Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 35
AUÐVITAÐ á það að vera óskertur réttur allra að vinna þangað til dauðinn kallar, vinna ef heilsa og vilji leyfa, óháð áunnum lífeyrisréttindum, því líklega er það nú svo að það sem menn gera mest af viti er að vinna. Það er klár- lega úrelt að setja skerðingar á rétt- indi manna til að vinna, skerðingar á lífeyrisréttindi. Menn eiga að fá að vinna að vild eftir að lífeyrisréttindi hafa tekið gildi, njóta þeirra eðlilega, en vinna áfram að vild og borga op- inber gjöld af þeim launum eins og aðrir. Það voru orð að sönnu hjá Geir H. Haarde for- sætisráðherra í viðtali fyrir skömmu þar sem hann sagði að létta þyrfti á skerðingum varðandi tekju- öflun fólks sem nýtur lífeyrisréttinda. Þessu mann- réttindamáli þarf að hrinda í framkvæmd strax, við- miðunin um 25 eða 30 þúsund kr. laun á mánuði án þess að það komi til skerðinga er ekki boðleg og þess vegna er ástæða til að fagna orðum forsætisráðherra. Hugur og hönd, líkami og sál, þurfa á því að halda á öllum aldursstigum að lífstakturinn og lífskraft- urinn fái að njóta sín, að fólk geti tekist á við verk- efni líðandi stundar eins og hugur þess stendur til án Krafan er frjáls vinna óháð eftirlaunum Eftir Árna Johnsen Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi. opinberra þröskulda. Að kippa mönnum úr leik við dagsetningu, óháð starfsorku og vilja, er í þessu tilliti árás á þá landsmenn sem hafa að baki lengstan starfs- dag og hafa lagt mest af mörkum til samfélagsins. Hvaða glóra er að einangra þá og vanvirða þann mannauð og það verkvit sem í aldrinum býr? Skoð- anakannanir sýna að um helmingur svokallaðra eldri borgara vill vinna eftir að eftirlaunaréttindin eru komin til, en fólk lætur ekki lengur bjóða sér upp á þá lítilsvirðingu að lengri vinnudagur skerði áunninn rétt þess þótt það vilji vinna lengur. Vinna er margskonar, í leik og starfi, en margir vilja vinna hefðbundna vinnu og þá eiga þeir einfaldlega að fá að ráða því al- veg eins og menn velja sér bíl, mat eða hvaðeina að eigin geðþótta. Tökum höndum saman, hristum þessa smán af leikreglunum hjá eldri borgurum og þar sem á brennur hjá öryrkjum. Það hafa verið gerðir góðir hlutir að undanförnu í þessum efnum, en betur má ef duga skal, ekki seinna en nú þegar. Í seinni hálf- leiknum á enginn Íslendingur að þurfa að lúta óeðli- legum þröskuldum í velferðarkerfinu. Vinnan göfgar manninn alveg eins og maður er manns gaman. Þetta snýst því um sjálfsögð mannréttindi. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 35 ANDRI Snær Magnason rithöf- undur hefur á undanförnum miss- erum vakið athygli fyrir málflutning sinn gegn meintri stóriðjustefnu. Í stað þess að byggja vel- sæld á stóriðju telur rithöfundurinn væn- legra að treysta á aukna ferða- mennsku. Undirritaður hlýddi á fyrirlestur Andra á Selfossi fyrir nokkrum dög- um og spurði að því loknu hvort hvort eitthvað lægi fyrir um það að gjaldeyriskróna sem fengin væri með raforkuvirkjunum væri íslenskri nátt- úru dýrari heldur en sama króna fengin með ferðamennsku. Andra varð fátt um svör en viðurkenndi að ef við værum með mikla ferðamennsku og engin stóriðjuver þá værum við vafalaust að huga að þeim umhverf- isvanda sem það skapaði. Við sem orðin erum tvævetur í þessum landi vitum að ferða- mennskan tekur toll af náttúru lands- ins. Ósnortnar perlur breytast í svað eins og í Landmannalaugum. Eða er að öðrum kosti umbreytt í manngerða gervilega garða eins og við þekkjum bæði af Geysi og Þingvöllum. Það er vissulega rétt að það sér mun á landi þar sem virkjað hefur verið og sjálfur hefi ég efasemdir um sumar þær virkjanahugmyndir sem rætt er um núna eins og Langasjó, Urriðafoss og Ölkelduháls. Við eigum líka að horfa í margt fleira en virkj- anir og ál en það er fráleitt að tala um stóriðju eins og það sé pokurinn sjálf- ur. ´ Í heildina höfum við ekki spillt nema örfáum prósentum af landinu vegna virkjana. Ferðamennskan er miklu líklegri til að eira engu í yf- irferð sinni um viðkvæmt túndru- svæðið okkar hér á norðurhjaranum. Foreldrar mínir rosknir eru ný- komnir frá Tenerife. Þar búa 500 þús- und manns og taka á móti 5 millj- ónum ferðamanna á ári hverju. Atvinnuleysi er mikið og laun almúg- ans rétt um 50 þúsund á mánuði. Flestir byggja velsæld sína á þjórfé ferðalanga. Eyjan er ofsetin ferða- mönnum og sækja þarf um leyfi til að ganga á hæsta fjallstind landsins sem er þó fjarri því að vera ósnortinn. En þar er ekkert álver og alls eng- in virkjun og hlýtur því að vera mikið gósenland! Álið, ferðamennirnir og Andri Snær Eftir Bjarna Harðarson Höfundur er bóksali á Selfossi og skipar annað sæti á lista Framsókn- arflokksins í Suðurkjördæmi. ÞRIÐJUDAGINN 10. apríl skrifar Jón Sigurðsson formaður Framsókn- arflokksins grein í Morgunblaðið um afdrif frumvarps um nýtingu og vernd auðlinda sem Alþingi hafði til meðferðar í vetur. Þar segir hann skammsýni og mis- tök stjórnarandstöð- unnar hafi valdið því að málið hlaut ekki fullnaðar- afgreiðslu á nýloknu þingi. Hér fer Jón Sigurðsson með rangt mál. Hann ber sjálfur öðrum mönnum fremur ábyrgð á því að málið fékk ekki brautargengi í þinginu. Samfylkingin átti stóran hlut að upphafi málsins og þeirri sátt sem náðist um skipun nefndarinnar sem samdi frumvarpið. Ég átti sæti í þeirri nefnd og þekki þess vegna málið vel og allan gang þess. Nefndin náði góðri sátt um öll helstu viðfangsefni sín. Þó var eitt sem út af stóð. En það var hvernig fara skuli með þau leyfi sem þegar hafa verið gefin út til rannsókna á orkulindum. Nokkrum þessara rann- sóknarleyfa fylgir svokallað vilyrði um nýtingarleyfi. Samfylkingin gerði kröfu um að slík nýtingarleyfi yrðu skilyrt samþykkt Alþingis og hafði reyndar lagt fram þingmál þess efnis við upphaf þings á liðnu hausti. Stjórnarflokkarnir vildu ekki fallast á þessa kröfu og þess vegna náðist ekki að ljúka málinu. Tímahrakið En hvers vegna var þetta mál svo seint á ferð? Svarið er eftirfarandi: Nefndin sem samdi auðlindafrumvarpið skil- aði því af sér 9. október 2006. Iðnað- arráðherra kynnti þá málið sem þjóð- arsátt. Hann lýsti því jafnframt yfir að hann ætlaði ekki að breyta staf- krók í frumvarpinu og leggja það fyr- ir Alþingi eins og nefndin hafði skilað því frá sér. En tíminn leið og ekki ból- aði á frumvarpinu. Ástæðan var sú að umhverfisráðuneytið gerði at- hugasemdir við meðferð málsins. Eft- ir japl, jaml og fuður mælti iðn- aðarráðherra loks fyrir málinu en það var ekki fyrr en 13. febrúar 2007. Þarna var sannarlega stórt mál á ferðinni enda bæði iðnaðar- og um- hverfisnefnd þingsins ætlað að fjalla um það. M.a. hefðu nefndirnar þurft að fjalla um þann hluta rammaáætl- unar um nýtingu vatnsafls og jarð- varma sem lagt var til að stuðst yrði við á þeim tíma sem unnið skyldi að verndar- og nýtingaráætluninni. Á þessu sést að þingið hafði í raun ekki tíma til að vinna að þessu máli sem skyldi og að iðnaðarráðherrann sjálf- ur ber mesta ábyrgð á því tímahraki sem varð málinu að falli. Iðnaðarráðherra í tímahraki Eftir Jóhann Ársælsson Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.