Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁRVAKUR OG BLAÐIÐ Ígær var tilkynnt, að Árvakur hf.,útgáfufélag Morgunblaðsins,hefði eignazt allt hlutafé í Ári og degi, útgáfufélagi Blaðsins. En fyrir nokkrum misserum keypti Árvakur hf. helming hlutafjár í Blaðinu. Þessi kaup eru mjög mikilvæg fyrir Árvakur hf. Félagið gefur nú út öfl- ugasta áskriftarblað landsins, annað tveggja fríblaða og heldur úti lang- sterkasta netmiðli landsins, mbl.is. Í þessu felst, að sú upplýsinga- og afþreyingarstarfsemi sem fram fer á vegum Árvakurs hf. nær, að sögn Einars Sigurðssonar, forstjóra Ár- vakurs, hf. til um 85% þjóðarinnar. Með sameiningu þessara þriggja fjölmiðla undir einum hatti nást mikil samlegðaráhrif í rekstri, sem gerir þessa starfsemi alla hagkvæmari. Jafnframt er ljóst, að þeir fjöl- miðlar, sem Árvakur hf. starfrækir verða sterkasti kostur fyrir auglýs- endur til þess að ná til fólksins í land- inu. Með því að taka að fullu við útgáfu annars af tveimur fríblöðum, sem hér eru gefin út er Árvakur hf. að fara sömu leið og útgáfufélög hefðbund- inna áskriftarblaða í nálægum lönd- um hafa farið í vaxandi samkeppni á dagblaðamarkaðnum. Flest helztu dagblaðaútgáfufyrirtæki á Norður- löndum hafa hafið útgáfu á eða fest kaup á fríblöðum til þess að ná til þeirra þjóðfélagshópa, sem fríblöðin höfða mest til. Í tilviki Árvakurs hf. eru til staðar framleiðslutæki, bæði tölvukerfi, sem eru sérhönnuð fyrir dagblaðaútgáfu og mjög fullkomin prentsmiðja, sem nýtast betur en ella. Þótt Blaðið hafi frá upphafi verið prentað í prentvél Árvakurs hf. hefur önnur vinnsla þess ekki farið fram í framleiðslu- tækjum félagsins. Nú breytist það, auk þess, sem margvísleg stoðdeild- arstarfsemi er fyrir hendi, sem út- gáfa Blaðsins mun njóta góðs af. Árvakur hf. mun því frá deginum í dag dreifa yfir 150 þúsund eintökum af dagblöðum flesta daga vikunnar og um 50 þúsund eintökum alla daga vik- unnar. Jafnframt þessari mikilvægu þró- un í blaðaútgáfu Árvakurs hf. hefur félagið haldið áfram að þróa netút- gáfu Morgunblaðsins, mbl.is, sem smátt og smátt er að byggja upp grundvöll að fréttaútsendingum á netinu. Þær eru nú þegar til staðar en líklegt má telja, að þær færist í fast- ara form á næstu misserum. Þýðingarmikill þáttur í fjölmiðla- starfsemi Árvakurs hf. er að vera vettvangur fyrir umræður þjóðarinn- ar. Sagt hefur verið að Morgunblaðið sé málþing þjóðarinnar og það eru orð að sönnu. En nú hefur jafnframt blómstrað sterkur umræðuvettvang- ur á mbl.is, þar sem bloggið er og nú netgreinar. Blaðið hefur einnig að hluta til verið slíkur vettvangur og á vafalaust eftir að eflast sem slíkur. Það er því mikill sóknarhugur um þessar mundir hjá þeim fjölmiðlum, sem starfræktir eru á vegum Árvak- urs hf. TILVERA SAMFYLKINGAR Það hlýtur að vera erfitt fyrir sam-fylkingarfólk, sem kom saman til landsfundar í gær, að horfast í augu við síðustu skoðanakönnun Capa- cent-Gallup sem bendir til þess að flokkurinn sé enn að tapa fylgi og er nú kominn niður í 18,1% kjörfylgi og 13 þingmenn. Frá því að þessar tíðu skoðanakannanir hófust í febrúar hefur fylgi Samfylkingar minnkað jafnt og þétt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður flokksins, fjallaði ekki um þennan kalda veruleika í setningar- ræðu sinni á landsfundi Samfylking- ar í gær. Það þýðir hins vegar ekkert fyrir flokkinn að horfa fram hjá þess- ari staðreynd og þess vegna hljóta að fara fram umræður á landsfundi flokksins um það hvað valdi. Fáir ættu að hafa meiri möguleika á að átta sig á því en samfylkingarmenn sjálfir. Fari sem horfir munu margir af núverandi þingmönnum flokksins falla út af þingi í kosningunum í vor og varla verða þeir ánægðir með það. Setningarræða formannsins var að öðru leyti hefðbundin. Athyglisvert er að sjá þá áherzlu sem Ingibjörg Sólrún lagði á eftirlaunamál ráða- manna eins og hún orðaði það. Hún lýsti því yfir að hún mundi beita sér fyrir því að þessum lögum yrði breytt og að meira jafnræði kæmist á í líf- eyrismálum ráðamanna og almenn- ings. Verður fróðlegt að sjá hvort sam- staða næst um þetta innan nýs þing- flokks Samfylkingar. Hún lýsti því yfir að kæmist Sam- fylking til valda – sem ekki er hægt að útiloka þrátt fyrir lélega útkomu í skoðanakönnunum – mundi flokkur- inn sjá til þess að á næstu tveimur ár- um yrðu byggð 400 ný hjúkrunarrými fyrir aldraða og biðlistum eytt. Þetta eru athyglisvert stefnumál. Að öðru leyti var fátt nýrra tíðinda í setningarræðu Ingibjargar Sólrún- ar. Yfirleitt má frekar búast við nýj- um hugmyndum í ræðum forystu- manna stjórnarandstöðu en stjórnarflokka. Einfaldlega vegna þess að stjórnarandstöðuflokkar hafa meiri tíma til þess að skoða stöðu sína og endurskoða málefnaafstöðu held- ur en stjórnarflokkar sem eru önnum kafnir við að framfylgja stefnumálum sínum. Svo var ekki í ræðu formanns Samfylkingarinnar. Þar var heldur ekki að finna viðleitni til þess að marka nýjar stórpólitískar línur af hálfu Samfylkingar. Slíkar hugmynd- ir er frekar að finna í bókaumsögnum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrr- verandi formanns Alþýðuflokksins, sem að undanförnu hafa birzt hér í Morgunblaðinu og þar á meðal í Les- bók í dag. Það er út af fyrir sig ekkert við það að athuga að nýjar hugmyndir komi fram frá fyrrverandi forystumönnum en það segir þó kannski einhverja sögu um núverandi forystusveit. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Við erum metnaðarfulltbaráttufólk fyrir betrasamfélagi. Við vitumhvað við viljum og hvernig á að koma hlutunum í verk,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar, við setningu landsfundar flokksins í Egilshöll í gær. Á annað þúsund manns eru skráð til þátttöku á landsfund- inum sem gerir þetta fjölmenn- asta landsfund í sögu flokksins. Ingibjörg sagði mikið hrópað en of lítið hugsað í íslenskum stjórnmálum. „Fólkið í landinu á betra skilið. Það á skilið lausnir sem virka. Þess vegna á Samfylk- ingin brýnt erindi í ríkisstjórn,“ sagði Ingibjörg og bætti við að nú væri stefnan tekin á jafnvægi og framfarir, Íslandi til heilla. „Jafn- vægi í efnahagsmálum er for- senda þess að fólk og fyrirtæki geti kvíðalaust gert áætlanir um dagleg fjármál og fjárfestingar til framtíðar. Framfarir eru for- senda lífsgæðanna sjálfra. Það er kominn tími til að Íslendingar sjái á ný framfarir á sviði velferðar en einmitt þar eru vanrækslusyndir ríkisstjórnarinnar mestar,“ sagði Ingibjörg. „Við erum sammála ýmsu sem ríkisstjórnin hefur gert, við skulum ekki halda öðru fram. Hún hefur fylgt eftir frum- kvæði jafnaðarmanna um opnun landsins með aðildinni að innri markaði Evrópu, hún hefur skap- að viðskiptalífinu sveigjanlegra umhverfi og leyst þar ýmsa krafta úr læðingi. En hún hefur vanrækt aðkallandi verkefni af því hún hef- ur ekki séð þau. Það er ekki vítt útsýnið af sjónarhóli hægri stefn- unnar.“ Biðlistar, biðlistar, biðlistar Ingibjörg fór hörðum orðum um núverandi stjórnvöld og sagði kjörtímabil mikils óstöðuleika í efnahagsmálum vera að baki. Greiðslubyrði hvers heimilis hafi aukist að meðaltali um 500 þúsund krónur vegna hagstjórnarmis- taka, 60% aldraðra séu með tekjur undir 140 þúsundum á mánuði, fimm þúsund börn búi við fátækt og almannatryggingakerfið standi ekki lengur undir nafni. „Þekkið þið einhvern sem getur borið vitni um að velferðarþjónustan hafi batnað?“ spurði Ingibjörg og sagði svarið við spurningunni ein- falt og hægt að setja það fram í þremur orðum: „Biðlistar, biðlist- ar, biðlistar.“ Ingibjörg sagðist vita hvað það væri að eyða biðlistum sem sjálf- stæðismenn hafi safnað upp. „Við gerðum það í Reykjavík og við munum gera það aftur. Við mun- um sjá til þess að á fyrstu tveimur árum í ríkisstjórn verði byggð 400 ný hjúkrunarrými fyrir aldraða og biðlistanum eytt.“ vinnugreinar átt erfitt uppdr á Íslandi vegna hárra vaxt gengissveiflna. „Engar fjár ingar eru svo aðbærar að standi undir íslenskum vaxta um eins og fram kom hjá fors Marels á fundi Samfylkingari á miðvikudaginn. Ójafnvæg efnahagsmálum og vanræ syndirnar eru til marks um þessi ríkisstjórn þriggja mism andi forsætisráðherra hafði miður aldrei yfirsýn yfir verk sitt, hún hafði ekki skýr mar og hringlandaháttur einke ákvarðanir,“ sagði Ingibjörg bætti við að Samfylkingin áherslu á ábyrgð í efnahags um. „Með því að gera hlé á v Að sögn Ingibjargar er minna fé varið hlutfallslega til mennta- mála hér á landi en í nokkru hinna Norðurlandanna og brottfall úr framhaldsskólum meira en annars staðar þar. „Við í Samfylkingunni erum sannfærð um að allir geti lært og við eigum aldrei að gefast upp við að virkja hæfileika barna og ungmenna, þrátt fyrir mis- þroska, einhverfu, lesblindu, of- virkni. Allir geta lært og við meg- um ekki láta það gerast að barn fái ekki notið sín af því það fékk ekki kennslu við hæfi.“ Kunna að leiðrétta launamun Ingibjörg sagði einsýni hafa ríkt í atvinnumálum og nýjar at- „Framtíð lands – framtíð þjóðar“ er yfirskrift landsfund Baráttufólk betra samfé Burt með biðlista „Ég veit hvað það er að eyða biðlistum sem sjál það aftur,“ sagði Ingibjörg Sólrún við setningarathöfn landsfunda Á annað þúsund manns eru skráð til þátttöku á landsfundi Samfylkingarinnar. Halla Gunnarsdóttir hlustaði á stefnuræðu formannsins og ávörp tveggja skandinav- ískra gesta. ÞRJÁR konur gegna nú for- mennsku jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndunum og þær voru allar samankomnar við setningu landsfundar Samfylkingarinnar í gær. Þær Helle Thorning- Schmidt, leiðtogi danska Jafn- aðarmannaflokksins og Mona Sahlin, nýkjörinn leiðtogi sænska jafnaðarmannaflokksins, blésu skoðanasystkinum sínum baráttuanda í brjóst. Í máli Sahlin kom fram að í þessum þremur löndum séu jafn- aðarmenn í stjórnarandstöðu. Það sé erfitt verk að koma jafn aðarmönnum til valda og þess vegna þurfi konu til verksins. Sahlin sagði jafnaðarmenn ekki láta sér standa á sama ef aðrir búa við ójöfnuð. „Við legg um af mörkum það sem við get um og eigum að fá til baka það sem við þurfum,“ sagði hún. Helle Thorning-Scmhidt sag borgaraflokka á Norðurlönd- unum oft fá orðfæri jafn- aðarmanna um velferð og sam- félagsmál að láni og reyna að gera það að sínu. „Og þó þeir sé Eigum að fá til baka það s Forystukonur Það fór vel á með leiðtogum jafnaðarmanna frá þre fylkingarinnar í gær en Helle-Thorning Schmidt og Mona Sahlin v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.