Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðbjörg Krist-ín Guðjónsdóttir fæddist í Heydal í Mjóafirði í Norður- Ísafjarðarsýslu 29. ágúst 1922. Hún andaðist 3. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Sæmundsson bóndi, ættaður frá Hörgs- hlíð, f. 14.11. 1881, d. 15.8. 1957, og Sal- vör María Friðriks- dóttir frá Lágadal, f. 3.5. 1884, d. 3.9. 1964. Alsystkini Guðbjargar voru Ingibjörg, f. 1920, d. 1941, og Frið- rik, f. 1921, en með fyrri konu sinni, Ingibjörgu Runólfsdóttur frá Heydal, sem dó árið 1918, átti Guð- jón fimm börn, sem ekki náðu full- orðinsaldri. Guðbjörg ólst upp í Heydal til 15 ára aldurs, en þá eignuðust foreldrar hennar bæinn Voga í Ísafirði. Guðbjörg giftist hinn 31. maí 1941 Guðmundi Jóni Ludvigssyni forstjóra, f. 20.1. 1916, d. 23.8. 1986. Hann var sonur Sigrúnar Ólínu Guðmundsdóttur, verka- konu frá Ísafirði, og Ludvigs Arne Einarssonar, málarameistara í Reykjavík. Guðbjörg og Guð- mundur eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Ingibjörg Sigrún hjúkr- unarfræðingur, f. 8.2. 1942, maki þeirra eru Vilborg arkitektanemi, maki Kári Árnason og Kristján menntaskólanemi. 6) Gunnar Þór verkfræðingur, f. 20.8. 1961, fyrri maki Anna Nielsen verkfræð- ingur. Þau slitu samvistum. Dætur þeirra eru Hildur Margrét há- skólanemi, Ólöf Helga versl- unarskólanemi, Aldís nemi og Edda Rún nemi. Síðari maki Gunn- ars er Hrönn Hjálmarsdóttir starfsmannastjóri. Dóttir þeirra er Sigurbjörg Ósk. Barnabarnabörn Guðbjargar eru 26. Guðmundur og Guðbjörg hófu búskap sinn á Ísafirði, en Guð- mundur var starfsmaður á skrif- stofu kaupfélagsins þar um árabil og stundað einnig kennslu. Auk umfangsmikilla heimilistarfa vann Guðbjörg í rækjuvinnslu auk ým- issa annarra starfa. Fjölskyldan flutti frá Ísafirði ár- ið 1959 og átti lengst heima á Tjarnarstíg 7 á Seltjarnarnesi. Guðbjörg helgaði líf sitt fjöl- skyldu og heimilisstörfum en starfaði einnig um árabil með kvennadeild Rauða kross Reykja- víkur. Árið 1989 eða þremur árum eftir að Guðmundur féll frá flutti Guðbjörg að Grandavegi 47, þar sem hún bjó sér fallegt heimili til dauðadags. Útför Guðbjargar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Bergur Felixson, fv. framkv.stjóri. Börn þeirra eru Felix leik- ari, maki Baldur Þór- hallsson, Þórir Helgi matreiðslumaður, maki Íris Kristjáns- dóttir, Sigurþóra Steinunn deild- arstjóri, maki Rúnar Unnþórsson, og Guð- björg Sigrún fé- lagsfræðingur, maki Stefán Helgi Jónsson. 2) Rósa verk- efnastjóri, f. 28.5. 1944. Sonur hennar er Guðmundur Albertsson framkvæmdastjóri, maki Sigríður Ólafsson. 3) Ludvig Árni læknir, f. 4.10. 1947, maki Jóna Borg Jónsdóttir aðalféhirðir. Börn þeirra eru Guðmundur Jón verkfræðingur, maki Sjöfn Sig- valdadóttir, Guðbjörg Kristín læknir, maki Stefán Þórarinn Sig- urðsson, Sigurbjörg Jóna sálfræð- ingur, maki Jóhann Sigurðsson og Njörður verkfræðingur. 4) María Salvör húsmóðir, f. 20.1. 1950, maki Einar Benediktsson forstjóri. Börn þeirra eru Haukur verkfræð- ingur, maki Berghildur Ein- arsdóttir, Hildur hönnuður, maki Valur Hlíðberg, Guðbjörg listnemi og Bryndís verslunarskólanemi. 5) Guðjón framkvæmdastjóri, f. 23.6. 1951, maki Heiða Elín Jóhanns- dóttir innanhússarkitekt. Börn Kær tengdamóðir mín og vinur, hún Guðbjörg, er dáin. Hún fæddist í Heydal í Mjóafirði 29. ágúst 1922. Þennan dag var Guð- jón faðir hennar að draga fyrir í Hey- dalsánni við Nafarfoss. Hann fékk 18 stóra silunga, en þá var hann sóttur því kona hans var lögst á sæng. Það þótti góðs viti hve vel aflaðist þann daginn og það má með sanni segja að sú spá rættist. Guðbjörg átti langa og farsæla ævi og við sem fengum að kynnast mannkostum hennar vorum lánsöm. Ættboginn er stór, sex mann- vænleg börn sem hafa eignast 46 börn og barnabörn sem syrgja nú góða mömmu og ömmu. Hún ólst upp í Ísafjarðardjúpi, í Heydal til fimmtán ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan að Vogum í Ísafirði. Lífsbaráttan var hörð, faðir hennar var ekkjumaður og hafði misst fyrri konu sína, Ingibjörgu, og fimm börn, sem ekki náðu fullorðinsaldri og mundi Guðbjörg vel eftir einni hálf- systur sinn, Kristjönu úr Heydal, sem dó á unglingsaldri. Alsystir Guggu sem hét Ingibjörg lést úr berklum aðeins tvítug að aldri og var hennar sárt saknað. Sigurður Nordal skrifaði eftirminnilega minn- ingargrein um þessa ungu, fallegu og efnilegu stúlku. Alls þessa minntist Guðbjörg úr Djúpinu, en þaðan voru einnig góðar minningar. Skólavera og sundnám í Reykjanesi, kærleiksríkir og dug- miklir foreldrar og þá var ýmislegt var brallað með eina bróðurnum hon- um Friðriki sem var árinu eldri og lifir systur sína. Hún flutti til Ísafjarðar og giftist Guðmundi sínum átján ára gömul og þau áttu eftir að lifa saman í 46 ár. Í fyrstu var það brauðstritið og barna- hópurinn sem átti hug þeirra allan, en þegar ungarnir flugu úr hreiðrinu og efnin urðu betri gátu þau stundað saman fjölmörg áhugamál sem þau áttu saman. Það voru margir vinir sem alltaf voru nálægir, bæði Ísfirðingar og einnig ættingjar og nýir vinir á höf- uðborgarsvæðinu. Sundið stunduðu þau saman, árlegar veiðiferðir í Langadalsá og víðar og þau ferðuðust mikið innanlands og utanlandsferðir voru einnig fastur liður í tilverunni. Mér fannst það vera nokkur próf- raun að koma inn í fastmótað líf stór- fjölskyldunnar, sem unnusti elstu dótturinnar, en mér var vel tekið. Sigrún amma, sem hafði setið Al- þýðusambandsþing með pabba mín- um, spurði hvort unnustinn væri ekki bindindismaður eins og faðirinn. Það var þó ekki gert að skilyrði og hjónin héldu okkur veglega brúðkaupsveislu. Guðbjörg var dugnaðarforkur og útsjónarsemi einkenndi húshaldið sem varð að vera í föstum skorðum. Mikið var umleikis og maður lærði að setja niður kartöflur, taka slátur og rækta garðinn sinn. Það þurfti ekki harðan aga til að öll- um farnaðist vel því umhyggja og væntumþykja var hennar aðalsmerki í umgengni við börn og annað fólk. Eftir því sem við urðum eldri lærði ég betur að meta tengdamóður mína. Best þótti mér að sitja með henni í eldhúsinu á Tjarnarstíg 7 og síðar Grandavegi og rabba um heima og geima, fræðast af henni og segja henni skemmtilegar sögur því húm- orinn var alltaf til staðar. Það voru notalegar stundir. Guð blessi minn- ingu hennar. Bergur Felixson. Þannig var að við Maja höfðum að áeggjan Guðbjargar, tengdamóður minnar, komið okkur upp kartöflu- garði í landi Seltjarnarnesbæjar, enda hafði Maja erft frá móður sinni viljann til sjálfsbjargar. Minna fór hins vegar fyrir matjurtaræktunarþörf minni. Karlmennskan rak mig þó til að „úða garðinn fyrir Maju“, eftir að hún hafði sett niður og taka síðan upp afrakst- urinn um haustið. Ég hef stöðugt síð- an reynt að bæta álit mitt í augum tengdamömmu, eftir að hún, með sín- um hrjúfa, háværa, en stríðnislega og glaðværa hlátri, tók á móti mér á Tjarnarstígnum og sagði, „setur niður Helgu, en tekur upp rauðar“. Ég hafði þá tekið upp úr vitlausum garði, sem þótti ekki vel til framdráttar fallið fyr- ir nýorðinn tengdason. Gugga var hreinræktuð íslensk sveitastúlka sem bar mikla virðingu fyrir uppruna sínum. Fas hennar, framkoma og sjálfsagi bar það glöggt með sér að hún tók lífið ekki sem sjálfsagaðan hlut. Hún lagði sig fram um að njóta lífsins með vinum og venslafólki. Húsmóðurhlutverkið og gestrisni var henni í blóð borin og þau Guðmundur einstakir höfðingjar heim að sækja á sínu notalega og hlýja heimili. Eftir að Guðmundur féll frá fyrir rúmum tuttugu árum, þá 70 ára að aldri, hefur Gugga haldið kyndli þeirra hjóna á lofti með mikilli reisn og ávallt í fararbroddi sinnar stóru fjölskyldu, sem nú telur á sjötta tug- inn. Þau Gugga og Guðmundur voru einstaklega glæsileg hjón, samheldin, lifðu í mjög ástríku hjónabandi og létu sér einkar annt um afkomendur sína. Á góðum stundum stríddi ég þeim með því, að uppeldi þeirra virtist aldr- ei ætla endi að taka. Gugga hafði gam- an af þessum athugasemdum, en lét mig sjaldnast hafa síðasta orðið í slík- um samræðum. Þrátt fyrir ljúf- mennskuna og endalausan velviljann gat Gugga vel látið fyrir sér finna. Hún fylgdist vel með málefnum líð- andi stundar, hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og lét mann ekkert eiga inni hjá sér í rökræðum. Frá upphafi sambúðar þeirra hjóna á Ísafirði voru þau miklir náttúruunn- endur og útvistarfólk. Bæði höfðu mikinn áhuga á stangveiði og kenndu börnum og barnabörnum að njóta hennar. Ógleymanlegar eru árlegar ferðir fjölskyldunnar í Langadalsá við Ísafjarðardjúp, þar sem stór hópurinn skipti sér í veiði og berja- og fjallagra- satínslu. Þar stjórnaði amma Gugga af sinni röggsemi viðurgerningi fyrir alla fjölskylduna í litla veiðihúsinu, þar sem flestir höfðu slegið upp tjöld- um í skjóli gestrisni hennar. Þar vakti hún hópinn á morgnana með kjarn- góðum morgunmat og gekk síðust til náða. Margt hef ég lært af tengda- móður minni og af mörgu stoltur í fari hennar. Eitt má ég þó til með að nefna sérstaklega, en það er hversu áhuga- söm hún var um að vera alltaf vel til höfð, þegar hún fór á mannamót, allt til síðasta dags. Naut hún vel að heyra hrós mitt yfir glæsileik sínum. Guðbjörg tengdamóðir mín lést, að morgni 3. apríl, rétt í þann mund er stórfjölskylda mín fagnaði erlendis áttatíu ára afmæli Hildar móður minnar. Þakklát kvaddi hún á sömu klukkustund sitt gjöfula líf. Blessuð sé minning hennar. Einar Benediktsson. Elsku amma mín, Guðbjörg Guð- jónsdóttir, amma Gugga, er látin. Söknuður okkar allra í fjölskyldunni er mikill. Amma var einstaklega ljúf og skemmtileg kona, falleg, dugleg, greind og sannur vinur okkar afkom- enda sinna. Hún hafði gott hjartalag og vissi alltaf hvað við vorum að gera og hvernig okkur leið. Hún elskaði allt fólkið sitt af lífi og sál og það er óhætt að segja að þær tilfinningar fékk hún ríkulega endurgoldnar. Þegar við Þórir bróðir vorum litlir vorum við sannfærðir um að hún gæti orðið moldrík ef hún færi að selja kleinur. Hún gerði bestu kleinur í heimi, sér- staklega á meðan hún bjó á Tjarnar- stígnum. En nú bakar amma ekki fleiri kleinur fyrir okkur bræðurna, ekki í bili að minnsta kosti. Ég hitti ömmu Guggu í síðasta sinn tveimur vikum fyrir andlátið. Hún hafði veikst harkalega í lok árs 2004 en lífsviljinn kom henni aftur á ról og hún bjó enn á Grandaveginum, þar sem hún hafði búið frá því afi dó fyrir rúmum 20 árum. Amma var orðin dá- lítið þreytt en samt var hún þennan þriðjudagsmorgun nákvæmlega eins og ég vil alltaf muna eftir henni. Við drukkum kaffið í björtu eldhúsinu og ræddum um fjölskylduna. Við rædd- um alltaf um stórfjölskylduna þegar við hittumst. Fjölskyldan var hennar uppáhaldsumræðuefni. Hún fussaði og sagði að hún væri orðin svo gleym- in, samt mundi hún næstum allt og gat sagt mér fréttir. Verst fannst henni hvað allir voru á ferð og flugi. Henni var aldrei vel við allt þetta flandur í út- löndum. Hún spurði eftir Baldri og börnunum okkar, sjálfsagt til að geta sagt þeim næsta sem kom í heimsókn fréttir af okkur. Svo kysstumst við og kjössuðum eins og við gerðum alltaf og kvöddumst eins og vinir kveðjast. Það var erfitt að kveðja ömmu Guggu. Maður vildi alltaf dvelja hjá henni að- eins lengur. Amma var góð kona og skilur eftir sig góðar manneskjur sem bera minn- ingu hennar áfram. Hún kenndi okkur afkomendum sínum að kærleikur og falleg framkoma skiptir þegar öllu er á botninn hvolft meira máli en nokkuð annað. Málshátturinn í páskaegginu mínu á páskadag kallaði tárin fram í augun. „Milt er móður hjarta“. Ef ég vissi ekki betur hefði ég haldið að þessi sending til mín væri tilviljun. Birtan mun alltaf leika um minn- ingu elsku ömmu Guggu. Felix Bergsson. Elsku amma mín. Þú varst hornsteinn í lífi okkar allra. Þú varst sannkölluð ættmóðir sem breiddir faðm þinn yfir þennan stóra hóp. Eins og sólin varpaðir þú ljósi á allt í kringum þig og gafst því kraft. Þú varst yndisleg í alla staði. Þú varst svo heil, elsku amma mín. Þetta allt sá ég betur og betur eftir því sem ég varð eldri. Þess vegna er svo sárt að þú sért farin. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa haft tækifæri til að kveðja þig kvöldið áður en þú fórst. Hendurnar þínar voru ennþá heitar og sterkar eins og ég mun alltaf muna eftir þeim. Eitt sinn þegar ég var á leið í langt ferðalag gafst þú mér kerti með áletr- aðri fallegri bæn. Ég byrja reisu mín, Jesús, í nafni þín, hönd þín helg mig leiði, úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi í friði með fögru engla liði. (Hallgrímur Pétursson.) Ég hef aldrei brennt þetta kerti þar til nú. Með þessari bæn vil ég kveðja þig að sinni, elsku besta amma mín. Ég mun sakna þín óendanlega mikið þó svo að í mínum huga verðir þú allt- af með okkur. Þín Hildur. Elsku amma mín, mig langar að skrifa nokkur orð til þín, það er svo margt sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa til þín. Allar stund- irnar sem við áttum saman á Tjarn- arstígnum og man ég sérstaklega eftir því þegar þú náðir í mig út á Nesveg á hverjum morgni þegar ég kom í strætó og þorði ekki að fara yfir göt- una nema með þér. Allar góðu kök- urnar sem þú bakaðir og þá sérstak- lega súkkulaðikakan sem er sú besta sem ég hef smakkað og man ég sér- staklega eftir því þegar ég bjó í Sví- þjóð og vinir mínir komu í heimsókn til mín. Þá bað ég þig um að baka eina slíka sem þeir komu með til mín út og var hún borðuð með bestu lyst. Þegar við fórum með afa í Borgarnes á hót- elið var ég varla eldri enn 7 ára, það þótti ekkert smáflott að gista á hóteli í þá daga, þú og afi gáfuð mér svona prik með hestshaus á sem ég gat hoppað með um allt hótelherbergið og fannst mér það vera stærsta herbergi í heimi, svo stórt var það. Þegar við ókum yfir Hellisheiðina í svartaþoku og ég labbaði á undan bílnum fyrir ykkur afa svo að við myndum ekki keyra út af og sumarbústaðaferðirnar til Osvalds frænda í Sogið eru sterkar í huga mínum. Allar veiðiferðirnar, sérstaklega man ég eftir ferðunum í Þjórsárdalinn í ána undir fossinum, þaðan á ég yndislegar minningar um ykkur afa og þegar ég fékk að sofa á milli ykkar afa í stóra rúminu á Tjarn- arstígnum. Þegar maður er lítill gutti áttar maður sig ekki á hvað það hefur mikið að segja að eiga góða að. Það rann ekki upp fyrir mér fyrr enn á ung- lingsárum hve góð og yndisleg þú varst við mig alla tíð og vil ég þakka þér sérstaklega fyrir það, ég veit að ég kom óvænt í heiminn og fyrir ykkur afa var það örugglega mikið sjokk að dóttir ykkar skyldi eignast barn þetta ung. Enn man ég það að ég kallaði þig mömmu Guggu fyrstu árin, svo stóran þátt tókstu í uppeldi mínu, enda bjó ég hjá ykkur alveg fyrstu árin. Ég veit að núna líður þér vel, komin til afa sem þú saknaðir svo mikið og skilaðu kveðju til hans frá mér. Ég á eftir að sakna þín alveg rosa- lega mikið, amma mín, og á hverjum degi þegar ég keyri fram hjá Granda- veginum minnist ég þín en ég veit að þú varst orðin sátt við líf þitt og tilbúin að fara til afa og með þá hugsun að leiðarljósi líður mér betur. Mig langar að minnast þín með sálminum sem þú fórst alltaf með þeg- ar mér leið illa eða ég gat ekki sofnað á kvöldin sem ungur drengur. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. (Páll Jónsson.) Að lokum þá langar mig að kveðja þig, elsku mamma Gugga, og þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig, Siggu og dætur okkar, ég veit að þú fylgist áfram með mér og fjölskyldu minni eins og þú gerðir allt- af í lifanda lífi. Fyrir mér varstu besta manneskja í heimi, svo hlý og góð. Guðmundur Albertsson. Elsku amma, það er með söknuð í hjarta sem ég kveð þig nú. Það er erf- itt að sætta sig við kveðjustund sem þessa, einungis viku frá því ég kvaddi tengdaföður minn. Verst þótti mér að fá ekki að kveðja þig almennilega og veit ég að svo var einnig um fleiri. Það er þó huggun harmi gegn að ég veit fyrir víst að þú munt fá góðar mót- tökur hinum megin, eftir rúmlega 20 ára aðskilnað ykkar afa. Berðu honum kveðju mína. Þinn Haukur. Elsku amma. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Við áttum svo margar yndislegar stundir við eldhúsborðið þitt á Grandaveginum. Ég fékk að kynnast þér á allt annan hátt en ég gat ímyndað mér. Takk amma fyrir að segja mér sögu fjölskyldunnar með þínum orðum. Elsku amma, þú munt alltaf eiga stóran sess í hjarta mínu og ég mun segja Guðbergi og Ingibjörgu frá þér. Þinn vinur Þórir Bergsson. Elsku langamma. Ég mun sakna þín óendanlega mik- ið! Ég vona að Guð geymi þig og verndi þig. Ég man síðasta skiptið þegar ég kom heim til þín, þá spurð- irðu mig hvað ég væri gömul og ég sagði að ég væri tíu ára sem er rétt. Svo horfðum við amma Rósa og þú á Spaugstofuna í síðasta skiptið. Ég skal alltaf muna þig og þegar þú ferð til himna. Ég man þegar þú varst svo góð við mig og sagðir svo falleg orð við mig. Þú ert alltaf besta langamma í heimi. Ég gleymi þér aldrei, Guð geymi þig. Þín Kristína Maxine. Guðbjörg Kristín Guðjónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guð- björgu Kristínu Guðjónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.