Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
30 BRÉF og símskeyti sem banda-
ríski rithöfundurinn Ernest Hem-
ingway og þýska söng- og leikkonan
Marlene Dietrich
sendu hvort öðru
hafa nú verið
dregin fram í
dagsljósið.
Má úr þeim
glögglega lesa að
þau voru ást-
fangin. Hem-
ingway kallar
Dietrich „dóttur“
og „litla Þjóðverj-
ann“ sinn. Dietrich kallar hann
„pabba“ eða „Papa“ en Hemingway
gekk oft undir því gælunafni þegar
hann bjó á Kúbu.
Dóttir Dietrich, Maria Riva, veitti
nýverið leyfi fyrir því að bréfin yrðu
birt. Þau hafa verið í geymslu í
Kennedy-bókasafninu í Boston í 15
ár, eða allt frá því Dietrich lést.
Of heitt til að njóta ásta
„Ósamrýmd ástríða“ kom í veg
fyrir að þau gætu notið ásta, eins og
Hemingway orðar það. Dietrich og
Hemingway urðu ástfangin þegar
þau hittust um borð í frönsku far-
þegaskipi árið 1934.
Í einu bréfa sinna til Dietrich seg-
ist Hemingway elska hana, halda
henni fast upp að sér og kyssa hana
af áfergju.
Í öðru bréfi frá þeim tíma er hann
var að skrifa „Gamla manninn og
hafið“, árið 1951, segir hann Dietrich
að of heitt sé á Kúbu til að njóta ásta
nema þá í vatni. Hann hafi hins veg-
ar aldrei verið góður í því.
Dietrich segir frá því í bréfi til
Hemingway að hún hugsi um hann
öllum stundum og hafi hengt upp
mynd af honum í svefnherbergi sínu
sem hún horfi á hjálparvana.
Hemingway þjáðist af þunglyndi
allt sitt líf og ræða þau Dietrich um
það í bréfunum. Hemingway segir
þau bæði eiga erfitt líf að baki. „Ég á
ekki bara við stríð. Stríð eru spínat.
Daglegt líf er það erfiðasta,“ skrifar
Hemingway. Til stendur að gefa út
bréf Hemingway og Dietrich á bók.
Sendu
ástarbréf
Hemingway
elskaði Dietrich
Marlene Dietrich
JÓEL Pálsson saxófónleikari
mætir með hljómsveit sína í
Jazzklúbbinn Múlann í kvöld.
Leikin verður tónlist af nýj-
ustu plötu Jóels,Varp.
Hljómsveitina skipa: Jóel
Pálsson saxófónn og kontra-
bassaklarinett, Davíð Þór
Jónsson Hammond-orgel og
píanó, Hilmar Jensson raf- og
kassagítar, Valdimar Kolbeinn
Sigurjónsson kontra- og raf-
bassi og Matthías Hemstock trommusett, slag-
verk og trommuheili
Tónleikar Múlans eru sem fyrr á DOMO bar,
Þingholtsstræti 5, og hefjast kl. 21.
Djass
Jóel Pálsson
á Múlanum
Jóel Pálsson
tónlistarmaður.
Í KVÖLD, fimmtudaginn 12.
apríl, munu Oddný Sigurðar-
dóttir mezzósópransöngkona
og Krystyna Cortes píanóleik-
ari verða með ljóðatónleika í
Kirkjuhvoli, safnaðarheimili
Vídalínskirkju í Garðabæ.
Þar flytja þær hinn þekkta
og rómantíska ljóðaflokk
Frauen-Liebe und Leben eftir
Robert Schumann, en einnig
sönglög eftir Sigvalda Kalda-
lóns, Franz Schubert, Karl Ottó Runólfsson og
Edvard Grieg.
Tónleikarnir í Vídalínskirkju hefjast kl. 20 og er
miðaverð 1.500 kr.
Tónleikar
Ljóðatónleikar
í Vídalínskirkju
Oddný
Sigurðardóttir
TÓNLEIKASKEMMTUNIN
Kvöldið er okkar með söngkon-
una vinsælu Helenu Eyjólfs-
dóttur í fararbroddi verður í
Sjallanum á Akureyri annað
kvöld og aftur föstudags-
kvöldið 20. apríl.
Örfá sæti eru enn laus bæði
kvöldin. Húsið verður opnað
fyrir sýningargestum kl. 19.30.
Eftir sýninguna kl. 23.30 verð-
ur húsið opnað fyrir öllum, þá
verður ball með hljómsveit hússins ásamt Helenu
og Þorvaldi Halldórssyni. Þar kostar 800 kr. inn.
Nú er um að gera fyrir norðanmenn að dusta
rykið af dansskónum og rifja upp gamla takta.
Tónleikar
Kvöldið er okkar
í Sjallanum
Helena Eyjólfs-
dóttir söngkona.
MYNDLISTARMAÐURINN
Hreinn Friðfinnsson verður með
sýningu á verkum sínum í hinu virta
Serpentine Gall-
ery í Hyde Park
í Lundúnum í
júlí.
Hreinn er nú í
óða önn að velja
verk á sýn-
inguna hér á
landi. Verkin
munu spanna
allan lista-
mannsferil
Hreins, samkvæmt upplýsingum frá
i8 galleríi sem selur verk Hreins á
Íslandi.
Hugmyndalistin í öndvegi
Hreinn á að baki langan og fjöl-
breyttan feril, var einn stofnenda og
meðlima SÚM-hreyfingarinnar og
sýningarsalar hennar. Hreinn vann
undir áhrifum hugmyndalistar á 8.
áratugnum, skeytti saman ljós-
myndir og texta meðal annars en
hefur síðan unnið í fleiri miðla með
blandaðri tækni.
Myndlist Hreins hefur jafnan
verið skilgreind sem ljóðræn hug-
myndalist, eða „ljóðræn, innileg og
heimspekileg könnunarferð um
hverfula hversdagstilveru,“ að því
er segir á vef Listasafns Íslands.
Verk Hreins þykja ekki aðeins
höfða til hins sjónræna heldur einn-
ig örva hugmyndaflug áhorfenda og
vísa til minninga.
Serpentine er eitt af þekktari list-
húsum Lundúna og hafa þar margir
heimsþekktir myndlistarmenn hald-
ið þar sýningar, meðal annars Dam-
ien Hirst, Andy Warhol og Henry
Moore. Auk þess eru þar haldin
námskeið og fyrirlestrar um list.
Listhúsið er í gömlum skála sem
áður var notaður til tedrykkju og
dregur nafn sitt af Serpentine-
tjörninni.
Sýnir í Serpentine
Verk Hreins Friðfinnssonar í einu þekktasta sýningarhúsi Lundúna
Morgunblaðið/Einar Falur
Gamall SÚM-ari Eitt af verkum Hreins Friðfinnssonar, Blákoman.
Í HNOTSKURN
»Hreinn Friðfinnsson fæddist íDölum árið 1943. Hann býr
og starfar í Amsterdam.
»Hreinn var einn stofnendaSÚM-samtakanna árið 1965.
Þau voru stofnuð til uppreisnar
gegn þeirri myndlist sem
ríkjandi var hér á landi á þeim
tíma.
»Serpentine listhúsið legguráherslu á nútíma- og sam-
tímamyndlist.
Hreinn Friðfinnsson