Morgunblaðið - 12.04.2007, Page 60
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 102. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Ójafnvægi í hagkerfinu
Hagkerfið er í miklu ójafnvægi
um þessar mundir og útlit er fyrir að
halli verði á ríkissjóði á næsta ári.
Þetta er mat Jóns Sigurðssonar,
fyrrv. ráðherra og seðlabankastjóra.
»Forsíða
Átti að fá efnismeðferð
Eiríkur Tómasson, lagaprófessor
við Háskóla Íslands, telur hæstarétt
hafa gengið fulllangt í dómi sínum í
olíuforstjóramálinu svonefnda.
Telur hann að í stað þess að vísa
málinu frá hefði það átt að fá efnis-
meðferð. » 2
Málmur að myndast
Byrjað er að hita upp fyrsta kerið
í nýju álveri Alcoa-Fjarðaáls á Reyð-
arfirði og er reiknað með að fyrsti
málmurinn verði tekinn úr kerinu á
næstu dögum. » 4
Ástandið í Írak skelfilegt
Þjáningar almennings aukast
stöðugt í Írak. Þetta kemur fram í
nýrri skýrslu frá Alþjóða Rauða
krossinum. » 20
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Hraustir skólakrakkar
Staksteinar: Albanía Birgis Dýrfjörð
Forystugreinar: Efnahagsstefna
Samfylkingar
UMRÆÐAN»
Iðnaðarráðherra í tímahraki
Valkostur í fangelsismálum
Sannleikur hvers?
Fiskurinn í sjónum
Olíuleit tryggari en líftæknin
Þriðji ættliðurinn hjá Kistufelli
Skammvinn hækkun á markaði
Erum ekki lengur olíufélag
VIÐSKIPTI»
3(9 )/ , (
: ' ' 8 0$
$0
0
0
0
0 0$
0
0
0
0
0
0$
0 0
.;
8 )
0
0
0 0
0 <=>>2?@
)AB?>@1:)CD1<
;212<2<=>>2?@
<E1); ;?F12
1=?); ;?F12
)G1); ;?F12
)4@))1 H?21;@
I2C21);A IB1
)<?
B4?2
:B1:@)4,)@A2>2
Heitast 12 °C | Kaldast 4 °C
Gengur í hvassa suð-
vestanátt upp úr há-
degi með skúrum víða
um land. Allt að 12°C á
NA-landi. » 10
Woyzeck í uppsetn-
ingu Vesturports
verður sett upp í
óperuhúsi í Amst-
erdam á miðviku-
daginn kemur. »55
LEIKLIST»
Frumsýnt
í Hollandi
FEGURл
Hver verður kjörin
ungfrú Reykjavík? »54
Sérstakur leynigest-
ur kemur fram á
tónleikum Sálar-
innar og Stuðmanna
í Kaupmannahöfn í
næstu viku. »50
TÓNLEIKAR»
Hver kemur
fram?
TÓNLIST»
Söngkonan Silvía Nótt er
sívinsæl á Íslandi. »56
TÓNLIST»
Justin Timberlake semur
nú fyrir Madonnu. »52
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Til Íslands og fékk endurgreitt
2. Hús Johnny Cash brann
3. Totti: Mitt dapurlegasta kvöld
4. Danól boðar allt að 15% …
FYRSTA plata Garðars Thórs Cortes í Bretlandi
kemur út næstkomandi mánudag. Af því tilefni
hefur verið hengd upp risastór auglýsing á úti-
skilti á besta stað í Lundúnaborg til að vekja at-
hygli á útgáfunni.
Í gær var platan sem nefnist Cortes komin í 3.
sæti yfir mest seldu klassísku plöturnar á vef
HMV-hljómplötubúðanna og er eingöngu um
fyrirframpantanir að ræða. Er Einar Bárðarson,
útgefandi Garðars, því að vonum bjartsýnn á
árangur síns manns. Segir hann gengið í Bret-
landi eiga eftir að úrskurða um hvort farið verði
í frekari útrás með Garðari. Einar hefur litið úti-
skiltið augum og segir það hið glæsilegasta. „Ég
held að kvenþjóðin kunni að meta þetta.“ | 50
Garðar Thór í öllu sínu veldi
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
NÁMSMENN í Reykjavík fá ókeypis
í strætó frá og með næsta hausti.
Þetta er hluti af stefnu sem borgaryf-
irvöld kynntu í gær í umhverfismál-
um. Gísli Marteinn Baldursson, for-
maður umhverfissviðs, sagði að með
þessu væri verið að auka valkosti í
samgöngumálum.
„Við viljum með þessu bjóða borg-
arbúum upp á valkost, bjóða þeim að
ferðast öðruvísi en með bílnum. Við
teljum að ef við náum námsmönnum
upp í strætó þá getum við alið þá dá-
lítið upp í að nota þennan samgöngu-
máta. Við getum bent þeim á hluti
eins og að ef þau kaupa sér bíl og selja
hann aftur eftir eitt ár þá eru þau búin
að eyða kannski 800 þúsundum í þann
bíl, en þau gætu valið strætó sem er
ókeypis.“
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,
stjórnarmaður í Strætó bs., sagði að
eftir væri að útfæra í einstökum atrið-
um hvernig staðið yrði að ókeypis
strætó til námsmanna, en fyrirhugað
væri að námsmenn fengju strætóskír-
teini um leið og þeir fengju nemenda-
skírteini. Þetta væri tilraunaverkefni
sem stæði í eitt ár. Hún sagði að búið
væri að mæla ítarlega notkun á
strætó og einnig lægju fyrir umferð-
armælingar. Þessar niðurstöður yrðu
síðan bornar saman við mælingar
næsta vetur þegar námsmenn eiga
kost á ókeypis strætó. Þannig yrði
hægt að mæla árangur af verkefninu.
Verðlauna visthæfa bíla
Ókeypis strætó fyrir námsmenn er
eitt tíu stefnumiða sem borgaryfir-
völd kynntu í gær undir yfirskriftinni
„Græn skref í Reykjavík“. Gísli Mar-
teinn sagði að borgin vildi vera til fyr-
irmyndar í umhverfismálum.
Borgin ætlar sér líka að verðlauna
visthæfa bíla með því að ökumenn
þeirra fái að leggja ókeypis í bílastæði
borgarinnar.
Borgin ætlar að gera sérstakt átak
í því að endurbæta skólalóðir. Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri
sagði í gær að margar skólalóðir í
borginni væru ekki börnum bjóðandi.
Þar væru glerbrot, brotnar hellur og
illa farnar girðingar. Þá ætlar borgin
að gera sérstakt hreinsunarátak í
Vesturbæ, Grafarholti og miðborg-
inni. | 4
Námsmenn fá ókeypis
í strætisvagna í haust
Í HNOTSKURN
»Í dag þurfa ungmenni áaldrinum 6–18 ára að
greiða 100 krónur fyrir ferð
með strætó. Handhafar skóla-
kortsins greiða 65 krónur fyr-
ir ferðina.
»Gert er ráð fyrir að borgingreiði kostnað Strætó bs.
við ókeypis strætó fyrir náms-
menn. Ekki liggur nákvæm-
lega fyrir hver hann er.
»Aðeins reykvískir náms-menn fá ókeypis í strætó.
ABC-barnahjálp
og 74 önnur góð-
gerðarsamtök og
-félög fengu í
gær eina milljón
hver úr Menning-
arsjóði Lands-
bankans. Björg-
ólfur Guðmunds-
son, formaður
bankaráðsins og
sjóðsins, afhenti
fulltrúum félaganna styrkina á
blaðamannafundi í Iðnó.
„Það skiptir miklu máli að ekki
sé farið út í safnanir í nafni ein-
hvers góðgerðarfélags, sem síðan
skila sér ekki til málefnisins nema
að litlum hluta,“ segir Björgólfur.
Ákveðið var á 120 ára afmæli
bankans í fyrra að stofna umrædd-
an sjóð. Björgólfur segist að-
spurður telja að fjármálafyrirtæki
hafi sýnt samfélaginu mikinn
áhuga, þau skilji að einn stærsti
þátturinn í rekstri fyrirtækja sé að
sinna umhverfinu sem þau vinna í
og taka þátt í því sem sé að gerast í
samfélaginu hverju sinni. „Þá fyrst
er gaman að vera í viðskiptum,“
sagði Björgólfur. | 12
„Þá fyrst er
gaman …“
Björgólfur
Guðmundsson