Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ EL GRILLO – Sýning nema frá Listaháskóla Íslands í samstarfi við Dieter Roth Akademíuna stendur nú yfir í Skaftfelli Menningarmiðstöð. Nemend- urnir tíu dvöldust á Seyðisfirði í tæpar þrjár vikur þar sem þeir unnu að verkum sínum með góðri aðstoð heimamanna. Vegna útskriftar frá Listaháskóla Íslands hefur sýningarlokum verið flýtt til 7. maí. Sýningin er opin fös., lau., og sun. frá 13:00 til 18:00 eða eftir samkomulagi. Sýningarlokum flýtt í Skaftfelli Hinir sívinsælu Stuðmenn verða með Sálinni hans Jóns míns í Kaup- mannahöfn næsta miðvikudag eins og fram kemur á bls. 50 í Morg- unblaðinu í dag. Hitt hefur svo heyrst að hljómsveitin hyggi á upp- tökur á nýrri plötu sem kæmi út síðar á árinu. Stuðmenn hafa ekki sent frá sér frumsamið efni síðan í fyrrasumar þegar Birgitta Haukdal söng með þeim lagið „Á röltinu í Reykjavík“. Stuðmenn skyldu þó ekki prófa nýju lögin úti í kóngsins Köben? Ný plata væntanleg? BÓKASAFN Kópavogs heldur Rússneska daga í tilefni af ferð Spútniks út í geiminn. Dagskráin hefst í dag kl. 17 með ávarpi sendiherra Rússa á Íslandi, þá verður rússneskt barnasmáleik- hús, Sergey Gushin sendiráðsritari heldur fyrirlestur og sýnd verður rússnesk fræðslumynd um geim- ferðir. Laugardaginn 14. apríl, kl. 14:00 verður rússnesk sögustund í umsjón Liudmilu Moiseevu. Sunnu- daginn 15. apríl verður sýnd rúss- nesk bíómynd kl. 14:00. Allir eru velkomnir, enginn aðgangseyrir. Í tilefni af geim- ferð Spútniks FEGURSTA stúlka Reykjavíkursvæðisins 2007 verður krýnd í Broadway í kvöld. Sjónvarpsstöðin Skjár 1 sýnir beint frá keppninni en það eru átján stúlkur sem keppa um þennan eftirsótta titil að þessu sinni. Á www.mbl.is undir liðnum Fólkið má sjá ít- arlega kynningu á keppendunum, þar er bæði hægt að skoða myndband af þessum fögru fljóðum og lesa sér til um persónulega hagi hverrar og einnar. Húsið verður opnað kl. 19.30 fyrir matargesti en tekið er á móti gestum með fordrykk og síðan snæddur þriggja rétta glæsilegur kvöldverður. Kynnir kvöldsins og veislustjóri er Gunnlaugur Helgason og listrænn stjórnandi keppninnar er Yesmine Olsson. Ungfrú Ísland keppnin fer síðan fram í maí. Hægt að skoða keppendur í Ungfrú Reykjavík á mbl.is Miði.is, sem er svo gott sem eitt á markaði þegar kemur að miðasölu á Íslandi, hyggur á útrás til Rúmen- íu. Miðasalan verður eins og hér á landi á vefnum og nú þegar hefur fyrirtækið opnað 10 afgreiðslustaði í og við höfuðborgina Búkarest. Miði.is í útrás til Austur-Evrópu TORFHILDUR, félag nemenda við bókmenntafræði- og málvís- indaskor Háskóla Íslands, efnir til málþings um súrrealisma á morg- un, föstudaginn 13. apríl, kl. 15 í stofu 101 í Odda. Málþing um súr- realisma í Odda SENA tekur við rekstri Há- skólabíós 1. maí til fimm ára. Sam- bíóin ráku bíóið en sá rekstur hefur ekki verið viðunandi af beggja hálfu. Sena er nú orðin stærsti rekstraraðili bíóhúsa hér á landi. Sena tekur við Háskólabíói TIL STENDUR að slá heimsmet í kókoshnetuleik í London síðar í mánuðinum. Eins og margir muna voru kókoshnetur stór hluti hljóð- brellna í Monty Python myndinni The Holy Grail. Nú er verið að sýna söngleikinn Spamalot, sem byggður er á Holy Grail, í London og verður tilraunin til heimsmetsins gerð til að vekja athygli á uppsetningunni. Tónleikarnir eiga að fara fram þann 23. apríl næstkomandi á Tra- falgar-torgi í London. Þá munu við- staddir berja saman kókoshnetum í takt við lagið „Always Look On the Bright Sides of Life“ sem Eric Idle söng svo eftirminnilega á krossinum í Life of Brian. Markmiðið er að slá núverandi met í kókoshnetuleik sem slegið var í New York í fyrra þegar 1.789 manns börðu saman hnetunum góðu í einu. Í kjölfarið verður svo Monty Python and the Holy Grail sýnd á breiðtjaldi á torginu. Stefnt að heimsmeti í kókoshnetuleik The Holy Grail Þar riðu hetjur um héruð við undirleik kókoshneta. 2 daga reynsluakstur Subaru Legacy* Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Pantaðu 2 daga reynsluakstur í síma 525 8088 Sedan verð frá 2.490.000,- Bílasamningur Glitnis** 30.243,- Wagon verð frá 2.640.000,- Bílasamningur Glitnis** 32.049,- * SJÁ SKILMÁLA Á WWW.SUBARU.IS ** Bílasamningur miðað við 20% innborgun, eftirstöðvar í 84 mánuði og sérkjör hjá Glitni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.