Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 37
✝ Gunnar Þór-mundur Júl-
íusson fæddist í
Reykjavík 16. jan-
úar 1922. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 30.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Helga Eiríks-
dóttir, húsfreyja og
saumakona í
Reykjavík, f. í Útey
í Laugardalshreppi
í Árnessýslu, 23.
janúar 1894 d. 4.
desember 1953 og Júlíus Guð-
mann Jóhannsson, klæð-
skerameistari í Reykjavík, f. í
Reykjavík 10. júlí 1896, d. 18.
mars 1961. Þau skildu. Systur
Gunnars voru Ingibjörg Júl-
íusdóttir, f. í Reykjavík 9. júlí
1917, d. 2. júlí 1984 og Helga
Hulda Júlíusdóttir, f. í Reykjavík
27. desember 1928, d. 24. janúar
1963.
fyrra hjónabandi er Svan Arnar.
3) Björn Valdimar, f. 30. des. 1949,
kvæntur Guðrúnu Kr. Óladóttur,
f. 28. okt. 1950. Dóttir þeirra er
Margrét Helga og barnabörnin
eru þrjú. 4) Margrét, f. 11. júní
1951, gift Sigurði Val Jónssyni, f.
4. júlí 1950. Börn þeirra eru Arn-
þór, Einar og Bjarney Inga.
Barnabörnin eru 2. 5) Helga, f. 27.
febr. 1955, gift Jóni Júlíussyni, f.
30. ágúst 1954. Börn þeirra eru
Júlíus Ingi, Gunnar Örn og Arndís
Eva. Þau eiga eitt barnabarn. 6)
Gunnar Júlíus, f. 6. október 1960,
kvæntur Ágústu Halldórsdóttur, f.
11. okt. 1954. Ágústa á einn son
frá fyrri sambúð, Kristján B. Guð-
mundsson. Gunnar og Ágústa eiga
einn son Halldór Pétur. 7) Hulda,
f. 13. júlí 1962, gift Ísaki Jakobi
Matthíassyni, f. 25. júní 1963.
Börn þeirra eru Matthías Orri,
Steinar og Inga. 8) Unnur Björk, f.
28. okt. 1964, gift Þorsteini Þor-
steinssyni, f. 7. júlí 1964. Börn
þeirra eru Kristín Helga og Brynj-
ar Gauti.
Útför Gunnars verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Hinn 19. desember
1947 kvæntist Gunn-
ar Unni Guðmunds-
dóttur, f. á Ósi á
Skógarströnd 3. maí
1925. Foreldrar
hennar voru þau
Margrét Björnsdóttir
frá Emmubergi á
Skógarströnd og
Guðmundur Hall-
dórsson frá Mið-
hrauni í Miklaholts-
hreppi. Börn
Gunnars og Unnar
eru: 1) Guðmundur,
f. 30. janúar 1947, kvæntur Guð-
rúnu Arndal, f. 15. janúar 1943.
Guðmundur á tvö börn frá fyrra
hjónabandi, Ásdísi og Heiðar.
Barnabörnin eru fjögur. 2) Krist-
inn Helgi, f. 11. nóv. 1948, kvænt-
ur Sigrúnu Guðlaugu Ragn-
arsdóttur, f. 19. nóv. 1951. Þau
eiga fjögur börn, Ragnar Víði, Ás-
geir Frey, Gunnar Hilmar og Unni
Aldísi. Sonur Kristins Helga frá
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín eiginkona.
Það er komið að leiðarlokum, og
við viljum minnast pabba með örfá-
um orðum. Hann var vesturbæing-
ur í húð og hár, fæddur og uppalinn
á Holtsgötu 13, og bjó þar alla sína
ævi. Á árum áður var þarna lítið
samfélag þar sem allir þekktust og
voru stoltir af því að vera vest-
urbæingar og það var sannkallað
ævintýri að alast þar upp. Holtsgata
13 var og er ættaróðal okkar allra
og pabbi var ættarhöfðinginn sem
við litum upp til, góður faðir og leið-
togi í lífinu. Við þökkum pabba og
mömmu fyrir það sem við erum í
dag og það er mat okkar að árang-
urinn af þeirra starfi með stóra
barnahópinn sinn sé frábær í alla
staði. Pabbi var af þeirri kynslóð
sem upplifði hvað mestar breyting-
ar á íslensku þjóðfélagi og einn af
þessum sönnu alþýðumönnum sem
eru lítið fyrir að bera mál sín á torg
en standa þéttan vörð um sína nán-
ustu af staðfestu og ákveðni. Það
gustaði stundum um hann, því hann
var skapmaður, en þrátt fyrir tölu-
verðan skráp þá gat hann verið við-
kvæmur og meyr. Með stóra fjöl-
skyldu var lítið um frístundir en
þrátt fyrir það var oft glatt á hjalla
hjá stórfjölskyldunni og mikið líf og
fjör á heimilinu. Pabbi var ekki
langskólagenginn en var mjög vel
að sér í hinum ýmsu málum, var
víðlesinn, og hafði gaman af ætt-
fræði og lestri góðra bóka. Hann
hafði gaman af ferðalögum um land-
ið en best fannst honum að dvelja í
sumarhúsum Olíufélagsins á Laug-
arvatni en hann var ættaður frá Út-
ey. Í 51 ár starfaði hann hjá sama
fyrirtækinu sem í upphafi hét Hið
íslenska steinolíuhlutafélag og síðar
Olíufélagið hf. oftast kallað Esso.
Fyrst sem bílstjóri og síðar birgða-
stjóri af mikilli tryggð og trú-
mennsku. Það hefur áreiðanlega oft
verið erfitt að komast um landið
með olíu til landsmanna áður en
vegakerfið byggðist upp að ráði.
Þar reyndi á þrautseigju og harð-
ræði olíubílstjóranna að komast um
land og láð oft við háskalegar að-
stæður.
Pabbi hafði mikinn áhuga á fót-
bolta og var gallharður KR-ingur
allt frá barnsaldri. Hann fór á alla
KR-leiki á meðan heilsan leyfði og
ekki leið sá laugardagur að ekki var
horft á enska boltann, og þannig
var það allt fram á síðasta dag.
Hann var duglegur að koma á leiki
hjá okkur systkinunum sem vorum í
íþróttum og gladdist með okkur í
sigrum og studdi í ósigrum.
Síðustu fimm ár voru pabba erfið
sökum veikinda en hann tók því öllu
með miklu æðruleysi enda stoltur
maður sem kvartaði aldrei. Hann
dvaldi heima og má þakka það
mömmu sem skildi hann manna
best og stóð með honum í blíðu og
stríðu alla tíð. Þá á Unnur Björk
systir okkar þakkir skildar fyrir alla
aðstoð við umönnun pabba, og í
þeim efnum treysti pabbi á hjúkr-
unarfræðinginn í fjölskyldunni. Það
var alltaf mikil reisn yfir pabba og
þannig var hann allt til hinstu
stundar þrátt fyrir veikindin. Við
þökkum honum fyrir föðurlega ást
og umhyggju sem hann veitti okkur
í lífinu og biðjum algóðan guð að
blessa hann og varðveita. Hvíl í
friði.
Börnin.
Við hjónin erum stödd i sumarbú-
staðnum okkar laugardaginn 24.
mars. Síminn hringir, það er verið
að flytja tengdapabba a spítala. Út-
litið er ekki gott. Við drífum okkur í
bæinn, það er lítið hægt að gera
nema bíða. Viku seinna lést hann.
Fyrir u.þ.b. 5 árum veiktist
Gunnar í lungum og er búinn að
vera tengdur súrefni síðan, hefur
haft vélar heima og varla getað far-
ið út úr húsi. Þetta hefur verið hon-
um og fjölskyldunni afar erfitt en
það vildi til að Gunnar var afar
heimakær maður. Hans góða kona
Unnur Guðmundsdóttir hefur verið
honum stoð og stytta í veikindunum
eins og alltaf, hún er algjör perla.
Mín fyrstu kynni af Gunnari eru
þegar við Helgi þurftum að sækja
varning norður í land. Gunnar var
starfsmaður Olíufélagsins og hafði
sendiferðabíl til umráða og var
hann fenginn til ferðarinnar. Við
lögðum af stað snemma morguns til
fararinnar og þegar við komum upp
í Hvalfjörð var orðið svo hvasst að
það var varla hægt að hemja bílinn
á veginum en þarna var traustur og
vanur bílstjóri á ferð enda gekk
þetta eins og í sögu.
Okkar samskipti hafa ætíð verið
góð, Gunnar var mjög orðvar maður
og talaði ekki illa um fólk. Það hefur
nú oft verið glatt a hjalla á Holts-
götu 13 enda stór fjölskylda, ósjald-
an bað Gunnar um að gluggum væri
lokað svo að hávaðinn heyrðist nú
ekki út þegar heimsmálin voru
rædd. Það var gaman að tala við
Gunnar, sérstaklega þegar við hjón-
in hittum á þau tvö ein. Sátum við
þá stundum lengi og er við hugð-
umst fara heim á leið sagði Gunnar
„Ykkur liggur nú ekkert á“. Hann
var víðlesinn og vel greindur maður,
út á meðal fólks alltaf hress og vel
til fara og teinréttur í baki þannig
að það sópaði að honum. Gunnar
var dálítið útskeifur og eru synir
hans, þeir Guðmundur og Helgi,
það einnig. Þegar þeir fóru saman á
völlinn sást varla hvort þeir voru að
koma eða fara ef horft var aftan á
þá. Fótbolti var líf og yndi Gunnars
enda mikill KR-ingur hér á ferð.
Eftir að heilsunni hrakaði sat hann í
sínum lazyboy stól með allar mögu-
legar fótboltastöðvar sem völ var á
og horfði á sjónvarpið. Gunnar á tvo
nafna og vill svo skemmtilega til að
þeir báðir eru mjög góðir knatt-
spyrnumenn. Gunnar var Vest-
urbæingur í húð og hár og var allt
best í vesturbænum. Þau skipti sem
ég bakaði skonsur eða kleinur fyrir
þau hjónin þakkaði Gunnar ávallt
mjög vel fyrir sig enda dreymdi mig
hann stuttu fyrir andlátið þar sem
hann tók utan um mig, klappaði
mér á bakið og þakkaði fyrir sig.
Í veikindum hans hafa eiginkona,
börn og aðrir aðstandendur verið til
hjálpar en Unnur Björk á einstakar
þakkir skildar. Að lokum vil ég
þakka tengdaföður mínum fyrir
góðar samverustundir og sendi eig-
inkonu hans, börnum og öðrum að-
standendum samúðarkveðjur.
Guð geymi þig. Þín tengdadóttir,
Guðlaug.
Gunnar Þ. Júlíusson var virðu-
legur maður, beinvaxinn og naut
virðingar og athygli hvar sem hann
kom. Allt frá því að Gunnar bauð
okkur velkomna í fjölskylduna höf-
um við tengdasynirnir borið mikla
virðingu fyrir honum. Hann var
mjög háttvís og heilsteyptur og
einkar viljasterkur maður – nokkuð
sem kom vel fram í baráttu hans við
erfið veikindi síðustu árin þar sem
æðruleysi hans gagnvart veikindun-
um var aðdáunarvert. Gunnar tók
ávallt vel á móti okkur í fjölskyld-
unni þegar við komum í heimsókn
til hans og Unnar á Holtsgötuna,
var glaðbeittur og viðræðugóður.
Hann var góður faðir og stóð ávallt
þétt með börnum sínum og var
þeim Unni mjög umhugað um vel-
ferð og hamingju sinna nánustu.
Greiðvikni var honum í blóð borin
og var hann ávallt reiðubúinn til að
rétta hjálparhönd okkur er til hans
leituðum. Eitt helsta áhugamál
Gunnars var fótbolti, KR-ingur í
húð og hár og Manchester United-
maður. Hann fylgdist vel með gangi
mála hjá sínum liðum, og beinar út-
sendingar frá fótboltaleikjum styttu
oft stundirnar í veikindunum.
Ferðalög voru í miklu uppáhaldi hjá
Gunnari og ferðuðumst við mikið
með þeim Unni um landið. Þar naut
hann sín sérstaklega vel. Hann var
fróður um staðhætti víðast hvar og
fræddi okkur um ferðalög fyrri
tíma.
Við erum afar þakklátir fyrir að
hafa kynnst Gunnari Þ. Júlíussyni
og fjölskyldu hans og þökkum fyrir
samfylgdina í gegnum lífið.
Elskulegri tengdamóður okkar
vottum við okkar dýpstu samúð.
Megi Guð styrkja hana og styðja á
þessum erfiðu tímum.
Jón, Sigurður Valur,
Ísak og Þorsteinn.
Það var að morgni 2. apríl sem
mér barst til eyrna lát vinar míns
og samstarfsmanns til margra ára,
Gunnars Þ. Júlíussonar. Haustið
1964 lágu leiðir okkar fyrst saman.
Gunnar hafði unnið í allmörg ár hjá
Olíufélaginu hf. sem bifreiðarstjóri
en færði sig þá um set og fór að
vinna við lagervörslu í hitunar-
tæknideild félagsins.
Á þeim tíma náði kerfi Hitaveitu
Reykjavíkur aðeins yfir hluta bæj-
arins og fjarvarmaveitur fyrir heitt
vatn úr iðrum jarðar þekktust varla
í öðrum landshlutum.
Starfsvettvangur okkar á vegum
Olíufélagsins snerist um tæknilegan
þátt í upphitun húsa af öllum gerð-
um á landinu öllu. Nokkrir aðilar
komu þar við sögu. Allt var þetta
úrvalslið. Verksviðið var margþætt,
allt frá innkaupum, lagervörslu,
sölu, viðgerðum og viðhaldi. Gunnar
sá þar um lagerinn og afgreiðslu,
ásamt sendingu tækja til lands-
byggðarinnar. Hann sinnti sínum
verkum af mikilli prýði og var sér-
staklega þægilegur í umgengni
meðal starfsfólks og við viðskipta-
vini. Hann var stálminnugur og var
því næmur á að velja saman rétta
hluti til viðgerða á samsettum bún-
aði. Starfið var erilsamt. Það lætur
nærri að um helmingur allra húsa í
landinu hafi beint eða óbeint notið
þjónustu af hálfu Olíufélagsins á
þessu sviði. Viðgerðarmenn voru á
nokkrum stöðum á landsbyggðinni,
en þungamiðjan hvíldi á höfuðstöðv-
unum í Reykjavík. Það gildir í þessu
tilfelli sem og í öðrum að vélrænir
hlutir bila helst þegar álagið er
mest. Það var því ekki síst í verstu
veðrum sem að mest mæddi á okkar
fólki.
Ótaldar eru þær upphringingar
sem svara þurfti utan hefðbundins
vinnutíma og varð þá að bregðast
hratt við. Iðulega þurfti að taka til
varahluti í hasti og koma þeim á af-
greiðslur fyrir fyrstu ferð að
morgni. Það var því fremur regla en
undantekning að hafa þurfti sam-
band við Gunnar sem ávallt brást
skjótt við. Ég minnist þess ekki að
hann væri ekki ávallt reiðubúinn.
Tímarnir breytast og þar kom að
„olíuhitunaröldin“ leið undir lok og
við tók tími hitaveitu og rafhitunar.
Gunnar færðist þá til í starfi og
vegna þekkingar og reynslu tók
hann yfir lagervörslu fyrir verk-
stæði félagsins. Hér komu hæfileik-
ar hans á þessu sviði einnig að góðu
gagni og nutu bæði samstarfsfélag-
ar hans og ekki síður Olíufélagið,
sem vinnuveitandi, góðs af vinnu-
framlagi hans þar til hann lauk
störfum sakir aldurs. Enginn veit
ævina fyrr en öll er. Fljótlega eftir
að Gunnar hafði lokið sínum skyldu-
störfum, börnin fyrir nokkru vaxin
úr grasi og þægindi elliáranna í
faðmi stórrar fjölskyldu hefði átt að
gera ævikvöldið sem lengst og
ánægjulegast, fór að bera á veik-
indum sem gengu honum nærri.
Lungun drógu úr starfsemi sinni.
Hann þurfti seinustu árin á stöðugri
súrefnisgjöf að halda. Lungnabólga
við þær aðstæður reyndist honum
ofraun.
Gott er að eiga góðs að minnast.
Ég þakka Gunnari af heilum hug
fyrir þægilegt viðmót og fyrir langt
og frábærlega gott samstarf.
Unni, börnunum og aðstandend-
um öllum votta ég samúð mína.
Ágúst Karlsson.
Gunnar Þ. Júlíusson
Elsku afi,
nú er komið að kveðju-
stund. Við viljum þakka þér
fyrir allar þær stundir sem
við áttum með þér. Minning
þín lifir í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Barnabörnin.
HINSTA KVEÐJA
þá hafði mér verið veitt lyfsöluleyfið í
Stykkishólmi og þurfti ég því vestur
að ganga frá ýmsum málum sem ég
kunni ekki of mikið á. Þegar ég bar
mig upp við Þorvald út af þessu sagði
hann: „Ég kem bara með þér.“ Og á
stað fórum við í bíl Þorvaldar.
Þegar við vorum komnir upp í Mos-
fellssveit fór ég í vasa minn eftir kveri
sem nefndist „Íslensk nútímalýrikk“.
Nema það að ég hóf lestur úr bókinni,
upphátt, enda vissi ég vel að Þorvald-
ur var með afbrigðum ljóðelskur mað-
ur. Í Hvalfjarðarbotni skiptum við um
sæti. Þorvaldur las og ég ók, og þann-
ig höfðum við það alla leiðina, skipt-
umst á að aka og lesa. Þegar í Mela-
sveitina kom höfðum við farið yfir
bókina að mestu og varð þá nokkurt
spennufall í bílnum sem hvorugum
okkar líkaði, enda hafði Þorvaldur nú
snör handtök, og dregur upp úr pússi
sínu hina Fögru Veröld Tómasar Guð-
mundssonar. Og hún dugði okkur
þangað til hin fagra veröld Breiða-
fjarðar blasti við okkur ofan úr Kerl-
ingarskarði. Í Hólminum vorum við í
tvo daga og komum öllum málum í
höfn.
Þegar heim kom spurði ég Þorvald
hvað ég ætti að borga honum fyrir
þennan mikla greiða. Hann hafði ver-
ið frá vinnu í tvo daga, og auk þess
lagt til bæði bílinn og bensínið. „Ekk-
ert,“ sagði hann. „Þú borgar ekkert,
Stebbi minn.“
Mér er kunnugt um að þeir eru ófá-
ir sem geta sagt svipaða sögu af skipt-
um sínum við Þorvald Lúðvíksson,
enda safnaði hann ekki í sjóði, hérna
megin.
Kynni okkar Þorvalds hófust þegar
á unglingsárum og voru traust alla
ævi, þrátt fyrir það að fjörður væri
milli frænda um tuttugu ára skeið
vegna búsetu minnar úti á landi.
Fyrir nokkrum árum tókum við
upp á því, nokkrir skólabræður úr
MR, að drekka saman kaffi í Gerð-
arsafni á þriðjudögum. Harðasta
kjarnann í þeim hópi mynduðu auk
mín þeir Þorvaldur Lúðvíksson, Pétur
Guðfinnsson, Þórarinn Jóhannsson,
Valdimar Kristinsson, Eggert Ás-
geirsson, Þór Vilhjálmsson og Sverrir
Scheving Thorsteinsson. Í þessum
hópi var Þorvaldur hrókur alls fagn-
aðar og hnyttiyrði hans og tilsvör
flugu um borð svo sem eins og þegar
sumarvindur þyrlar vængjuðum fræj-
um í allar áttir.
Síðustu árin voru Þorvaldi erfið.
Hann fékk heilablóðfall fyrir rúmum
tveimur árum, og ári síðar deyr Ásdís
kona hans. Þessi áföll megnuðu þó
ekki að kæfa lífslöngun hans, og þó
nokkrum sinnum komu synir hans
með hann í hjólastóli í Gerðarsafn þar
sem hann, þrátt fyrir örkuml sín,
missti út úr sér brandara og brandara
rétt eins og í gamla daga. Ljóst var þó
að þessi daufi logi gæti slokknað fyrr
en varði. Og á öðrum degi þessa apr-
ílmánaðar andaðist Þorvaldur Lúð-
víksson.
Í Gerðarsafni situr eftir hnípinn
hópur, og fyrir hönd hans sendi ég af-
komendum og venslafólki Þorvaldar
Lúðvíkssonar innilegar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning hans.
Stefán Sigurkarlsson.
Þegar Ólafur Börkur flutti í Kópa-
voginn átta ára gamall tókst þegar
með okkur mikil vinátta. Þorvaldur
pabbi hans birtist okkur strákunum
strax með skýr persónueinkenni; há-
vaxinn, virðulega klæddur með axla-
bönd og reykjandi vindil. Okkur
strákunum fannst þetta flottur karl,
hæstaréttarlögmaðurinn sem keyrði
um á Benz.
Allir sem kynntust Þorvaldi vissu
að þar fór góður maður. Heilindi og
trygglyndi voru hans aðalsmerki.
Börkur vitnaði gjarnan í pabba gamla
í umræðum um pólitík, lögfræði og líf-
ið og var það alltaf mikilvægt innlegg í
umræðuna, þótt við á köflum þætt-
umst vita betur. Með árunum urðum
við hins vegar oftar að játa okkur sigr-
aða en hollt er að rifja upp. Eftir að við
strákarnir hættum að vera heima-
gangar á Sunnubrautinni fylgdist
Þorvaldur vel með okkar lífshlaupi.
Það þótti okkur mjög vænt um og
þetta sagði svo margt um hann.
Ég vil biðja góðan Guð að vaka yfir
sálu Þorvalds Lúðvíkssonar og blessa
börn hans og niðja.
Jóhann R. Benediktsson
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 37