Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 30
|laugardagur|14. 4. 2007| mbl.is daglegtlíf Það er fátt skemmtilegra á vot- viðrisdögum en að hoppa í poll- um – jafnvel þó að maður sé komin af barnsaldri. »32 tíska Við Grundarhvarf býr fjögurra manna fjölskylda sem hefur komið sér vel fyrir í einlyftu, múrsteinshlöðnu húsi. »34 innlit Arkitektinn Örn Guðmundsson flýgur hátt í háborg tísku og hönnunar en er stoltur af upp- runa sínum norðar í álfunni. »36 hönnun Eftir Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur gudbjorg@mbl.is Basil er vinsælasta krydd-jurtin okkar en hún er líkavandmeðfarin og alls ekkiauðvelt að halda lífi í henni utandyra, hér á landi,“ segir Guð- björg Kristjándóttir eða Gugga eins og viðskiptavinir Garðheima virð- astkalla hana þegar ég heimsæki hana einn rigningardaginn í vikunni. Hún segist benda fólki á að best sé að vera með basil í eldhúsglugg- anum. „Reyndar finnst mér það eiga við um allar kryddjurtirnar. Þá eru jurt- irnar nálægt þeim sem er að elda og maður notar fyrir bragðið miklu meira af þeim ef þær eru í seiling- arfjarlægð. Þeir sem hafa notað kryddjurtir vita að það jafnast fátt á við það að vera með ferskt krydd í matnum.“ Sáðmold, birta og vatn Þessa dagana er upplagt að sá fyr- ir kryddjurtum en þeir sem eru með skika til útiræktunar ættu líka að sá fræjum fyrir spergilkál, blómkál og annað kál. Guðbjörg segir að helstu mistökin sem fólk geri þegar það sáir fræjum sé að vökva ekki nóg. „Það eru nokkur atriði sem fólk þarf að hafa á hreinu þegar ráðast á í ræktun kryddjurta eða káls.“  Sáðmold Í fyrsta lagi þarf að nota sáðmold því hún er sérstaklega samsett fyrir fræin, mátulega sterk og næringarrík.  Birta Í öðru lagi þarf fólk að hafa frekar kalt en bjart svona í upp- hafi eða þangað til fræin fara að spíra almennilega  Vatn Í þriðja lagi þarf að vökva vel. Fái fræin ekki næga vætu í upphafi, þorna þau upp. Sáðkubbar vinsælir „Margir eru farnir að auðvelda sér þessa vinnu og nota sáðkubba svo- kallaða. Kubbarnir eru settir í bakka, vatn í botn hans og þá draga kubbarnir í sig vatnið. Nokkrum fræjum er stráð í hvern kubb. Ef fræin eru mjög smágerð má ekki hylja þau með mold en annars er ráð að hylja fræin með smá mold.“ Þegar fólk er búið að sá fræjum, hvort sem er beint í bakka eða í kubba þá er plastpoki eða plastlok sett yfir. Það borgar sig ekki að hafa dagblöð yfir því þá fá fræin ekki næga birtu. Það getur tekið fræin tvær vikur að spíra en líka allt að fimm til sex vikur. Allt veltur þetta á tegundum. Graslaukur og steinselja Strax og fræin fara að spíra er plastið eða lokið fjarlægt og þá má fara að setja bakkana á enn bjartari stað. Tími er kominn til að dreif- planta eða prikla eins og sagt er ef plönturnar eru í bakka og uppúr kímblöðunum er farið að glitta í ný blöð. Þegar plönturnar eru komnar sæmilega vel á veg eru þær settar í stærri potta eða þær settar út í potta eða beð síðla í maí. Kubbarnir eru settir beint í potta og út í glugga eða út í garð þegar veðrið er orðið skaplegt í maí. Guðbjörg segir að fyrir þá sem eru að fikra sig áfram í fyrsta skipti sé auðveldast að byrja með graslauk, steinselju og dill en hún bætir við að allt sem passað sé vel uppá launi umönnunina þegar upp er staðið. Að- almálið er að hugsa vel um verkefnið. Hafa mátulega langt á milli Þegar sá á fyrir káli þá má fara að dreifplanta um leið og uppúr kím- blöðum eru farin að vaxa önnur blöð. Það þarf að passa að gróðursetja í pottana það djúpt að stöngullinn fari í moldina og einungis kímblöðin og nýju blöðin standi uppúr. Það er svo ekki fyrr en plönturnar eru gróður- settar úti í beðum að hugsa þarf að áburðargjöf. Passa þarf að hafa a.m.k. 35–40 sentimetra á milli kál- plantnanna. Þá er það val fólks hvort hafa á ræktunina lífræna eða ekki. „Ef um lífræna ræktun er að ræða þarf t.d. að setja í beðin hrossatað, hænsnaskít eða þörungamjöl. Hins- vegar er hægt að nota blákorn ef fólk er tilbúið að svindla aðeins á lífrænu ræktuninni,“ segir Guðbjörg. Það er um að gera að vökva vel yf- ir sumarið og hugsa vel um beðin og þá ætti uppskeran að vera gjöful þegar sumri tekur að halla. Kryddjurtir í eldhús- gluggann og kál út í garð Morgunblaðið/ÞÖK Gott ráð Guðbjörg Kristjánsdóttir ráðleggur fólki að merkja vel hvaða tegundir er verið að gróðursetja strax í byrjun til að það fari ekkert á milli mála hvað er hvað þegar grænu blöðin fara að koma uppúr moldinni. Úrval Til eru margar tegundir kryddjurta og ýmsar eru framandi. Skemmtilegt Passið að láta stöng- ulinn fara ofan í moldina og kím- blöðin og nýju blöðin standa uppúr. Árangur Þegar sáð er í bakka og ný blöð fara að myndast uppúr kím- blöðunum er kominn tími til að dreifplanta. Einfalt Sáðkubbar eru settir í bakka með vatni og síðan er nokkr- um fræjum stráð í hvern kubb. Kubbarnir eru svo settir í stærri potta og þarf ekki að dreifplanta Nú er rétti tíminn til að sá fyrir kryddi og káli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.