Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 60
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 102. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Ójafnvægi í hagkerfinu  Hagkerfið er í miklu ójafnvægi um þessar mundir og útlit er fyrir að halli verði á ríkissjóði á næsta ári. Þetta er mat Jóns Sigurðssonar, fyrrv. ráðherra og seðlabankastjóra. »Forsíða Átti að fá efnismeðferð  Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, telur hæstarétt hafa gengið fulllangt í dómi sínum í olíuforstjóramálinu svonefnda. Telur hann að í stað þess að vísa málinu frá hefði það átt að fá efnis- meðferð. » 2 Málmur að myndast  Byrjað er að hita upp fyrsta kerið í nýju álveri Alcoa-Fjarðaáls á Reyð- arfirði og er reiknað með að fyrsti málmurinn verði tekinn úr kerinu á næstu dögum. » 4 Ástandið í Írak skelfilegt  Þjáningar almennings aukast stöðugt í Írak. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóða Rauða krossinum. » 20 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Hraustir skólakrakkar Staksteinar: Albanía Birgis Dýrfjörð Forystugreinar: Efnahagsstefna Samfylkingar UMRÆÐAN» Iðnaðarráðherra í tímahraki Valkostur í fangelsismálum Sannleikur hvers? Fiskurinn í sjónum Olíuleit tryggari en líftæknin Þriðji ættliðurinn hjá Kistufelli Skammvinn hækkun á markaði Erum ekki lengur olíufélag VIÐSKIPTI» 3(9 )/  ,  ( : '   '  8  0$ $0 0 0 0 0 0$ 0 0   0  0 0 0$   0  0  .; 8 )   0 0 0  0   0 <=>>2?@ )AB?>@1:)CD1< ;212<2<=>>2?@ <E1); ;?F12 1=?); ;?F12 )G1); ;?F12 )4@))1 H?21;@ I2C21);A IB1 )<? B4?2 :B1:@)4,)@A2>2 Heitast 12 °C | Kaldast 4 °C  Gengur í hvassa suð- vestanátt upp úr há- degi með skúrum víða um land. Allt að 12°C á NA-landi. » 10 Woyzeck í uppsetn- ingu Vesturports verður sett upp í óperuhúsi í Amst- erdam á miðviku- daginn kemur. »55 LEIKLIST» Frumsýnt í Hollandi FEGURл Hver verður kjörin ungfrú Reykjavík? »54 Sérstakur leynigest- ur kemur fram á tónleikum Sálar- innar og Stuðmanna í Kaupmannahöfn í næstu viku. »50 TÓNLEIKAR» Hver kemur fram? TÓNLIST» Söngkonan Silvía Nótt er sívinsæl á Íslandi. »56 TÓNLIST» Justin Timberlake semur nú fyrir Madonnu. »52 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Til Íslands og fékk endurgreitt 2. Hús Johnny Cash brann 3. Totti: Mitt dapurlegasta kvöld 4. Danól boðar allt að 15% … FYRSTA plata Garðars Thórs Cortes í Bretlandi kemur út næstkomandi mánudag. Af því tilefni hefur verið hengd upp risastór auglýsing á úti- skilti á besta stað í Lundúnaborg til að vekja at- hygli á útgáfunni. Í gær var platan sem nefnist Cortes komin í 3. sæti yfir mest seldu klassísku plöturnar á vef HMV-hljómplötubúðanna og er eingöngu um fyrirframpantanir að ræða. Er Einar Bárðarson, útgefandi Garðars, því að vonum bjartsýnn á árangur síns manns. Segir hann gengið í Bret- landi eiga eftir að úrskurða um hvort farið verði í frekari útrás með Garðari. Einar hefur litið úti- skiltið augum og segir það hið glæsilegasta. „Ég held að kvenþjóðin kunni að meta þetta.“ | 50 Garðar Thór í öllu sínu veldi Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is NÁMSMENN í Reykjavík fá ókeypis í strætó frá og með næsta hausti. Þetta er hluti af stefnu sem borgaryf- irvöld kynntu í gær í umhverfismál- um. Gísli Marteinn Baldursson, for- maður umhverfissviðs, sagði að með þessu væri verið að auka valkosti í samgöngumálum. „Við viljum með þessu bjóða borg- arbúum upp á valkost, bjóða þeim að ferðast öðruvísi en með bílnum. Við teljum að ef við náum námsmönnum upp í strætó þá getum við alið þá dá- lítið upp í að nota þennan samgöngu- máta. Við getum bent þeim á hluti eins og að ef þau kaupa sér bíl og selja hann aftur eftir eitt ár þá eru þau búin að eyða kannski 800 þúsundum í þann bíl, en þau gætu valið strætó sem er ókeypis.“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í Strætó bs., sagði að eftir væri að útfæra í einstökum atrið- um hvernig staðið yrði að ókeypis strætó til námsmanna, en fyrirhugað væri að námsmenn fengju strætóskír- teini um leið og þeir fengju nemenda- skírteini. Þetta væri tilraunaverkefni sem stæði í eitt ár. Hún sagði að búið væri að mæla ítarlega notkun á strætó og einnig lægju fyrir umferð- armælingar. Þessar niðurstöður yrðu síðan bornar saman við mælingar næsta vetur þegar námsmenn eiga kost á ókeypis strætó. Þannig yrði hægt að mæla árangur af verkefninu. Verðlauna visthæfa bíla Ókeypis strætó fyrir námsmenn er eitt tíu stefnumiða sem borgaryfir- völd kynntu í gær undir yfirskriftinni „Græn skref í Reykjavík“. Gísli Mar- teinn sagði að borgin vildi vera til fyr- irmyndar í umhverfismálum. Borgin ætlar sér líka að verðlauna visthæfa bíla með því að ökumenn þeirra fái að leggja ókeypis í bílastæði borgarinnar. Borgin ætlar að gera sérstakt átak í því að endurbæta skólalóðir. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sagði í gær að margar skólalóðir í borginni væru ekki börnum bjóðandi. Þar væru glerbrot, brotnar hellur og illa farnar girðingar. Þá ætlar borgin að gera sérstakt hreinsunarátak í Vesturbæ, Grafarholti og miðborg- inni. | 4 Námsmenn fá ókeypis í strætisvagna í haust Í HNOTSKURN »Í dag þurfa ungmenni áaldrinum 6–18 ára að greiða 100 krónur fyrir ferð með strætó. Handhafar skóla- kortsins greiða 65 krónur fyr- ir ferðina. »Gert er ráð fyrir að borgingreiði kostnað Strætó bs. við ókeypis strætó fyrir náms- menn. Ekki liggur nákvæm- lega fyrir hver hann er. »Aðeins reykvískir náms-menn fá ókeypis í strætó. ABC-barnahjálp og 74 önnur góð- gerðarsamtök og -félög fengu í gær eina milljón hver úr Menning- arsjóði Lands- bankans. Björg- ólfur Guðmunds- son, formaður bankaráðsins og sjóðsins, afhenti fulltrúum félaganna styrkina á blaðamannafundi í Iðnó. „Það skiptir miklu máli að ekki sé farið út í safnanir í nafni ein- hvers góðgerðarfélags, sem síðan skila sér ekki til málefnisins nema að litlum hluta,“ segir Björgólfur. Ákveðið var á 120 ára afmæli bankans í fyrra að stofna umrædd- an sjóð. Björgólfur segist að- spurður telja að fjármálafyrirtæki hafi sýnt samfélaginu mikinn áhuga, þau skilji að einn stærsti þátturinn í rekstri fyrirtækja sé að sinna umhverfinu sem þau vinna í og taka þátt í því sem sé að gerast í samfélaginu hverju sinni. „Þá fyrst er gaman að vera í viðskiptum,“ sagði Björgólfur. | 12 „Þá fyrst er gaman …“ Björgólfur Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.