Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 36
hönnun 36 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ílífi hans eru litir. Margir litir. „Ég notaliti miklu meira en Frakkar og þásterka,“ segir arktítektinn Örn Guð-mundarson sem fyrir skömmu var val- inn einn af 50 bestu arkítektum þar í Frakk- landi af hinu virta franska tímariti Architechtural Digest. „Litir gefa óendanlega möguleika á að breyta andrúmlofti rýmis, ekki aðeins fljótt heldur einnig ódýrt. Þeir fylla rýmið og gefa því „karakter,“ hlýju.“ Það er nokkuð langur vegur frá Skólavörðu- holtinu í Reykjavík til Sigurbogans í París, og þá einkum ef horft er frá arktítektúrnum. Sandkassinn er kannski eins á báðum stöðum en þegar kemur að leik og gleði í byggingalist- inni sjálfri, þá er himinn og haf á milli. „101 Reykjavík var minn heimur og hafði góð áhrif á mig,“ segir Örn sem er sonur Guð- mundar Baldvinssonar og Guðnýjar Guðjóns- dóttur í Mokka-kaffi. „Ég var sjálfsagt skap- andi barn, teiknaði mikið og hannaði, en settist engu að síður á skólabekk í hag- fræðideild Verslunarskóla Íslands en eftir stúdentsprófið var annað hvort að hrökkva eða stökkva.“ Jákvæð íhaldssemi Og Örn stökk til Parísar, 21 ára gamall og nam þar arkítektúr. „París er París,“ segir aríktektinn og af tónfallinu má ráða að honum líki vel við þessa París. „Hér eru margar af sögufrægustu byggingum Evrópu. Sagan, list- in og hönnunin er samofin daglegu lífi borg- arbúa. Ekkert af þessu getur farið framhjá manni og hefur auðvitað áhrif á mann og hönnun manns. Frakkar eru því, eins og gefur að skilja, frekar íhaldssamir í jákvæðri merk- ingu, hafa klassískan stíl en gefa samt rými fyrir nýjungar. Það er þessi skemmtilega blanda af gömlu og nýju. Ég hef unnið mikið við að endurhanna eldra húsnæði í borginni, íbúðarhúsnæði, verslanir og bari. Þá þarf oft að laga nýja stílinn að þeim stíl sem fyrir er því hinn eldri er oftar en ekki friðaður. Ég hef gaman af að blanda saman ólíkum stílum og efnivið, þannig að þegar upp er staðið virki stíllinn sem nýr en er samt ein heild.“ Verk Arnar hafa birst víðar en í virtum, frönskum tímaritum eins og AD, Figaro, Elle décoration, Marie Claire Maison og sjónvarps- þáttum um arkítektúr/hönnun eins og Intér- ieurs á Paris Première. Ekki alls fyrir löngu birtist hönnun hans einnig í japanskri bók um baðherbergi í París, Salle de bains à Paris. Þar er farið fögrum orðum um dramatíska litanotk- unina. „Það getur vel verið að litagleðin eigi rætur sínar að rekja til Íslands, Reykjavíkur, allra marglitu húsþakanna í borginni. Mér finnast litir bara skemmtilegir. Í minni hönnun reyni ég að hefja mig yfir tískubólur. Það hef- ur oft verið sagt við mig að það sé erfitt að tímasetja mína hönnun. Ég tek því sem hrósi.“ Hörð samkeppni Hann segir verk sín samt vera eins ólík og þeir einstaklingar og fyrirtæki sem hann vinni fyrir. „Verkið verður að endurspegla við- skiptavininn. Honum verður að líða vel í því andrúmslofti sem við erum að skapa,“ segir Örn sem einnig hefur fengið smjörþefinn af tískuheiminum. „Ég hef m.a. unnið fyrir tísku- hönnuðina Romeo Gigli og Agnes B. Ég er svo lánsamur að hafa fengið fjölbreytt verkefni. Á sínum tíma var ég í hópi hönnuða sem tók þátt í samkeppni um Tuileries-garðana hjá Louvre- safninu og við unnum keppnina. Það var gam- an og lærdómríkt að vera í þessum hópi. Þá hef ég alltaf haft mjög gaman af því að hanna ljós og lampa en þeir voru seldir í galleríi í 2. hverfi Parísarborgar. Þeir eru margir lamp- arnir sem ég hef gert en því miður geri ég ekki eins marga nú sökum tímaskorts.“ Örn segir samkeppni arkítekta mikla á meg- inlandinu, það telji margir sig til kallaða og margir séu það. ,,Ég hef búið hér í 22 ár en maður ávinnur sér sjaldnast orðspor einn, tveir og tíu. Fólk leitar ekki að arkítekt í síma- skrá, það spyrst fyrir og skoðar fyrri verk arkítektsins áður en það tekur ákvörðun. Ég er með eigin stofu í „le Marais“, hverfinu og hef hingað til starfað að mestu einn og sjálf- stætt. Stúdentsprófið frá Verslunarskólanum hefur því, út frá rekstrarhliðinni, nýst mér ágætlega. En ætli ég verði ekki brátt ráða ann- an arkítekt og jafnvel annan til. Ég hef haft svo mikið að gera í kjölfar umfjöllunar AD og fleiri,“ segir Örn á þann hátt að jafnvel þótt litanotkun hans líkist stundum íslensku eldgosi þá er auðheyrt er að hann er með báða fæt- urna á jörðinni. Í París. uhj@mbl.is Lifi litirnir! Tímaritið Maison setti hönnun Arnar á forsíðu í febrúar 2004 undir þessari fyrirsögn. Samstilling Samlyndi litanna er einstakt. Litsterkur Örn í París Hann flýgur hátt í háborg tísku og hönnunar en er stoltur af uppruna sínum norðar í álfunni enda hefti þar ekkert sköp- unargáfu hans. Örn Guðmund- arson arkítekt var nýlega valinn einn af 50 bestu arkítektum í Frakklandi af hinu virta franska tímariti Architechtural Digest. Einstakt Þessar myndir birtust í jap- anskri bók um bað- herbergi í París. Gult Litirnir njóta sín fullkomlega í stílhreinum innrétting- unum Arnar á heimili hans. Rautt Himininn hans Arnar er ef til vill rauður eins og þessi veggur á heimili hans. Sköpunargáfa Örn við eitt ljósa sinna en það kviknar oft snilldarlega á perunni hjá honum. Fólk leitar ekki að arkítekt í símaskrá, það spyrst fyrir og skoðar fyrri verk arkítektsins áður en það tekur ákvörðun. Sérstakt Bókaherbergi Arnar er sér- stakur staður eins og vera ber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.