Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 28
tyrkland 28 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Stefán Þór Sæmundsson, mennta- skólakennari og forvarnarfulltrúi MA, velti vöngum yfir því á heima- síðu sinni á dögunum hvort ekki væru allir jafnir fyrir lögum. „Mega veit- ingamenn nokkuð hleypa inn 16 ára krökkum á vínveitingahús og selja þeim áfengi, jafnvel þótt þeir skapi einhverja atvinnu í bænum? Njóta fíkniefnasalar einhverra forréttinda á Akureyri?“ spurði Stefán.    Í nýjum pistli á heimasíðu Stefáns fjallar hann enn um málið. Lesningin er áhugaverð og ég gerist því svo djarfur að birta hluta pistils Stefáns hér. Þessi orð eiga erindi við alla. Hann segir: „Sem almennum borgara og uppal- anda þætti mér hentugt að fá að vita hvaða lög eru marklaus, hvaða lög eru hlægileg og hvaða lög er nánast skylda að brjóta. Ég veit að það má sekta mig um tugi þúsunda fyrir að missa bílinn á 50–60 km hraða niður Eyrarlandsveg þar sem hámarks- hraðinn er 30. Ég reyni að fara eftir umferðarlögum en mörgum finnst það ástæðulaust. Sumir telja það jafn eftirsóknarverða íþrótt að brjóta um- ferðarlögin eins og að svíkja undan skatti. Nú, ekki má ég stela úr versl- unum heldur mega þær bara stela af mér, ekki er löglegt að berja leið- inlega menn og sennilega er illa séð að afhausa kött nágrannans.“    Stefán segir hins vegar að í ákveðnum tilvikum sé það undir hæl- inn lagt hvort nokkuð sé gert með brot á lögum og reglum: „Að hleypa ungmennum undir 18 ára inn á vín- veitingastað, að selja ungmenni undir 20 ára áfengi, að hafa undir höndum fölsuð skilríki, að vera ölvaður á al- mannafæri, að vera með lítilræði af hassi á sér, að raska næturró í fjöl- býlishúsi og yfirhöfuð að haga sér eins og íslensk ungmenni hafa gert undanfarna áratugi. Þarna grunar mig að merg málsins sé að finna. Ráðamenn hafa sjálfir al- ist upp við hið íslenska stjórnleysi, taumleysi og agaleysi. Það var mann- dómsmerki að detta í það eftir ferm- ingu og auðvitað frábært ef maður komst í Ríkið eða Sjallann 16 ára. Götufyllirí 14–16 ára barna voru ekki óalgeng og hvað með það þótt ein- hverjir menntskælingar væru að fikta við hassreykingar? Já, þeir sem komust nokkuð klakklaust í gegnum þetta fara nú með völd í þjóðfélaginu og sjá ekkert athugavert við að næstu kynslóðir gangi í gegnum það sama. Ég er bara ekki alveg sammála þessu viðhorfi því það sem mín kynslóð iðk- aði á unglingsárum var bara alls ekk- ert sniðugt á köflum eða til eftir- breytni. Nær væri að Íslendingar lærðu af reynslunni og þroskuðust og reyndu að líkjast meira suðrænum menningarþjóðum eða að minnsta kosti að tileinka sér meiri aga og skynsemi. Ég hélt að lög og reglur væru ákveðin agastjórnunartæki en verð sennilega að endurskoða afstöðu mína. Í þeirri stöðugu lífsleikni, for- varnafræðslu og umræðu um sið- ferðileg álitamál sem fléttast inn í alla kennslu væri gott að fá skýrari línur frá yfirvöldum um það hverjir mega pissa bak við hurð og hvenær því það er aldrei að vita hvenær manni verð- ur mál.“    Þorsteinn Pétursson lögreglumaður er annar áhugamaður um forvarnir og hefur lagt mikið af mörkum til þeirra gegnum tíðina. Er þó nefndur hér af öðru tilefni; Steini er nefnilega í forsvari fyrir Hollvini Húna II, stærsta eikarbáts sem smíðaður var á Akureyri en hann er nú í eigu Iðnað- arsafnsins. Aðalfundur Hollvina Húna verður haldinn 19. apríl, sum- ardaginn fyrsta, kl. 20 – um borð í bátnum. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Ljósmynd/Kristján Glæsilegur Húni II á Pollinum á Akureyri á Sjómannadaginn í fyrra. É g var á gangi í neðan- jarðarþorpi, fetaði mig dýpra og dýpra niður í jörðina, gekk framhjá híbýlum manna, mat- arbúrum og vatnslaugum. Þetta var undarlegur staður, loks rak ég höf- uðið inn í einskonar loftrás eða brunn og horfði endalaust niður og svo án fyrirstöðu upp. Þessi stokkur gegndi á sínum tíma tvennskonar hlutverki. Hann var brunnur sem matvæli voru látin síga niður í og hann var loftræsikerfi í neðanjarðarþorpinu. Þorpið er völundarhús, grafið út í mjúkt móberg – það var athvarf flóttamanna og þorpsbúa í Kaymakli í Kappadókíu sem nú tilheyrir Tyrk- landi. Reglulega var fólkinu ógnað af óvinaherjum sem vildu drepa það í baráttu sinni fyrir yfirráðum. Opin í þorpið voru lokuð með gríð- arstórum steindyrum sem hægt var að rúlla fyrir. Kaymakli er í sjö lögum eða hæð- um. Þar eru vistarverur fyrir dýr og til að vinna vín. Sterkar dyr huldu innganginn og veigruðu óvinir sér við að ráðast inn. Þorpið er flókin smíð, það var jafnvel hægt að flýja þaðan inn í annað neðanjarðarþorp sem lá við hliðina. Talið er að u.þ.b. 15 þúsund manns hafi búið neðan- jarðar í borginni Kaymakli þegar mest var. Þorpið bjó yfir samkomu- sölum, kirkjum og kapellum, mat- arbúrum, grafhýsum og hverju öðru sem nauðsynlegt þótti. Fjórar efstu hæðirnar hafa verið grafnar út og gefst gestum tækifæri til að skoða þær – enn á eftir að grafa þrjár hæðir niður í Kaymakli. Bergbúar ofan jarðar og neðan Kappadókía var stórt hérað inni í landi í Litlu-Asíu þar sem nú er Tyrkland. Landslagið í Kappadókíu er einstakt. Höfuðskepnurnar hafa mótað móbergið þar sem myndaðist frá nálægri eldstöð: keilur, píra- míðar, súlur og stallar mynda ævin- týralegan heim og heilu bæirnir hafa verið grafnir í mjúkt bergið, bæði ofan- og neðanjarðar. Í grennd við Kaymakli er ofanjarðarþorp grafið í steina, þar sem fólkið bjó ef engin ógn steðjaði að. Kappadókía var fjölþjóðlegt svæði því margir leituðu þar athvarfs: fólk frá Palestínu og öðrum löndum á flótta undan Rómverjum, múslimum og mongólum. Í Kappadókíu var byggður grunnur að fyrsta kristna söfnuðinum í heiminum. Íbúar sem áður tilheyrðu grískum trúarbrögð- um, rómverskum og gyðingdómi reistu híbýli sín í klettum og grófu neðanjarðarborgir til að flýja í und- an óvinum og nýta þegar kalt var að vetri til. Vitað er að Páll postuli kom á ferðum sínum um heiminn til Kappadókíu og stofnaði söfnuð. Á tímum Heródótosar föður sagn- fræðinnar (um 490–425 f. Kr.) bjuggu Kappadókar á öllu svæðinu frá Tárusfjöllum að Svartahafi. Nafnið kemur fyrst fyrir seint á 6. öld f. Kr. sem heiti á landi innan Persaveldis. Hið undarlega landslag í Kappadókíu varð til í þremur eld- gosum: Erciyes, Hasan og Melendiz Daðlari. Eftir könnunarferð í djúpum Kay- makli þokast ég aftur út um munn- ann. Tildrög ferðar minnar í Kapp- adókíu eru þau að ég hitti Friðrik G. Friðriksson fararstjóra á hóteli í Miðjarðarhafsborginni Antalíu og fékk að slást í för með hópnum hans. Friðrik telur Kappadókíu vera eitt best varðveitta og merkilegasta leyndarmál ferðaþjónustunnar. Göreme-þjóðgaðurinn Næsta dag héldum við í Göreme- þjóðgarðinn í Kappadókíu sem jafn- framt er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar er líkt og að maður sjái inn í álfheima, sjái híbýlin sem þeir gera sér í klettum. En hér voru engir álfar á ferð heldur menn sem reistu munka- og nunnuklaustur, kirkjur og aðrar vistarverur í klett- um. Hér hafa kristnir menn tekið Jesús á orðinu og byggt kirkju sína ekki aðeins á kletti heldur í kletta. Í Göreme er hægt að flækjast daglangt og skoða fagurskreyttar bergkirkjur og undrast við hvert fótmál. Undrunin var sambærileg við þá sem ég naut þegar ég skoði píramíðana í Kaíró. Borgarbyggðin í Göreme-þjóðgarðinum Híbýlin minna á óneitanlega á álfaheima. Í Dal álfastrompanna Umhverfið hér er óneitanlega sérstakt á að líta. Völundarhúsin í Kappadókíu Á tveimur ógleyman- legum dögum skoðaði Gunnar Hersveinn Göreme-þjóðgarðinn, neðanjarðarþorp og álfa- borgir í Kappadókíu sem er undrafagurt landsvæði í Tyrklandi. Þetta svæði telja sumir eitt best varð- veitta leyndarmál ferða- þjónustunnar. Ljósmynd/Gunnar Hersveinn Með tilþrifum Íssalarnir í Kappadókíu hafa hátt og eru með leiktilburði þegar þeir selja svöngum ferðalöngum ísinn sinn. úr bæjarlífinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.