Morgunblaðið - 12.04.2007, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
BYRJAÐ er að hita upp fyrsta kerið
í nýju álveri Alcoa-Fjarðaáls á Reyð-
arfirði og er reiknað með að fyrsti
málmurinn verði tekinn úr kerinu á
næstu dögum. Erna Indriðadóttir,
framkvæmdastjóri upplýsingamála
hjá Fjarðaáli, segir að næstu dagar
og vikur fari í að prófa búnað, en
stefnt sé að því að taka öll ker í notk-
un fyrir árslok.
Bechtel, sem byggir álverið á
Reyðarfirði, hefur afhent Alcoa 42
fyrstu kerin, en samtals verða 336
ker í álverinu. Í gær var straumi
hleypt á fyrsta kerið. Áður en hægt
er að byrja að bræða málm þarf að
hita kerið upp og prófa búnaðinn.
Erna sagði að í framhaldinu yrði
hvert kerið á fætur öðru tekið fyrir.
Hún sagðist ekki geta svarað því
hvað það tæki langan tíma að koma
þessum 42 kerum í framleiðslu. Bún-
aðurinn væri nýr og starfsmenn að
læra að nota hann. Menn myndu
gefa sér þann tíma sem nauðsynleg-
ur væri til að koma þessum fyrstu
kerum í notkun.
Erna sagði að alltaf hefði verið
reiknað með því að byrjað yrði að
taka kerin í framleiðslu í byrjun apríl
og því væri verkefnið á áætlun.
Raforkan sem Fjarðaál notar
þessa fyrstu mánuði kemur af lands-
kerfinu, en reiknað er með að orka
frá Kárahnjúkavirkjun komi inn á
kerfið um mitt sumar. Unnið er
hörðum höndum að klára fram-
kvæmdir við virkjunina. Sömuleiðis
er mikil vinna eftir við sjálft álverið á
Reyðarfirði.
270 starfsmenn
Erna sagði að búið væri að ráða
um 270 starfsmenn til Fjarðaáls, en
samtals verða starfsmenn fyrirtæk-
isins um 400 þegar starfsemin er
komin í fullan gang. Upphaflega var
talað um að starfsmenn yrðu 450, en
ákveðið hefur verið að bjóða út
stærri hluta starfseminnar en upp-
haflega var gert ráð fyrir. Reiknað
er með að um 800 störf verði til í ál-
verinu og í starfsemi sem tengist því.
Erna sagði að mjög vel hefði gengið
að ráða starfsfólk. Fyrirtækið hefði
fengið um 2.500 umsóknir. Starfs-
menn hafa verið í þjálfun undan-
farna mánuði og þeirri vinnu verður
haldið áfram út þetta ár.
Starfsmenn Alcoa-Fjarðaáls eru byrjaðir að hita upp fyrsta kerið í nýja álverinu
Fyrsti málmurinn er að
verða til hjá Fjarðaáli
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Álver Ester Gunnarsdóttir, starfsmaður Bechtel, við eitt kerjanna.
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
UM 160 metra breitt snjóflóð féll á
veginn um Hrafnseyrarheiði í gær-
morgun. Litlu munaði að flóðið
lenti á snjóruðningstæki sem var
nýfarið hjá. Vegurinn var síðan
ruddur á ný og var fær í gær.
Snjóflóðið féll á þeim slóðum þar
sem flokkur fólks hafði handmokað
sig í gegnum 20 metra langan skafl
á þriðjudag þar sem Vegagerðin
vildi ekki moka veginn vegna snjó-
flóðahættu.
Sigurður Mar Óskarsson, þjón-
ustustjóri Vegagerðarinnar á Vest-
fjörðum, segir að það hafi verið al-
veg klárt að snjóflóðahætta hafi
verið á heiðinni á þriðjudag og því
hafi verið ákveðið að moka ekki.
Lífi starfsmanna Vegagerðarinnar
sé ekki stefnt í voða en öll um-
merki hafi bent til snjóflóðahættu
og það mat Vegagerðarinnar hafi
svo sannazt í gær. Hann segir ann-
ars að vel hafi gengið að halda
fjallvegum á Vestfjörðum opnum í
vetur og hafi verið meira fært en
oft áður.
Vegagerðin hefur sent frá sér
fréttatilkynningu vegna málsins og
segir þar svo: „Þær fullyrðingar
sem birtust á Þingeyrarvefnum í
morgun um að engin snjósöfnun
hafi verið í fjallinu á mánudag og
þriðjudag eru bæði rangar og
óábyrgar. Það sýnir snjóflóðið í
morgun. Síðustu ár hafa miklar
breytingar orðið á hvernig lands-
menn, ekki síst Vestfirðingar, um-
gangast snjóflóðahættusvæði og
hvernig reynt er að meta hættu til
að auka öryggi íbúanna. Í því ljósi
skal ákvörðun Vegagerðarinnar
um að moka ekki Hrafnseyrarheiði
í gær skoðast,“ segir í tilkynningu
frá Vegagerðinni.
Mikið snjóflóð féll
á Hrafnseyrarheiði
Flokkur manna handmokaði sig í gegnum skafl á sömu
slóðum á þriðjudag, þrátt fyrir viðvaranir um hættu
Ljósmynd/Geir Sigurðsson
Komnir í gegn Snjómokstursmennirnir Gunnar Sigurðsson, Ólafur Guðmundsson og Oddur Pétursson.
Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás
Borgarnes - Stykkishólmur - Grundarfjörður - Búðardalur - Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur
Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður
Fáskrúðsfjörður - Höfn - Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður
www.lyfja.is - Lifið heil
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
36
81
2
03
/0
7
FÁÐU REYKLAUSA BÓK
Í NÆSTU VERSLUN
LYFJU
BETRI LEIÐTIL
AÐ HÆTTA
FRÍ BÓK
JÓHANNES Gijsen Reykjavíkur-
biskup, fulltrúi kaþólsku kirkjunn-
ar á Íslandi og Helga Jónsdóttir
bæjarstjóri Fjarðabyggðar undir-
rituðu í gær kaupsamning um
kaup kirkjunnar á íbúðarhúsinu að
Kollaleiru í Reyðarfirði til þess að
setja þar á stofn kaþólskt klaustur
og prestakall sem á að heita Þor-
lákssókn til heiðurs Þorláki bisk-
upi helga Þórhallssyni. Forsvars-
menn kirkjunnar gera ráð fyrir að
starfsemi hefjist að Kollaleiru
strax með vorinu. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu frá skrif-
stofu Kaþólsku kirkjunnar.
Það eru kapúsínar eða hettu-
munkar sem ætla að stofna
klaustrið sem er það fyrsta sem
stofnað er hérlendis frá siðaskipt-
um. Að Kollaleiru verður í framtíð-
inni klaustur og sóknarkirkja enda
verður þar helsta miðstöð kaþólsks
safnaðarstarfs á Austfjörðum.
Hingað til hafa kaþólskir prestar
fengið aðstöðu til messuhalds hjá
lúterskum kollegum.
Tveir munkar frá Slóveníu hafa
stundað nám í íslensku við Há-
skóla Íslands undanfarin misseri
til undirbúnings starfi sínu hér.
Það eru þeir séra Davíð Tencer
sem verður sóknarprestur í sókn-
inni og reglubróðir hans séra Ant-
on Majercak. Þá mun brátt von á
þriðja munknum og ef til vill fleiri
þegar fram líða stundir. Munk-
arnir munu fljótlega ráðast í nauð-
synlegar breytingar á húsnæðinu
og innréttingum svo þær henti
safnaðarstarfinu.
Kollaleira er lögbýli rétt fyrir
innan þéttbýlið í Reyðarfirði, fyrir
ofan Andapollinn, og þar hefur
verið stundaður búskapur öldum
saman. Kollaleira er þekkt fyrir
mikla veðursæld en þar er sjálf-
virk veðurathugunarstöð. Íbúðar-
húsið að Kollaleiru er 314 m² og
lóðin sem klaustrið hefur til um-
ráða er 19.900 m². Reiknað er með
að kapella verði á neðri hæð húss-
ins en á efri hæð verði íbúð munk-
anna.
Samið um jörð
undir klaustur
FYLGI Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs eykst mikið í Suð-
urkjördæmi frá síðustu kosning-
um, ef marka má könnun sem Fé-
lagsvísindastofnun gerði fyrir Stöð
2. VG fær 17,6% fylgi í könnuninni
og tvo menn en flokkurinn er ekki
með þingmann í kjördæminu og
var með 4,66% fylgi fyrir fjórum
árum.
Sjálfstæðisflokkurinn bætir lít-
illega við sig og mælist nú með
30,4%, en var með 29,19% árið
2003 – og heldur tveimur mönnum.
Samfylkingin tapar fylgi sam-
kvæmt könnuninni en heldur
þremur mönnum, fær nú 25,4% en
var með 29,67%, og Framsóknar-
flokkurinn missir einn mann, fer
úr 23,71% í 16,7%.
Frjálslyndir tapa manni, hljóta
nú 6,3% en voru með 8,74% fyrir
fjórum árum og nýju framboðin
tvö, Íslandshreyfingin og Baráttu-
samtökin, mælast með 2,1% og
1,5% fylgi.
Í sömu könnun voru þeir sem
tóku þátt spurðir hvort þeir væru
hlynntir eða andvígir virkjunum í
neðri hluta Þjórsár. Sögðust 57%
andvíg en 33% voru hlynnt.
Úrtakið í könnun Félagsvísinda-
stofnunar í Suðurkjördæmi var
800 manns og svarhlutfall um 65%.
Fylgi VG
eykst mikið