Hver króna skilar sér til góðgerðar-
félaganna og notendur bera engan kostnað við stuðning sinn. Með einfaldri aðgerð
er svo hægt að hætta stuðningi. Landsbankinn hefur boðið þessa þjónustu síðan 1.
júlí sl. og síðan þá hafa hundruð Íslendinga gerst áskrifendur að góðu málefni.
Það er auðvelt að skipta máli
gottmalefni.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
B
I
35
18
2
04
/0
7