Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 41
✝ Benedikt IngiÁrmannsson
fæddist í Reykjavík
27. apríl 1978. Hann
lést sunnudaginn 1.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Ármann Haukur
Benediktsson, f. 9.2.
1952 og Elín Ebba
Gunnarsdóttir, f.
24.9. 1953. Systur
Benedikts Inga eru
Erna Karen Stef-
ánsdóttir, unnusti
Jón Óskar Þórhalls-
son og Dóra Steinunn Ármanns-
dóttir, unnusti
Magnús Birgisson.
Bróðir Benedikts
Inga er Ármann
Ingvi Ármannsson.
Unnusta Bene-
dikts Inga er Ást-
hildur Erlingsdóttir.
Dóttir hans úr fyrra
sambandi er Ísabella
Ronja Benedikts-
dóttir, f. 27.9. 2003.
Benedikt Ingi
verður jarðsunginn
frá Langholtskirkju
í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku Benni frændi, ég segi be-
nedískar skálar fyrir þér og græt að
við fórum aldrei saman í pool eins og
við ætluðum alltaf, bara við tvö full-
orðnu krakkarnir. Alveg er það típ-
ískt að þeir sem skína skærast upp-
lifa líka mesta myrkrið. Það er erfitt
að vera svona galopinn og þeysa um
víðan völl. Tíminn var búinn og
þannig er það bara. Takk fyrir þann
tíma sem þú gafst mér. Takk fyrir
fallegu minningarnar.
Svífðu hátt, fljúgðu langt, finndu
ró í alheims ólgusjó. Friður og ham-
ingja veri með þér að eilífu. Þín vin-
kona,
Drífa.
Elsku Benni.
Það er svo ólýsanlega sárt að þú
sért farinn og að elsku litla dóttir
okkar sé búin að missa pabbann
sinn.
Þó að við höfum átt okkar erfiðu
stundir, er ég þakklát fyrir allar
minningarnar um góðu tímana okk-
ar og ég minnist þín með sárum
söknuði. Ég minnist þess hvað við
gátum hlegið saman, grátið saman,
spjallað og skemmt okkur saman,
þegar allt lék í lyndi. Ég minnist vin-
áttunnar, ótrúlegra uppátækja
þinna, fyndninnar, allra matarboð-
anna, ferðalaganna, tónlistarinnar,
fjörsins og ljúfu stundanna.
Takk fyrir að leyfa mér að kynn-
ast þér og þekkja þig alla leið inn að
hjartanu þínu.
Takk fyrir síðasta skiptið sem við
heyrðumst og hittumst, það var svo
gott að geta aftur átt hversdagslegt
og vinalegt spjall við þig. Þakka þér
líka fyrir að fara þá með Ronju í
sund, eins og þú gerðir svo oft, því
það var eitt af því skemmtilegasta
sem hún gerði með þér. Hennar
missir er svo mikill og þó hann verði
alltaf sár, hugsum við vel um hvor
aðra, eins og þú minntir okkur svo
oft á, og reynum í sameiningu að
finna leiðir til að hún geti lifað með
honum. Ronja talar um að þú sért
hérna hjá okkur og að þú passir
hana, og það er gott að hugsa til
þess. Hún sagði mér líka að þegar
við verðum gamlar, verðum við engl-
ar eins og þú og förum að hitta þig
og þurfum þá ekki að vera leiðar
lengur.
Eins og þú veist hef ég alltaf og
mun alltaf tala fallega um þig við
elsku Ronju okkar og ég mun hjálpa
henni eins og ég get að muna eftir
þér. Við syngjum saman „Dvel ég í
draumahöll“, skoðum myndir og
myndbönd af þér og hlustum á tón-
listina þína.
Ég vona af öllu hjarta, að nú sértu
búinn að finna friðinn og að þér líði
betur, hvar sem þú ert. Mér þykir
alltaf vænt um þig.
Sofðu rótt, elsku vinur.
Ástbjörg Rut (Adda Rut).
Eins og svo margir aðrir vissi ég
hver Benni var löngu áður en ég
kynntist honum. Sögur af uppátækj-
um hans fóru enda víða. Maður hafði
því fyrirfram myndað sér ákveðna
skoðun á Benna og það kom manni
ekkert sérstaklega á óvart hversu
brellinn hann var. Þegar við síðan
kynntumst, á menntaskólaárunum,
komst ég fljótt að því að það voru
aðrir eiginleikar sem voru ríkari í
honum. Hann var ótrúlega frjór í
hugsun, mælskur og skapandi. Hann
hafði einstaka hæfileika til að leita
uppi alls kyns ævintýri og ef þau létu
ekki á sér kræla bjó hann þau bara
til. Þannig var hægt að treysta því að
þeir dagar sem maður hitti Benna
yrðu engir venjulegir dagar. Þetta
breytti því þó ekki að ef eitthvað
bjátaði á gat maður stólað á óskipta
athygli hans og skilyrðislausa vin-
áttu.
Þannig man ég vin minn Benna.
Fjölskyldu og vinum votta ég
mína innilegustu samúð.
Ólafur Hrafnkell Baldursson.
Þær voru ekki raunverulegar
fréttirnar sem bárust um Voga-
hverfið í upphafi síðustu viku, en, jú,
þetta var rétt, hann Benni skóla-
bróðir okkar hefur kvatt okkur að
sinni.
Það var margt sem við bekkurinn
brölluðum saman og ávallt var Benni
með fremstur í flokki, brosandi að
vanda. Það voru ófáar skemmtanirn-
ar sem við héldum, partíin og ekki
má gleyma útilegunum sem við fór-
um í. Grunnskólaárin í Vogaskóla
voru yndisleg og eigum við Benna
mikið að þakka hversu líflegur og
skemmtilegur bekkurinn okkar var.
Ávalt var Benni til í eitthvert glens
og var hann mjög virkur í félagslíf-
inu. Hann hafði mikinn áhuga á leik-
list og var alltaf með í leiklistarhópn-
um. Við minnumst Benna sem
lífsglaðs, brosandi og skemmtilegs
félaga. Kæri vinur um leið og við
kveðjum þig með söknuði og hlýhug,
þökkum við fyrir þann ynndislega
tíma sem þú áttir með okkur. Megi
Guð veita dóttur þinni og fjölskyldu
styrk á þessum erfiðu tímum.
Árgangur 1978 úr Vogaskóla.
Okkur langar til að minnast
Benna, bekkjarfélaga og vinar okkar
úr Menntaskólanum við Sund. Það
voru sárar fréttirnar sem okkur bár-
ust í síðustu viku og erfitt að trúa að
komið sé að kveðjustund.
Ef við ættum að nefna eitt orð til
að lýsa Benna væri það orðið stuð.
Benni var litríkur persónuleiki og
alltaf hrókur alls fagnaðar. Þegar við
horfum til baka er eins og að hann
hafi komið nálægt öllu því skemmti-
lega sem gerðist í MS, hvort sem um
er að ræða leiksýningar, hæfileika-
keppnir eða listgjörninga, enda hafði
hann hæfileika á hinum ýmsu svið-
um.
Benni var einn af þeim sem stuðl-
uðu að hinum frábæra anda sem
ríkti í C-bekknum á menntaskólaár-
unum og stundum var erfitt að sjá
hvort það var kennarinn eða Benni
sem hafði völdin í bekknum.
Við sjáum Benna fyrir okkur, með
breiða brosið sitt og hlýja faðmlagið,
í gallasmekkbuxunum sínum og
hvíta afabolnum. Þannig munum við
minnast hans.
Við sendum foreldrum Benna,
systkinum, dóttur, unnustu og öllum
þeim sem þótti vænt um hann okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Berglind E., Birna, Fanney,
Guðný og Lillý.
Okkur fannst heimurinn ögn fá-
tækari og lífið litlausara þegar sú
fregn barst að Benni vinur okkar
væri látinn. Benni var ævintýramað-
ur. Samverustundir með honum
voru sannkölluð ævintýri þar sem
allt gat gerst. Hann var einn af þeim
sem hugsa út fyrir hinn hefðbundna
ramma, kom alltaf á óvart og var
óforbetranlegur listamaður og
skemmtikraftur. Maður hafði alltaf
á tilfinningunni að Benni myndi ná
langt í lífinu, vekja athygli og fá við-
urkenningu fyrir hæfileika sína.
Það er sárt að sjá slíkan hæfi-
leikapilt, með óþrjótandi hugmyndir
og endalausan kraft, falla frá í
blóma lífsins. Sá sem einhvern tím-
ann hefur hitt Benna gleymir hon-
um seint. Þannig eignaðist hann
marga vini og enn fleiri kunningja.
Hann naut sín vel í góðra vina hópi
og var alltaf hrókur alls fagnaðar,
svo vægt sé til orða tekið.
Þrátt fyrir lífskraftinn og fjörið
sem umlék Benna var hann einnig
skilningsríkur, hjálpsamur og raun-
góður vinur. Fórnfús og alltaf til
staðar. Benni gat oft sýnt á sér ein-
lægar hliðar og það gerði hann að
sönnum, traustum vini.
Við vottum dóttur hans, Ísabellu
Ronju, fjölskyldu og vinum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Takk fyrir allt, elsku vinur.
Hólmfríður Anna og Freyr
Eyjólfsson.
Ungur maður hefur kvatt þetta
jarðlíf aðeins 27 ára gamall. Að-
standendur sitja eftir í sorg. Bene-
dikt Ingi var einhver ljúfasti dreng-
ur sem ég ömmubróðir hans hef
kynnst. Alltaf um jól og í afmælum
var hann allra manna hugljúfi og
maður skynjaði að tónlistin var hans
líf. En jól og afmæli eru ekki allt líf-
ið, því miður, og Benedikt Ingi
reyndi sennilega litróf lífsins til
fulls.
Þessi yndislegi drengur kom
heldur hryssingslega inn í atvinnulíf
mitt, fyrir 11 árum þegar pabbi hans
hringdi og kvartaði yfir að hann
fengi ekki útborgað. Þá hafði verið
ákveðið að hann kæmi til okkar fyr-
irtækis til að þræla í byggingar-
vinnu, en hann hafði ekki verið
spurður álits og í stað þess að mæta
hafði hann í sinni uppreisn ákveðið
að betra væri að lúra í kjallaranum
heima heldur en fara til vinnu. Auð-
vitað komst þetta allt upp þegar
stimpilklukkan hafði ekki stimplað
hann inn og úr varð mikið uppi-
stand. Mín fyrstu viðbrögð við þess-
ari framkomu voru hneykslun, en
við nánari umhugsun fékk ég virð-
ingu fyrir þessum unga dreng sem
lét ekki bjóða sér það sem hann ekki
vildi. Benedikt kaus ætíð sínar leiðir
í lífinu. Hann hafði mikla hæfileika
bæði á tónlistar- og leiklistarsviði og
hann var að byrja að fóta sig í lífinu,
en þá er allt búið.
Nokkur undanfarin ár hef ég allt-
af haft spurnir af honum. Fyrir
nokkrum árum virtist hann hafa
fundið sköpunarþrá sinni viðspyrnu
í London, síðan vissi ég að hann var í
yndislegri sambúð með konu og átti
barn en á einhvern hátt var því svo
lokið en ég vissi að hann saknaði
barns síns mikið; síðan frétti ég að
hann var að semja góða tónlist sem
hafði möguleika á að fara víða. En
almættið ákvað hingað og ekki
lengra.
Hann ólst upp við ástríki foreldra
og systkina að því er ég veit, eins og
best verður á kosið. Ég veit að litli
bróðir hans sem ber nafn okkar fjöl-
skyldu, Ármann Ingvi, var hans
besti vinur og hann var einnig náinn
sinni elskulegu systur Dóru Stein-
unni. Tónlist var allt um kring í
þeirra lífi og tónlistin er það besta
tungumál og fegursta sem við eig-
um. Hvers vegna einstaklingur sem
er svo margt gefið getur ekki lifað
lengur er mér um megn að skilja, en
Guð skilur allt, fyrirgefur allt og
gefur þeim sem þurfa ást. Mínar
dýpstu samúðarkveðjur sendi ég
foreldrum, systkinum, hálfsystur
hans Ernu Karen og öðrum að-
standendum.
Ármann Örn Ármannsson.
Benedikt Ingi
Ármannsson
Fleiri minningargreinar
um Benedikt Inga Ármannsson
bíða birtingar og munu birtast
næstu daga.
✝
Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur,
ÞORVARÐUR STEFÁN EIRÍKSSON,
Hörgsholti 9,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn
13. apríl kl. 15.00.
Eiríkur Rúnar Þorvarðarson, Svanhildur Ladda Þorvarðarson,
Gunnar Kiatkla Eiríksson, Ásgerður Ólína Jónasdóttir,
Ingimundur Vigfús Eiríksson.
✝
Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs sonar
míns, bróður okkar, mágs og frænda,
ELFARS BALDURS HALLDÓRSSONAR,
Glaðheimum 20,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Halldór Gunnþórsson,
Gunnþór Halldórsson, Lára Gunnarsdóttir,
Charlotta Halldórsdóttir, Valur Andrésson,
Hilmar Halldórsson,
Gunnar Gunnþórsson,
Anna Dóra Gunnþórsdóttir,
Magnús Helgi Valsson.
✝
Elskulegur sonur minn, bróðir, mágur og frændi,
HALLDÓR GUNNAR HRINGSSON,
Reykjavíkurvegi 72,
Hafnarfirði,
er lést laugardaginn 24. mars verður jarðsunginn
frá Neskirkju mánudaginn 16. apríl kl. 13.00.
Sigrún Halldórsdóttir,
Gunnjóna Sigrún Hringsdóttir, Jónas Sigurðsson,
Guðbjörg Hringsdóttir, Páll Guðmundsson,
Hjörleifur Hringsson, Elín Baldursdóttir,
Sigrún Edda Hringsdóttir, Hafsteinn Jónsson,
Hinrik Hringsson, Ingibjörg Þráinsdóttir
og frændsystkini.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN ÁRNASON,
Austurströnd 12,
Seltjarnarnesi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 1. apríl.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn
13. apríl kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrk,
samtök krabbameinssjúklinga.
Steinunn Friðriksdóttir,
Friðrik Helgi Jónsson, Guðný Ágústa Steinsdóttir,
Elín Guðrún Jónsdóttir, Thomas R. Lansdown,
Árni Frímann Jónsson, Guðný Ragna Jónsdóttir,
Ástríður Sigurrós Jónsd., Hjörtur Nielsen,
Jón Steinar Jónsson, Sólveig Erla Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur minn, bróðir og mágur,
PÁLL GUÐFINNUR ELÍASSON
frá Grundarfirði,
síðast til heimilis
í Asparfelli 12,
Reykjavík,
lést laugardaginn 7. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugar-
daginn 14. apríl kl. 14.00.
Þeir sem vilja minnast hans láti Geðhjálp njóta þess, sími 570 1700.
Petrea Guðný Pálsdóttir,
Steinbjörg Elíasdóttir, Árni Eiríksson,
Guðný Elíasdóttir, Ólafur Ægir Jónsson,
Margrét Elíasdóttir, Þorkell Pétur Ólafsson,
Elín Katla Elíasdóttir, Steinar Helgason,
Finnbogi Elíasson, Sigurlaug Jóhanna Björnsdóttir,
Kjartan Elíasson, Svanhvít Guðmundsdóttir.